Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 3
r I>riðjudagur 4. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 Enn rýkur úr rústum þyrlunnar þar sem hún hrapaði við Suðurnesjaveg hinn nýja, upp af Landakoti á Vatnsleysiuströnd. — Ljós- myndina tók varnarliðið skömmu eftir að slysið varð. — Hörmulegt slys Framh. af bl.s 1 velli, næstæðsti maður varn- arliðsins. Þyrlan var á leið ofan úr Hvalfirði. Þangað höfðu yfir- maður Vallarins, og yfirmað- ur landgönguliðs flotans hér, A. E. House, farið í eftirlits- ferð. Aðrir í þyrlunni voru: Clinton L. Tuttle, liðsforingi, John Brink og Billy W. Iteyn olds sjóliði. Hingað er komin rannsókn arnefnd frá Washington til að kanna orsök slyssins undir yfirstjóm Q. E. Wilhemy. Nefndin getur ekki að svo komnu máli gefið upp ástæð- ur slyssins, enda ekki h'kur til að hún sé komin að nið- urstöðu. Tildrög og lýsing á slysstað. Upplýsingar þær, er blaðið hef nr getað aflað sér um slysið eru eem hér segir: Um kl. 19,00 á laugardagskvöld 1. maí s.l., var hringt sunnan ur Vogum til lögreglunnar í Hafnar- firði og henni tilkynnt að heyrzt befði í flugvéi upp af Landakoti og Vatnsleysu á Vatnsleysu- Btrönd, en síðan sézt þaðan eld- stólpi eins og vélin hefði hrapað ©g brunnið um leið. Hafnarfjarðarlögreglan sneri Bér þegar til flugturnsins_ í Reykjgvík og Keflavík. Fékk hún þau svör, að engrar flugvélar væri saknað úr flugumferðar- Btjórn Reykjavíkurturns, en aft- ur á móti var skýrt frá því á Keflavíkurflugvelli að þyrla væri á leið þangað frá Hvalfirði ©g mundi hún vera-á svipuðum Blóðum og upp voru gefnar. - Hafnarfjarðarlögreglan var þegar í stað beðin að senda ejúkrabíl og lögreglu á staðinn. Sama var gert frá Keflavíkur- flugvelli, enda var þyrlan þá í engu sambandi við flugturninn þar. Hún var um skeið í ultra etuttbylgjusambandi við flug- turninn í Reykjavík, en var kom in úr því skömmu áður en slysið varð. Reykjavíkurturn kallaði flug- björgunarsveitina á vettvang, en þar sem þyrlan féll til jarðar rétt í vegarbrún hins nýja Keflavíkur vegar var engin þörf fyrir leit, nema að lausum hlutum úr vél- inni, og ennfremur var gerð leit að einu liká hinna látnu, sem ekki fannst þegar í stað, enda hafði það lent undir flakinu. í>ar sem enginn íslendingur var meðal þeirra, er í þyrlunni voru og vélin ekki í eigu ís- lenzkra aðila. taldi íslenzka loft ferðaeftirlitið málið ekki í sinni wmsjá, og hefur því ekki haft efskipti af rannsókn á slysinu iié tildrögum þess. ★ i Blaðamenn Mbl. komu á slys- stað um kl. 22 á laugardagskvöld. Þá stóðu flugbjörgunarsveitar- menn vörð við vegarendann við Kúagerði 'og sögðu öllum óheim- ilt að fara um nýju undirbygg- inguna þaðan suður yfir ásana að slysstað. Blaðamenn fengu þó að halda áfram og komu að vopn- uðum verði er stóð 30—40 m frá rjúkandi flakinu. Hann hafði ströng fyrirmæli um að hleypa engum lengra. Blaðamenn dvöld- ust þar nokkra hríð og sáu í ljós- kösturum frá björgunarbílum, sem þar voru á staðnum, er ver- ið var að vinna að jþví áð kæla rústirnar og leita hinna látnu. Við okkur blasti rúst vélarinn- ar í hraunflákum vegbrúnarinn- ar en stél hennar og afturhluti lá inn á veginn með knosaðri stélskrúfu. Afturhlutinn var rauð málaður og sást í hvíta stjörnu á bláum grunni, einkennismerki bandardska fluglhersins, en að öðru leyti hvarf brak vélarinnar í rúst og myrkur. f>að vpru daprir menn er stóðu við rústirnar, björgunarsveit af Keflavíkurflugvelli, Sveinn Ei- ríksson, slökkviliðsstjóri á Vell- inum, sem stjórnaði aðgerðum á slysstað, lœknar, lög- regluþjónar islenzkir og vara- slökkviliðsstjórinn í Reykjavik. Vopnaðir verðir stóðu einbeittir fyrir framan okkur, en létu okk- ur afskiptalausa. Á meðan við stóðum við var þeim borin hress- ing, smurbrauðsneið og drykkur í pappamáli. Stöðugt blikaði rautt ljós á bifreiðinni, sem lýsti upp slysstaðinn. Við komumst að því meðan við stóðum við, hverjir hefðu verið í þyrlunni og fengum í stórum dráttum lýsingu á at- burðinum. Var okkur þá m.a. saigt að orðið hefði vart bilunar í vélinni áður en slysið varð. Þorgeir Þorsteijisson fulltrúi lög- reglustjórans á Keflavíkurvelli kom til okkar og skýrði okkur frá, hvar væri nánari upplýsinga að leita. Daprir í huga héldum við á brott fná þessum dauðastað, með- an enn rauk úr rústum vélarinn- ar og athafnasamir björgunar- menn urinu skyldustörf sín við brunalykt og súran þef slökkvi- efna, en yfir grúfði kyrrlát og hlý vornóttin íslenzka. Hinir látnu. Þeir sem fórus voru: Captain Robert Ronold Sparks, var meðal æðstu forinigja á Kefla víkurflugvelli, og gengdi þar stöðunni „Commanding Officer of the Naval Station“. Hann var 46 ára, ættaður frá Kaliiforníu og fæddur þar. Hann lauk háskóla- prófi í viðskiptafræðum frá University of Southern California 1940. Hann gekk í fluglið flot- ans 1941, og barðist á Kyrrahafs- vígstö’ðvunum. Hann tók m.a.’ þátt í innrásinni á eyna Tarawa, en bardagar um þá eyju voru einhverjir hinir hörðustu, sem áttu sér stað á Kyrrahafi í heims styrjöldinini. Hann hlaut ýmis heiðursmerki fyrir vasklega fram göngu þá og síðar. Hann á að baki sér 6000 flugtíma á ýmsum flugvélum flotans. Til íslands kom Sparks skipherra síðari hluta ársins 1963 og tók þá við son og tvær dætur 15 og 10 ára. Býr fjölskyldan á Keflavíkur- velli. Lieutenant-Colonel Arthur E. House jr., var eiinnig meðal æðstu manna á Keflavíkurfluigvelli. Hann var 44 ára, gamall, fæddur í Antíhorage, Alaska, og var yfir maður landgönguliða flotans (Marines) á Ketflavíkurflugvelli. 'Hann gekk í landgöngusveitir flotans 1942 og barðist í heims- styrjöldinni og Kóreustyrjöldinni Hann var sæmdur 10 heiðuns- merkjum. Lt. Ool. House lætur eftir sig konu, frú Caroline, son og dóttur. Fjölskyldan er bú- sett á Keflavíkurfluigvelli. Lieutenant Clinton L. Tutöe, var flugmaður þyrlunnar. Hann var 32 ára gamall, og kom til Kdflavíkuitfluigvallar í olktólber 1964. Margir íslendingar munu kannast við Lt. Tuttle, þar sem hann var í björgunarsveitinni á Keflavíkurflugvelli, sem hefur margar ferðir farfð hérlendis tM aðstoðar fólki. Lt. Tuttle lætur eftir sig konu, frú Else Merethe, og fjögurra ára gamalt bam. Fjölskyldan er búsett á Kefla- vikurflugvelli. Mr. John Brlnk, 39 ára, óbreytt ur borgari, sem starfaði hjá Varn arliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann kom fyrst til fslands 1948 og starfaði þá hjá Lockheed-fé- laginu. Tveimur árum síðar gekk hann í þjónustu Hamilton-félags ins, bandarískra verktaka á flug vellinum. Síðan réðst hann til flughersins, og loks til sjóhers- ins, er hann tók við rekstri stöðv arinnar í Keflavík. Undanfarin ár hefur Brink haft yfirumsjón með íþróttamálum á Keflavíkur- flugvelli, og þekkja hann fjöl- mar.gir íslendingar. Brink talaði íslenzku reiprennandi. Hann læt ur eftir sig konu, frú Patricia, átta mánaða dóttur og sex böm af fyrra hjónabamdi við íslenzka konu. Billy W. Reynolds, 27 ára, sjó- liði. Hann var vélamaður um borð í þyrlunni. Reynolds var ó- kvæntur, ættaður frá North Car- olina. Hann hafði verið í sjóhern um í 10 ár. Ekki var hægt fyrr en í gær, að fá upplýsingar um Reynolds, sökum þess að aðstand endur hans eru í Bandaríkjunum og tilskilinn tíma þarf til að kona boðum til þeirra. Af sömu sökum var ekki hægt að fá mynd af honum. Þyrla sú er fórst var af Sikorsky-gerð, samskonar og hér sést á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.