Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. maí MORGUNBLADIb í SL. viku fór hópur manna í Krísuvíkurbjarg til eggjatínslu. Hér voru Hornstrendingair á ferð, vanir sigmenn, enda er bjargsig mikið stundað þar um slóðir, sem kunnugt er. Það má raunar með sanni segja, að bja-rgsig sé þjóð- aríþrótt á vissum söðum á landinu, t.d. í Vestmanna- eyjum. Á tímabilinu frá 15. til 25. maí verpir svartfuglinn, og þá l.eiöangursmennimir: Kristinn Grímsson, Atli Halldórsson, Bjarni Þorvaiússon og Sölvi Jóns- son. Auk þeirra Ólafur Skagvík, sem tók myndirnar. Sigið í Krísuvíkurbjarg fara bjargsigsmenn á kreik. Þeir, sem síga í bjarg, eru kallaðir „fyglingar". Fygling- ur í umræddri ferð var Sölvi Jónsson. Honum til aðstoðar voru fimm menn. , Fyglingurinn hefur hjálm á höfði og „hvippu“ um sig miðjan, en það er po-ki, sem eggin em látin í. Hvippan get ur tekið allt að íþrjú hundruð eggjum, en þá er nú heldur tekið að síga í, því að láta mun nærri, að í (hverju kíló- grammi séu sjö egg. Kaðallinn, sem fyglingur- inn hangir í, er kallaður festi. Fyglingurinn situr í lykkju, sem nefnist auga, en það er jafnan ofið úr trolltvinna. Á bjargbrúninni er hjól, sem festin liggur yfir, en við hjól ið er jafnan einhver til taks, sem fylgist með því, að fest- in fari ekki út af hjólinu. Þegar fyglingurinn sígur niður, hefur hann með sér krókstjaka, sem hann skefur með alt lausagrjót, sem verð- ur á veginum. Þetta er nauð- synlegt til þess að fyrirbyggja hættu af grjóthmni. A bjargbrúninni er alltaf einhver á verði, gægjumaður, og þarf sá ætíð að vera vel vakandi. Hann stjórnar í raun inni ferðalagi fyglingsins, og gefur þeim, sem halda við festina merki um að slaka á eða toga í. í leiðangri þeim, sem hér um getur, var eftirtekjan 950 svartfuglsegg. Eggjunum er jafnan skipt þann veg, að fyglingurinn fær tvo hluti, en aðstoðarmenn hans einn hlut hver. - / Sigið í Krísuvíkurbjarg. Fimm menn halda við festina á brún inni, en fyglingurinn er neðarlega í bjarginu. ,Linsan‘ synir kvikmyndir úr bæjarlífi Siglfirðinga Sölvi Jónsson, fyglingur, kemur upp með úttroðna hvipp- una af eggjum. Siglufirði, 26. maí. KVIKMYNDAKLÚBBURINN Linsan, sem er áhugafélag sigl- firzkra kvikmyndatökumnnna, sýndi þriðjudaginn 25. maí, ©g hafði áður sýnt föstudaginn 21. mai, siglfirzkar kvikmyndir úr bæjarlífinu, atvinnu- og menn- ingarlifi. Fyrsta myndin hét „tír staf í tunnu“ og sýnir, hvernig tunna verður til og starfsemina í hinni nýju tunnuverksmiðju. önnur myndin hét „Róður með Hring“, er sýndi línu-, tog- og nótaveið- ar. Sú þriðja var frá safnasýning únni, þar sem hin margvísleg- ustu einkasöfn voru sýnd; hin fjórða úr skólalífi Gagnfræða- skóla Siglufjarðar, og fimmta myndin hét ,,Hér á æskan heima“ — fjallaði hún um hið merka starf Æskulýðsheimilis Siglu- fjarðar og fjölbreytrta starfsemi, sem þar fer fram. Auk þess voru sýndar nokkrar fréttamyndir; Is á höfninni; Eldsvoði á bæjarskrif stofum; Börn á gæzluvöllum; Sjó skíði á Siglufirði; Réttir, og sitt hvað fleira. Þessar fögru litkvikmyndir úr bæjarlífi Siglfirðinga vöktu bæði athygli og ánægju. Kvikmynda- tökumenn voru Ólafur Ragnars- son, Tómas Hallgrímsson, Hafliði Guðmundsson, Jón Sveinsson, Hinrik Aðalsteinsson, Steingrím- ur Kristjánsson, Guðmundur Ingólfsson, Bragi Magnússon og Pé'tur Guðmundsson. — Stefán. í SÍÐASTA tölublaði vlkublaðs- ins „Frjálsrar þjóðar" birtúrt grein eftir forseta Alþýðusain*- bands íslands, Hannibal Valdl- marsson. Nefnist gTeinin: „Verða verkföll í júní?“ Segir svo m.a. í henni: „Rétturinn til slíkrar ákvörð- unar [verkfalls] er samkvæmf vinnulöggjöfinni í hendi stjóma og trúnaðarmannaráða stéttarfé- laganna. En fávíslegt væri það af hverri félagsstjóra, að i- kveða verkfall, nema gengið sé fyrst örugglega úr skugga um, að félagsfólkið sjálft vilji að yfirgnæfandi meirihiuta leggja á sig þær fórair, sem verkfalls- baráttunni fylgja. Þegar svo er í pottinn búið, er verkfallsvopn- ið máttugt vopn. En án vilja fólksins getur það hæglega orð- ið þeim hættulegast, sem beita því“. Eftirspum vinnuafls látin ráða kaupi? Síðan segir: „Vafalaust veldur það mörg- um vonbrigðum, að samningar skuli ekki lengra á veg komnir nú, þegar aðeins er hálfur mán- uður eftir, þar til samningstimi er útrunninn. Hafa verið uppi höfð nokkur brigzl og sáryrði um, hverjum þessi dráttur væri að kenna. Ekki tek ég undir þau. Al- þingi varð miklu síðbúnara með störf sín en búizt hafði verið við. Má raunar kenna það slæ- legum vinnubrögðum ríkis- stjóraarinnar, sem ekki var til- búin með ýms stærstu málin, fyrr en komið var langt fram á vor. Eftir það áttu bæði ráðherr- ar og þeir fulltrúar verkalýðs- samtaka, sem á þingi sitja, óhægt um vik, að sinna samn- ingamálunum, fyrr en eftir þing- lausnir. En þá var líka tekið til 6- spilltra málanna. Ég er þeirrar skoðunar, að för forsætisráð- herra ti Noregs ha.fi ekki valdið töfum í sam.ningamálunum. Þá fyrst getur komið til kasta rikis- stjórnarinnar í samningavið- skiptum aðila á vinnumarkaðn- um, um kjaramál, er línur taka að skýrast og’ ljóst er orðið, hvað á milli .ber. En svo langt er málum því miður ekki komið enn þá í þetta sinn. Hins vegar hefur undirbúningsvinna í þeim málun\ sem sérstaklega snúa að ríkisstjórninni, ekki legið niðri. Þá er það skoðun mín, að forsætisráðherra íslands, hver sem hann er — verði að hafa mjög ríkar ástæður fram að færa, til að geta neitað að heim- sækja okkar nánustu vini og frændþjóð, Norðmenn. — Slíkar ástæður voru nú ekki fyrir hendi. Nú ber að nota nauman tíma vel. Hvenær hafa deilumál vinnumarkaðarins fengið lausu fyrr en á seinustu stundu? Það hefur víst aldrei gerst, þó að annað væri æskilegt. Samningsaðstaða verkalýðs- félaganna er góð. Þjóðartekjur hafa vaxið mikið. Hlutur laun- þega hafa rýmað. Eftirspurn er mékil eftir vinnuafli. Þrýsting- urinn á vinnumarkaðnum er svo mikill, að vel gæti komið tíl mála, að láta eftirspurnina eina ákveða verðlag vinnuaflsins um tíma, ef viðunandi samningar ekki nást“. STAKSTEIMAR „Verða verkföll í júní?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.