Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. maí 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ hræðilegt, afmyndað andlit, með glampandi augu og opinn munn og svo þessi stritandi, sveitti líkami, sem reyndi að koma henni nær hálfopnum kjallara- dyrunum. 1 Hann gat ekki sofnað. Hugur hans var fullur af einhverjum heljarmiklum hrærigraut af myndum, þar sem myndirnar af Lutie börðust við myndirnar af Min. Ást hans og girnd eftir Lut ie blandaðist saman við hatrið og viðbjóðinn á Min. Min fyllti hug hans allan. Hann hafði ekki getað rekið hana úr huganum. En hins vegar vissi hann, að meðan hún væri í húsinu, mundi Lutie aldrei geta fengizt til að koma og búa með honum. Hann hugsaði um vaxtarlag hennar og dró upp myndir af því í huga sér. Hún væri ekki þannig kona, að hún vildi hafa neitt með mann að gera, sem hefði afskræmi eins og Min sér áhangandi. Það hlaut að vera einhver leið að því að losa sig við þessa hræðslu, sem þessi kross henn- ar Min hafði slegið hann, hang- andi þarna yfír rúminu. En hversu lengi sem hann hugsaði málið, fann hann, að hann mundi aldrei koma sér að því að snerta hann eins legi og þyrfti til að fleygja honum út úr húsinu. Og meðan hann væri innanhúss, yrði Min þar líka. Það var óhugnanlega kalt þarna í stofunni. Hann sparkaði tuskuteppinu niður á gólfið og náði í vinnuskóna sína, en kveikti ekki ijósið, því að hann vildi flýta sér sem allra mest að komast þarna út og niður í kjallarann, þar sem hlýjan af eld inum í miðstöðinni gæti yljað ^honum. Birtan út um elddyrnar gæti orðið honum til skemmtun- ar og kannski svæft hann að lok um, eins og svo oft áður, þegar hann hafði hafzt við í miðstöðv- arklefum. Hann missti annan skóinn úr hendi sér og hann datt á gólfið með dynk. Min hætti að hrjóta. Hann heyrði braka í rúminu, þegar hún sneri sér. Hann kveikti ljósið og laut niður til að reima á sig skóna, og nú var honum alveg sama þó að hún vissi, að hann væri að fara út. Hann hugs aði til hennar með eintómri fyrir litningu. Líklega sat hún upprétt í rúminu og hallaði undir flatt eins og hundur, og reyndi að finna út, hvaða hávaði þetta hefði verið, sem vakti hana. Þegar hann kom fram í gang inn, ætlaði hann að opna kjallara dyrnar og var með höndina á hún inum, þegar útidyrnar opnuðust. Hann leit við til að sjá hvaða leigjandi það væri, sem væri svona seint á ferð, og þá sá hann Lutie í dyrunum og síða pilsið Borgarnes UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu Huld við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkishólmur Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Xanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins. , flaxandi um fætur henni. Það var eins og hún fyllti allan gang inn birtu. Það lék ofurlítið bros um varir hennar, og hann hélt, að hún væri að brosa við hon- um, og hallaðist að honum. Hann sveiflaði' hendinni hægt af hurðarhúnújum og gekk í átt ina til hennar, og hugsaði, að nú næði hann í hana í nótt, og hann skalf við tilhugsunina. Langi, ■ granni skrokkurinn á honum sýndist hærri en nokkru sinni fyrr í daufri birtunni. Augun i voru galopin og starandi. Hann másaði svo ótt í æsingu sinni, að andardrátturinn heyrðist um all- an ganginn. Lutie sá hreyfinguna á hend- inni, þegar hún sleppti hurðar- húninum, og sá hann nálgast sig. Hún gat ekki séð, hver eða hvað • þarna var á hreyfingu, af því að kjallarahurðin var þarna í dimm En loksins fékk hún aftur vald á röddinni sinni. Einhver í hans íbúð hlaut að hafa opnað dyrn- ' ar þar, eða þá höfðu þær alltaf verið opnar. Því að hundurinn var laus. Hann kom þjótandi til þeirra eftir endilöngum gangin- um og urraði. Hún fann hann stökkva upp á bakið á sér. Ógur- leg skelfing greip hana, því að þarna var maðurinn, skjálfandi af losta eftir henni og dró hana áleiðist til kjallarans og svo þessi þungí, þegar hundurinn lenti á bakinu á henni. , Hún æpti þangað til hún heyrði sín eigin óp stíga æðis- gengin upp eftir öllum stigan- um, stanza á stigapöllunum og smjúga fyrir hvert horn, og auk ast að styrkleik, er þau lögðu upp næsta stiga. Svo sneru þau við, þangað til allt húsið glumdi og bergmálaði af þeim. 29 asta skugganum. En þá sá hún allt í einu, að þetta var húsvörð urinn. Annaðhvort var hann að fara niður í kjallarann, eða koma upp úr honum. í fyrstunni sá hún ekki, hvort heldur var, því að hann sást svo ógreinilega í myrkr u. Hann var að koma í áttina til hennar. Hún hélt, að hann væri að fara inn í sína íbúð. Þegar hún færi upp í stigann, yrði hún að ganga rétt fram hjá honum, og til hugsunin fyllti hana skelfingu. Hún sá aftur fyrir sér þéttu, hörðu hrukkurnar í blússunni sinni og hugsaði um, hvernig hann hlaut að hafa kreist hana með fingrunum. Sem snöggvast gat hún sig ekki hreyft. Hún þorn aði í kverkunum og þær herpt- ust saman af hræðslu. Hún píndi sig til að ganga á- fram og að stiganum og iann sjálf, að þegar hún gekk, var göngulagið stirt og óeðlilegt, rétt eins og vöðvar hennar streittust gegn hverri hreyfingu. Hann var ekki á leið inn í íbúðina sína. Hann hafði stanzað. Hann stóð þarna hreyfingarlaus frammi fyr ir henni. Einhvernveginn varð hún að komast framhjá honum, án þess að líta á hann .. . komast strax fram hjá honum, áður en hún hefði hugsað sig of lengi um. Hann steig til hliðar og kom í veg fyrir hana, svo að hún komst ekki upp stigann. — Þú ert svo sæt, þú ert svo indæl . . . Litla elskan. Þú ert svo ung. Það var rétt svo, að hún gæti skilið, hvað hann sagði, því að hann var svo æstur, að orðin komu ógreinilega og loðin. Samt gat hún greint orðið „sæt“ og mjakaði sér frá honum. Láttu mig vera, sagði hún hvasst. Úti- hurðin var að baki hennar. Ef hún væri nógu snör, gæti hún komizt út á götuna. En í sama bili var handlegg- urinn á honum kominn um.mitt- ið á henni. Hann dró hana til sín og sneri henni að sér. Hann var að draga hana að kjallara- dyrunum. Hún greip í stigahandriðið. Fingurnir á honum losuðu hennar fingur. Hún brauzt um í örm- unum á honum, spyrnti við, klór- aði hann í framan. En hann lét eins og hann fyndi ekki þessar æðisgengnu tilraunir hennar til að sleppa, og dró hana enn nær kjallaradyrunum. Hún sparkaði til hans, en síði kjóllinn hennar vafðist um fæturna á henni, svo að hún hrasaði nær honum. Hún reyndi að æpa upp, en þegar hún reyndi það, kom hún upp engu hljóði, og henni fannst þetta verra en nokkur martröð, því að hér heyrðist ekkert hljóð. Þama var bara andlitið á honum íast upp að hennar andliti ... Tvær sterkar hendur gripu í axlirnar á henni og kipptu henni hrottalega af húsverðin- um og skelltu henni upp að vegg. Þar stóð hún svo skjálfandi með opinn munn, og hélt áfram að æpa, eins og hún hefði ekkert vald á hljóðunum, sem komu úr barka hennar. Og sömu sterku hendurnar hrintu húsverðinum upp að vegg hinumegin. — Haltu þér saman! skipaði frú Hedges. — Langar þig til að vekja allt húsið? Lutie lokaði munninum Hún hafði aldrei séð frú Hedges utan íbúðar hennar og svona í nær- sýn var hún sannarlega ægileg. Hún var næstum eins há vexti og húsvörðurinn, en þrekinn og harðholda kvenmaður — hrein- asta tröllskessa. Hún var í ermalöngum háháls uðum flúnels-náttkjól, sem var •alhvítur, svo að enn meir bar á svarta andlitinu. Hún var ber- fætt. Hendur hennar og fætur og það, sem sást af fótleggjunum var þéttsett örum . . . ljótum ör- um. Holdið var teygt og gljá- andi þar sem tognað hafði á því þegar sárin greru. Náttkjóllinn var svo vel við vöxt, að hann pokaði allur þrátt fyrir líkamsstærð konunnar, og bylgjaðist allur um hana þar sem hún stóð þarna másandi eftir áreynsluna, með hendur á síð- um og hörðu, illkvittnislegu aug- un hvíldu fast á húsverðinum. Skræpuliðaði klúturinn var sem fyrr hnýttur um höfuðið á henni, svo að ekkert vottaði fyrir neinu hári. Og þegar Lutie horfði á frú Hedges í víða náttkjólnum, sem flaksaði fyrir súgnum úr dyrunum, fannst henni hún eins og einhver annarleg vera frá öðrum hnetti. Sterka, viðkunnanlega röddin hennar fyllti ganginn, og þegar hundurinn heyrði hana, lúskraði hann burt, með skottið milli afturlappanna. — Þú ert búinn svo lengi að eiga heima í kjöll- urum, að þú ert ekki manneskja lengur. Þú ert mosavaxinn, Jones! Lutie yfirgaf þau til þess að komast upp stigann eins fljótt og hún gæti. En fæturnir vildu ekki halda henni uppi, og hún settist á neðsta þrepið. Síða taft- pilsið lá á gólfinu. Hún studdi höndum á hné og fór að hugsa um, hvernig hún ætti að komast alla leið upp. — Ef þú lítur á þessa stúlku aftur, læt ég setja þig inn. Og reyndar ætti að gera það, hvort sem er. Hún ygldi sig hræðilega fram- an í hann og sneri svo til að leggja höndina á öxl Lutie og hjálpa henni á fætur. — Komdu og settu þig niður inni hjá mér meðan þú ert að jafna þig, góða mín, sagði hún. Hún hratt sterklega upp hurð- inni og ýtti Lutie á undan sér inn í eldhúsið. — Ég kem strax. Ég ætla bara að velgja þér te sopa. Þér veitir ekki af einhverju að hressa þig á. Húsvörðurinn var í þann veg- inn að fara inn 1 sína íbúð, þegar hún kom aftur út í ganginn. — Ég ætia bara að segja þér, að það er hann herra Junto, sem hefur áhuga á stúlkunni og þá þarf ég væntanlega ekki að ráð- leggja þér að halda fingrunum frá henni. — Fjandinn hirði þig! sagði hann, æstur. Hún kipraði saman augum. — Þú, ættir að vera höfðinu styttri kall minn. Og ég er ekki viss um, nema einhver vildi taka það að sér, ef þú færir að gerast of nærgöngull. Hún stikaði burt frá honum og inn í sina eigin íbúð, og lokaði vandlega á eftir sér. í eldhúsinu setti hún eirketil á eldavélina, en bollapör á borðið og mældi síðan vandlega te í stóra tekönnu. Lutie horfði á hana þar sem hún gekk berfætt yfir dúklagt gólfið, og henni fannst hún vera að sjóða eitthvert galdrabrugg, en ekki te. .Teið var brennheitt og sterkt. Meðan Lutie sötraði það, fannst henni hún losna við eitthvað af hræðsluskjálftanum. — Fáðu þér í bollann aftur, góða mín. — Þakka þér fyrir. Lutie var langt komin með bollann, þegar hún tók eftir því, hve vandlega frú Hedges skoðaði hana í krók og kring, starði á síða sparipilsið hennar og stuttu kápuna. Og stundum horfði hún á hrokkna hárið. Hún hefði átt að vera frú Hedges þakklát. Og það var hún líka. En augun í henni voru eins og steinar, sem búið var að fægja. í þeim var engin svipur eða tilfinning . . . ekkert nema þetta gljáfægða yfir borð. Það yrði óhugsandi að hafa neina verulega samúð með henni. — Hefurðu verið á balli? — Já. í Casino. Frú Hedges setti hægt frá sér tebollann. — Unga fólkið verður að dansa, sagði hún. — Hlustaðu nú, á, væna mín. Þetta í kvöld . . og hún benti út á ganginn. . . — Þú þarft ekki að vera hrædd við, að húsvörðurinn geri þér neitt hér eftir. Hann skaí ekki einu sinni líta á þig framar. .— Hvernig veiztu það? — Af því að ég hræddi hann, svo að nú skal hann kippast við í hvert skipti sem hann sér skugg ann sinn. Röddin var eins og mal í ketti. Lutie hugsaði: Þetta er víst rétt hjá þér; hann angrar mig ekki framar. Af því að á morgun ætla ég að fá að vita hjá Boots, hvað kaupið mitt verði, og þá er ég flutt héðan. — Hann er í rauninni ekki ábyrgur gerða sínna. Hann hefur svo lengi hafzt við í kjöllurum, að hann er búinn að fá einskonar kjallaradellu. — Margt fólk hefur búið í kjöllurum, án þess að verða brjál að. — Fólk er svo ólíkt. Afskap- lega ólikt. Sumir þola það, sem aðrir þola ekki. Og maður veit aldrei hvað mikið það þolir. Lutie setti bollann á borðið. Nú var hún orðin sterkari í fót- unum og stóð upp. Nú, treysti hún sér upp stigann. Hún lagði höndina á öxlina á frú Hedges. Holdið undir flúnelssloppnum var hart. Vöðvarnir voru hnykl- aðir. Og hún sleppti aftur ták- inu, af því að snertingin vakti henni viðbjóð. — Þakka þér fyrir sopann, sagði hún. — Og ég veit ekki, hvernig farið hefði, ef þú hefðir ekki komið þarna. . . . Röddin bilaði, rétt eins og verið væri að draga hana niður kjallarastig- ann. ......... — Það er allt í lagi, góða mín, svaraði frú Hedges, án þess að augun breyttu svip. — Mundu, hvað ég sagði þér um hvíta herr- ann. Hvenær sem þú þarft að vinna þér inn aukaskilding. Lutie sneri sér til að fara. — Góða nótt, sagði hún. Svo gekk hún hægt upp stigana og héit sér í handriðið. Einu sinni stanz- aði hún og hallaði sér upp að veggnum, og fylltist klígju kenndum viðbjóði á sjáfri sér, og fór að hugsa um, hvort eitthvað væri í fari sínu, sem gat gefið húsverðinum ásíæðu til að halda, að ástaratlot af hans hálfu væru henni velkomin. Og eins hitt, hvort frú Hedges héldi, að hún mundi grípa hvert tækifæri til að vinna sér inn aukaskilding með því að sofa hjá hvítum mönn um, og þá mundi hún um leið konurnar heima hjá Chandler, sem höfðu horft á hana og hald- ið, að hún væri að sækjast eftir mönnunum þeirra. Hún var lengi á eliðinni upp á efstu hæð. Frú Hedges sat kyrr við eld- húsborðið, starði á örin á hönd- unum á sér og hugsaði um Lutie Johnson. Það var orðið langt síð an hún hafði hugsað um brunann. En í kvöld, þegar hún var búin að vera svo lengi nærri þessari stúlku og horfa á hána, þegar hún drakk úr tebollanum og sjá, hve hárið fór vel á höfðinu á henni og horfa á hörundið á henni, þar sem engin ör voru . . . þá fór hún aftur að hugsa um . . . reyk- inn . . . eldinn . . . hitann. Hugurinn kipptist við, eins og af sársauka. Hún hugsaði til þeirra daga, þegar hún hafði ver- ið viðloða á ráðningarstofunum í leit að vinnu. Þegar hún kom þangað var eins og einhver óvið- ráðanlegur viðbjóðssvipur -færi um andlitin á hvíta fólkinu sem horfði á hana. Það glápti á risa- vöxt -hennar og sortann á hör- undi hennar. Það horfði hvað á annað og reyndi að haldá\ and- litinu á sér í skefjum, eða þá gerði ekki einu sinni neinar til— raunir til þess, en lofuðu henrii bara að sjá hvílíkt skrímsli það taldi hana vera. Þetta voru dagarnir þegar hún svaf á bedda í ganginum í íbúð kunningjafólks síns frá Georgíu. Hún gat ekki fengið neinn at- vinnuleysisstyrk, af því að hún var ekki búin að vera nógu lengi í borginni. Stóri skrokkurinn á henni var altekinn nagandi hungri, sem kom henni til að rangla um göturnar á nóttunni og taka upp lokið af ruslatunn- unum og leita sér þar að ein- hverju að éta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.