Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 25
p Þriðjudagur 4. maf 1965 MOkCUNBLAÐIÐ 25 — Stórvirkjun Framhald af bls. 1 búningsframkvæmdum ríkisins yegna virkjunar við Búrfell. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkisstjórninni sé heimilt að ákveða að ríkissjóður leggi Lands virkjun til sem höfuðstól allt að 60 milljónum króna, geg.n jöfnu framlagi frá Reykjavíkurborg. Þé segir og, að Landsvirkjun sé faeimilt áð reisa allt að 2il0 þús. kw. raforkuver í Þjórsá við Búr- fell ásamt aðalorkuveitum, og gera nauðsynlegar ráðstafanir á vatnasvseði Þjórsár ofan virkj- unarinnar, til þess að tryggja rekstur hennar. Um stjórnarskipun segir svo í frumvarpinu: Stjórn Landsvirkj- unar skal skipa 7 mönnum. Sam einað Alþingi kýs 3 stjórnarmenn hlutfallskosningu og borgarstjórn Reykjavíkur kýs 3. Ríkisstjórnin og borgarstjórn Reykjavíkur skipa sameiginlega sjöunda manninn, og skal hann vera formaður. Nái eignaraðilar ekki smkomulgi um skipun odda mannsins, skal hann skipaður af ' hæstarétti. Ennfremur segir, að stjórnin hafi á hendi yfirstjórn á rekstri fyrirtækisins, fram- kvæmdum þess og undirbúningi þeirra. Um raforkuverð segir svo, að Landsvirkjun ákveði að fengnum fillögum Efnahagsstofnunarinnar, faeildsöluverð Landsvirkjunar á j raforku. Skal raforkuverðið við | |>að miðað, að eðlilegur afrakstur | tfáist af því fjármagni sem á I faverjum tíma er bundið í rekstri : fyrirtækisins. Einnig segir að Stefnt skuli að því, að fyrirtækið skili nægilegum greiðsluafgangi, til þess að það geti jafnan með eigin fjármagni og hæfilegum lán I tökum tryggt notendum sínum næga raforku. Þá segir, að til orkusölusamninga til langs tíma : við iðjufyrirtæki, sem nota meira en hundrað milljón kw. stundir á ári, þurfi Landsvirkjun leyfi ráðherra þess, er fer með raf- orkumál. Slíkir samningar mega ekki að dómi ráðherra valda j hærra raforkuverði til almenn- ingsrafveitna en ella hefði orðið. S>á er þess getið, að virkjun Landsvirkjunar í Þjórsá skuli fella niður aðflutningsgjöld og 6öluskatt af efni, tækjum og vél- tirn til virkjunarinnar, svo og til eldsneytisaflstöðva Landsvirkjun ar. t Um Xántökur til Búrfellsvirkj- tmar fjallar frumvarpið einnig, og segir þar, að þegar að hafin verði virkjun við Búrfell, sé rík- isstjórninni heimilt að ákveða að ríkissjóður láni Landsvirkjun allt eð 100 milljónum króna, svo og að henni sé heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð láo, er : Landsvirkjun tekur, að fjárfaæð »llt að 1204 milljónum króna (2i8 j ínilljónir dollara) eða jafnvirði j þeirrar fjárhæðar í annarri er- iendri mynt. Ríkisstjórninni er einnig heimilit að taka lán er komi að hluta eða öllu leyti 1 stað ábyrgðar, en lánið endur- lánar hún Landsvirkjun með þeim kjörum og skilmálum er hún ákveður. Samkvæmt 17. grein frum- varpsins segir, að eigendum Lax- árvirkjunar sé heimilt að ákveða, að Laxárvirkjun sameinist Lands virkjun. Náist ekki samkomulag milli eigenda Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar um eignarhlut- deild aðila og nýjan sameign- arsamning, skulu dómkvaddir menn meta eignir hvors fyrir- tækis fyrir sig, og fer þá eignar- hlutdeildin eftir því mati. Verði eignarhlutur ríkisins samkvæmt þessu undir helmingi, er ríkis- stjórninni heimilt að ríkissjóður leggi Landsvirkjun til nýtt fjár- framlag eða taki að sér greiðslu skulda, þannig að tryggð verði helmingseign ríkisins. Þá segir og, að ráðherrar geti heimilað Landsvirkjun að taka eignarnámi landsréttindi, lönd, mannvirki og önmir réttindi, sem nauðsynleg eru til framkvæmdar samkvæmt lögum þessum. Loks segir í frumvarpinu að við gildis- töku laga þessara skuli stjórn fyrirtækisins skipuð og sameign- arsamningur gerður milli aðila. Skal þessu hvorutveggja lokið hinn 1. júlí 1965. Frá þeim tíma fellur niður núverandi umboð stjórnar Sogsvirkjunar, en hin nýja stjórn Landsvirkjunar kem- ur að öllu leyti í hennar stað. Stjórn Landsvirkjunar undirbýr í samráði við eignaraðila reglu- gerð fyrir fyrirtækið, þar sem setja skal nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. í athugasemdum við lagafrum- varpið segir, að raforkunotkun vaxi svo ört hér í landi, að hún tvöfaldist á hverjum tiu árum. Áður en tíu ár eru liðin, verði því að vera lokið að virkja afl til viðbótar, er nemi öliu því rafafli, sem nú er fyrir hendi í orkuverum landsins. Til að full- nægja orkuþörfum verður að gera stærri og stærri virkjanir, og að nú sé að Soginu fullvirkj- ! uðu að því komið að hefja virkj- un í stórám landsins. | Þá er getið í athugasemdum : þeirra samvirkjana sem til hefur verið stofnað h\r á landi. Af þeim samveitusvæðum, er Suð- | vesturlandið og orkuveitusvæði Laxárvirkjunar langstærst. Sam- anlagt afl orkuvera á þessum , tveimur orkuveitusvæðum er nú ! 125 þúsund kw, og orkuvinnsla I þeirra um 600 milljónir kw. i stundir á ári. Þetta er meira | en 90% af allri Taforkuvinnslu landsins í heild. Áður en tíu ár eru liðin mun afl- og orkuþörf þessara svæða hafa vaxið um 100%, og verður því þá að vera búið að virkja yfir 100 þúsund kw. til viðbótar og orkuvinnslan að hafa aukizt um aðrar 600 milljónir kw. stunda, enda þótt engin stóriðja kæmi upp á þeim tíma. Þá segir að á næstu 30 ár- um muni orkuþörfin meira en j fimmfaldast. Á þeim tíma mun óhjákvæmilega þurfa að virkja meira en hálfa milljón kw. til að fullnægja þörfum ítoúanna á þessum orkuveitusvæðum. Ennfremur er á það bent, að til þeirra virkjunarframkvæmda, sem framundan séu, þurfi mikið fjármagn og verði að sjálfsögðu að sækja megnið af því fjár- magni til erlendra lánastofnana. Miklu máli skiptir því, að það fyrirtæki, sem kemur virkjunun- um upp, á þær og rekur, sé fjár- hagslega traust, og þannig rekið, að það njóti þess lánstrausts, sem því er nauðsyn að hafa. Megin- úlgangur þess, að stofna til landsvirkjunar sé því sá, að skapa skilyrði til aflmikilla virkj ana í stórám landsins. Tryggja með því í senn næga raforku í landinu og lágan vinnslukostnað orkunnar. Því aflmeiri sem virkj unin er, því lægra er að jafnaði vinnsluverðið. Aflmiklar virkj- anir þurfa tilsvarandi meiri aark að fyrir orkuna. í athugasemdunum segir, að ríkisstjórnin hafi rætt við með- eigendur sína að Sogsvirkjun og Laxárvirkjun, Reykjavíkurborg og Akureyrarkaupstað, um sam- eignarfélag allra þriggja aðilanna um Landsvirkjun. Meðeigandi Laxárvirkjunar, Akureyrarkaup- staður, hefur svarað því til, að hann sé ekki tilbúinn að ganga að sinni í félag við ríkið og Reykjavíkurborg um landsvirkj- un, en óskar þó jafnframt eftir því að eiga þess kost að gerast meðeigandi að landsvirkjun síð- ar. — I athugasemdunum segir, að um nokkurt skeið hafi verið í at- hugun möguleikar á því, að hér yrði komið upp stóriðju, sem svo er nefnd. En hún krefst mjög mikillar raforku til framleiðslu sinnar. Hér er um að ræða alú- míníumvinnslu, enda er það iðn- aðurinn af þessu tagi, sem vitað er um að til mála getur komið að koma hér upp sem stendur. Umræður hafa farið fram við svissneska fyrirtækið Swiss Alu- minium, og hefur það áhuga á því að fá leyfi til að reisa og reka alúmíníumverksmiðju og semja við íslenzkan raforkufram- leiðanda um kaup á miklu magni af raforku til alúmínvinnslunnar. Er rætt um verksmiðju er fram- leiði 60 þúsund tonn á ári, og myndi hún til þess þurfa árlega tæplega þúsund milljón kw- stundir. Ennfremur segir, að til þess að mæta í senn vaxandi þörfum raforku til almennra nota í landinu, og þörfum slíkrar alúmínverksmiðju, þykir bezt henta að velja til virkjunar fallið í Þjórsá við Búrfell, og gera þar í nokkrum áföngum orkuver er verði 210 þúsund kw. að afli, og geti framleitt kringum 1700 millj. kwstunda á ári til þeirra nota. Samtals mundi þá Sogsvirkjun og Búrfellsvirkjun geta framleitt rúmlega 2.200 milljónir kw- stunda á ári. Að lokum segir í almennum athugasemdum, að á- ætlanir hafi verið gerðar um virkjun Dettifoss, með það fyrir augum, að orka úr þeim fossi kynni að veröa notuð til alúmín- vinnslunnar. Ennfremur segir í athugasemdinni í því sambandi: En niðurstaða allra þessara at- hugana hefur orðið sú, að rétt þykir að leggja til að heimilað verði að ráðast í allt að 210 þús- und kw. virkjun í Þjórsá við Búr fell og er af þeirri ástæðu heim- ildarákvæði til þeirrar virkjun- ar fellt inn í frumvarpið. Með frumvarpinu fylgja einnig athugasemdir við einstakar grein ar þess, greinargerð um rann- sóknír til undirbúnings virkjana á Suðvesturlandi og Norðurlandi, samanburður á nokkrum virkj- unarkostum fyrir Suðvesturland, vatnsafl íslands, en öll þessi fylgiskjöl eru’frá raforkumála- stjóra. Þá er og yfirlitsbréf Hartsa Engineering Company International, dagsett 24. apríl 1965, úr lokaskýrslu um Búrfells- virkjun í íslenzkri þýðingu. Og loks fylgir með frumvarpinu fylgi skjal frá raforkumálastjóra um áhrif ískrapa á rekstur Búrfells- virkjunar. Sjómðnnadag- urinn 30. maí SÚ breyting hefur verið gierO, að Sjómannadagurinn, sem venjulega hefur verið haldinn fyrsta sunnudag í júní, verður framvegis haldinn um land allt síðasta sunnudag í maí. Er þeasi breyting gerð eftir eindregnum óskum frá Sjómannadagsráðum viðsvegar um land, enda má gera ráð fyrir að fiskiskip séu frekar í heimahöfn síðasta sunnudag 1 maí heldur en fyrsta sunnudag 1 júni, og reynsla síðustu ára er sú, að þá eru mörg fiskiskip byrj uð sumarsíldveiðar. ■ Nýja kirkjan að Laugardælum. (Ljósm. Mbl. Tómas Jónsson.) Laugardælakirkja endurreist Selfossi, 3. maí. SÍÐASTLIÐINN sunnudag vígði biskupinn yfír ís>landi, herra Sigurtojörn Einarsson, hina nýendurreistu kirkju í Laugar- dælum á Flóa. Kirkjan er að mestu leyti gefin af Magnúsi Vig fússyni, faúsasmdðameistara í Reykjavfk. Laugardælir eru gamaM. kirkjustaður og eru fyrstu heimildir um kirkju þar í skrá Páls biskups Jónssonar 1 Skálfaolti frá árinu 1200, en vafa- laust hefur kirkjan verið reist fljótlega eftir kristnitöku. Þegar Selfossþorp óx, samþykkti söfn- uðurinn að flytja kirkjuna að Selfossi og var kÍTkjan í Laugar- dælum lögð niður árið 1956. Gömlu sóknarfólki þótti mi.kill sjónarsviptir að henni horfnu kirkju. Magnús Vigfússon var al- inn upp á nœsta bæ, Þorleifskoti, og á 100 ára afmæ!li föður hans, Vigfúsiar Jónssonar, árið 1962 komu saman systkinin frá Þor- leifskoti og ákvá'ðu að gefa til minningar um foreldra sína og tvo bræður, sem Iátnir voru, sjóð til endurtoyggingar kirkjunnar. f þennan sjóð lögðu iþau samtals 150 þúsund krónur, en síðar tók Magnús >á ákvörðun að bæta við sjóðinn því, sem á vantaði til að kirkjan gæti risið. Enrufremur gaf hann til kirkjunnar altaris- töflu, málaða af Mattfaíasi Sþ*- fússyni, listmálara, steinaltari. fagurlega gert, ljósabúnað og kirkjuklukku. Magnús hefur yif- irleitt lagt kapp á að hafa all* hluti hina vönduðustu, sem föng voru á og telja kunnugir, að ekki hafí verið byggt va/ndaðra hú« úr steinsteypu faér austanifjalls. Þá géfu ýmsir velunnarar sta9 arins gjafir til kirkjunnar, bæði vinnu og peninga. Kaupféáag Áiv nesinga gaf 3. radda pdpuorgiel til minningar um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra, en hann hvílir að eigin ósk í Laugardælakirkju- garði. Orgel þetat er hinn bezti gripur. >á mun Kaupfélag Árne* inga sjá kirkjunni fyrir ókeypis upphitun. Guðbrandsbiblía var gefin til minningar um Guðjón Tómasson og Þuríði Hannesdótt- ur á Dísastöðum af börnum þeirra, en Gúðjón var síðasti fjár haldsmaður gömlu Laugardæla- kirkjunnar. >á gáfu börn Egils Thorarensen til minningar ua hanm merkilegan, foman kaleik. Þegar kunnugt var, að Magnúa Vigfússon ætlaði að gefa kirkju á staðinn, myndaði hluti af hinni görmlu Laugardœlasókn nýja sókn um þessa kirkju með fullu samkomulagi við Selfosssókn. — T. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.