Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Anna G. Toríadóttir — Minning AB MORGNI 21. marz lézt Anna Guðrún Torfadóttir eftir þunga legu um þriggja mánaða skeið. Hún hafði verið mjög hraust og foognaði lítt, þótt á móti blési, en brotnaði nú að fullu í bylnum etóra seinast, svo að ég bregði fyrir mig orðum Stephans G. Stephanssonar. Anna fæddist í Kollsvík í Rauðasandshreppi 6. des. 1894. Foreldrar hennar voru Torfi Jónsson bóndi og sjómaður þar og kona hans Guðbjörg Guð- bjartsdóttir. i>egar Aniw var 9 ára gömul, varð hún fyrir fyrsta stóra áfall- inu, er hún sá föður sinn drukkna í brimlendingu í Kolls- vík, 4. apr. 1904. Var hann þá við aranan mann að sækja trjá- við í nýjan bæ. !________ """' Móðir hennar stóð nú eftir með 13 börn. Heimilinu var haldið saman, og bróðir Guð- biargar, sá er af komst, er Torfi drukknaði, tók við búsforráðum. Þegar Anna var telpa, fór hún til heyskapar að Krókshúsum að Bauðasandi. Fegurð staðarins heillaði hana, og greip hana löngun til að komast þangað til langdvalar. Þegar hún hafði aldur til, réð hún sig í kaupavinnu á hið þekkta heimili Saurbæ á Rauða- sandi, en þá bjuggu þar Ólafur Thorlacius og kona hans. Samtímis var þar á heimili Ólafur Einarsson, búfræðingur, Ibróðir Sigurvins alþingismanns og þeirra systkina. Síðar felldu |þau Ólafur og Anna hugi saman. í>au giftust 1918 og fóru að búa í Stakkadal. Heimili þeirra var rómað fyrir myndarskap og hreinlæti. Eftir 18 ára sambúð missti Anna mann sinn, og hafði (þeim þá orðið átta barna auðið ©g voru sjö á lífi. Ólafur átM góðvin, Halldór Júlíusson, sem verið hafði kaupa- maður þeirra hjóna í Stakkadal. Þegar Ólafur sá, að hverju fór og var lagztur banaleguna, bað hann Halldór vin sinn að annast konu og börn. Halldór mun hafa gefið fyrirheit um það og efndi af frábærum drengskap. Halldór lézt að Hrafnistu 11. ján. sl. Hann hafði þá gengið 6JÖ börnum í föðurstað, því yngsta frá því að það var á íyrsta ári. Börn önnu og ólafs eru: Torfi, bankafulltrúi, Reykjavík, Guð- fojörg Ölína, húsmóðir, Reykja- vík, Elín Erna, húsmóðir, Lamb- haga, Ölfusi, Halldóra Guðrún, saumakona, Reykjavík, María, húsmóðir, Vindhæli, Skagaströnd Kristín, hjúkrunarkona, Reykja- vík. Anna átti ekki kost á skóla- námi að lokinni barnafræðslu, en hún var bókhneigð og list- hneigð. Hún lærði að leika á orgel hjá Guðnýju Þorvaldsdótt- ur, prests í Sauðlauksdal, og að því námi loknu lék Anna á orgel Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í þrjátíu ár. Anna hafði glöggt auga fyrir náttúrufegurð og unni börnum og blómum. Blómareiturinn í Stakkadal vitnaði um þann , sem annaðist hann, oft að loknum löngum vinnudegi, þegar aðrir hvíldust. Keppzt var um að koma börnum til dvalar til Önnu í Stakkadal vitnaði um þann, sem fjögur börn auk heimabarna. Anna var snjöll hannyrðakona á útsaum, hekl og prjón og seinni árin varði hún miklum tíma til að vinna fatnað á barnabörnin. Anna flutti frá Stakkadal að Saurbæ árið 1945 og bjó þar í fjögur ár. Þá brá hún búi og fluttist til Reykjavíkur og hafði heimili með yngri dætrum sínum. Þær giftust og fluttust burt og síðustu árin bjó hún með KrLst- ínu dóttur sinni að Hofteigi 38. Mjög náið samband hefur þó ávallt verið á milli Önnu og barna hennar, enda voru þau henni allt og hún þeim. Börnin þurftu oft að leita til hennar, allt til hins síðasta, og öðrum fremur leysti hún vanda þeirra. Tólf ár eru nú liðin, síðan fundum okkar Önnu bar fyrst saman, og mér hefur orðið æ ljósara, hve ágæta konu hún hafði að geyma. Ég flyt börnum og barnabörnum samúðarkveðju og þakka góð kynni, en í hugum okkar munu geymast Ijúfar minn ingar um greinda og hjálpfúáa konu og móður, sem var styrkust, þegar mest á reyndi, trúuð og raungóð. Almáttugan guð biðjum við að blessa hana í nýjum heimkynn- um. Magnús Sigurðsson. Húsasmiðir! Viljum ráða flokk trésmiða við byggingu okkar. Uppmælingarvinna. — Upplýsingar gefur Þórður Jasonarson sími 16362 og 18551. IDNGARÐAR H.F. Auglýsing frá bæjar- verkfræðingnum í Kapavogi Breiðholtsvegur verður lokaður á næstunni fyrir neðan vegamót Nýbýlavegar og Breiðholtsvegar. Borgfirðingar - Húnvetningar Húnvetninga- og Borgfirðingafélögin í Reykjavík halda skemmtun í Sigtúni þann 1. apríl n.k. kl. 8,30. Til skemmtunar verður: 1. Vísnaþáttur í nýju formi. 2. Los Comuneros del Paraquay. 3. Einsöngur og tvísöngur: Guðmundur GuS- jónsson og Ingveldur Hjaltested. 4. D A N S . Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. ATH.: Bor8 ekki tekin frá. Skemmtinefndin. FÉLAGSHEiMILI Skemmtikvöld í kvöld * SKEMMTIATRIÐI * VEITINGAR * DANS, TÖFL, SPIL, BLÖÐ og BÆKUR. Komið í hin nýju og þægilegu húsakynni HEIMDALLAR í Valhöll. • Heimdallar BINGÓ BilMGÓ Bingó í Góðteraplarahúsinu í kvöld kl. 9. — Aðalvinningur eftir vali. 12 umferðir. — Borðpantanir í síma 13355 eftir kl. 7:30. Góðtemplarahúsið. Við sjóinn falleg 6 herb. íbúðarhæð í smíðum á 1. hæð i tveggja hæða húsi við Miðbraut á Seltjarnarnesi. Allt sér. Kynding, inngangur og þvottahús. Útborgun kr. 450 — 500 þús. STEINN JÓNSSON lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 14951 og 19090. Afgreiðslustúlku dskost STRAX. — Tjpplýsingar ekki í síma á morgun mánudag kl. 6—7 í verzluninni. Afgreiðslustúlkn óskust strax eða um mánaðamótin, helzt vön. tuugumdi, Laugavegi 82. Innritun daglega Sími: 2-05 65. TIZKUSKCILI AIMIIKED

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.