Alþýðublaðið - 16.07.1920, Side 1

Alþýðublaðið - 16.07.1920, Side 1
Alþýðublaðið O eíiÖ át af áLlþýðuflokknum. 1920 Föstudaginn 16. júlí 160. tölubl. Xaupkröjur. Sparnainr. Pú auðvald ert bölvun, sem blekkir vort líf og banvæna tæringu elur. Á altari pínu er alpýðan fórn, sem augunum reynir að loka, Ó, lýður! Ó, lýður! Sjá ljós brýzt þinn stig! Hví lýsturðu ei fjötrana í mola! P. P. P. í Morgunblaðinu f gær er grein rneð fyrirsögninni: „Kaupkröfur". Vegna þess að hún er að nokkru ieyti sprottin af greinarkorni frá „Verkamanni", er hér stóð í blað- ínu nýlega, og er villandi að ýmsu leyti, þykir hlýða að skýra lítið eitt frá sjónarmiði verka- manna kaupkröfur þær, sem nú er farið fram á. Athugum þá fyrst og fremst hvað og hverjir styrkja Morgun- biaðið. Það er málgagn auðvalds- ins — þeirra, sem rakað hafa að sér fé nú á síðustu árum, á miður heiðarlegan hátt að því er bezt verður séð, þó ekki varði fjár- dráítur þeirra við lög. Og auðvit- áð gerir það alt sem í þess litla valdi stendur til þess, að gera þessum skjólstæðingum ekki lífið erfitt. Það er stutt af ýmsum auð- mönnum þessa bæjar — mönnum sem árlega eyða stórfé í allskoaar óþarfa, t. d. Morgunblaðið; mönn- um sem helzt allra manna gætu eitthvað sparað og sem Morgun- blaðið þess vegna ætti sérstaklega að áminna um sparsemi, því þeir geta það. Sparsemishjal Mgbl. er ágætt, ef nokkur alvara fylgdi þar máli, og Alþbl. er því fylliiega sammála. En áminst grein sýnir að spam- aðarslcrafið er alvörulaust mas út í bláinn. Verkatnennirnir — sú stéttin, sein ein lifir nú við sult og seiru, á að spara. Spara hvaðr Kaupið ? Þeir eiga að líða neyð, ganga klæðlitlir og svangir til þess, að auðmennirnir, sem sogið hafa merg og blóð úr alþýðunni, geti haldið áfram að Iifa við alls- nægtir. Börn verkamannanna eiga að ganga berfætt og hungruð; konur þeirra grindhoraðar og las- burða eiga að reika um „íbúðir", sem fullar eru aliskonar ólyfjan. Þær eiga að ala lasburða og veikluð börn. — Er þetta sparnaður? Má íslenzka þjóðin við þessu? Því ekki það? segir Mgbl. En hverja eiga auð- mennirnir að sjúga, þegar meiri- hluti alþýðunnar er orðinn öreigar? Þeim verður engin skotaskuld úr því; þeir ríkari kúga þá sem minni eiga efnin og koll af kolli. En að iokum kemur að skuldadögunum. Það er hverju orði sannara, að það er ekkert ráð við dýrtíðinni, að krefjast launahækkunar. En ennþá hefir engum heilvita manni komið það til hugar, að kenna iaunahækkun verkamanna um dýr- tíðina. Það væri jafn slcynsamlegt að segja, að heyleysi stafaði af því, að bóndinn hefði — þegar hann var orðinn heylaus — keypt sér fóðurbætir tii þess að bjarga skepnunum. Kauphækkunin kemur altaf á eftir verðhækkun varanna og þar af leiðandi dýrtið. Ðýrtíðin á sér miklu dýpri rætur en það. Ekki þarf annað en benda á það, að fyrir stríðið fengum vér ogt. d. Englendingar, ódýrastan sykur frá Þýzkalandi. Nú stynur alþýðan undir okurverði þessarar nauðsynjavöru; en banda- menn rýja Þjóðverja inn að skyrt- unni og gera þeim ómögulegt að framleiða þessa og fleiri vörur, sem ódýrastar voru í Þýzkalandi fyrir stríðið. Annað dæmi er það, hvernig bandamenn hafa gert Evrópu ómögulegt að fá rúgmél og trjávið frá Rússlandi. En þaðan komu þessar vörur ódýrastar fyrir stríð. Það eru heimskupör auðvalds- ins og fégræðgi einstakra illmenna, sem dýrtíðinni valda, en ekki sánn- gjarnar launakróýur verkamanna. Mgbl. segir, að „reipdráttur milli krafanna og annara, og þeirra, sem framleiða vörurnar“ (undir- strykað hér) hljóti altaf að verða. Ekki ósennilegt! En hverjir fram- leiða vörurnar, ef ekki verkamenn- irnir? Stjórn fyrirtækjanna! segir Mgbl. En þar sem sama blað hefir nýlega sagt að „stjórn“ væri hvorki andleg né lfkamleg, þá er sennilegt að hún þurfi ekkert að fá fyrir sitt ómak! Þvf hvaða þörf- um þurfa menn að þægja hér í lífi, öðrum en andlegum og líkam- íegum þörfum? Auðvitað leggjast vinnulaunin á framleiðsluna — og það margfóld — og þar mætti spara. Skoðana- bræður Morgunblaðsins og stuðn- ingsmenn þess sjá um það! En hér er að gæta að því, að vinnu- launin eru hverfandi hluti af fram- leiðslukostnaði varanna, og þvf þurfa vörur ekki að hæbka mikið í verði, þó vinnulaun hækki. Enda hækka vörurnar œtíð á undan verkalaununum. Kaupi útlendra verkamanna er ekki jafnandi saman við kaup £s- lenzkra verkamanna. Það sjá líka íslenzkir atvinnurekendur, sem sjá má af því, að þeir munu með glöðu geði hækka kaup verka- manna hér í samræmi við núver- andi smásöluverð vara í Reykja- vík, sarakvæmt samningum þeim, sem í gildi eru milli þeirra og verkamanna. Um það, hve réttmætar og sjálf- sagðar kröfur verkamanna séu, þarf ekki að þrátta. Það hefir ný- lega greinilega verið sýnt fram á það hér í blaðinu með töíum, hvað kaup þeirra þyrfti að vera til þess að það væri jafn hátt, hvað þá meira en það var fyrír strfðið. „Sparsemi og framleiðsla em tvö mikilsverð meðul" til þess að bæta úr dýrtíðinni, segir Mgbl. Og hójieg álagning verzlunarstétt- arinnar, hefði það mátt bæta við. . í undanfarandi „sparnaðargrein- um“ Mgbls., hefir réttilega verið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.