Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐID Laugardagur 1. max 1965 Mei samheldni, sterkum vilja og fórnfýsi fær ekkert stöðvað sókn okkar Ræða Gísla Jónssonar, fyrrv. aEþingismanns a Landsfundi Sjálfsiæðisflokksins ENDA þótt Morgunblaðið birti ckki umræður almennt af Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins hefur það talið rétt að birta ágæta ræðu Gísla Jónssonar, fyrrver- andi alþingismanns, en hann komst svo að orði í upphafi ræðu cinnar, að þetta yrði líklega síð- asti landsfundurinn, sem hann kæmi til með að mæta á sem fulltrúi. Góðir landsfundarfulltrúar! Með því að ég geri ráð fyrir því, að þetta verði síðasti lands- fundur, sem ég kem til að mæta á sem fulltrúi, þykir mér tilhlýði legt að segja hér örfá orð, áður en honum er lokið. Það hefur yerið mér mikið gleðiefni, að finna hversu al- mennt menn sakna okkar ágæta foringja, Ólafs Thors, og hversu minning hans er greipt djúpt í meðvitund flokksmanna hvar sem er á landinu. Að-fráfall hans var ekki óbætanlegt áfall fyrit flokkinn, kom til af tvennu: í fyrsta lagi af forsjálni hans, með því að velja nægilega snemma áður en kraftar hans voru þrotn- ir, djúpvitran, drenglundaðan, trúarsterkan og afburða afkasta- mann til þess að taka við for- ystu flokksins. Þau fjögur ár, *em núverandi formaður flokks- ins hefur gegnt því starfi, sýnir bezt, hversu vel hefur verið hugs •ð fyrir því, að velja flokknum •terka forystu. Þessi ummæli mín má þó ekki skilja svo, að ég álíti núverandi formann gallalausan, en kostirnir gnæva þar miklu hærra, enda finnst enginn svo sterkur persónuleiki, sem formað ur okkar er, að eigi megi um hann deila í einstökum atriðum. Hitt, að ljósið, sem Ólafur Thors kveikti í hjörtum okkar lýsir enn, og það mun um langan •ldur lýsa okkur, svo að auðvelt verði, að forðast hætturnar, sem ávallt kunna að verða á veginum, og beina okkur á hina réttu hraut, ekki hvað sízt, þegar skuggar deiluatriða torvelda leið ina. Að okkur, sem störfuðu með honum, var svo Ijúft að fylgja honum, kom til af því, að heilabú- hans voru jafnan hlaðin stórum háleitum hugsjónum, fyrir frelsi lands og þjóðar, og stórbrotnum áförmum til bættra lífskjara fyr- ir allan lýð, og að hjarta hans var alla tíð fullt af gæðum. Það eru nú rétt 28 ár síðan ég fyrst tók opinberlega þátt í flokksbaráttunni, og var þá á- kveðinn sem frambjóðandi flokks ins í einu öruggasta kjördæmi Framsóknarflokksins. Þá stóð þar á stalli eitt hið glæsilegasta boð Framsóknarmanna, Bergur Jóns- son sýslumaður, enda var trú manna um sigur mér til handa sára lítill. Þó var einn ungur jnaður í flokknum, sem þá var að byrja þar sína pólitísku göngu, sem batt miklar vonir við þetta framboð og trúði á sigur. Hann sendi mér í fararnesti þessa vísu: „Nú skal goði steypt af stalli stöndum fast með Gísla. Býður þess að Bergur falli Barðastrandarsýsla“. Þessi ungi maður var okkar núverandi ágæti fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsefi. Sjálf ur þekki ég það bezt, að hann átti ekki svo lítinn þátt í sigrin- um. Þegar trúin og æskan er í fylgd með frambjóðandanum, er það alveg ótrúlegt hvaða erfið- leika má yfirvinna. í tvö ár hefi ég verið hljóður. Setið og hlustað, og horft hlut- laust á rás viðburðanna, og mér er meira en ljúft, að lýsa því hér yfir, að aldrei hefir mér þótt jafn vænt um Sjálfstæðisflokkinn og nú. Aldrei hefur mér verið það jafn ljóst og nú, að því sterk- ari þátt, sem Sjálfstæðisflokkur- inn fær í stjórn landsins og í lög- gjöf, því betur líður þessari þjóð, því meira frjálsræði, því meiri menning, og því meira afl, sem leyst er úr læðingi til átaka við vandamálin og til sigurs hverju góðu málefni Á þessum landsfundi hef ég setið þögull og hlustað á allar ræður manna. Þegar rætt var hér um fjármál, skattamál, jafnvægis mál byggðarinnar, landbúnaðar- mál og mannúðarmál, kviknaði í gömlum glæðum, því allt voru þetta þau málin, sem ég beitti mér mest fyrir í baráttunni á Al- þingi. En ég vildi þó ekki tefja störf fundarins með umræðum um þau. Vil þó aðeins láta þau orð falla um mannúðarmálin, vegna þeirra umræðna, sem um þau urðu hér, að það er mín bjargfasta trú, að þegar okkar ágæti forsætisráðherra hefur öðlazt jafn djúpan skilning á þvi, að mannrækt sé jafn nauðsynleg fyrir þjóðina og landið, eins og landbúnaðarráðherra á því, að jarðræktin sé þjóðinni ómiss- andi, þá muni verða til nægilegt fé og nægilegur vilji til þess að leysa þann vanda, sem hér var um rætt. Því það er sannarlega rétt sem dómsmálaráðherra mælti hér í sinni ræðu, „að ef vér höf- um ekki ráð á því að hjálpa þeim sjúku höfum vér heldur ekki ráð á því, að hjálpa þeim heilbrigðu". En fólk það sem hér var rætt um, þjáist beinlínis af mjög hættulegum og siðferðismitandi sjúkdómum. Ég tel hinsvegar miklu vænlegra til úrbóta, að ræða þessi mál persónulega við ríktsstjórnina, en að þrátta um þau hér á landsfundi, og skal því ekki ræða þau meira nú. Það gladdi mig mjög að hlusta á ummæli formanns Kjördæmis- ráðs Vestfjarðakjördæmis um hina stórhuga framkvæmdaáætl- un Vestfjarða, sem þegar er-fjár- hagslega tryggt fyrir ötular að- gerðir Sjálfstæðismanna. Þessar stórkostlegu framkvæmdir verða síðar meir til að stöðva flóttann frá þessum fagra og hagsæla landshluta, og e. t. v. einhvern- tíman.n „Kögglar kapla .....“, eins og Bólu-Hjálmar myndi hafa orðað það, á leiði þeirra manna, sem fyrstir mörkuðu þessa stefnu. Nú vildi ég mega spyrja ykk- ur, góðu fulltrúar: Hvað er það, sem mest hefur festst í huga ykkar af öllum þeim vitru og mörgu orðum, sem hér hafa verið sögð þessa daga? í mínum huga situr fastast örstuttar setningar, sem sagðar voru hér af manni, sem gengið hafði í harðan skóla líisins í rúm 82 ár, Vestfirðingn- um Sigmundi Jónssyni frá Þing- eyri. Hann gekk hér upp í ræðu- stólinn og sagði: „Ég kem hingað með barmafuílan hugann af þakklæti til ríkisstjórnarinnar, fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir þjóðina þessi ár síðan hún tók við völdum, fyrir öll höftin, sem hún hefur leyst og allt frels- ið, sem hún hefur gefið okkur aftur“. f þessu felst tvennt: Takmarka laus viðurkenning á því, sem vel er gert, og takmarkalaust traust til ríkisstjórnarinnar til þess að halda áfram á sömu braut. Ef við göngum öll héðan af þessum fundi minnug þessara orða og með það hugarfar, sem á bak við þau eru, þá er ferð okkar hingað meira en góð. í framhaldi af þessu skulum við ávallt hafa það hugfast, að það ber aldrei að spyrja um það: Hvað.gerir flokk- urinn fyrir mig? Heldur hitt: Hvað geri ég fyrir flokkinn? Hvergi sést þess betri merki en hjá Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt hversu fórnfýsin má sín mikils. Við þann félagsskap og þá forystu stendur flokkurinn í mikilli skuld. Og það er góð ósk til flokksins, að hann mætti eign- ast margar Maríur Maack í for- ystuhlutverkum. Fulltrúum úr Vestfjarðakjör- dæmi óska ég glæsilegá sigurs í næstu kosningum. Farið að heil- ræðum hins mesta skálds, sem héraðið ól „að senda út á sextugt djúp, sundurlyndisfjandann" og minnist þess, að með samheldni, sterkum vllja og fórnfýsi fær ekkert stöðvað sóknina, ef í fylgd með ýkkur er æskan til annarar hliðar og kvenþjóðin til hinnar. Þá riða öll goð hversu traust sem þau annars sýnast standa þar á stalli. Þetta er hugur minn og ávarp til forna samherja. Ég vil ljúka þessum orðum mín um með þakklæti til allra þeirra þingbræðra minna, sem ég hef unnið með, en þó alveg sérstak- lega til þeirra tveggja, sem segja má að séu jafnaldrar mínir og báðir hafa látið af þingstörfunv þeir Jón Pálmason og Pétur Ottc sen. Báðir voru þeir jafnan í or- ustunni þegar harðast var sótt a3 frelsi og þjóðlegum háttum. Og oft sat ég við fótskör Péturs og nam af honum speki, sem jafnan reyndist notadrjúg 1 baráttunni. Megi sá eldur, sem enn logar á hverjum hans fingri kveikja neista í hugum æskunnar, svo að glóðin dvíni ekki, heldur lýsi jafnan í myrkviði hinnar póli- tísku baráttu. Þið sem nú hafiíf tekið við, fetið í þau fótspor og spyrjið jafnan: Hvað get ég gert fyrir flokkinn? Og þá fær ekkert staðið sókn ykkar. Gísli Jónsson. Hvað er til ráða? Nýting fiskimiða MBL. hefur verið beðið að birta eftirfarandi grein, sem nýlega var í blaðinu Fylki í Vestmannaeyjum: Vestmannaeyjakaupstaður tel- ur fimm þúsund ibúa, er stærsti útgerðarbær landsins og býggir afkomu sína algjörlega á sjávar- útvegi. Undanfarin ár hafa ekki fleiri en 100 bátar stundað veiðar á þeim miðum, sem veitt hefur verið á. Nú, allt í einu er mestur hluti af öllum landsflotanum, eða u.þ.b. 300 bátar, farinn að þræða þessi fiskimið með miður heppilegum veiðarfærum. Yfir- leitt tala leikmenn um fisk sem eitt af dýrum sjávarins, án þess að hugsa um lifnaðarhætti fisksins. Aafstaða sjómannsins hlýtur að vera allt önnur. Sjó- maðurinn verður að taka tillit til göngu fisksins, lifibrauði og ýmsu hátterni. Svifið, sem er meginfæða fisksins hefur þá náttúrlegu stöðu að vera í nokk- urs konar flákum, það má kann- ski segja, að sviðið sé skýja- myndað í hafinu. Er ekki spurn- ing, hvort að veiðarfæri eins og nót vinni skemmdarverk á þess- ari undirstöðu alls lífs í sjónum með því að tæta í sundur þetta viðkvæma samfélag smádýranna í sjónum. í sambandi við þessar nóta- veiðar er eins og að menn vilji ekki skilja það, að fiskurinn þarf að hrygna og að hann leitar á viss svæði til þess að við'halda stofninum. Við ’höfum nærtækt dæmi t.d. úr fuglaríkinu: Lund- •inn leitar ætíð á sömu slóðir og meira að segja í sömu holu til þess að geta afkvæmi sín. í þessu sambandi má bera aðeins saman troll og nót. Trollbátarnir eru yfirleitt smábátar otg trollið er veiðarfæri, sem getur ekki eyðilagt fiskstofninn vegna þess að magnið sem veitt er í troll er mjög lítið. Nótin aftur á móti er rányrkjuveiðarfæri eins og hún er notuð á veiðisvæðunum í dag. Reyndin er sú, að nótabátar, sem yfirleitt eru stórir bátar, fá að dansa um veiðisvæðin eins og þeim sýnist á meðan trollbátarn- ir eru hundeltir innan fiskveiði- lögsögunnar og skipstjórarnir dæmdir í sektir og tugthús. Er hægt að halda svona vitleysu í heiðri? Með allan þennan fjölda af nótabátum á veiðisvæðinu er málið orðið miklu meira en al- varlegt, það er óréttlætánlegt. Fiskurinn fær hvergi að vera í friði og fær ekki einu sinni að hrygna á þeim svæðum, sem eðlisávísun hans, straumar eða hvað sem nú veldur staðsetning- unni, kallast. Á öllu veiðisvæð- inu liggja gildrurnar svo þétt, að fiskurinrf fær hvergi frið og allstaðar er rafneistinn frá fiski- leitartækinu. Nótin rótast í svif- inu og hrognunum og skefur upp ýsuna og eyðileggur önnur veið- arfæri. Menn vilja gjarnan fara eftir sérmenntuðum mönnum, og það er ekki hægt að líta á þá sem ábyrga fræðimenn, ef þeir segja eitt í dag og annað á morgún. Ég held, að það sé ekkert fleipur, að sumarvinna í Eyjum hefur að miklu leyti byggzt á ýsuveiði. Hvað um ýsuveiðina í framtíð- inni, ef stofninum verður mis- þyrmt áfram jafn herfilega og og raun ber vitni? Það þýðir ekkert að vera að kyngja því aft- ur og aftur, að þetta sé allt í, lagi, það verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að fyrir- byggja að þessi veiðisvæði verði ónýt. Þessi setning slær kannski, en „burt með nótina“. Ef Vest- mannaeyjar eiga að vera byggi- legar í framtíðinni, þá verður að skipulegigja þessi mál betur, það verður að vera til eitthvert afl, sem má og þorir að taka skyn- samlega afstöðu til þess að koma í veg fyrir þær afleiðingar, sem hljótast af vitleysunni. Það hefijr ýmislegt miður gott heyrzt í fal- stöðvum bátanna undanfarnar vikur og það vantar framkvæmd- ina til þess að gera hreint í mál- unum. Það verður að gæta þess, að heppileg veiðarfæri séu not- uð og að bátafjöldinn frá hinum ýmsu veiðisvæðum verði tak- markaður. Það verur að útiloka þá menn, sem búnir eru að ónýta sín heimasvæði með fíflsleg.ri rányrkju, frá því að leggja f auðn hafið í krinigum Vest- mannaeyjar. Einn sló því fram i hópi manna niðri við höfn, að það þyrfti að kanna, hvað Vest- mannaeyingar hefðu keypt mik- inn sjó með Vestmanaeyjum. Það er ekki 'hægt að kaupa eyjar án þess að sjór fylgi. En eitt er víst, að Vestmannaeyjar hafa aldrei verið baggi á þjóðfélaginu, held- ur hitt. Og ég hygg, að Eyja- Skeggjum myndi líka það illa, ef setja þyrfti þá á þann bekk, sem Siglfirðingar sitja nú á. Ámi Johnsen. Brezka stjórnin fryst- ir bankainnstæður — til að draga úr útlánastarfsemi London, 29. apríl. — (NTB) — BREZKA stjórnin setti í dag nýj- ar hömlur á peningaútlán bank- anna með því að frysta 90 millj. sterlingspunda af innistæðum þeirra. Tilkynningin um þetta var gefin út aðeins örfáum mín- útum eftir að Englandsbanki hafði tilkynnt að vextir yrðu á- fram 7%, en þeir voru lækkaðir í þá tölu í nóvember sl. Talið hafði verið, að hin bætta staða sterlingspundsins að undan förnu yrði til þess að vextir yrðu lækkaðir, en svo varð ekki. Þess í stað tilkynnti Englandsbanki, með samþykki fjármálaráðherr- ans, áð nýjar lánsfjárhömlur yrðu settar. Þetta gerist ó þann hátt að allir brezkir bankar verða að leggja eitt prósent af innstæðum sínum í Englandsbanka. Helm- ingur upphæðanna, sem um er að ræða, á að greiðast fyrir 19. mal n.k. og hinn helmingurinn fyrir 16. júní. Skozzkir bankar.þurfa hins vegar aðeins að leggja hálft prósent af innstæðum sínum I Englandsbanka. Talsmaður Englandsbanka sagðl í dag að ráðstafanir þessar hefðu verið gerðar til þess að draga úr aukningu í útlánastarfsemi abnk- anna, sem hefði verið mikil í síð- asta mánuði. Er það spurðist að vextir yrðu óbreyttir, hækkaði gengi punds- ins í dag í 2.29 25/32 Bandaríkja- dollara, og er fréttist um láns- fjárhömlurnar hækkaði gengið í 2.79 13/16 Bandaríkjadollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.