Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 21
Laugardagur 1. max 1965 MOKCUNBLAÐIÐ 21 1 .maí ávarp fulltrúa- ráðs verkalýðsfél. 1. MAl, hinn alfþjóðlega baráttu dag verkalýðsins, fylkir íslenzk alþýða liði undir merkjum sam taka sinna til nýrrar sóknar fyrir stórbættum, vaxandi af- komuöryggi og aukinni velferð alls vinnandi fólks. | Verkalýðshreyfingin er í senn þjóðleg og alþjóðleg. Nú eins og ævinlega á þessum degi minnumst við frumherjanna sem brautina xuddu, menn sem lögðu velgengni sína, frelsi sitt og jafnvel lífið að veði til að hefja merki (þeirrar frelsisbar- áttu kúgaðra stétta og þjóða, eem markað hefur heilladrýgst ®por í mannfélagsiþróun síðustu kynslóða. Verkalýðshreyfingin er nú voldug og sterk víða um iönd, en réttlætishugsjón frum herjanna kallar enn til mark- vissrar og fórnfúsar baráttu. IÞrátt fyrir þá staðreynd að vís indi og tækni mútímans megna að tryggja öllum börnum jarðar i innar mannsæmandi lífskjör er I skortur lífsnauðsynja enn hlut i skifti meirihluta mannkyns. í dag, 1. maí, tekur íslenzk verkalýðshreyfing heilshugar I undir kröfur stéttarsystkina um allan heim um að böli fátækt- , orinnar sé hvarvetna útrýmt og I félagslegt réttlæti gert að hyrn I ingarsteini sérhvers þjóðfélags. i Hugsjón friðar og frelsis er ! frá öndverðu aðall hinnar al- I þjóðlegu verkalýðshreyfingar. I Tvívegis á þessari öld hefur I mannkyninu verið att út í heim 1 etyrjöld þvi til ólýsanlegra 1 hörmunga. Því verður barátt- 1 unni fyrir friði og afvopnun 1 fram haldið, unz martröð eyð- I ingarmáttar kjarnorkuvopn- I amna er endanlega bægt frá 1 með varanlegum samningum I sem tryggja að gereyðingar- I vopn verði kvödd fyrir fullt og 1 allt en deilumál leidd til lykta 1 með friðsamlegum hætti við |I samningaborðið. fl Islenzk alþýða krefst í dag 1 friðar og afvopnunar, eins og stéttarsystkin í öðrum löndum. Hún krefst útrýmingar múg- drápsvopna, gagnkvæmra ráð- stafana til að eyða tortryggni og úlfúð ríkja á milli, og að fjármunum sem vinna fólksins skapar sé beint frá herbúnaðí til að uppfylla lífsþarfir manna. íslenzk alþýða tekur undir sjálfstæðiskröfur þjóða sem enn búa við nýlenduáþján. Krafan um afnám kynþáttamisréttis verður æ brýnni, og ber þar hæst baráttu hins kúgaða meiri hluta í Suður-Afríku. Islenzk verkalýðshreyfing tekur ein- dregið undir kröfu hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar um frelsi og mannréttindi öllum til handa án tillits til litarhátt ar eða þjóðemis. íslenzk alþýða krefst þess að sérhver þjóð hafi óskorað frelsi til að stjórna eigin málum, án þess að eiga á hættu valdbeit- ingu innlendra eða erlendra aðila. Hún krefst þess að viður- kenndur sé réttur þjóða til efnahagslegs ekki síður en stjórnarfarslegs sjálfstæðis. Þegar alþýða Reykjavíkur lítur um öxl á þessum hátíðis- og baráttudegi verkalýðsins og íhugar þá þróun sem orðið hef- ur liðið ár, blasir við sú stað- reynd, að þrátt fyrir eindreginn vilja verkalýðshreyfingarinnar til að leggja sitt að mörkum til að stöðva verðbólguþróunina, hefur verðbólgan enn magnast og raskað því hlutfalli sem júní samkomulagið átti að tryggja launafólkL AJmenn hækkun verðlags og stórauknar álögur skatta og út svara valda því að júnisam- komulagið hefur ekki náð til- gangi sínum og að rauntekjur verkafólks á tímaeiningu hefur enn rýmað. Fyrsta maí krefst alþýða Reykjavíkur að þessi öfugþróun verði stöðvuð. í>að er afdráttarlaus krafa einhuga verkalýðssamtaka að ör vöxtur þjóðarframleiðslu undanfarin ár, mjög bætt við- skiptakjör og tækniframfarir Guðmundur H. Garðarsson form. V.R. Vinna ber á grund- veili þekkingar EIN þýðingarmesta forsenda mikillar framþróunar í nútíma þjóðfélagi, er hæfni einstaklinga og hópa til að aðlaga sig breytt- um aðstæðum, tileinka sér þekk- ingu og starfsaðferðir, sem 6tuðla að auknum framförum og meiri vellíðan. Leiðir að því markmiðið að bæta lífskjör alls ftlmennings, geta verið margvís- legar og m. a. sú, að fjöldinn myndi félög og samtök sér til brautargengis í þeirri baráttu. Um hálf öld er nú liðin frá því, «ð heiidarsamtök launþega, Al- þýðusamband íslands, var stofn að af félögum sjó- og verka- manna í þessum tilgangi. Á þeim tíma var það merkur áfangi í baráttu verkalýðsins fyrir bætt- um kjörum og rétti til eðlilegra þ j óðf élagsáhrif a. • Við stofnun ASÍ stóð íslenzkt þjóðfélag á þröskuldi þeirra skipulags- og tækniframfara, *em er grundvöllur þeirrar miklu velmegunar, sem ís- lenzka þjóðin býr við í dag. Síðan hafa orðið sevin- týralegar breytingar á öll- um sviðum og er eigi ofmælt, þótt sagt sé, að ísland og is- lenzkar þjóöíélagsaðstæöur eigi hvergi sinn líkan í andl. og verald legum efnum. Hér býr enginn við skort og frelsi einstaklinga og hópa er almennara og meira en þekkist á nokkru öðru byggðu bóli. í dag búa íslendingar eins og aðrar iðnþróaðar þjóðir í síbreyti legu þjóðfélagi. Fátt er hér eins og fyrir hálfri öld. Breytingar eru hraðar og snöggar á öllum sviðum. Ekkert stendur í stað. Þjóðinni miðar hratt áfram á braut framfaranna innan þeirra takmarka, sem fámennið setur henni. Alþýðusamband fslands hefur ekki orðið ósnortið af þessari þróun fremur en aðrar þjóðfé- lagsstofnanir. Nýjar stéttir hafa myndazt m. a. hinar fjölmennu þjónustustéttir, sem jafnajn fylgja í kjölfar og eru í sumum tilfell- um undanfari nútíma iðnþróun- ar og tækniframfara. Kjarni ASÍ hefur því smátt og smátt verið að breytast, þótt ytra formið sé áþekkt því, sem það var fyrir hálfri öld og baráttuaðferðir svipaðar. A þessu rerður að verða breyt- ing, ef launþegár, sem eru nú meginþorri þjóðarinnar, eiga að Sverrir Hermannsson, formaður L.LVj Barátta fyrir heill og hag lands og þjóöar ÞAÐ ER nýtt af nálinni að skrif- stofu- oig verzlunarfólks gefist kostur á að halda frídag verka- lýðsins hátíðlegan. Þeim áfaniga fagnar verzlunarfólk í dag um | leið og það samfagnar öllum ís- lenzkum launþegum með hina styrku stöðu þeirra í þjóðfélaginu og verðmæta ávinninga á næst- liðinni tíð. Það er ' mikill og hættulegur misskilningur að telja verkalýðnum stöðugt trú um að hann sé minnimáttar í þjóðfélatginu. Slík villa er ein- göngiu gerð til að egna menn til ábyrgðarleysis. Slíkt er þó gert nú og hér á landi og af ráðnum hug. Stemma þarf stigu við slí'ku. Lau-.begar allir verða að gera sér ljóst, að þeir eru voldugasta afl þjóðfélaigsins. Á þeim veltur hagur og velferð þess. Barátta verkalýðsins á ekki að vera bar- átta sérhagsmuna heldur bar- átta fyrir heill og hag lands og þjóðar, og ekkert ávinnst nema samleið eigi, vinnuþegar og vinnuveitendur. Á afrekum launþega eru mennintgarverðmæti þessa þjóð- félags reist fyrst og fremst. Höfuðkrafa þessa hátíðadags á að vera að vinnudagur þeirra sé ekki svo langur að þeim sé með öllu meinað að njóta ávaxta vehka sinna. Hinir lægstlaunuðu geta í dag séð sér og sínum far- borða þakkað veri hinum miikl'U framkvæmdum og hagsæld til lands ag sjávar. En þeir geta það ekki án þess að fara á mis við þau menningarverðmæti, sem þeir hafa þó sjálfir skapað. Á Sverrir Hermannsson þessu þarf að ráða skjóta bót. Landssamband íslenzkra verzl- unarmanna árnar öllu launafólki heilla á hátíðisdegi þess og óskar þess að hjá þeim sitji í fyrirrúmi ábyrgð en ekki ábyrgðarleysL Sverrir Hermannssom. r ■ Agúst Geirsson form. Félags ísL símamanna: Vonandi tekst samkomu- lag án afskifta kjaradóms skili verkafólki raunhæfum kjarabótum í þeim samningum, sem nú fara í hönd, með al- mennri kauphækkun, lækkun skatta og útsvara af lágtekjum og miðlungstekjum, og öðrum aðgerðum sem aukið geti kaup- mátt launa. Aflétta verður því ófremdar ástandi að meginiþungi skatta og útsvara hvíli á launafólki, en gróðafélög og hvers konar gróðabrall beri tiltölulega létt- ar skattbyrðar eða sleppi jafn- vel með öllu við skattálagn- ingu. í dag heitir verkalýðsbreyf- ingin því að beita öllu afli sam takanna að því marki að stytta hinn óhæfilega vinnutíma verka fólks, sem opinberar skýrslur sýna að enn lengist ár frá ári og er miklu lengri hér en í nokkru nálægu landi. Enn sem fyrr lýsa verkalýðs samtökin sig reiðubúin til sam- starfs við stjórnarvöld landsins um leiðir sem að gagni mega koma til að stöðva verðbólgu- þróunina og koma á heilbrigðri festu í iþróun launa- og verðlags mála, enda eru markvissar að- gerðir í þessu skyni forsenda fyrir að unnt sé að gera raun- hæfa kjarasamninga og tryggja réttlætiskröfur verkalýðssam- takanna framgang. 1. maí lýsir reykvísk alþýða einhuga stuðningi við megin- kröfu verkalýðshreyfingarinn- ar, sem samlþykktar voru ein- róma á ráðstefnu Alþýðusam- bands íslands í marz í vetur, með Iþví að fylkja liði í kröfu- göngu og á útifund verkalýðs- samtakanna, en meginkröfur þeirrar ráðstefnu eru þessar: 1. Almenn kauphækkun og samræming kauptaxta. 2. Stytting vinnuvikunnar i 44 stundir með óskertum launum. 3. Lækkun útsvara og skatta af lágtekjum og miðlungs- tekjum og þurftartekjur séu skatt og útsvarsfrjáls- ar. Jafnframt séu skattar og útsvör á gróðarekstur hækkuð og ströngu skatta- eftirliti framfylgt. 4. Aðgerðir í húsnæðismálum sem auðveldi fólki að eign ast íbúð á kostnaðarverði, svo sem aukning bygginga á félagslegum grundvelli, hækkun lána, lenging láns tima, lækkun vaxta og að- Framh. á bls. 27. Guðin. H. Garðarsson geta tryggt sér eðlilega hlutdeild í afrakstri þjóðarinnar og þá með þeim hættb að þeir skaði eigi sjálfa sig eða þann grundvöll, sem er uppspretta þeirrar vel- megunar, sem búið er að. Þarfir og kröfur nútímamanns ins eru fjölbreytilegar og þeim er fullnægt á mismunandi hátt. Að hluta er það gert af beinum launum til daglegra þarfa, en í síauknum mæli eftir óbeinum leiðum t. d í formi ódýrrar menntunar, greiðslu sjúkratrygg inga, ellilífeyris, aukningu orlofs o.s.frv. Verkalýðshreyfingin hef- ur átt ríkan þátt í mótun þessar- ar þróunar. En nú er tímabært að brotið sé blað. Verkalýðshreyfingin verður að fara inn á nýjar baráttubraut- ir, sem eru í samræmi við hið síbréytilega þjóðfélag. Treysta ekki um of á frumstæðustu bar- áttuvopnin, sem voru hið eina, sem dugði í lítt þróuðu þjóðfé- f TILEFNI af 1. maí átti Mbl. samtal við Ágúst Geirsson, for- mann Félags ísl. símamanna og spurði hann álits á hagsmunamál um félags hans. — 1. maí er auðvitað hálfgerð- ur kröfudagur og þess vegna eru kjarasamningarnir væntanlegu ofarlega í huga manna. Það verð- ur að leiðrétta hlutfallið milli opinberra starfsmanna og ann- arra launþega. — Hvaða leið vilt þú að farin verði? Skjóta málinu til kjara- dóms? — Nei, Það held ég ekki. Við bárum traust til kjaradóms eftir lagi, heldur taka upp ný,_ sem smíðuð eru úr stáli þekkingar á nútíma atvinnu og þjóðfélags- háttum og þeim möguleikum, sem í þeim felast. Nauðsynlegt er, að launþegar skilji til hlítar hvað áunnizt hefur og hvert beri að stefna baráttunni á hverjum tima til þess að öðlast réttan og eðlilegan hluta af þjóðartekjun- um. Ein yngsta og fjölmennasta launþegastéttin í landinu er verzlunarfólkið. Þessi fjölmenna stétt hefur þróazt og orðið til með svipuðum hætti og hliðstæð- ar stéttir hjá iðnþróuðum þjóð- um. Hún er því velmegunartákn en ekki hið gagnstæða, eins og sumir vilja halda fram. íslenzkt verzlunarfólk er enn lítt virkt afl í mótun framtíðarstefnunnar í kjara- og þjóðfélagsmálum. Er þessu öðru vísi háttað hjá ná- grannaþjóðum vorum. En stéttin vinnur markvisst að þvL að hún fái einnig að leggja fram sinn skerf til að marka heilbrigða stefnu í þessum málum sem öðr- um, landi og lýð til blessunar. Ég árna íslenzkri verkalýðs- hreyfingu heilla í tilefni 1. maí. Guðm. H. Gurðarsaon. að hann ákvað launahækkanir og flokkabreytingar í júlí 1963, en þegar hann vísaði á bug almenn- um kauphækkunarkröfum okkar 30. marz 1964, fannst okkur hann hafa brugðizt því trausti. — Hvaða ráða vilt þú þá, að gripið sé til? — Ég vil helzt að hægt verði að fara samningsleiðina. Þá er frumskilyrði að opinberir starfs- menn fái fullan samningsrétt eins og aðrar stéttir og þá einnig verk fallsrétt. Við viljum fá varanlega kauphækkun og þá er auðvitað höfuð vandamálið að stöðva verð bólguna, sem er búin að gleypa þær kauphækkanir sem íengizt hafa. — Þá vil ég einnig að hinir lægst launuðu fái ekki aðeina styttri vinnutima. Nauðsynlegt er, að þeir geti lifað á því að vina eðlilegt dagsverk, en þurfi ekki að vinna óhóflega lengi dag hvern, eins og nú tíðkasL — í sambandi við kjarasamrv- inga opinberra starfsmanna, sem nú standa fyrir dyrum, er og nauðsynlegt að lagfæra launa- flokkun, sem að okkar áliti er mjög óréttlát gagnvart símafólkL Einkum er svo um tæknimennt að og sérþjálfað starfsfólk I þjónustu Landssímans. Það er I alltof lágum launaflokkum. — Mikið hagsmunamál Iaun- þega er að lækka byggingar- ‘kostnað. Alltof stór hluti af laua um manna fara í húsnæði. Ég lýsi mig samþykkan ályktun Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins, sem kvaðst fylgjandi því að sem allra flestum væri gert kleift að eign- ast sitt eigið húsnæði. — Heppilegast tel ég, að sam- komulag náist milli allra aðila, bæði opinberra starfsmanna og launþega á almennum vinnu- markaði, sambærilegt við júní- samkomulagið. Þá vona ég að ekki komi til verkfalla og ekki þurfi að skjóta máli opinberra starfsmanna til kjarádóms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.