Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 1. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Sigurður Ótafsson rakarameistari áftræður HIN'N þriðja þessa mánaðar, eða é mánudaginn kemur, fyllir vin- ur minn og velgerðarmaður, Sig- urður Ólafsson, áttugasta aldurs- tuginn. Áttatíu ár er raunar all- langur támi í mannsaevinni, því eð enin hefur manninum ekki tekizt að finna ódáinsveig lang- lífis og hreysti, þrátt fyrir ötula ▼iðleytni til að lengja manns- eevina. Þegar Sigurður iítur nú til baka yfir farinn veg, getur hann glaðst i hjarta sínu, því að örlagadlísirnar hafa verið honum hli'ðhollar frá fyrstu tíð. Ef mér skjátlast ekki, þá mun Sigurður telja það eitt sitt mesta gæfu- spor, er hann fluttist hingað til Reykjavíkur aidamótaárið 1900 ásamt foreldrum sínum og syst- kinum frá Stóru-Fellsöxl á Akraneshreppi, en þar hafði hann átt heima sán uppvaxtarár. Hafuðstaður fslands var smá- vaxinn i þá daga og tækifærin til menningar fá og smá. Þegar. dugnaðarmaður á hlut að máli, jþá er ekki setið auðum höndum. Sigurður tók þvi þegar til starfa l höfúðstaðnum og fór að fástt við múrverk hjá Einari heitnum Finnssyni, sem var mikill athafna maður hér í bæ þann tíð. Sig- urður hefði getað orðið múrara- meistari, ef hugur hans hefði ©kki leitað annað. Árið 1906 er Sigurður búinn a’ð ákveða lífs- stefnu sína. Hann og vinur hans, Kjartan Ólafsson, rakarameist- ari, tveir ungir menn, ákváðu að halda til Kaupinlhafn og læra rakaraiðn. Þetta var þá í sann- leika nýstárleg hugmynd. Sig- urður og Kjartan dvöldust eitt ár í Höfn við rakaranám. Að því loknu koma þeir heim aftur og stofna í sameininigu rakarastofu hér í Reykjavík árið 1907. Þetta er tvímælalaust fyrsta skrefið til stofnunar rakaraiðnar á ís- landi. Og sé þessi framtafcssemi þeirra félaganna, Sigurðar og Kjartans sett á metasfcálar menn ingar, þá má vissulega líta á þetta brautryðjendastarf þeirra sem siðmenningarstarf. Hver segir a’ð það sé ekki siðmenning að vera vel rakaður og klippt- ur og sómasamlega til fara? Það er óhætt að segja að Sigurður hafi aldrei litið á þetta starf sitt ®em leið til fjárlhagslegs hagnað- ar, heldur sem starf að siðmenn- ingarlegu takmarki. Og ég held, að hver maður með hugsun í kolli, sem laigt hefur vanga sinn undir hníf hans eð'a höfuð sitt undir skæri hans, hafi fundið, með hversu mikilli alúð og umhyggju fyrir viðskiptavin- inum Sigurður varnn starf sitt. Og aldrei hitti maður svo á, að Sigurður væri ekki glaðlegur, vinsamlegur og hlýr í orðum og verkum. Enda hefur hann getið sér góðan orðstír í starfi sínu, sem lifir enn, þótt ekki hafi hann starfað við iðn sína í nokkur undanfarin ár. Árið 1912 er merkisár í ævi Sigurðar. Þá genigur hann að •eiga Hlaffidóru Jón®dólttur, en hann hafði kynnzt henni á heim- ili Einars Finnssonar. Halldóra reyndist manni sínum sannur sá'li^félagi og traustur lífsföru- nautur í mörg og farsæl hjóna- Ibandsár. Þeim varð átta barna auðið. Sjö þeirra eru á lífi. Dótt- ur, uppkomna, missti Sigurður fyrir nokkrum árum. Þessi sjö munu gleðja hinn aldna og lífs- þroskaða sómamann á áttræðis- ©fmælinu. Sigurður missti sína góðu konu árið 1947. Fyrstu ár- in eftir það bjó hann með börn- um sínum, en hin síðari árin hefur hann verið á heimili yngstu dóttur sinnar og manns hennar í góðu yfirlæti En svo að starfsemi Sigurðar séu rakin að nofckru, þá stofnar hann sjálfur rakarastofu árið 1921 í húsi Eimskipafiélags ís- lands, sem þá var nýrisið af grunni, og þar hefur stofan ver- ið allt fram á þennan dag. Þetta var myindarlegasta stofan í bæn- um í rnörg ár, og var hún tákn- ræn fyrir dugnað, stórhug og framsýni Sigurðar og trú hans á vöxt höfuðborgarinnar. Þarna stóð Sigurður við stól sinn um fjörutíu ára skeið og missti sjald an dag úr, því að hann var hraustur að eðlisfari og ósérhlíf- inn. Þeir eru því ekki fáir, menn irnir, sem Sigurður hefur rakað, klippt og snyrt, bæði. háir og l'ágir, fátækir og smáir, og hafa þeir vafalaust allir fundið sama ljúfmannleiga ’ handbmgðið. Sig- urðuj- hefur farið höndum um beztu höfuð okkar samfélags, okkar mætustu manna 1 öllum stéttum, andlegum og verald- legum. Og ég tel víst, að þessir menn, sem ofanjarðar eru, hugsi hlýlega til Sigurðar, er hanm nú stendur á áttræ’ðu. Það, sem vekur einna mesta aðdáun mína í fari Sigurðar, er að hann hefur aldrei gert sér mannamun. Það, sem veldur þessu er mannúðar- hyggja hans. Sigurður tileinkaði sér snemma meginkjarna krist- innar trúar: Bræðralagshugsjón- ina. Og þessi hugsjón Sigurð- ar hefu-r komið fram í öllu hans lífi. Sigurður hefur kennt mörg- um iðnina og haft marga starfs- menn í sinni þjónustu, og marg-. ir þeirra munu vafalaust minn- ast þess, að þegar tala’ð var um að stytta vinnutímann í iðninni, þá taldi hann það sjálfsagðan hlut og mundi horfa iðninni til bóta. Og hann reyndist framsýnn í því efni. Sigurður hefur aldrei lá'tið neitt tækifæri ónotað til að lyfta rakaraiðninni upp úr þræl- dómi og gera hana að mannsæm andi starfi. En Sigurður átti sér önnur S- hugamál. Hann átti sér andleg áhugamál. Hann eiigna’ðist snemma þá bjargföstu sannifær- ingu, að andlegir, skapandi kraft ar stæðu að baki mannlegrar til- veru, og að öl'lu lífi sé stjórnað af réttlæti og kærleika. Þessi sannfæring han-s hefur ekfci dvín- að með aldrinum og lífsreynsl- unni. Ég er ekki grunlaus um, að Halldóra konan hans hafi átt sinn þátt í að vekja þessa sann- færingu hjá Sigurði, því að þótt hún væri hljóðlát kona og hóg- værðin henni í bló'ð borin, þá var hún í hjarta sínu ímynd hins sanna, hljóðlátá mannlega kær- leika. Því var það, að Sigurður gaf sig snemma að andleigum málum. Hann gefck í Guðspeki- félagið og þar starfaði hanm vel og lengi, bæði sem ótorotinn fé- lagsmaður og formaður Reykja- víkurstúfcu Guðspekifélagsins í mörg ár. Hann vann einnig að stofnun Frjálsfrímúrarareglunn- ar og var um tíma æðsti maður hennar. í öllum sínum áhuga- málum, bæði andlegum sem ver aldlegum, hafur Sigurður gengið heill að verki, og hvað sem hann hefur gert, hefur miðað tiil góðs, til vináttu og bræðralags. Og það mun óhætt að segja, a'ð kristin kirkja hefur átt góðan vin í Sigurði. Það var einmitt í Guðspeki- félaginu, sem ég kynntist Sig- urði fyrst og hans ágætu og hjartahlýju konu. Síðan eru rúm fjörutíu ár, og aldrei í þennan langa tíma hefur einn skuggi fallið á vináttu okkar. Og nú ætla ég að nota þetta tækifæri til að segja sánnleika, sem ég hefi ekki sagt áður, svo að Sigur'ður vinur minn megi vita hug.minn allan í hans garð, áður en leiðir okkar skiljast hérna megin grafar: Enginn af þeim mönnum, sem ég hef kynnzt um ævina, hefur gert mér meira gott eða mótað lífsviðhorf mitt meira í andlegum efnum en Sigurður Ólafsson, með sinni fölskvalausu vinsemd og óvið- jafnanlega trygglyndi. Orð eru fátæk til að þakka fyrir slíkt. Eigi er það áð efa, að það verðk margir, sem senda Sigurði hugheilar kveðjur á þessum af- mælisdegi hans. Því miður stend ur ekki lífsförunautur hans við hlið hans á þessum merkis degi. Ég efast ekki að hún gerir það í heimi ands, og gleðsit með honum á þessum tímamótum I ævi hans. Og við vinir hans all- ir ánnum honum allra heilla og óskum þess, að forsjónin me.gi láta honum í té allt hi'ð bezta, sem hún hefur og gert hingað til. Þeir vinir og kuningjar Sig- urðar, sem vilja taka í hönd hana á afmælisdaginn, geta hitt hann á heimili dóttur hans að Rauða- gerði 14. Þangað eru vinir ag kunningjar velkomnir. S. Sörenson. 60 ára á morgun Þorgrímur St. Eyiólfsson forstjóri í Kefflavík Á MORGUN, 2. maí, verður vin- ur minn, Þorgrímur St. Eyjólfs- son, forstjóri í Keflavík, 60 ára. — Hann er Skaftfellingur að ætt og uppruna, sonur hjónanna Þórdísar Sigurðardóttur og Eyj- ólfs Bjarnasonar, sem löngum var ráðsmaður á stórbúi Þor- gríms læknis Þórðarsonar að Borgum í Hornafirði. Eyjólfur og Þórdís voru af merkum bænda ættum austur þar. Mikil vinátta var milli Þorgríms læknis og Eyj- ólfs og var því sonur hans, af- mælisbarnið í dag, ef svo mætti komast að orði, heitinn í höfuðið á Þorgrími lækni. Læknirinn og kona hans, Jóhanna Lúðvíksdótt- ir, tóku miklu ástfóstri við svein- inn svo vart máttu þau af honum sjá. Varð það því úr, að þau tóku hann tveggja ára gamlan til fóst- urs og fluttist hann til þeirra til Keflavíkur, en Þorgrímur læknir hafði 1905 fengið veitingu fyrir læknishéraðinu hér. Þorgrímur Eyjólfsson ólst þannig upp á heimili Þorgríms læknis og konu hans, sem varð brátt miðstöð menningar- og framfaramála byggðarlagsins og í glaðværum hópi barna þeirra hjóna, sem ætíð litu á hann sem kæran bróð- ur. Þorgrímur St. Eyjólfsson mót- aðist mjög af uppeldi sínu á þessu merkisheimili og fékk það- .an það veganesti, er dugað hefur honum æ síðan. Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn Keflavíkur og gegnir þar störfum 2. forseta bæjarstjórnar og varaformanns bæjarráðs, auk annarra trúnaðarsfarfa í þágu bæjarins. Hæglát prúðmennska Þorgríms í allri framkomu við háa sem lága, samfara góðvilja hans og skilningi á annarra högum, hafa aflað honum mikilla vinsælda og SKÁL.HOLTSKIRKJA er sem kunnugt er hið ágætasta sönghús enda hafa þegar verið haldnir í henni athyglisverðir tónleikar. Segja mætti, að í vetur og vor hafi tónlistarlíf í Skállholti stáð- ið með blóma, því þar hafa verið haldnir tvennir tónleikar að úhd anförnu, og efnt verður til hinna þriðju nú á næstunni. Kirkjukór Akraness reið á vaðið undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, org anleikara, hinn 28. marz s.l., en um síðustu helgi efndi kór Sel- fosskirkju til tónleika í Skállholti ásamt þeim organ'leifcurunum, Guðmundi Gilssyni og Mána Sig- urjónssynL Næstkomandi sunnudag, 2. maí, gengst sóknarnefnd Skálholts- sóknar fyrir tónleikum í Skál- holtskirkjiu. Þar mun sfcálholts- kórinn flytja m.a. lög eftir Bach, Brahms og Mozart, en hið fá- gætasta, er kórinn syngur, mun verða páskasefcrventsía úr Gradu- ale Guðbrandar biskups. Þá mun frú Hanna Bj amadóttir, söng- fcona, syngja lög eftir Bach, Hándel, Reger o.fl. Ungfrú Gígja Kjartansdóttir, organleikari, ann- ast undirleik og leikur ennfrem- orðið til þess, að mjög hefur ráða hans verið leitað og óskoraðs trausts nýtur hann allra þeirra, sem hann þekkja. Á þessu merkisafmæli sínu verður Þorgrímur að heiman, en ég færi honum hér með mínar beztu heilla- og árnaðaróskir með innilegu þakklæti fyrir nær 28 ára gamla, dýrmæta vináttu og samstarf jafnframt þeirri ósk, að við samborgarar hans megum enn njóta starfskrafta hans bæj- arfélagi okkar til heilla. Alfreð Gíslason. ur orgeltónverk eftir Bach, Brahms og Cesar Franok. Stjóm- andi kórsins er dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, oig hef- ur hann annast efnisval fyrir tónleikana. Tónleikar þessir munu hefjast kl. 16 og er að- gangur ókeypis. í framhaldi af þessum tónleik- um verða svo tvær kvöldvöfcur i kirikjunni á vegum Skálholts- safnaðar, hin fyrri þriðjudaginn 4. maí. Þá kvöldvöku annast flokkur ftá Kristnilboðssambandi íslands. Verða þar fhittar frá- sagnir um kristnjiboð og sýndar myndir. Ennfremur mun æsku- lýðskór K.F.U.M. og K. syngja. Sfðari kvöldvakan verður mið- vikudaginn 5. maí. Munu prestar úr Árnessprófastsdæmi annast þá kvöldvöku og flytja þar þætti úr kristnisögu héraðsins, en kirkjutónlist verður flutt á milli atriða. — Kvöldvökurnar munu hefjast kl. 21.15 síðdegis og er öllum heimill aðgangur. — Kven- félag Bisbupstungna mun selja gestum kaffi fyrir og eft'ir tón- leilkana og sömuleiðis eftir kvöld vöikurnar. Nýtt Eim.reiharh.eftL Tónleikar og kvöld- vökur I Skálholtskirkju Strax og Þorgrími yngra óx fiskur um hrygg fór hann að taka virkan þátt í félags- og at- hafnalífi byggðarlags síns, og hefur hann ætíð síðan látið vel- ferð bæjarfélags síns sig miklu skipta. Hann er þannig stofnandi eins fyrsta hraðfrystihúss á íslandi, Jökuls hf., er hann stofnaði með Elíasi heitnum Þorsteinssyni og Þórði Péturssyni árið 1936. Hann hefur markað djúp spor í at- hafna- og framfarasögu Keflavík ur og á sæti í stjórn fjölmargra fyrirtækja og stofnana, sem of langt er að rekja hér, en hann hefur verið um árabil stjórnar- formaður Sparisjóðsins í Kefla- vík, í stjórn Olíusamlags Kefla- vlkur, Fiskiðjunnar sf. o. fl. o. fl. Þorgrímur er mikill áhugamað ur um félagsmál og tekur drjúg- an þátt í opintoeru lífi bæjarfé- lags síns. Honum hefur verið fal- inn mikill trúnaður af samborgur um sínurh á þessu sviði. Þannig gegndi hann löngum hrepps- nefndarstörfum og á stundum oddvitastörfum í gamla Kefla- víkurhreppi. Hann er nú fulltrúi NÝLEGA er komið út stórt hefti af tímaritinu EIMREIÐIN, tölu- vert á annað hundrað blaðsíður að stærð. Þetta er janúar-apríl hefti LXXI. árgangs. Tímaritsheftið hefst á ýtarlegri grein um stofnun Eimreiðarinn- ar fyrir sjötíu árum eftir rit- stjórann, Ingólf Kristjánsson. Þá er grein eftir Svein Sigurðs- son, fyrrverandi ritstjóra Eim- reiðarinnar, sem nefnist „Fáein svipleiftur úr sögu Eimreiðarinn- ar,“ Dr. Richard Beck á grein- ina „EIMREIÐIN og Vestur-ís- lendingar". Birtur er kafli úr rit- gerðinni „Járnbrautir og ak- brautir" eftir dr. Valtý Guð- mundsson, fyrsta ritstjóra og stofnand.a Eimreiðarinnar, en rit- gerðin birtist í 1. hefti tímaritsins árið 1895. Skrifar Ingólfur Krist- jánsson eftirmála við ritgerðar- kaflann. Guttormur J. Guttormsson á 'kvæðið „Stofninn". Þá er jap- önsk smásaga, „Presturinn og ástin hans“ eftir Mishima Yukio, í þýðingu Tómasar Tryggvasonar, og tvö kvæði eftir Kristmann Guðmundsson, Blábrá oig Skamm- degiskvöld. Endurminningar, sem nefnast Þjóðlífsmynd um alda- mót, eru eftir Guðrúnu Jónsdótt- ur frá Skál. Jóhann M. Kristjáns- son á kvæðið „Tvö skaut“, og Þorsteinn Jósepsson skrifar um tvær spánskar borgir, Toledo og Sevilla. Ritstjórinn skrifar um afhendingu norrænu listaverð- launanna í Reykjavík sl. febrúar, og Sigurður Jónsson frá Brún á fjögur smávers, ort undir jap- önskum bragarhætti. Fjögur kvæði eru eftir Kára Tryggvason, Brattir tindar, Haya Harareet, Höllin og Skógarblað. Smásaiga er eftir Sigurjón Jónsson, Fyrstu sporin, Þá er þáttur eftir Glyeb Uspenski í þýðingu Ásláks Sveins sonar, „Járnið" og ritgerð eftir Jochum M. Eggertsson, „Þú bjarta heiða júlínótt". Leikhús- pistill er eftir Loft Guðmundsson og Ritsjá (bókmenntagagnrýni) eftir ýmsa. Tímaritið er vandað að frá- gangi, og prýða það fjöldamargar myndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.