Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. marz 1965 fltagwttfylafrife Útgefandi: Framk væmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulitrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík- Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vígur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. IB«n<'.;idii!kt l*lmui<il: Upplýsingar þær, sem fram komu í samtali við Lúð- víg Hjálmtýsson, formann ferðamálaráðs, hér í blaðinu í fyrradag, eru hinar merk- ustu. Af þeim má sjá að ferða- mannastraumurinn til ís- lands stóreykst með ári hverju, og ef þróunin heldur áfram með sama hraða og " hingað til, verður þess ekki langt að bíða að hægt verði að kalla ísland ferðamanna- land. Formaður ferðamálaráðs skýrir m.a. frá því í fyrr- greindu samtali, að gjaldeyr- istekjur íslendinga af erlend- um ferðamönnum á síðast liðnu ári hafi numið 82 millj- ónum króna, en árið áður námu þær um 56 milljónum króna. Það ár komu til lands- ins yfir 17 þús. erlendir ferða- menn, en nær 23 þúsund á síðast liðnu ári. Sýna þessar tölur vel, hve ör þróunin er frá ári til árs, og ekki síður hitt, að ferðalög útlendinga hingað eru orðin okkur drjúg tekjulind. Ekki þarf að fara í grafgötur um, að hér er um allgóð hlunnindi að ræða fyr- ir ríkisbúið og einstaklinga, og er ekki álitamál að efla þarf landkynningarstarfið í því skyni, að hingað komi til landsins sem flestir erlendir ferðamenn. Með því eru slegnar tvær flugur í einu höggi: útlendingar kynnast landinu af eigin reynd, nátt- úrufegurð þess og unaði sveitanna, gömlum arfi þess og nýrri en harla frjórri og ört vaxandi borgarmenningu. Auðvitað tekur langan tíma að gera land eins og ísland, sem um aldaraðir hefur verið fjarlægt umheiminum og óþekkt, að eftirsóknarverðu ferðamannalandi á borð við þau lönd, sem hafa verið í tízku sem ferðamannalönd, ef svo mætti segja, um langt skeið. En þróunin í þessum málum er hin ánægjulegasta og mun örari en hinir bjart- sýnustu þorðu að gera sér vonir um. Oft er talað um ísland í er- lendum blöðum og ferða- mönnum bent á þetta sér- stæða land, sem svo tiltölu- lega f áir haf a komið til. Áhugi útlendinga á sérstöðu íslands er þannig smám saman að vakna, og er það vel. En hinu skulum við ekki gleyma að nauðsynlegt er að vera vel á verði. Land, sem ætlar að taka á móti erlendum ferða- mönnum verður að gera það annars vegar af fullkominni þjóðlegri reisn, hins vegar ber að gæfa þess að hafa ekki erlenda ferðamenn einungis að féþúfu, eins og nú er mjög tíðkað í mörgurrt rótgrónum ferðamannalöndum. í göml- um bókum erlendra ferða- manna sem hingað hafa kom- ið, er gestrisni íslendinga ávallt við brugðið. Þetta margrómaða viðmót við út- lendinga eigum við að v#rð- veita í þjóðarhjartanu, með því móti bíðum við sjálfir síður tjón á sál okkar við ört vaxandi straum erlendra ferðamanna til landsins. GISTIHÚS Ij'itt af því sem er undir- *^ staða þess, að land eins og ísland geti orðið álitlegt ferða mannaland, er sæmilegur að- búnaður í landinu sjálfu, og þá fyrst og síðast að hótel- menningin sé ekki til fram- búðar á því stigi, sem hér hef- ur legið í landi. í þeim efnum hafa verið gerð stórátök í höfuðborginni sjálfri með byggingu nýrra og glæsilegra hótela, og er það vel. Aftur á móti er þörfin fyrir hótel eða gistihús úti á landsbyggð- inni enn mjög brýn ,og síður en svo að þau mál hafi verið leyst. Að vísu hafa sæmileg, jafnvel góð húsakynni verið tekin í notkun fyrir ferða- menn yfir sumartímann og má þar til nefna skólana. Hafa þessi húsakynni bætt úr brýnni þörf. En betur má, ef duga skal. Vafalaust verður unnið að því að koma á fót sæmilegum gistihúsum úti á landsbyggðinni, og með vax- andi ferðamannastraumi hlýt ur áhugi innlendra aðila á slíkum rekstri að aukast til muna. Er nauðsynlegt að hlaupa undir bagga með þeim í fyrstu til að koma málum þessum úr þeirri úlfakreppu, sem þau nú eru í. Ætti ferða- málasjóður í framtíðinni að geta stuðlað að því. „SURTUR FER SUNNAN" /^óð landkynning er undir- " staða bess að gera ísland að ferðamannalandi. í þeim efnum hafa verið unnin ágæt verk af ýmsum aðilum, bæði ríkisvaldinu og einstakling- um. Ber að efla þá starfsemi eftir föngum og gera hana eins menningarlega og frek- ast er unnt. Ekki þarf að efa að hin nýja kvikmynd Ósvaldar Mannrétfindavika Æsky- lýðssambands fslands ÆSKULYÐSSAMBAND fslands hefur undaofarna viku haft uppi kynningu á mannréttindabarátt- unni víðs vegar um heim. Þessi kynning er ekki aðeins til fróð- letks, heldur — ag ekki síður — til hvatningar öllum íslendingum að fylgjast með því, sem fram fer í veröldinni, austan tjalds eða vestan, í norðri eða í suðri, og standa á varðbergi um eigið frelsi. t>essi starfsemi fer ekki aðeins fram hér á íslandi; æskulýðssam- bönd allra landa, þau sem frjáls eru, halda uppi sömu starfsemi, að vísu með misjöfnum hávaða og misjöfnum undirtektum, en alls staðar sama markmiði. Þar hafa með sér samtök, sem kunn eru undir nafninu WAY — World Assembly of Youth — þar sem ungt fólk hittist öðru hverju til skrafs og ráðagerða. Samtökin voru stofnuð árið 1949 og komu saman í fimmta sinn í ágúst sl. sumar í bænum Amherst í Bandaríkjunum. Þar voru á dagskrá margvíslag mál- efni æskunnar, en mannréttinda- baráttan setti svip sinn á þingið. Okkur fslendingum gengur stundum illa að skilja aðrar þjóð ir og baráttuaðferðir þeirra. Við háðum okkar sjálfstæðis- og mannréttindabaráttu ólíkt öllum vopnlausir en málsnjallir. Við höfðum sigur yfir Donum og munum brátt fagna fullum sigri, er handritin koma heim. Hér hef- ur uppruni manna eða kynferði ekki áhrif á þjóðfélagsréttindi þeirra, og frelsi ríkir í trúar- brcigðum — þó að sumum þyki það ekki algert. Nú er nýlokið mikilli kröfu- göngu í Bandaríkjunum, sem vak ið hefur meiri athygli en hinar árvissu gönguferðir úr Miðnes- heiði eða Hvalfirði til Reykjavík- ur. En af hverju skyldi það vera? Svarið- er einfalt. í Bandaríkjunum er til ein- hvers barizt, þar er virkileg bar- átta um mannréttindi. Blökku- menn hafa lengi átt um sárt að binda í sumum Suðurríkjunum, þó að Þrælastríðinu sé löngu lok- ið. Hvítir menn hafa þar ekki allir viljað sætta sig við svert- ingja sem jafningja sína og því þráast við að viðurkenna mann- réttindalög þau, sem kennd eru við Kennedy heitinn forseta. Sem betur fer eru aðrir, sem ljá vilja málstað blökkumanna lið. Æskulýðssamband Bandaríkj- anna hefur þar laigt fram drjúg- an skerf, hvítir og svartir hlið við hlið. En hæst ber nöfn Kennedys og séra Marteins Lúthers Kings, sem gekk í fararbroddi hinnar miklu göngu. Hann er maður þétt vaxinn og alúðlegur, liggur lágt ( rómur en hefur seiðandi rödd, i sem hrífur áheyrandann. í boð- skap sínum leggur hann áherzlu | á, að rnenn skuli fara með friði, ólíkur Þangbrandi biskup, sem hafði kross á annarri hendi en sverð í hinni. Það er einkennandi um baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum, að stjórnir einstakra ríkja reyna að hindra framtgang mannrétt- Benedikt Blöndál indamála þeirra, en verða síðan að beygja sig fyrir ákvörðunum sambandsdómstóla og sætta sig við vald sambandsþings og stjórn ar. Allur ágreiningur er fyrir opn um tjöldum og báðum heimilt að flytja sitt mál. En skammt undan ströndum Bandaríkjanna liggur eylandið Kúba. Þar er háð barátta á ann- an veg en nú var lýst. Þar er engum heimilt að flytja sitt mál nema talsmönnum stjórnarinnar oig andstæðingar hennar hneppt- ir í varðhald. Kommúnisminn hefur haldið innreið sína og varp að almennum mannréttindum fyr ir borð. Og þar fá menn ekki að þreyta göngur til að vekja bar- áttumálum sínum stuðning. f Mið- og Suður-Ameríku eru líka einræðisstjórnir við völd. Atferli þeirra er allt á sömu lund og Castrós, og frjálslyndir æsku- menn hætta lífi sínu við það eitt að freista að halda uppi gagnrýni. Og svona er það víðar. í Asíu ber mest á yfirgangi kín- versku kommúnistanna, svo að jafnvel Persakeisarar hinir fornu hverfa í skuiggann, en Kínverjar lögðu undir sig Tíbet að fordæmi Rússa um Eystrasaltslöndin, og hefur verið furðu hljótt um það þjóðarmorð, sem framið er í Tí- bet. Nú beinast hins vegar allra hugir að átökunum í Viet Nam í von um, að takast megi að finna friðsamlega lausn þeirrar styrj- aldar, sem þar er háð. Allt þetta láta æskulýðssamtök heimsins sig varða og vonazt til að geta elft þann samhug meðal þjóða, að styrjaldir verði óþarfar, sjálfstæðisákvörðunarréttur þjóða og einstaklinga vírtur og engum valdhöfum liðist að fótum troða almenn mannréttindi. Á þingi sinu gerðu samtöki«t margar og harðorðar ályktanir á þessa átt í þeirri von, að þær yrðu hinum frjálslyndu styrkuí og einræðisherrunum noklcur þyrnir í augum. En stundum er ekki láttS sitja við orðin tóm. í Suður- Afríku halda Búar uppi ströng- um aga og aðskilnaðarsteEnu Wítra og svartra. Færa þeir sem rök fyrir stefnu sinni, að sjálfir hafi þeir byggt upp landið og hl|óti þess vegna að ráða því, en muni hins vegar láta 3vert- ingjum tiltekin landssvæði eftir. Eru skiptar skoðanir um atferli Búa, og óneitanlega er þeim noklc ur vorkunn, en framkoma þeirra gagnvart svertingjum hins vegar með þeim hætti, að ekki verður mælt bót. Hafa þeir að engu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna að hætti einræðis- stjórna og halda fast við stet'nti iína þrátt fyrir harða gagnrýni hvaðanæfa úr veröldinni og á þingi Sameinuðu þjóðanna. Nor<5 urlandabúar hafa haft nokkurfc frumkvæði í þessari gagnrýni, eti er dr. Verwoerd bauð utanríkis- ráðherrum Norðurlanda að koma og kynna sér ástandið af eigin. raun, þekktust þeir eigi boðið, og er mér það jafnan ráðgáta, því að sjón er sögu ríkart, og auðvitað verður gagnrýnin tor- tryggilegri eftir en áður. í málefnum Suður-Afríku hafa æskulýðssamtökin ekki aðeins gert harðorðar ályktanir, heldur og hvatt til viðskiptabanns. Hafa frændur okkar á Norðurlöndum haft sig mjög í frammi um áróð- ur í þá átt, en Æskulýðssamband íslands látið kyrrt liggja, enda slíkar ráðstafanir mest svertingj - um sjálfum til t-jóns. Það er stundum sagt, að kynd- ill frelsis fari nú um alla Afriku, hver þjóðin af annarri fær sjálf- stæði, en kunna hins vegar mis- jafnlega með að fara. Sums sta9 ar verður afleiðingin einræðis- stjórn innfæddra, ef svo má segja, miklu verri fyrir þjóðina en nýlendustiórn áður. Virðist sem sumar hafi þær fengið sjálf- stæðið einum of fljótt, þjóðirnar vanbúnar og ómenntaðar og þvt auðveld bráð lýðskrumurum og kommúnistum. Þessi nýju ríki eiga sína fulU trúa í æskulýðssamtökum heims- ins, sem fagna fengnu frelsi ag styðja af alhug félaga sína, setu enn berjast fyrir sjálfstæði þióða sinna. Þeir eru miklir hugsjóna- menn og opnir fyrir áhrifum, ea líta hvíta menn nokkru horn- auga. í heimssamtökin sækja þeir styrk til starfa fyrir land og þjóð, og í undirbúningi er stofnua heimsfriðarsveita í anda friðar- Framhald á bls. 31 Knudsens, „Surtur fer sunn- an" eigi eftir að vekja for- vitni útlendinga á eldfjalla- eyjunni. Fréttamönnum var sýnd þessi mynd ekki alls fyr- ir löngu, og vakti hún í senn athygli þeirra og ánægju. Mynd Ósvaldar er mjög góð heimild um Surtseyjargosið frá byrjun til enda, stórkost- leg og áhrifamikil lýsing á þeim náttúruhamförum, sem þar hafa átt sér stað, og munu ávallt þykja merk í jarðsög- unni, svo ekki sé talað um þjóðarsöguna. Ósvaldur Knudsen hefur sameinað list- rænt skyn sitt og tæknilega kvikmyndatöku með svo góð- um árangri, að unun er á að horfa. Má fullyrða að mynd þessi sé einstæð í sinni röð, enda lagði Ósvaldur sig oft og tíðum í lífshættu við töku hennar. Allt leggst á eitt um að gera mynd þessa athyglis- verða. Tónlist Magnúsar Blöndals Jóhannssonar fellur óvenjuvel að myndinni og sýnir hún, hversu áhrifamikil nútímaleg tónlist getur verið, þar sem hún er notuð á rétt- um stöðum. Er óhætt að full- yrða að tónlist Magnúsar eykur áhrif myndarinnar til muna, hún er lifandi partur af henni. Loks ber að geta ágætra skýringa Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, sem fylgja myndinni og gefa henni aukið gildi. „Surtur fer sunnan" er í senn liður í landkynningar- starfsemi okkar og jarðsögu- leg heimild með listrænu ívafi. Hún á áreiðanlega eftir að auka hróður Surts víða um heim, auk þess sem hún minnir á ísland — þetta f jar- læga en sérstæða land, sem tiltölulega fáir þekkja, en heimurinn hefur áhuga á í æ ríkara mælL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.