Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.1965, Blaðsíða 31
Sunnudagur 28. marz 1965 MORGUNBLADID 51 Komið suðnr með konunu um miðnætti IJM miðnætti í gær kom flugvéi Bjöms Pálssonar til Reykjavíkur með húsmóð'urina á Auðkúlu í Arnarfirði, sem ítrekaðar tilraun ir höfðu verið gerðar til að koma á sjúkrahús. Varðskipið Ægir flutti konuna til Þingeyjar, en þar lenti flugvél Björns um kl. 7.30 í gærkv'pldi og beið eftir komu varðskipsins. Þegar suður kom var konan þegar flutt í Landsspítalann. : Gott veður var bæði á Þing- eyri og í Reykjavík, en snjó- koma um miðbik leiðarinnar. — Skortur Framh. af bls. 2. flestir stundað nám á Norður- löndum. Námið tekur 2 til 3 ár, en ætlazt er til, að fólk hafi góða vndirbúningsmenntun, helzt stú- dentspróf. Stjórn Féiags íslenzkra sjúkra- þjálfara skipa þau Vivian Svav- arsson. Guðjón Sigurjónsson, og Guðlaug Sveinbjörnsdóttir, gjald keri. — Chou En-lai Framhald af bls. 1 sætisráðherrann, Gheorghe Maur er og aðstoðarforsætisráðherrann Gheorghe Apostol. Ekki var neitt látið uppi um hvað Chou En-lai hefði haft fyrir stafni í Búkarest annað en það 6em að ofan greinir, en talið er, að hann muni hafa hitt þar að máli a.m.k. einu sinni forseta Sovétríkjanna, Anastas Mikoyan, sem var formaður sovézku sendi- nefndarinnar við útförina. Tekið var á móti kínversku sendinefndinni með viðhöfn og voru mættir á flugvellinum allir helztu leiðtogar albanska komm únistaflokksins, þar á meðal Enver Hodja. Chou En-lai kom síðast í heim sókn til Albaníu í janúar í fyrra. Gerum v/ð kaldavatnskrana og W. C. kassa. Vatnsveita Reykjavíkur. -Mannréttindavika Framh. af bls. 16 sveita þeirra, er Kennedy stofn- aði til stuðnings þeim þjóðum, sem skemmst eru á veg komnar. Og senn er lokið hringferð okk ar um hnöttinn. í Evrópu var vagga frelsisbyltinganna og því skyldi maður ætla, að þar skorti hvergi á mannréttindi og æsku- lýðssamtök heimsins þyrftu ekki að hafa áhyggjur þeirra vegna. En hér eru Spánn og Portúgal, og svo auðvitað löndin í Austur- Evrópu, það yrði löng upptalning. Allt eru þetta:.. einræðisríki og keimlik, þó að tveir séu herr- arnir kallaðir . fasistar en hinir allir kommúnisfar. En ólíkt sténdur heiminum meiri ógn af járntjaldslöndunum, og er múrinn í Berlín tákn þess, sem þar ríkir. Ekki einasta er fólkið innilokað, heldur eru hugs anir þess bældár og vakað yfir hverri hreyfingu. Prentfrelsi er ekki til, og það sem íslendingar ættu jafnvel enn verra með að sætta sig við nú á tímum, verk- föll eru bönnUð. Það er kannske broslegt, að Æskulýðssamband íslands reynir nú að vekja athygli alþjóðar á þeirri baráttu fyrir almennum mannréttindum, sem hvarvetna á sér stað, svo vanir erum við frelsinu. En minnast megum við þess, að ekki er nema aldarfjórð- ungur síðan ísland var hernumið af Bretum. Þá voru Rússar í bandalagi við Þjóðverja og þótti því Bretum nauðsynlegt að banna útgáfu blaðs eins í Reykja vík, auk þess sem ritstjórarnir voru hnepptir i varðhald. Þá England MÍMIK leiðbeinir foreldrum viðT val skóla í Englandi, daglega J kl. 1—7. fl Mímir gefur upplýsingar um* námstilhögun skólanna, fjölda nemenda, verð o.s.frv. og hafa foreidrar frjálst val. Reynt er að dreifa nemendum á sem ‘ flesta skóla, svo að þeir tali ekki íslenzku saman ytra. Mím- ir sér um allt er að utanför lýtur, lætur taka á móti nem-, endunum o.s.frv. M í M I R Hafnarstræti 15 — Sími 2-1S-55 fengu íslendingar að kynnast því, sem enn er daglegt brauð víða um heim, og öll þjóðin fordæmdi atferli Breta. Svo réðust Þjóð- verjar á Rússa, og blaðið hóf göngu sína á ný. Enn þann dag í dag eru á ís- Iandi menn,sem leiða vilja þjóð sína undir herfjötur einræðis. Það er því ekki að ófyrirsynju, að Æskulýðssamband íslands helgaði undanfarna viku mann- réttindabaráttunni. Benedikt BlöndaL Kveðjuathöfn um BJÖRGU SIGURÐARDÓTTUK frá Hánefsstöðum, fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfnmrii verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðið, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn og barnaböm. Þökkum inn.lega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför EINARS ÁGÚSTS GUDMUNDSSONAR Víðimel 52. Fyrir hönd aðstandenda. Katrín Hreinsdóttir, Höskuldur Ágústsson. 4; ' ,i<ð UhíjF''*"" \ i! f i TIL FERMINGARGJAFA SVEFIMPOKAR Dralon-pokar Teppa-pokar 4 gerðir Venjulegir 2 gerðir BAKPOKAR 3 gerðir lírvfll oí tjöldom 2ja manna 3ja manna 4ra manna 5 manna 5 manna m/þekju ÖIl með stálsúlum. Semperit-vindsængur 3 gerðir SkátabúÖin Fatifalkir Fatnaðuir Vinnund SkóEanii FerðaAagTft er Fyrsta flokks 40 9 Sniði og Gæðuiu ÚTSÖLUSTADIR REYKJAVÍK; Vinnfatabúðin, Laugavegi 76 Veiðarfæraverzlunin Geysir, Aðalstræti 2 Verzlunin Tótý, Ásgarði 20 Sjóbúðin, Grandagarði AKRANES: Haraldur Böðvarsson & Co Verzlunin Drífandi HAENARFJÖRÐUR: Verzl. Ásbúð við Strandgötu KEFLAVÍK: Verz.lunin Veiðiver SANDGERÐI: Verzlunin Nonni og Bubbi GRINDAVÍK: Eikabúð VESTMANNAEYJAR: Verzlunin Drífandi ESKIFIRÐI: Verzlun Markús E. Jensen REYÐARFIRDI: Verzlun Kristinn Magnússon SEYÐISFIRÐI: Verzlun E. J. Waage SIGLUFIRÐI: Verzlun Ólafs Thorarenscn AKUREYRI: Kaupfélag Eyfirðinga K. E. A. Umbððsm.: A. J. BERTELSEN & Co., hf. Hafnarstræti 11. — Sími 13834.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.