Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. maí 1963 MORGUNBLAÐIÐ 15 Haraldur Björnsson heiðraður á 50 ára leikafmæli sínu HARALDUR BJÖRNSSON leik- ari og leikstjóri var heiðraður af Leikfélagi Reykjavíkur með sér- stakri hátíðarsýningu á „Ævin- 'týri á gönguför" á miðvikudags- kvöldið. Tilefnið var, að þann dag voru liðin 50 ár frá því Har- aldur kom fyrst fram á leiksviði. Það gerðist á Akureyri, og lék hann Jack Cherney í „Frænku Charleys“ eftir Brandon Thomas, igamanleik sem orðið hefur lang- lífur í landinu. I>að var einkar vel viðeigandi, að haldið var upp £ hálfrar aldar afmælið með sýn- ingu á „Ævintýri á gönguför", isem einnig er meðal vinsælustu leikhúsverka hérlendis og ná- tengt íslenzkri leikhússögu, auk (þess sem Haraldur hefur bæði Btjórnað því og leikið assessor Svale fyrr á árum. Þar við bætist aö leikurinn er danskur og Har- oldur danskmenntaður, fyrsti sérmenntaði leikari íslendinga. Að lokinni sýningunni á mið- vikudagskvöldið var Haraldur hylítur með dynjandi lófataki leikhúsgesta, með miklum blóma fansi og með ávörpum samstarfs- manna og v’elunnara. Sveinn Ein- arsson leikhússtjóri ávarpaði Harald fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur og fór nokkrum orð 'Utn um þá margbreytilegu mynd sem draga mætti upp af leikar- anuim. Hann kvað 50 ára leik- afmæli fyrsta lærða leikarans á tslandi sannarlega vera viðburð í íslenzkri leiklistarsögu. Brynjólf ur Jóhannesson ávarpaði Harald fyrir hönd Félags íslenzkra leik- ara og minntist óslitinnar vináttu og misveðras: mrar samvinnu í marga áratugi. Herdís Þorvalds- dóttir færði Haraldi árnaðarósk- ir frá leikurum Þjóðleikhússins, um leið og hún minntist þess að hann var hennar fyrsti kennari og leikstjóri. Guðrún Ásmunds- dóttir mælti fyrir munn meðleik- enda og leikstjóra í „Ævintýr- inu“, og Erlingur Gíslason flutti IHaraldi kveðjur ungra leikara. iLoks færði Vilhjálmur Þ. Gísla- son, varaformaður Menntamála- *áðs, ieikaranum 30.000 króna heiðurslaun til utanfarar frá ráð- inu fyrir brautryðjandastarf í þágu íslenzkrar leiklistar. Flest- um þessum ávörpum fylgdu blómakörfur, og enn var borið inn mikið magn blóma frá vinum og velunnurum leikarains. Athöfnin var öll hin hátíðleg- asta, en þó bar þar á einn áber- andi skugga, sem mikil raun var að. Haraldi Björnssyni, fyrsta fulltrúa íslenzkra leikara í iþjóð- leikhúsráði, þar sem hann sat í full 11 ár, bárust hvorki kveðjur né árnaðaróskir frá Þjóðleikhúsi íslendinga, þar sem hann starf- aði af kappi sem leikstjóri, leik- ari og kennari í rúman áratug. Aldrei hef ég vitað forráðamenn Þjóðleikhússins leggjast lægra en þetta kvöld, og hefur risið á þeirri stofnun þó ekki alltaf ver- ið hátt. Þjóðleikhússtjóri afþakk- aði boð um að vera viðstaddur hátíðarsýninguna. Formaður þjóð leikhúsráðs, Vil'hjálmur Þ. Gísla- son, kom fram fyrir hönd ann- arrar stofnunar án þess að bera fram eitt kveðjuorð frá Þjóðleik- húsinu, og bróðir hans, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, sem einnig situr í þjóðleikhús- ráði, þagði þunnu hljóði. Orsök þessarar lítilmannlegu framkomu forráðamanna Þjóðleikhússins er vitaskuld sú, að Haraldur hefur af ærnu tilefni gagnrýnt ýmis- legt í rekstri Þjóðleikhússins og þó einkum Leiklistarskóla 'Þjóð- leikhússins (sem allir vita að er þjóðinni til skammar), og má segjá að framkoma forkólfa Þjóð leikhússins á leikafmælinu sé ekki fyrst og fremst óvirðing við hann, heldur við sjálft Þjóðleik- húsið, jafnframt því sem hún er mælskur vottur um vonda samvizku og andlegan lítilmót- leik þeirra manna sern Haraldur hefur beint skeytum sínum að. Og er komihn timi til, að Þjóð- leikhúsið, eitt af óskabörnum þjóðarinnar, verði reist úr þeirri niðurlægingu sem það hefur sokkið æ dýpra í með hverju nýju ári. Haraldur Björnsson þakkaði hrærður fyrir þá vináttu og virð- ingu sem Leikfélag Reykjavíkur hefði sýnt honum á þessum tíma- mótum og rifjaði upp ýmislegt frá liðnum árum á fjölunum í Iðnó, þar sem hann kvaðst hafa kynnzt fjórum kynslóðum ís- lenzkra leikara. Kvöldinu lauk með kampavínsdrykkju til 'heið- urs leikaranum. Haraldur Björnsson er enn í fullu fjöri á sjötugasta og fjórða aldursári og hefur að eigin sögn aldrei haft meira að gera en nú. Eins og stendur leikur hann þrjú hlutverk hjá Leikfélaginu og er að æfa það fjórða. Þó eru afköst hans á liðnum árum ekkert smá- ræði. Hann ku ‘hafa leikið 150 hlutverk á sviði, stjórnað 50 leik sýningum og farið með 320 hlut- verk í útvarpi, að ógleymdu hlut verki hans í fyrstu íslenzku kvik myndinni. Auk þess stundaði hann leikkennslu um langt skeið og gaf út tímarit um leikhúsmál í heilan áratug með mikilli reisn, en það hafa yngri menn, sem vissulega búa við betri aðstæður, ekki leikið eftir, þó tvívegis hafi verið tii slíkrar útgáfu stofnað siðan. Hér er ekki rúm til að rekja merkilegan leikferil Haralds Björnssonar, enda brestur mig persónulega þekkingu á því sem hann hefur bezt gert á leiksvið- inu, þó ég minnist með þakklæti margra góðra stunda síðustu ár- in þegar hann lét ljós sitt skína hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Grímu. Hann hefur sjálfur sagt skemmtilega frá helztu þáttum ævi sinnar f opinskárri sjálfsævisögu, sem kom út fyrir tæpum tveimur ár- um. Hann hefur verið nátengdur sögu og þróun íslenzkrar leiklist ar í hálfa öld og skilið þar eftír spor sem ekki eru líkleg til að mást burt. Fyrir það þakka ís- lenzkir leiklistarunnendur um leið og þeir óska honum til ham- ingju með þennan merka áfanga og vænta þess að fá enn um langan aldur og njóta návistar hans á leiksviði og í glaðra vinia hópi. Sigurður A. Magnússon. Skólasýnitig i Asgrímssafni flýkur senn Nemendasýning Myndlistarsk. 4 NEMENDASÝNING Myndlistar- skólans í Reykjavík verður opn- uð í Ásmundarsal á Freyjugötu 41 laugardaginn 1. maí kl. 16. Sýnd verða verk nemenda úr öll- um deildum skólans, sem eru: Barnadeildir, Teiknideildir, Mál- aradeild, Vatnslitadeild og Höig gmy ndade ild. í vetur stunduðu 140 nemend- ur nám við skólann. Kennarar voru Ásmundur Sveinsson, Ha.f- steinn Austmann, Hringur Jó- hannesson, Jóhannes Jóhannes- son, Kjartan Guðjónsson og Ragnar Kjartansson. Sýningin verður opin laugar- dag kl. 16—22, . sunnudag og mámudag kl. 14—22. Aðgangmr er óikeypis og öllum heimill. Haraldur Björnsson hylltur á leiksviðinu í Iðnó á miðviku dagskvöld. íslendingar enn meiri íslending- cr en þeir gera sér grein fyrir — segir rússneskur prófessor VIÐ Leningraðlháskóla er deild fyrir norræn fræði. Þar hefur prófessor Steblin Kamenski kennt fornjslenzku og fornnor- rænar bókmenntir í yfir 20 ár. Undanfarinn hálfan mánuð hef- iur hann dvalizt hér á landi, hald- ið tvo fyrirlestra við Háskóla ís- Jands og ferðazt um sögustaði á Suðurlandi. Úr þeirri ferð var bann að koma, þegar við hitt- um hann að máli á Hótel Sögu. — Ég kom hér fyrir 7 árum og ferðaðist þá um Norðurland, dvaldi m.a. við Mývatn, og þess- vegna kaus ég að ferðast um Suðurland núna. Ég fór alla leið ®ustur að Lómagnúp og skoð- •ði m.a. jöklana. Einnig komum við á sögustaði úr fornsögun- um, sem ég að sjálfsögðu þekki, þar sem þetta er mitt fag, sagði prófessorinn. — Hvernig er háttað kennsl- unni í norrænu deildinni í Len- ingrad? — Norræna deildin I Lenin- igrad, sem er eina Norðurlanda- deildin við rússneska háskóla, er ekipt í 3 greinar, danska, norska og sænska og allir nemendurnir Jæra sv« fornmálið og fornar norrænar bókmenntir hjá mér. Við reyndum líka að hafa sér- staka íslenzkudeild, en það gekk ekki. Um leið og ég kenni forn- málið reyni ég bara að 'útskýra muninn á framburði á því og nú- tímaíslenzjcu. Nemendur í Norð- urlandadeildinni eru líklega um 50 talsins. — Þér hafið líka skrifað heil- mikið um íslenzkt efni. — Já, já, ég hefi skrifað um íslenzkar bókmenntir, mest forn- bókmenntir, um fornkvæðin, bók sem nefnist Forníslenzka og er eina bókin til kennslu á íslenzku, sem til er á rússnesku. Núna er að koma út eftir n.ig „Söguleg hljóðkerfisfræði í skandinavísk- um málum“, og fjallar mest um hljóðbreytingar í íslenzku. Og ég er að skrifa bók um íslenzka menningu og fjalla þar um bæði forna menningu og nútímamenn- ingu. Þetta er ekki vísindarit, heldur skrifað fyrir hinn al- menna lesanda og hugmyndin að kynna honum framlag íslenzkra bókmennta. Þessi bók er árang- urinn af margra ára vinnu. — Eruð þér kannski að safna efní í hana í þessari íslandsferð? — Að sjálfsögðu. Ég get að vísu valið bækur um efnið og fengið þær sendar, án þess að koma hingað. En nú fæ ég einnig tækifæri til að ræða við fólk úr ýmsum stéttum á íslandi. Ég hefi haft gagn og gaman að ræða við fræðimenn hér við háskól- ann og almenning. T.d. var mjög gaman að hitta Helga Erlends- son, bónda á Hlíðarenda. Hann er/irfjög fróður maður og eigin- lega fornfræðingur, Við spjöll- uðum t.d. saraan um Gunnar. Sama er að segja um sr. Sigur- jón Einarsson á Kirkjubæjar- klaustri, sem er sögu- og sagn- fróður maður. Hann sagði mér t.d. mikið af draugasögum. — Breyta kynni yðar af landi og þjóð I þessari ferð að ein- hverju leyti skoðunum yðar í bókinni á menningu íslendinga? — Ég er þegar búinn að skrifa meira en helming bókarinnar. Og ég sé nú, að ég þarf talsverðu að breyta varðandi nútíma menn- ingu og lífsviðhorf á íslandi. Hvernig er nokkuð erfitt að segja svona umsvifalaust. Ég á eftir að hugsa um það. Andi sagna og fornrar arfleifð- ar er meira lifandi á fslandi nú- fcímans en ég hafði haldið, held- rróf. Steblin Kemenski. ur prófessorinn áfram. íslending- ar eru enn íslendingar, líklega í ríkari mæli en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. Otí ég vona að þeir haldi því áfram — til góðs fyrir heimsmenningúna. — Fylgið þér einhverri sér- stakri stefnu i bókinni, þ.e.a.s. skrifið hana í ákveðnum anda? — Nei, ég fylgi engri hefð, enda engin hefð til í Rússlandi um ritun slíkrar bókar um ís- lenzka menningu. Það ísland, sem þar kemur fram, verður min eigin hugmynd um það. Það eru mínar persónulegu skoðanir. — Hafa ekki einhverjar af fs- lendingasögunum komið út í rússneskri þýðingu? — Jú, fyrir 9 árum gaf ég út 4 íslendingasögur, Njálu, Egiu, Laxdælu og punnlaugs' sögu. Upplagið var 70 þús. eintök og •seldist upp á mánuði. Síðan hefi ég hitt fólk um allt land, sem þekkti þessar sögur og mat þær mikils. Hvort sem það hefur nú haft orð á þessu við mig af því ég hafði þýtt sögurnar og gefið þær út, þá sýnir salan að minnsta kosti að þeim var vel tekið. Nú ætla ég að stinga upp á því að hafin verði almenn útgáfa á ís- lendingasögunum á rússnesku. f næsta mánuði verður haldið mót norrænufræðinga í Moskvu og þar ætla ég að stinga upp á slíkri stórri útgáfu á öllum íslendinga- sögum. Hvort af því verður, veit ég að sjálfsögðu ekki. — Eruð þér á förum heim? — Já, ég fer eftir fáa daga með viðkomu í Kaupmannahöfn. Þar þarf ég að hafa 2—3 daga viðdvöl, m.a. til að fara í Árna- safn og hitta Jón Helgason. Og þar hitti ég einnig Halldór Kiljan Laxness, sem ekki er heima núna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.