Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 16
16 MORCUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 196& fBí>rgwnWaM.t> Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson: Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. ÁRSFUNDUR SEÐLABANKANS 1ð venju flutti formaður bankastjórnar Seðlabank- ans ræðu á ársfundi bankans, og gerði þar grein fyrir hag bankans, nýmælum í störfum hans, stöðu þjóðarbúsins og ýmsu því, sem áunnizt hefur, ásamt framtíðarverkefnum og vandamálum, sem við er að glíma. Seðlabankinn getur lögum samkvæmt haft veruleg áhrif á þróun viðskipta- og pen- ingamála, og hefur hann beitt áhrifum sínum til þess að reyna að draga úr verðbólgu- þróun og treysta þannig ís- lenzkt efnahagslíf. Dr. Jóhannes Nordal, for- maður banakstjórnar, vék að því, að nýsköpun hefði verið gerð á Stofnlánadeild sjávar- útvegsins til hags fyrir upp- byggingu fiskiðnaðarins. í at- hugun væri fyrirgreiðsla við iðnaðinn og væri stjórn Seðla bankans fús til viðræðna við viðskiptaþanka um endur- kaup víxla. iðnaðarins í á- kveðnUm tilfellum. Hann gat þess, að bankinn hefði aðstoð- að við íbúðarlán og svo fram- -vegis. Á árinu 1964 batnaði jafn- vægi í bankamálum, útlána- auknin^ banka og sparisjóða nam 7f0 milljónum króna, og er það um 12% aukning, en þó nokkru minni en 1963. Á hinn bóginn jukust spariinnlán um 760 milljónir, sem er nokkru meira en árið áður, en megin- breytingin fólst hinsvegar í því að veltiinnlán jukust á síðasta ári um 314 milljónir króna, en höfðu minnkað nokkuð á árinu 1963. Heildar- staða banka og innlánsstofn- ana hjá Seðlabankanum batn aði því verulega, en það end- urspeglast að verulegu leyti í bættri gjaideyrisstöðu. í lok ársins voru vextir al- mennt lækkaðir U'm 1%, og var það gert vegna hins batn- andi ástands á peningamark- aðinum, en jafnframt voru gerðar ýmsar breytingar á innbyrðishlutfalli vaxta, og meðal annars sérstök lækkun á vöxtum af lánum með veði í útflutningsframleiðslu. Segja má, að almennt hafi þessar aðgerðir Seðlabank- ans í-peningamálum á síðasta ári borið verulegan árangur, því að ástandið var sannar- lega ískyggilegt í upphafi árs- ins eftir hinar gífurlegu kaup hækkanir. Reyndin varð líka sú, að viðskiptin út á við urðu hagstæðari en menn höfðu þorað að vona. Samkvæmt bráðabirgðayf- irliti er greiðslujöfnuðurinn á árinu 1964 að vísu óhagstæð ur um nálægt 300 milljónum króna, sem er heldur lakara en afkoman á árinu 1963. En þess er þá að gæta, að hinn óhagstæði jöfnuður á árinu 1964 á eingöngu rætur að rekja til óvenju mikils inn- flutnings skipa og flugvéla, sem nam alls 950 milljónum króna, eða 570 milljónum meira en árið áður, og rúm- lega 600 milljónum meira en árlegur meðal-innflutningur skipa og flugvéla hefur verið síðastliðiin 10 ár. Gjaldeyriseign bankans var í árslok nærri 1600 milljónir króna, og er það mesta gjald- eyriseign síðan í lok styrjald- arinnar. Um þessa þróun seg- ir dr. Jóhannes Nordal í ræðu sinni: „Sé litið á þróun þjóðarbú- skaparins í heild á árinu 1964 og þær tölulegu upplýsingar, sem ég nú hef rakið, verður ekki annað sagt en að mun, betur hafi úr rætzt heldur en flestir þorðu að vona í upp- hafi ársins. Var það ýmsu að þakka, eins og ég hef þegar rakið, svo sem nýrri og heilla- vænlegri stefnu í launamál- um, og betra jafnvægi í við- skiptum bankakerfisins. Hitt skiptir þó mestu máli, að ytri aðstæður voru þjóðarbúinu óvenjulega hagstæðar á ár- inu. Metafli bæði á vetrarver- tíð og sumarsíldveiðum, en verðlag hækkandi erlendis og markaðir hagstæðir“. Síðan segir: „Hversu lengi sjávarútveg- urinn getur tekið á sig auk- inn tilkostnað án stöðnunar eða jafnvel samdráttar í rekstri og uppbyggingu fer að sjálfsögðu mjög eftir ytri að- stæðum. í þessur* efnum eru horfurnar nú sem stendur hvergi nærri eins góðar og á síðasta ári. Vertíðir undan- farna mánuði hafa verið lak- ari en áður, vetrarsíldveiðar hafa enn brugðizt, og útlit er fyrir að þorskvertíð við Suð- vesturland verði nær fjórð- ungi lakari en á síðasta ári. Við þetta bætist svo að að- stæður á erlendum mörkuð- um virðast vera að breytast, svo að eftir hinar miklu verð- hækkanir liðinna ára er nú lítið útlit fyrir verulega hækkun útflutningsverðs á þessu ári“. Þótt hinar hagstæðu að- stæður hafi gert það að verk- um, að staða okkar út á við er góð, þrátt fyrir miklar kaup- gjaldshækkanir síðla árs 1963, er nú ljóst, að við getum ein- ungis varðveitt hinn góða f jár Nýjum dráttarbáti var hleypt af stokkunum hjá Stál vík h.f. s.I. fimmtudag. Heit- ir hann Jötunn, en eigandinn er Reykjavíkurhöfn. Jötunn er 27 tonn að stærð, ein stór króna í stað tíu nú- verandi. Aðrar þjóðir hafa hag og almennu velmegur með því, að stilla kröfum í hóf og halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð var með júnísamkomulaginu í fyrra. Þess vegna vona og treysta allir velviljaðir menn að enn náist samkomulag á vinnu- markaðnum, sem ekki kippi stoðum undan efnahag lands- ins. — STÆRRI KRÓNA /^unnar Thoroddsen, fjár- ^ málaráðherra, vék að því í Landsfundarræðu sinni, að árið 1961 hefði hann falið þremur mönnum að athuga, hvort heppilegt gæti verið, að íslendingar tækju upp ný ja verðmeiri mynt. Niðurstaða þeirra varð sú, að þeir mæla eíndregið með því, að í þessa breytingu verði ráðizt. Er hugmyndin sú, að þá kæmi buinn 240 ha. Deutz aflvél og er unnt að auka aflið upp í 420 ha. með því að bæta við forþjöppu. Teikningu að bátn • um gerði Agnar Norland. Jötunn er fjórða skipið, sem farið svipaðar leiðir, t.d. Frakkar og Finnar. Um þetta mál sagði fjármálaráðherra: „Þetta mál er á athugunar- stigi. Engin afstaða hefur ver- ið tekin til þess af ríkisstjórn- inni í heild eða stjórnarflokk- unum. Málið þarf umræður meðal almennings. Áður en í slíka myntbreytingu væri ráð izt þarf að vera fyrir hendi almennur skilningur á því að það sé rétt og æskilegt. Slíkt mál væri hæpið að lögfesta með meirihluta-atkvæðum, ef verulegur ágreiningur væri um það á þingi eða með þjóð- inni“. Vissulega er tímabært, að umræður hefjist um þetta mál. En meginrökin fyrir því, að slíka breytingu ætti að gera, eru þau, að menn mundu öðlast meiri virðingu fyrir gjaldmiðlinum, þegar hann væri verðmætari; það væri með öðrum orðum um að ræða, sálræn áhrif. íslenzka smíðað er hjá Stáivík. Nú er þar í smíðum 200 tonna fiskiskip fyrir HraðfrystLstöð Patreksf jarðar. Myndin er af Jötni t Reykja vikurhöfn tók Ól. K. M. krónan yrði þannig verðmæfr. asta króna Norðurlanda, eg sjálfsagt mundu menn ekki hafa hug á að skerða hana að nýju. HÖRMULEGT SLYS CJíðastliðinn laugardag varð ^ það hörmulega slys, að 5 varnarliðsmenn fórust, er þyrla hrapaði í nánd við Keflavíkurflugvöll, og þar á meðal yfirmaður vallarins, Robert R. Sparks að nafni, — Enda þótt hér sé ekki um íslendinga að ræða, taka íslendingar þátt í sorg aðstandenda þessara manna, sem voru hér við sam eiginlega þjónustu í okkar þágu, sinnar fósturjarðar og alls hins frjálsa heims. íslendingar votta ættingj- um hinna látnu varnarliðs- manna dýpstu samúð sína. I átt til spillingar iSiorska blaðið „Fartnasid44 ræðir frumvarpið um ríkis- styrk við sænsku blöðin EINS og fram hefur komi® i fréttum, hefur veriS lagt fram í Sviþjóð frumvarp um ríkis- styrk við blöð stjórnmála- flokka landsins. Hefur frum- varpið verið mjög umrætt og sætt gagnrýnt stjórnarand- stæðinga. Eins og fram kemur í eftirfarandi grein, hefur frumvarpið einnig sætt gagn- rýni stjórnarandstæðinga í Noregi, en greinin birtist fyrir skömmu í norska blaðinu „Farmand“. Birtist hún hér í lausl. þýðingu, nokkuð stytt. Ef spurt er hvernig sænski Jafnaðarmannaflokk- urinn (Sósíaldemó’kratar), sem kennir sig við lýðræði og Bændaflokkurinn, sem vill Framh. á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.