Morgunblaðið - 28.03.1965, Síða 17

Morgunblaðið - 28.03.1965, Síða 17
f Sunnudagur 28. marz 1965 MORGUNBLABIB 17 GullöMIn nú ÍSLENDINGAR hafa ætíð af á- huga fylgzt með örlögum þýzku þjóðarinnar. Ógæfa hennar af völdum Hitlers rann flestum Is- lendingum til rifja. í»ví meira hafa menn fagnað hinni ótrúlega skjótu endurreisn, sem orðið hef- ur í Þýzkalandi og engum er fremur að þakka en dr. Konráð Adenauer, fyrrverandi ríkiskanzl ara. Hann varð að vísu fyrir nokkru ámæli vegna þéss, að hann hefði verið lengur við völd en aldur hans leyfði. En því mið- ur reyndist hann sannspár um, að eftirmaður hans hefur ekki haldið jafnvel á stjórnartaumun- um og vonir flestra annarra stóðu til. Einkum á það þó við um ut- anríkismálin, sem virðast hafa farið böngulega úr hendi, sam- anber viðureignina við Nasser síð ustu vikur. Inn á við er enn mikili blómatími í Þýzkalandi, enda er Erhard fyrst og fremst frábær efnahagssérfræðingur. Úrslit skoðanakannana eru oft villandi, en þó er fróðlegt að lesa um eina slíka, sem lýsir skoðunum og hugðarefnum Vest- ur-Þjóðverja um þessar mundir. & Co. væri £ mesta Iagi kringum 10 millj. kr. En Haraidur skrif- aði dálítið meira um þetta, nokk-# uð, sem Eysteinn þagði um í upp lestri sínum. Haraldur sagði í Morgunblaðsgreininni: „Fyrirtæki okkar feðga, H. B. & Co. á Akranesi, greiddi í vinnu laun og aflahluti sl. ár um 45 milljónir og að auki keypta vinnu hjá öðrum, áætlað um 5 milljónir“. í stað þess að vaxtakostnaður- inn hjá Haraldi Böðvarssyni Sc Co. sé um % eða 40% af kaup- gjaldskostnaði, eins og Eysteinn hafði fullyrt daginn áður, þáoxpp lýsir Haraldur sjálfur, að vaxta- kostnaðurinn sé í mesta lagi h.u. b. 1/13 hluti. Minni munur hefði nú mátt gagn gera. Ekki er furða, þó að mönnum á Alþingi gangi illa að taka þann fjármálaspek- ing alvarlega, sem gerir sig ber- an að þvílíkum mun í málflutn- ingi frá degi til dags. Má ekki byggja starfsliús í Reykjavík? REYKJAVÍKURBRÉF | Samkvæmt henni telja 80% þjóðarinnar gullöld Þýzkalands vera nú og meira en % eru þeirr ar skoðunar, að núverandi stjórn arform sé bezt. Ekki alls fyrir löngu voru þeir í meirihluta, sem töldu blómatíma Þýzkalands hafa verið fyrir 1914. Nú er viðhorfið annað, enda hefur þeim fækkað, sem telja konungeðakeisaradæmi vera æskilegt. Prinsar og hers- höfðingjar eru í minni metum en áður. A meðal mannréttinda er skoðanafrelsi talið mikilsverðast. Eru það mikil afbrigði frá því, sem áður var, þegar það var helzta einkenni þýzkra stjórnar- hátta, hversu Þjóðverjar sóttust eftir að láta skipa sér eða segja sér fyrir verkum og undirgeng- ust kúgunarveldi Hitlers meira og minna sjálfviljugir. r Ottast mest verðbólp;u Reynslan hefur orðið þýzku þjóðinni harður en þarfur skóli. Kenningin um stéttastríð er þýzk að uppruna, enda var það Iengi tíðkað þar í landi öllum til óheilla. Nú telur meirihlutinn, að áhrif beggja séu of mikil, bæði stóratvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Háskólakennar- ar njóta mestrar virðingar og er talið, að þekking þeirra eigi að skera úr ágreiningi vinnuveit- enda og verkalýðs. Samkvæmt skoðanakönnuninni er almenn- ingur á móti verkföllum og ætl- ast meirihlutinn til, að ríkisvald- ið skerist í leikinn til að koma í veg fýrir þau. Menn eru bjart- sýnir á nánustu framtíð og una hag sínum vel. 78% eru ánægðir með sín daglegu störf og 70% segjast vona, að efnahags- ástandið breytist ekki á 5 eða 10 næstu árum. Langalgengasta kvíðaefni er vöxtur verðbólgu. Engin þjóð hefur reynt verð- bólgu rækilegar en einmitt Þjóð- verjar og er því þessi dómur öðru fremur lærdómsríkur. Ein- kennilegt er en skiljanlegt frá sjónarmiði þeirra, sem í miklu þéttbýli búa, að næst óttanum um verðbólgu kemur kvíði fyrir sívaxandi hávaða af vélum og umferð! Nokkurs misskilmngs er talið gæta í því, sem ýmsir hafa látið uppi, að öruggast mundi að koma fé sínu fyrir í Svíþjóð til að vernda það fyrir verðbólgu, því að á tímabilinu 1954—1963 hafi vetðlag hækkað tvisvar sinn um meira í Sví'þjóð en í Vestur- Þýzkalandi. Laugard, 27. marz Ilvenær raimhæf- ari kjarabætur? Sannleikurinn er sá, að bæði í Vestur-Þýzkalandi og Svíþjóð héfur sæmilega tekizt að ráða við verðbólguna. I Svíþjóð er ríkisstjórnin samt ásökuð fyrir síhækkandi verðlag og er á þingi kölluð „verðbólgustjórn“ af and- stæðingum sínum. Af hennar hálfu er svarað, að þótt verð- hækkanir hafi verið meiri en skyldi, þá sé ástandið nú ólíkt betra og almenningi hagkvæm- ara en var á millistríðsárunum, þegar betur tókst að halda verð- lagi í skefjum en allsherjarat- vinnuleysi lá eins og mara á þjóðunum. Verðbólgan hefur nú í nær aldarfjórðung verið höfuðmein okkar fslendinga. Okkur hefur í þeim efnum tekizt mun verr en t.d, Svíum og gætum vissulega mikið af þeim lært. Ekki sízt að stilla kauphækkunum svo í hóf, að von sé til þess að efnahags- kerfið fái undir þeim risið án stóráfalla. Um þessar mundir stendur ráð stefna, sem Alþýðusambandið hefur efnt til i því skyni að und- irbúa samningsgerð á komanda sumri. Engum getum skal að því leitt hvaða samþykktir verða þar gerðar né heldur hvað á bak við samþykktirnar býr. Venjan er sú, að í slíkum ályktunum er meira sagt en menn raunveru- lega ætla sér eða hafa von um að ná. Mestu máli skiptir, að að- ilar átti sig á lærdómum reynsl- unnar, beri saman hvort hafi orðið umbjóðendum þeirra frem- ur til hags, þegar hóf hefur verið haft á og menn haldið sig innan þess, sem gjaldgetan raunveru- lega leyfir, eða þegar samið hef- ur verið um óraunhæfar tölur. sem síðan hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. Ábyr«;ðarleysið ofar öllu Hálfdán Sveinsson, kennari á Akranesi, sat fyrir skömmu á Alþingi sem varamaður Alþýðu- flokksins. Hann hélt þar eftir- tektarverða ræðu og lýsti því, að allir þeir, sem hlut hefðu átt að júnísamkomulaginu í sumar hefðu hlotið sæmd af því. Eng- inn efi er á, að þarna mælti Hálf dán fyrir munn almennings. Vinnumálasamband SÍS var á meðal þeirra sem undir júnisam- komulagið skrifuðu. Er ekki vit- að, að neinir fulltrúar þess hafi þá lagt annað en gott til mála. Hinsvegar varð það strax ljóst, að bæði Tíminn og Þjóðviljinn tóku samkomulaginu fálega. — Þjóðviljinn hefur síðan nokkuð slegið úr og í, eftir því hver þar hefur haldið á penna. Málsvörum Franasóknar hefur ekki tekizt að leyna þeim hug sínum, að þeir vilja umfram allt koma í veg fyrir, að slíkt samkomulag takist á ný. Á Alþingi eru fáir öfgar orðaðir svo, að ekki sé upp ris- inn Framsóknarmaður til að herða á og helzt yfirbjóða. Á- byrgðarlausara ofurkapp við að spenna upp verðbólgu hefur aldrei fyrr sézt hér. Hernaðar- áætlun ráðamanna Framsóknar er augsjáanlega sú að gera svo harkalegar kröfur, að raunveru- legum ráðamönnum verkalýðs- hreyfingarinnar verði erfitt, þó að þeir sjálfir vildu, að halda hóflega á málum. Þennan skolla- leik skilja raunar allir, sem með fylgjast. Spurningin er, hvort verkalýðsforingjarnir hafa nógu sterk bein til að standast þessar ögranir. Bera nú mesta um- hyiŒÍu fyrir Einari og Haraldi Hingað til hefur það verið aðal ásökunarefni Framsóknar gegn viðreisnarstjórninni, að hún gerði þá fátækari fátækari og ríkari ríkari. En í síðustu viku brá svo við, að málsvarar Fram- sóknar á Alþingi beindu um- hyggju sinni einkum að Einari Sigurðssyni og Haraldi Böðvars- syni. Forvígismenn Framsóknar héldu þá uppi miklu málskrafi um, hversu mjög hefði verið að þessum mönnum þjarmað, Einar ekki eignast nein ný frystihús síðan viðreisnin hófst, og Har- aldur ætti að búa við tregðu á lánsfé til vélakaupa og endurbóta í atvinnurekstri sínum. Nú liggja fyrir óyggjandi skýrslur um það, að mikil aukning hafi orðið í sjávarútvegi bæði á fiskibátum og fiskiðjuverum og vélum frá því á dögum vinstri stjórnarinn- ar. I þessari miklu aukningu á lánsfjáraukning fyrir atbeina rikisstjórnarinnar úrslitaþátt. Engin gögn eru til um það nema síður sé, að þessir tveir athafna- miklu heiðursmenn hafi þar orð- ið útundan né að þeir hafi látið sitt eftir liggja í framkvæmdum síðari árin. En mikill vill meira og forystumenn Framsóknar láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hvar sem þeir hyggjast verða gagnrýni varir, þá reyna þeir með öllum ráðum að snúa henni sér til hags. Engum er hollt að vera án heilbrigðrar gagnrýni. Hana ber því að virða, en Fram- sóknarbroddarnir mega ekkert heyra án þess að snúa því á verri veg. Á mánudegi 2/5 hlutar Samræmið í málflutningi sést af því, að mánudaginn 15. marz hélt Eysteinn Jónsson ræðu x neðri deild og sagði m.a.: „Nú hlýtur hæstvirtur við- skiptamálaráðherra og aðrir, sem hér eiga hlut að máli, að vita það, að vextirnir eru stórkostlegur liður í útgjöldum framleiðslunn- ar, bæði útflutningsframleiðsl- unnar og iðnaðarins, og ég hef haft með höndum dæmi, verð- lagningardæmi eða vinnsludæmi fyrir frystan fisk frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Að vísu eru það orðin nokkuð gömul dæmi, þau munu vera frá 1961 eða þar í kring, og hlutfallið er náttúrlega breytt núna frá því, sem það var þá, sem gerðu ráð fyrir því, að vaxtakostnaðurinn, auðvitað -stofnlánavextir með, væri sem allra næst 40% af kaupgjaldskostnaðinum. Þessi hlutföll eru auðvitað eitthvað bi'eytt núna frá því sem þau voru þá, en þetta voru þau vinnsludæmi, verðmyndunar- dæmi, sem gerð voru á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Og þessi mál voru alger- lega krufin til mergjar í sam- bandi við þá miklu deilu, sem varð 1961 út af gengislækkun- inni þá og kauphækkuninni. Þá var ítarlega farið ofan í þetta og þetta allt saman ómótmælanlega sýnt. En nú hefur þetta hlutfall breytzt, en samt sem áður er það ! vitanlega þannig, að vextirnir eru stórkostlegur liður í fram- leiðslukostnaðinum“. Á þriðjudegi að- eins 1/13 hluti Daginn eftir hafði Eysteinn lesið grein Haralds Böðvarssonar þá um morguninn í Morgunblað- inu og þóttist geta notað nokkur atriði hennar sem ádeilu á ríkis- stjórnina. Þar á meðal las hann þetta upp úr grein Haralds: „Einn liður í rekstri skuldugra fyrirtækja er mjög erfiður við- fangs, en það eru vextir af lán- um, en vextirnir eru ennþá allt- of háir, og vil ég geta þess, að H. B. & Co. greiðir árlega í bessa hít 3—4 millj. kr.“ Samkvæmt því sem Eysteinn hafði fullyrt daginn áður varð af þessu að ætla, að vinnulauna- kostnaður Haralds Böðvarssonar Þá er ekki síður hlálegt að heyra Framsóknarmenn fjarg- viðrast yfir því sem þeir kalla verðbólgufjárfestingu, og aðal- lega á að lýsa sér í byggingu verzlunar- og iðnaðarhúsa. hér í Reykjavík. Meðan fjárfestingar- hömlur voru í fullu gildi þurftu Reykvíkingar ekki annað en brégða sér austur að Selfossi eða upp I Borgarnes og sjá stórbygg- ingar kaupfélaganna þar til að skilja, að allt aðrar reglur voru látnar gilda um byggingu því- líkra starfshýsa þar sem kaupfé- lögin þurftu á þeim að halda en í Reykjavík. Um þessi efni er fjallað í hlut- lausum greinargerðum er birzt hafa í ritinu: Úr þjóðarbúskapn- um, bæði í febrúar 1964 og febrú ar 1965, þar sem fjallað er um fjármunamyndun 1962 og 1963. í ritinu frá 1964 segir um liðinn „verzlun, veitingar og skrifstofu- hús“: „Auk húsrýmis fyrir eiginlega verzlun og veitinga- og gistihús, fela þessar framkvæmdir í sér allt skrifstofuhúsnæði annað en í opinberum byggingum. Fjár- munamyndun þessi er því í þágu fjölmargra greina iðnaðar og þjónust auk verzlunarinnar. Alls nam fjármunamyndunin 137,6 millj. kr. árið 1962 á verðlagi árs- ins. En þar af voru framkvæmd- ir við olíu- og benzínstpðvar 3,0 millj. kr.“ „Len«;st allra haldið niðrL* Síðan heldur áfram: „Framkvæmdum þessum var lengst allra haldið niðri með tak- mörkun fjárfestingarleyfa, en ár- in 1960—61 verða þær um tvö- falt meiri að magni en næstu ár- in á undan, 1957—1959, eða 97— 111 millj. kr. á verðlagi ársins 1960, á móti 47—57 millj. kr. Framkvæmdir ársins 1962 voru að heita má jafnar að magni og árið áður. Stærsta einstaka framkvæmd- in, sem í þennan flokk fellur, er Bændahöllin. Teljast fram- kvæmdir við þá byggingu hafa numið nálægt fimmtungi heildar- framkvæmdar árið 1962“. í seinna heftinu segir um árið 1963: „Töluverð aukning var á fram- kvæmdum í þessari grein frá 1962 til 1963. Magnaukning milli áranna varð 38,2%. Aukning bygginga í þessari grein á undan förnum árum stendur að miklu leyti í sambandi við tvennt: Ann- ars vegar þann skort á húsnæði af þessu tagi, sem langvarandi fjárfestingarhöft höfðu skapað, en þeim var ekki aflétt fyrr en á árinu 1960. Hinsvegar þörf á nýju húsnæði vegna aukinnar þjónustu, einkum í nýjum hverf- um, stækkandi kauptúna og ltaup staða“„

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.