Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1965 ^'asíHgi Frunrtvarp um lausn flugmannaverk- fallsins afgreitt sem lög í GÆR fór fram í Neðri deild 3. og síðasta umræða um frum- varp um lausn kjaradeilu at- vinnuflugmanna og urðu þá enn talsverðar umræður um frum- varpið. Þar komst Ingólfur Jóns- son flugmálaráðherra svo að orði, að ríkisstjórnin og stuðnings flokkar hennar vilji, að deilu- mál séu leyst með frjálsum samn ingum, og ríkisstjórnin hefur aldrei og mun ekki skerast i leik- inn, nema hrýn nauðsyn heri til, eftir að samningatilraunir hafa farið út um þúfur. Þá lauk einnig annarri um- raeðu í Neðri deiid um frumvarp um loðdýrarækt og var það sam- þykkt til &. umræðu, en tillaga um að vísa málinu til ríkisstjórn arinnar vax félld. Frumvarp Magnúsar Jónssonar um hann við tóbaksauglýsingum var einnig samþykkt til 3. um- raeðu með þeirri breytingartil- lögu, að auglýsa megi verð á tóbaki. NEÐRI DEID. Lausn kjaradeilu flugmanna. Frumvarp um lausn kjaradeilu atvinnuflugmanna, var nú, sem að framan greinir, til síðustu um ræðu, og tók Sigurvin Einarsson (F), fyrstur þar til máls. Beindi hann þeirri spurningu til flug- málaráðherra, Ingólfs Jónssonar, hve langur tími myndi.líða, frá því að þetta fumvarp myndi taka gildi sem lóg, þar til að gerðar- dómurinn kvæði upp úrskurð sinn um kjör flugmanna og hann tæki gildi. Lúðvík Jósefsson (Alþbl.) sagði m.a., að framkoma ráðherrans í umræðum um þetta frumvarp hefði verið óverjandi, sökum þess að ríkisstjórnin legði hér fram þýðingarmikið frumvarp, en tæki síðan engan þátt I efnislegum umræðum um það. Kvaðst hann vilja fá að vita, hvort einhverjar alvarlegar tilraunir hefðu verið gerðar til þess að ná samkomu- lagi sín á milli af aðilum verk- fallsins nú um helgina. Þá kvaðist Lúðvík ennfremur telja, að þessi lausn á verkfallinu kynni að verða til þess, að flugmenn hjá Loftleiðum segðu upp starfi sínu. Það gæti einnig haft mjög slæm áhrif á aðrar vinnudeilur, sem framundan eru. Taldi Lúðvík, að Yinnuveitendasambandið myndi eiga stóran þátt í framkomu frum i ! varpsins. Sagði hann, að miklu I betra yrði að fresta málinu og • skipa sáttanefnd við hlið sátta- semjara, og sagðist hann ekki ] trúa öðru en því, að þá myndi finnast lausn á þessari deilu á ; ekki lengri tíma en svo sem einni , viku. Ingólfur Jónsson, flugmálaráð herra kvaðst hafa verið fáorður í umræðum um frumvarpið vegna þess, að hann hefði ekki viljað setja sig í dómarasæti né taka afstöðu með öðrum aðil anum. Va-rðandi fyrirspurnir þær sem fyrir hann hefðu verið lagð ar, þá væru þær þess eðlis, að fyrirspyrjendur hefðu vitað um þær. Samgöngu málanefndir beggja þingdeilda hefðu kallað fyrir sig flugmenn- ina, flugmálastjóra og forsvars- menn Loftleiða og fengu svarað þeim fyrirspurnum sem fyrir þessa aðila voru lagðar. Varðandi spurningu Sigurvins, þá hefði hann spurt beinlínis um það, sem stæði í frumvarpinu sjálfu, en þar segði m.a., að ákvarðanir gerðardóms skulu gilda frá gild- istöku laganna til 1. febr. 1966. Ráðrerrann sagðist hins vegar ekki geta svarað því, hversu langan tíma það tæki hjá gerðar dómnum að kveða upp dóminn. Það hefði ekki tekið mjög lang- an tíma að kveða upp úrskurð í verkfræðingadeilunni, en gerð ardómsmennirnir yrðu vitanlega að hafa þann tíma, sem þeir telja sér nauðsynlegan. Hvað snerti spurningu Lúðvíks Jósefssonar, sagði ráðherrann að samningar hefðu verið reyndir frá því fyrir heigina en ekki tek- izt. Ráðherrann tók það fram, að ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar vildu að deilumál séu leyst með frjálsum samningum, og ríkisstjórnin hefur aldrei og mun ekki skerast í leikinn nema brýn nauðsyn ber til, eftir að samningatilraunir hafa farið út um þúfur. Verkfallið hefði nú staðið í mánuð og tjónið af völd um þess væri ekki aðeins fyrir Loftleiðir, flugmennina og starfs fólk Loftleiða, en það sem þyngst væri á metunum, væri, að það væri tjón fyrir þjóðina í fieild og tjón fyrir flugmálin. Ráðherrann sagði ennfremur, að ríkisstjórnin vildi ekki, að þetta verkfall héldi áfram. Stjórnarandstæðingar vildu, að verkfallið héldi áfram, en hann kvaðst ætla, að flugmenn vildu ekki, að verkfallið héldi áfram. Þeir myndu vitanlega helzt vilja, að verkfallið leystist með frjálsum samningum, en a.m.k. margir flugmenn vildu heldur, að það væri leyst með þessum hætti, en að það héldi áfram. Ráðherrann kvaðst geta tekið undir það með Lúðvík Jósefs- syni, að það væri æskilegast að verkfallið yrði leyst með frjáls- um samningum. Sú leið virtist hins vegar lokuð. Hún hefði ver ið þrautreynd á mörgum fund- um, sem sáttasemjari ríkisins hefði stjórnað, og sér kæmi ekki til hugar, að sáttasemjari ríkis- ins hefði haft önnur og lakari vinnubrögð í frammi með tilraun ir til þess að leysa þessa deilu heldur en aðrar deilur. í umræðum þessum tóku til máls, auk framangreindra ræðu manna þeir Þórarinn Þórarins- son, Björn Pálsson og Eðvarð Sigurðsson, en síðan var frum- varpið afgreitt sem lög, að við- höfðu nafnakalli með 20 atkv. gegn 16. Einn þingmanna, Björn Pálsson greiddi ekki atkvæði. Frumvörp afgreidd sem lög í gær í gær voru eftirfarandi frum- vörp afgreidd í Neðri deild sem lög frá Alþingi: Frumv. um veit ingu ríkisborgararéttar. frumv. um breytingu á lögum um ráð stofun erfðafjárskatts; frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina um að taka innlent lán að upphæð 75 millj. kr.; frumv. um húsnæð ismálastofnun ríkisins, auk frv. um laúsn kjaradeilu flugmanna. Önnur mál. Frumv. um breytingu á lögum um tékka var samþykkt til 3. umræðu. Frumv. um breytingu á víxillögum var afgreitt til Efri deildar og einnig frumv. um lausaskuldir iðnaðarins; frumv. um dráttarbrautir og skipasmíða stöðvar, og frv. til ljósmæðra- laga. Frv. um breytingu á lög- um um hin sérstöku eftirlaun, samkv. fjárlögum var vísað til 3. umr. Frumv. um skólakostn- að var samþykkt til Efri deildar. Frumv. um breytingu á lögum um atvinnu við siglingar var vis að til 2. umr. og sjávarútvegs- nefndar. Þá var frv. um heimild til notkunnar á kvóta íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum visað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. EFRI DEILD. Rannsóknir í þágu atvinnu- veganna. Gylfi Þ. Gíslason mennaamála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna, en frá þessu frumvarpi hefur verið skýrt ítarlega áður í blaðinu. Hefur Neðri deild þeg ar samþykkt frumvarpið, og náð ist þar mjög almenn samstaða um það. Gils Guðmundsson (Alþbl.) sagði m.a., að það yrði að teljast miður farið, að Efri deild ætti einungis kost á að fjalla um þetta frumvarp nú, þegar aðeins væri um ein vika til þinglausnar og sem væri mesti annatimi þings- ins. Var frumvarpinu síðan vís- Tekur sæti á Alþingi Kafn Pétursson í GÆR TÓK Ratfn Pétursson, framkvæmdastjóri á Flateyri og þriðji varamaður Sjálifstæðis- flokksins 1 Vestfjarðakjördæmi sæti á Alþingi í stað Þorvalds Garðars Kristjánssonar, sem verður fjarverandi um sinn. Var kjörbnéf Rafns Péturssonar sam- þykkt samíhljó'ða. Hann hefur ekki átt áður sæti á AlþingL r >*' _ Ahrif ískrapa á rekstur Búrfellsvirkjunar Á MIDAI. fylgiskjala með frum- varpi því um Iandsvirkjun, sem lagt var fram á Alþingi í gær, er greinargerS frá raforkumála- stjóra, Jakob Gíslasyni, um áhrif iskrapa á rekstur Búrfellsvirkj- unar og er þar komizt svo að orði: Þeim, sem unnið hafa að undir búningi Búrfellsvirkjunar, hefur alla tíð verið ljóst, að gera verð- ur ráð fyrir ístruflunum við þá virkjun. Þess vegna miðast allt fyrirkomulag mannvirkja við að gera slíkar truflanir sem hættu minnstar. Gert er ráð fyrir að aðskilja ís og vatn, skola iskrap anum yfir stíflu, en veita hreinu vatni inn í veituskurðinn og á- fram að stöðinni. Þetta fyrir- komulag er nú verið að útfæra með módeltilraunum. Töluvert magn af vatni þarf til að skola ískrapanum fram hjá inntakL Til að gera sér grein fyrir þessu var tíu ára-tímabilið frá 1953 til 1963 athugað og reikn að ú,t, hversu mikið vatn hægt væri að nýta til raforkufram- leiðslu, þegar búið er að skola ísnum yfir stíflu. Þetta var gert á þann hátt, að reiknað var út ísskriðið frá degi til dags og það, ásamt nauðsynlegu skolvatni, dregið frá daglegu rennslL Á þennan hátt fæst áætlun um, hversu mikið íslaust vatn er fyrir hendi til raforkuframleiðslu á hverjum degi og þá jafnframt hversu mikill hinn árlegi orku- skortur yrði. Þessi reikningsaðferð á aðeins við, meðan engin miðlun er í ánni og rennslið óbreytt frá því, sem verið hefur. Eftir að miðlun úr Þórisvatni er fengin, þá ætti, reikningslega séð, allur orku- skortur að vera úr sögunni. Engu að síður er gert ráð fyrir nokkr- um orkuskorti eftir að miðlunin hefur fengizt. Þessir reikningar voru gerðir í þeim tiigangi að finna hversu miklar ístruflanir gætu orðið. Þess vegna voru allar forsendur reikninganna hafðar þannig, að ísskriðið yrði reikningslega sem mest: v 1. ísskriðið var reiknað út miðað við veðurlýsingu á Hæli í Gnú.pverjahreppi, en Hæll er 25 km. vestan við Búrfell og í 130 m .hæð. Til að staðfæra veðurlýsinguna var hitastig ið lækkað um 2°C og vind- styrkleikinn aukinn um eitt vindstig. 2. Reiknað var með, að ís mynd aðist á 7 ferkm. opnum vatns fleti. 3. Daglegt rennsli var fengið úr skýrslum Vatnamælingadeild- ar. 4. Gengið var út frá þeirri for- sendu, að hlutfallið milli íss og skolvatns væri: einn hlutur af hreinum ís á móti fjórum hluturri af hreinu vatni miðað við þyngd. 5. Gert var ráð fyrir, að stöðin hefði orðið að ganga með fullu álagi á meðan á ístruflun stæði. Miðað við þessar forsendur verður meðal árlegur áfl og orku skortur eins og sýnt er í eftir- farandi töflu: Meðal árlegur afl og orkuskortur Reikn.legur skortur á afli á orku Ár MW GWh 1969 ..... 1 1970 2 1971 35 3 1972 25 6 1973 60 10 1974 12 1975 60 12 (MW=megawött; GWh=gigawattstundir) að til 2. umr. og menntamála- nefndar. Húsmæðrakennaraskóli íslands. Þá var frumv. um Húsmæðra kennaraskóla Islands, sem var til 3: umr. afgreitt til Neðri deildar. — Öryggisráðið Framhald af bls. 2 í Ameríku komist undir yfirráð kommúnista.“ Þessi ummæli forsetans hafa gefið tilefni til bollalegginga um það, hvort Bandaríkjastjórn ætli þar með að taka upp þá stefnu að taka í taumana með hernað- aríhlutun í hvert sinn, sem ein- hverju Ameríkuríki virðist sú hætta búin, að kommúnistar þar taki völd. Bkki hafa bandarískir embættismenn viljað segja neitt um það í dag. Þúsundir bíða brottflutnings Jahnson upplýsti í ræðu sinni, að um það bil þrjú þúsund er- lendir borgarar frá þrjátíu ríkj- um hefðu verið fluttir brott frá Dóminkanska lýðveldinu með bandarískum skipum og flugvél- um. Þó biðu enniþá brottflutn- ings u.þ.b. fimm þúsund manns, þar af fimmtán hundruð Banda- ríkjamenn, og yrði að hraða brottflutningi þessa fólks eftir mætti. Hann sagði brýna nauð- syn að senda matvæli, lyf og hjúkrunargögn til landsins, þar sem hundruð líka hefðu legið á götum Santo Domingo dögum saman og gætu valdið hættu- legum sjúkdómuBn. Á fundi sam taka Ameríkurí'kja, sem haldirm var í dag var samþykkt, að bregða skjótt við þessum til- mælum forsetans. Annars hefur íhlutun Bandaríkjamanna verið mjög svo umdeild á þeim vett- vangi, éinkum hafa fulltrúar Venezela og Perú gagnrýnt hana. Dagblöð í Brasilíu hafa einnig skrifað barða gagnrýni á af- skipti Bandaríkjanna. Samtokin hafa þó þegar sent til landsins fimm manna sendi- nefnd er rannsaka á ástandið þar, — en að því er NTB-frétta- -stofan segir, hafa meira en þús- und manns týnt lífi í átökunum að undanföirnu og a.m.k. 1200 særzt meira eða minna. Efnalegt tjón er metið á milljónir dollara. ★ 1000 fallnír Frá Santo Domingo berast þær fregnir, að þar sé heldur að færast í friðarótt þótt heyra mætti skothvelli af og til i allan dag. Bandarískir hermenn hafa opnað leiðina milli borgarinnar og flugstöðvarinnar, San Isidnx í borginni hefur eirmig verið komið upp einskoraar „aliþjóða- svæði“ til þess að reyna að vernda líf erlendra borgara. Út- gönguibann er í borginni eftir kL 6 síðdegis. AP- fréttastofan hafði í dag eftir læfcninum WiUsam Sanders, sem fer með embætti fram- kvæmdastjóra Samtaka Ameríku ríkjanna, að Santo Domingo væri að mestu rafroagnslaus og matvælaskorur farinn að gera vart við sig. Símasamband var stopult orðið vegna mikils álags. ★ Ósk Kúbu athyglisverð I Öryggisráð Sameinuðu Þjóð- anna kom saman til furadar sið- degis í dag, sem fyrr segir, að krafu fulltrúa Sovétríkjanna, Federerakos. Krafðist Federenko þess i ræðu sinni á furadinum, að Örygigisráðið fordæmdi „árásar- aðgerðir Bandaríkjanna gagn- vart Dominikanska lýðveldinu“, 1 eins og hann koimst að orði og *krefðist þess jafraframt, að allir bandarískir hermenn yrðu þeg- ar þaðan á brott. Þegar forseti ráðsiras tiikynnti, að fulltrúi Kúbu hefði óskað eftir að taka þátt í umræðum Öryggisráðs- ins, sagði Adlai Steverason, aðal- fulltrúi Bandaríkjanna, það mjög atihyglisvert, að Kúba teldi sig eiga eirahverra hagsmuna að gæta í þessu máli. — Væri vLssu lega fróðlegt að heyra skýring- ar fulltrúans á þeim þætti, sem Kúba óumdeilanlega ætti í því að uppreisninni skyldi beitt | þágu komxraúnismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.