Morgunblaðið - 25.05.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 25.05.1965, Síða 8
8 MORCUNBLAÐID Þriðjudagur 25. maí 1965 Ingólfur A. Þorkelsson : Niðuriæging L.S.F.K. og blekkingar Jónasar Eysteinssonar JÓNAS Eysteinsson, launaður starfsmaður og ritari Landssam- bands framhaldsskólakennara (L.S.F.K.), skrifar grein í Morg- unblaðið 13. maí sl., sem á að vera svar við útvarpserindi, er Njörður P. Njarðvík flutti 22. marz sl., og grein eftir mig, sem birtist í Alþýðublaðinu 21. apríl. Hann þykist vera hneykslaður og talar um óvandaðan málflutning, hleypidóma og rangfærslur. Þess- ar fullyrðingar eru þeim mun furðulegri, þegar þess er gætt, hvernig hans grein er úr garði gerð. Og skal ég nú sýna fram á það. Staðreyndir gegn blekkingum í fyrri hluta greinar sinnar ræðir Jónas um launamál kenn- ara, í síðari hlutanum um nám- skeiðsmál. Aðaltromp sitt, og algert meg- inatriði, setur J. E. fram í fyrri hlutanum. Það er „hófuðkrafan", sem hann svo nefnir. Hann segir: „Á 9. þingi L.S.F.K., þar sem N. P. N. var fulltrúi, var svo mörk- uð sú stefna, að raða bæri kenn- urum í flokka eftir menntun, og var það gert til þess að ýta undir það, að kennarar öfluðu sér sem fyllstrar menntunar. Ein var þó frá byrjun höfuð- krafa samtakanna en hún var, að kennurum, sem í fastri stöðu væru, þegar kjaralögin tækju gildi, skyldi ekki raðað eftir menntun, heldur vera í hæsta flokki á stiganum, og var sú krafa byggð á þeirri hefð, að lög verkuðu ekki aftur fyrir sig.“ Það er rétt, að á 9. þinginu var mörkuð sú stefna að launa eftir menntun. En hitt er alrangt. Það var aldrei samþykkt á þinginu, að kennarar í starfi skipuðu efsta flokk á stiginu. Aftur á móti var það samhljóða álit þingsins að gefa kennurum í fastri stöðu, sem ekki höfðu menntun til að kom- ast í efstu flokka, kost á að ná hærri launum með því að auka menntun sína. Þessu til sönnunar birti ég sam þykkt þingsins um þetta. Hún er á þessa leið: „Settar verði bráða- birgðareglur vegna þeirra kenn- ara, sem væru komnir á full laun, þegar þessar breytingar koma til framkvæmda, en væru í c-flokki (þ.e. efsta launaflokki samkv. til- lögum þingsins), þar sem þeim verði gert mögulegt að hækka í flokki eftir ákveðinn starfstíma með því að sækja námskeið, sem efnt yrði til í því skyni.“ Jónas Eysteinsson greiddi at- kvæði með þessu á þinginu, en hreyfði hins vegar aldrei fyrr- nefndri „höfuðkröfu" hvorki þar né í fráfarandi stjórn L.S.F.K., þar sem hann skipaði þó sæti varaformanns. Þessi krafa var aldrei sett fram eða samþykkt af þeirri stjórn, einfaldlega vegna þess, að það hefði farið í bága við sam- þykktir þingsins. í fyrstu tillögum sínum raðaði stjórnin kennurum með cand. mag.-prófi í 17. launaflokk og B.A.-prófsmönnum í 15. fl. (mið- að við launastiga Kjararáðs þá), en umræddum kennurum í 14. fl., þ.e. einum flokki neðar en kenn- urum með háskólapróf. Þessu til sönnunar birti ég þann kafla til- lagnanna, sem fjallar um við- komandi kennara. Hann er þann- ig: „Þeir kennarar, sem hafa minni menntun en B.A.-próf og hafa verið skipaðir í stöðu við framhaldsskóla eða hafa gegnt þar föstu kennarastarfi í fjögur ár, taki laun samkvæmt 14. launa fl.“ (Sbr. skýrslu stjórnar L.S.F. K. fyrir tímabilið 14. 6. 1962 til 5. 6. 1964, fylgiskjal I). Ekki kemur þessi röðun heim við „höfuðkröfuna.“ Og til að taka gjörsamlega af allan vafa um afstöðu fráfarandi stjórnar í þessu efni, birti ég hér tillögu hennar frá 5. okt. 1962 svohljóð- andi: „Stjóm og launamálanefnd L.S.F.K. hafa kynnt sér fyrstu tillögur Kjararáðs til samræm- ingar á kröfum bandalagsfélaga um röðun einstaklinga og hópa í launaflokka og telja nauðsynlegt að gera eftirfarandi breytingar: 1. Kennarar við húsmæðra-, gagnfræða- og iðnskóla sem lokið hafa cand. mag.-prófi með kennararéttindum eða hafa hliðstæða menntun taki laun samkv. 20. launaflokki. 2. Kennarar, við sömu skóla, sem lokið hafa B.A.-prófi með kennararéttindum eða hafa hliðstæða menntun taki laun samkvæmt 19. launaflokki. 3. Aðrir kennarar sömu skóla taki laun saipkvæmt 18. launa flokki.“ (Sbr. skýrslu stjórnarinnar, fylgi skjal III). Fullyrðingar ritara L.S.F.K. um þetta eru því staðlausir staf- ir, og svo er raunar um flest ann- að í greininni. Eftir að röðun í launaflokka var ákveðin af Kjararáði og samninganefnd ríkisstjórnarinn- ar „hófst hörð barátta", segir greinarhöfundur. „Voru nú stofn- uð samtök þeirra kennara, sem voru flokkaðir í lægsta flokk, ekki undir kjörorðinu — sömu laun fyrir sömu vinnu — heldur til að knýja fram mannréttinda- mál.“ Svo mörg eru þau orð. Látum staðreyndirnar enn tala. Umræddir kennarar sendu Kjara ráði greinargerð fyrir kröfum sín um haustið 1963. Þar stendur m.a.: „Með hinum nýju kjara- samningum hefur aftur á móti sá háttur á orðið, að þegar starfs- félagar, sem á næstliðnum vetri hlutu sömu laun fyrir sömu vinnu, mætast hinn 1. október nk. verða þeim greidd verkalaun eftir þremur eða fjórum mishá- um launastigum.“ (Sbr. skýrslu stjórnarinnar, fylgiskjal VIII). Orðin „sömu vinnu“ eru auð- sjáanlega undirstrikuð þarna til1 áherzlu, til að sýna, að hér sé um' meginröksemd að ræða. (Ég hef sýnt fram á það á öðrum stað, í Alþýðublaðinu 7. maí sl., að slag- orðið um „sömu vinnu“ stenzt ekki). Fráhvarf frá fyrri stefnu í þessari sömu greinargerð seg ir og: „Krefjast þeir þess, að all- ir gagnfræðaskólakennarar, sem fastráðnir yoru við gildistöku hinna nýju samninga, hljóti laun samkvæmt 18. launafiokki.“ Þarna kemur þá höfuðkrafan fyrst fram svo óyggjandi sé, og hún er ekki um efsta launaflokk, þ.e. 19., heldur 18. J. E. segir, að „örfáir" háskólamenntaðir kenn- arar hafi ekki getað sætt sig við þetta sjónarmið og hafi sýnt þess ari kröfu „fulla andúð“, en „mik- ill meirihluti" háskólamenntaðra kennara hafi verið henni fylgj- andi. Þetta eru fullyrðingar út í bláinn. J. E. finnur orðum sínumi ekki stað, og þess vegna er ekk- ert mark takandi á þeim. En hver var þá afstaða þess- ara „örfáu“ kennara (hér er ef- laust átt við nokkra kennara í fráfarandi stjórn L.S.F.K.) í þessu máli? Hún var sú, að skipa þeim bóknámskennurum í 16. flokki, sem fullnægðu lagaákvæð um um menntun og réttindi, þeg- ar þeir voru settir i stöðu, í efsta flokk á stiginu, þ.e. einum flokki ofar en þeir sjálfir lögðu til, en hinum í 17. fl. Þessir vondu menn lögðu því til að hækka umrædda kennara um einn til þrjá flokka. Er sann- gjarnt að kalla þetta „fulla and- úð“ á kröfum þeirra, eins og J. E. gerir? Hins vegar sýndi J. E. og sálu- félagar hans þessum raunhæfu tillögum fulla andúð og þó sér- s+^dega þeim mönnum, er báru þær fram og mörkuðu þá stefnu á 9. þinginu og í fráfarandi stjórn, ásamt Jónasi Eysteins- syni, að launa eftir menntun. Hinir ofstopafyllstu í hópi 16. flokks kennaranna fengu því ráð- ið, að þessir menn voru settir utangarðs í samtökum kennara. Þeir reyndu að útiloka þá frá kjöri á 10. þing L.S.F.K. í fyrra og heimtuðu, að enginn þeirra fengi sæti í núverandi stjórn. Á þessu þingi voru fáir fulltrú- ar háskólamenntaðra kennara (sennilega innan við 15, en 87 fulltrúar sátu þingið). Þeir voru Ingólfur A. Þorkelsson bornir atkvæðum og felldir til setu á þingi B.S.R.B. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Þingið samþykkti frá- hvarf frá fyrri stefnu landssam- bandsins, frá þeirri stefnu, sem Jónas átti þátt i að móta áður, en snerist nú á móti með því að styðja þá menn til áhrifa, sem vildu hana feiga. Þetta þing gerði samþykktir, sem fela í sér, að lítt skuli tekið tillit til menntunar við ákvörðun launa, samþykktir um að launa- flokkar verði tveir í stað fjög- urra áður. Samkvæmt þessu skulu settir hlið við hlið, rétt- indalausir menn og kennarar með fyllstu tilskilda menntun, sem er fjögurra til sjö ára háskólanám. „Að knýja fram mann- réttindamál'M Með þessar samþykktir að leið-. arljósi raðaði svo stjórn L.S.F.K. iramhaldsskólakennurum í launa flokka í vetur. Um þetta segir Jónas m.a.: „Enn er sú krafa endurvakin, að þeir, sem voru í föstu starfi 1. júlí 1963, þegar kjarasamningur gekk í gildi, verði allir settir í þann flokk, sem flestir framhaldsskólakenn- arar skipa, en það er í flokk með B.A.-prófsmönnum með próf í uppeldisfræði, og eru þá aðeins kennarar með cand. mag.-próf hærri af almennum kennurum á- samt örfáum kennurum við bún- aðar- og garðyrkjuskóla, sem hafa verið flokkaðir með þeim. Háskólamenntaðir kennarar í stjórn L.S.F.K. viðurkenna þetta sjónarmið og samþykktu að gera þessa kröfu.“ Greinarhöfúndur, ritari og starfsmaður núverandi stjórnar, getur ekki einu sinni farið rétt með þetta. Um kröfuna urðu tals verðar deilur í landssambands- stjórninni. Mér er kunnugt um það, að hún var send til Kjara- ráðs án þess að vera borin undir atkvæði. En raunar er þetta aukaatriði. Aðalatriðið er, hvort hún er rétt- mæt eða ekki. Það er athyglis- vert, að Jónas ber ekki við að ræða um kröfuna sem slíka, hvort hn eigi rétt á sér eða ekki, en fer um það mörgum orðum, hve margir hafi samþykkt hana, hvar hún hafi verið samþykkt og af hverjum. Rétt eins og krafan þurfi að vera góð, þótt margir hafi samþykkt hana! Og nú er komið að því að líta nánar á „höfuðkröfuna“, þetta ginnheilaga goð J. E. og sálufé- laga hans. Hún byggist á þeirri hefð, að lög verki ekki aftur fyrir sig, segir höfundur. Þarna hlýtur að vera átt við, að umræddir kennarar hafi misst eitthvað, sem þeir höfðu, þegar hin nýja skipan tók gildi. Voru þeir svipt- ir einhverjum réttindum (þeir, sem höfðu þau) 1. júlí 1963, þeg- ar kjarasamningurinn gekk í gildi? Nei, þeir héldu sínu og vel það. í hverju liggur þá þessi afturvirkni, sem J. E. og sálufé- lögum hans verður svo tíðrætt um? Þeir kennarar, sem hér eiga hlut að máli, glata auðvitað eng- um rétti, þótt ákveðið sé að bæta að nokkru úr því ranglæti, sem háskólamenntaðir kennarar íafa búið við árum saman. Óánægja og barátta 16. flokks-kennaranna verður því ekki kennd við rétt- lætistilfinningu og mannréttindi heldur eitthvað annað. Krafan er ranglát. Samkvæmt henni eiga að skipa einn og sama launaflokk kennarar, sem hafa að baki sér námstima frá einu ári eftir gagnfræðapróf upp í átta ár eftir landspróf og allt þar á milli. Þetta er ranglæti vegna þess, að með þeirri skipan hlytur menn því lægri ævitekjur, því betur, sem þeir hafa búið sig undir starfið. J. E. segir að stjórn L.S.F.K. hafi raðað háskólamenntuðum kennurum í launaflokk eftir þeirra eigin tillögum. Já, rétt er það. En sá er hængurinn á, að í sama launafl., 20. fl., sétti hún einnig títtnefnda kennara, alla, sem skipuðu fasta stöðu 1. júlí 1963. Þetta gæti orðið til að draga háskólamenntuðu kennarana nið- ur, ekki einungis B.A.-prófsmenn, heldur og cand. mag.-menn. Skal nú sýnt fram á það. Langflestir þeirra kennara, sem krafan tekur til, hafa kennarapróf frá K. 1, stúdentspróf, handavinnu- eða íþróttakennarapróf. Mestar líkur eru til þess, að hópurinn verði fremur metinn eftir þessum próf- um, en hinum fáu B.A.-prófum og hljóti sess samkvæmt því. Þannig dregur allur fjöldinn B.A.-prófsmennina niður og þar með einnig kennara með cand. mag.-prófi, vegna þess að gert er ráð fyrir vissu hlutfalli í launastiga milli B.A.-prófs og cand. mag.-prófs. Þarna er hags- munum háskólamenntaðara kenn ara fórnað í þágu hinna. Þetta kallar Jónas „að knýja fram mannréttindamál“ og reiðist, þeg ar þessi kröfugerð er kölluð á- byrgðarleysL Hvernig á að launa fúsk? í málflutningi sínum fer J. E. fyrst fyrir alvöru að klóra í bakk ann, þegar kemur að kröfu stjórn ar L.S.F.K. um 19. fl. fyrir rétt- indalaúsa nýliða. Hann er svo seinheppinn að gera samanburð við barnakennara og segir, að sú regla hafi viðgengizt, að minnst eins launaflokks munur væri milli skólastiga (þ.e. barna- fræðslustigs og gagnfræðastigs). Þessa reglu viðurkenna ekki leng ur aðrir en þeir, sem eru á móti menntun, enda er hún ranglát. Samkvæmt þessu hefur kennur- um með próf frá K. í. verið skip- að í 15. fl., en mörgum kennur- um með sama prófi á gagnfræða- stigi í 18. fl. Ég spyr. hvers eiga barnakennarar að gjalda? Það er fyllilega tímabært og réttlátt, að kennarar með áðurnefndu prófi hafi sömu laun á öllu skyldustig- inu eins og Samband ísl. barna- kennara hefur jafnan krafizt. Öll skynsamleg rök hníga að því að launa eftir menntun, en ekki eft- ir skólastigum. Eins og kunnugt er, þá neita samtök barnakennara hreinlega að semja fyrir réttindalausa menn. Viðhorf L.S.F.K. er gjör- ólíkt. Það gerir mestar hækkun- arkröfur fyrir réttindalausa kenn ara (úr 16. í 19. íl.). Réttinda- lausum barnakennurum, nýliðum og öðrum, er nú skipað í 12. fl„ þ. e. þremur launaflokkum neðar en réttindamönnum. Eftir sama mati ríkisvaldsins ættu þá gagn- fræðaskólakennarar, sem eins er ástatt um, að vera 1 15. flokki, en eftir eins-flokks-reglu J. E. ætti 13. flokkur að nægja þeim. Til hvers leiðir þessi krafa L.S.F.K.? Hvetur hún menn til að afla sér menntunar og rétt- inda eða til hins gagnstæða, að ijúka ekki tilskildum undirbún- ingi fyrir starf sitt? Það getur hver maður sagt sér sjálfur. Nauðsynlegt er að sporna gegn því, að menn freistist til að hefja kennslu án tilskilins undirbún- ings með því, að ákvarða laun siíkra kennara lægri en þeirra, sem lágmarksréttindi hafa. Stjórn L.S.F.K. vill aftur á móti verðlauna fúskið, hálfkákið, sem er að gera út af við gagnfræða- skólana í dag. Þessi tillaga er þvl hættuleg framtíð stéttarinnar og framhaldsmenntun í landinu og þar af leiðandi menningarfjand- samleg. Þetta orð fer óskaplega í taugarnar á J. E., enda eðlilegt, því að sá eldurinn er heitastur, sem á sjálfum brennur. Fjórar vikur — f jögur ár Og þá er komið að námskeiðs- málunum, og get ég verið stutt- orður um þau. Jónas^ hefur um- ræður um þau með því að slíta orð mín úr samhengi, þar sem ég gagnrýni það sjónarmið „kenn- ara“ í Alþýðublaðinu, að ekkl beri að leggja áherzlu á, að menn Ijúki námi. Ég undirstrikaði nauð syn þess, að menn stundi nám og ljúki því með prófi. Þegar um ákvörðun launa er að ræða, krefst ríkisvaldið sönnunar á því, að um sómasamlegan undir- búning undir starfið sé að ræða, og sönnunargagnið er prófið. Nú á dögum er krafizt slíkrar tryggingar á hæfni flestra stétta. Ég hélt því ekki fram, að prófið sjálft væri menntandi. Oð að sjálfsögðu geta fleiri kallazt menntamenn en þeir, sem lokið hafa prófi. Við Jónas höfum ef- laust báðir kynnzt „ómenntuð- um“ mönnum, sem geta kjaftað hvaða menntamann sem er undir borðið í sögu, bókmenntum og pólitík. En það snertir ekki þetta mál hið minnsta. Aðalatriðið ér, að prófið er sönnunargagn, eins og áður er að vikið, og á bak við það er menntun. Álitsgerð þeirra Jónasar og Ól- afs Einarssonar í námskeiðs- nefndinni staðfestir nákvæmleea það, sem ég sagði í minni grein. Þessu til sönnunar birti ég eftir- farandi kafla úr tillögum þeirra um námskeið fyrir framhalds- skólakennará: „Námskeiði þessu skal aðeins ljúka með vottorði forstöðumanns um tilskylda tímasókn kennara, enda veitir það ekki önnur réttindi, en flokkahækkun eftir nánara sam- komulagi milli menntamálaráðu- neytisins og L.S.F.K. um það efni.“ Samkvæmt þessu á nám- skeiðinu ekki að ljúka með prófi, og það á ekki að veita réttindi. Því á ekki einu sinni að ljúka með umsögn forstöðumanns eða kennaranna um þátttakendur. Það á eingöngu að halda það til að hækka launin. Hvers vegna þessi hræðsla við próf? Og hver á að vera tilskylin tímasókn? Hvar er sönnunargagnið fyrirþví, Framhald { bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.