Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIO Laugardagur 29. maí 1965 ISnip&heiðiir Gislc&dóltir Méller IMlnningarorð SÚ harmafregn barst mér til eyrna árla dags 25. maí, að Dúlla í Landaköti væri dáin. Hún Dúlla sem ég sá kvöldið áður, og kann ski hefur mér aldrei þótt hún jafn glæsilega búin og þetta kvöld, þar sem hún gekk að dyr- um vinkonu sinnar til þess að vera þar í fagnaði ásamt öðrum gestum. Hver mundi hafa trúað því, sem sá hana þá, að þetta kvöld yrði hennar síðasta hér á jörðu. Það var engin tilviljun að Dúlla vax boðin í þennan fagnað. Hún var alltaf svo innilega vel-' komin, hvort sem við vinkonur hennar höfðum. boð inni eða bara að hún kom óvænt inn úr dyrun- um. Og það voru ekki bara þeir fullorðnu, sem fögnuðu komu hennar; börnin sögðu: „Það er svo gaman, þegar Dúlla kemur“. Systurnar munu ekki gleyma heimsókn hennar, þegar hún kom færandi hendi kvöld nokk- urt, þegar mamma þeirra var langt í burtu. Dúlla giftist 9. nóv. 1940 eftir- lifandi eiginmanni sínum, Krist- jáni G. Möller frá Landakoti, en þar bjó hann ásamt móður sinni Geirlaugu Kristjánsdóttir. Mér er tjáð af kunnugum, að Dúlla hafi stundað tengdamóður sína af mikilli nærfærni, unz yfir lauk. Við hinar yngri þráum víst flestar að móta okkar eigin heim ili frá byrjun. Hvað Dúllu við- kom, þá gat hún ekki komið því við. Aldrei heyrði ég það á henni að henni þætti miður, að svo varð ekki. Henni tókst svo vel að sameina það gamla og nýja. Hún bar virðingu fyrir því gamla, en að sjálfsögðu þráði hún að flytja nýja tímann að vissu marki inn í gamla Landa- kot. Og það tókst henni svo vel, að við vinkonur hennar áttum oft ekki orð yfir, hvað Dúlla gat gert margt fallegt og skemmti- legt í þessu gamla vinalega húsi. Ég persónulega var oft svo full- viss, þegar ég sá eitthvað nýtt hjá Dúllu, að hún hefði keypt það tilbúið. Nei, svo var ekki. Allt, sem var hægt að gera, hvort heldur var í höndum unnið eða sem við kom heimilishaldi vann Dúlla sjálf, og það var snilldar- legt handbragð á mörgu, sem hún vann. Hún var lærð hárgreiðslu- GLERAUGU með lituðu gleri, töpuðust í gamla Kirkjugarðinum. Finn- andi vinsamlega hringið í síma 18333. kona, svo að handlagni hennar naut sín utan heimilisins engu síður en innan veggja þess. Við vorum margar konurnar, sem átt um leið í Landakot til þess að fá hársnyrtingu hjá Dúllu, og við vorum víst ófáar. sem enduð- um við eldhúsborðið, þar sem okkur beið rjúkandi kaffi og kök ur, og oft drakk húsbóndinn með okur. Dúlla hét fullu nafni Ragn- heiður Gísladóttir. Var hún fædd að Vatneyri við Patreksfjörð 29. júní 1913, en fluttist þaðan til Reykjavíkur. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigríður Pálsdótt- irog Gísli Sigurðsson. Ung flutt ist hún til Akraness og vann hér að iðn sinni, þar til hún giftist, og eins Og áður var sagt hélt hún því áfram allt fram á síð- ustu ár. Dúlla tók mikinn þátt í félags- lífi hér í bæ og var þar góður félagi. Má nefna þar sérstaklega slysavarnafélagið og kevnfélag- ið. Leikfélag Akraness hefur nú misst einn sinn bezta starfskraft. Já, hversu oft bjargaði Dúlla okk ur ekki, þegar eitthvað hafði gleymst, sem við hin áttum að muna. Var þá margt sótt í Landa kot. Dúlla og Kristján áttu einn son, Einar, sem hún unni tak- markalaust. Þótt börnin væru ekki fleiri í Landakoti, þá fannst manni altlaf barnmargt þar í bæ, þau voru ótalin börnin, sem þangað komu. Svo var það litla ljóshærða telpan hún Guðrún, sem gaf frænku sinni svo margar gleðistundir. Ég gleymi því seint, einu sinni þegar ég kom að Dúllu, þar sem hún var að greiða ljósu lokkana fyrir jólaball, þar ríkti sönn gleði. Að leiðarlokum eru það ekki bara heimilisvinir og vandamenn fjölskyldunnar í Landakoti, sem sakna hennar, þar má ekki gleyma málleysingjunum. Meiri dýravin en Dúllu get ég vart hugsað mér. Að síð.ustu votta ég og fjöl- skylda mín eftirlifandi eigin- manni, syni og systkinum hinnar látnu dýpstu samúð. Dúlla mín, hafðu hjartans þökk fyrr allt. sem þú varst mér og mínu heimili. Blessuð sé minn- ing þín. Vinkona. „Glaðir vorum og þú gladdist með“. Þeir hafa verið bjartir þessir maídagar í upprisu hins nýja vors, með ylm úr jörðu og angan í lofti. í maí er fagnaðarhátíð á mörgum heimilum í þessum bæ. Fánar blakta við hún, fólkið fagn ar með æskunni sem á sólbjört- urp degi vinnur sitt fermingar- heit. Til slíkrar hátiðar varst þú boðin Dúlla mín og frá slíkri hátíð varst þú kölluð til enn meiri fagnaðar. Yfir öllu lífi Dúllu 1 Landa- koti var hátíðablær. Hún kom til Akraness, sem ung stúlka og hóf starf sitt við hárgreiðslu, og þær eru ófáar konurnar, sem hún hef ur snyrt og búið til fagnaðar. Ung flutti hún gleði og hamingju inn í Landakot og mér finnst eins og hún hafi alltaf verið að búa fjölskyldu sinni hátíð svo var natni og listfengi hennar í öllu heimilishaldi mikil. Svo var og hvar sem hún lagði hönd að. Dúlla í Landakoti var glæsileg kona, og hún var góð kona, sem gott var að eiga að vini. Glaðir vorum og þú gladdist með, vorum sjúkir ið sama. Þá kom hönd þín hjálp að rétta fremst sem góður gat_ Það verður hljóðara í Landa- koti, þegar Dúllu er þar ekki leng ur að finna, en minningin um góða konu mun lifa, og ég bið guð að láta hana verða ástvin- um hennar til huggunar og bles# unar. Hafðu hjartans þökk fyrir sam fylgdina. Guð blessi þig. Bjarnfríður Leósdóttir. BJARNI HAKONARSON IVfiinning HEILSTEYPTUR drengskapar- maður er fallinn í valinn. Alda- mótamaður eins og þeir gerðust beztir, sjálfstæður hugsjónamað- ur, sem bar virðingu fyrir mann- lífinu og taldi sér skylt að reyna að fegra líf samferða- manna sinna. Hann var jákvæður leiðbeln- andi, er ávallt hafði þá aug- ljósu staðreynd í huga, að sömu lífshamingja byggist fyrst og fremst á því, að menn læri að þekkja sjálfa sig, kosti sína og galla. Hann var maður ættar sinnar. Maður traustur og yfirvegaður, sem kunni að brosa hlýtt að hin- um spaugilegu hliðum lífsins, enda góðri kímnigáfu gæddur, en samt var grunntónn skapgerð ar hans af alvarlegum toga spunninn. Bezt væri honum kannski lýst með þeirri gömlu viðurkenningu, að þar hafi farið ákjósanlega saman hugur og hönd sem hann var. Þegar ég íhuga nánar hinar mörgu hugvekjur hans fluttar í mannfagnaði, þá get ég ekki lát- ið hjá líða að viðurkenna, að maðurinn var óvenju margslung inn og oft á tíðum rismikill per- sónuleiki. E.t.v. væri ekki langt frá lagi að skýra mál sitt þann- ig, að bezti hagyrðingur getur á stundum, þegar skilyrði leyfa, orðið svo vitur og altalandi, að allir ljúka upp einum munni um það að skáld tali. Hið síðast sagða var í viss- um skilningi dæmigert fyrir hinn látna. Manni, sem hefur tekizt að haga þannig lífi sínu að til lær- dóms er og eftirbreytni ber að reisa bautastein. ★ ★ ★ Dsgskrá iriinningarathafnar um Jón Thorchillius laugardaginn 29. maí 1965, í Innri Njarðvík. Guðsþjónusta i Innri Njarðvíkurkirkju, er hefst kl. 13.30. — Séra Björn Jónsson. Útisamkoma í Innri Njarðvík kl. 14.00. Drengjalúðrasveit Keflavíkur leikur. Stjórnandi: Herbert Hriberschek. Skrúðganga barna úr barnaskólum Gullbringu- og Kjósarsýslu. Stjórnandi: Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi. Drengjalúðrasveit úr barnaskóla Mos- fellshrepps leikur. Stjórnandi: Birgir Sveinsson. Björn Sveinbjörnsson, settur sýslumaður flytur ávarp og afhendir minnisvarðann. Ólafur Sigurjónsson, oddviti, tekur á móti minnisvarðanum og flytur ávarp. Minnisvarðinn afhjúpaður. Bjarni M. Jónsson námsstjóri flytur ræðu. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri flytur ávarp. Drengjalúðrasveit Keflavíkur leikur. Kirkjukórar Gullbringusýslu syngja. Stjórnandi: Geir Þórarinsson. Kynnir verður Ólafur Thordersen, for- maður skólanefndar. (Verði óhagstætt veður, getur dagskráin bréyzt). Sýningar í barnaskólum vegna afhjúpun- ar minnisvarða JÓNS THORCHILLIUS. Barnaskóli Njarðvíkur: Skólavinnusýning barna í Gullbringu- sýslu. Um kl. 15.30 leikur drengjalúðra- sveit Keflavíkur nokkur lög fyrir utan skólann. Sigurbjörn Ketilsson, skólastjóri flytur ávarp og opna; sýninguna. Sýningin opin: Laugardag 29. maí kl. 15.30—22. Sunnud. 30. maí kl. 10—12 og 13—'iX Mánudag 31. maí kl. 14—22. Bamaskóli Keflavíkur, Sólvallagötu Skóla vinnusýning: Laugardag 29. maí kl. 16—20. Sunnud. 30. maí kl. 10—12 og 14—20. Mánudag 31. maí kl. 14—20. Barnaskóli Keflavíkur, Skólavegi Skólasögusýning: Fimmtudag 27. maí kl. 14—^20. Föstudag 28. maí kl. 14—20. Laugardag 29. maí kl. 14—20. Sunnud. 30 maí kl. 10—12 og 14—20. Mánudag 31. mai kl. 14—20. Bjarni Hákonarson, sem andað ist 20. maí sl., var f. 28. april 1800 a<ð Reykhólum í Barða- strandarsýslu. Hann var elzta barn þeirra merkishjóna, Arndísar Bjarnadóttur og Há- konar Magnússonar, er þar bjuggu hinu niesta myndarbúi. Strax með móðurmjólkinni fékk hann í sig þann dug og fram takssemi, er æ síðan var ríkjandi í fari hans. Hann ólst upp við þau skilyrði, að eðlilegt má telj- ost, að hann yrði nokkuð stór- huga. Hann gegndi að mörgu leyti, forystuhlutverki innan ákveðins hóps ættar sinnar, þar sem hann var síhvetjandi afl- vaki. f æsku var Bjarni góður íþróttamaður, m.a. prýðis sund- maður og snjall glímumaður. Hann tók virkan þátt í félags- lífi allt frá unglingsárum og þar aði hann af kostgæfni og bú- mannsdug, en naut jafnhliða starfinu þeirra unaðsemda nátt- úrunnar, sem kynslóð eftir kyn- slóð hefur göfgað hugsim margs íslenzks bónda. Ungur að árum lærði Bjarni m.a. söðlasmíði og mun eitthvað hafa unnið við þá smíði a.m.k. á Akureyri, en hér á Suðurlandi vann hann við húsgagnabólstrun og alveg fram á síðustu ár, þá orðinn sársjúkur. Ég hygg, að húsbændur hans muni fúslega viðurkenna, að hann hafi lagt mikla alúð við verk sín og ástundað þau fram- úrskarandi vel. Allir, sem ég þekki, ágættu starfshætti hans. í frístundum sínum vann hann mikið við bæk ur sínar og naut þeirra, þar sem hann hafði gott vit á bókmennt- um. Hann var hagyrðingur ágæt- ur, en bundið mál stóð hug hans nær en óbundið. Hann átti orðið frumútgáfu af hartnær öllum íslenzkum rímum. Það var geysileg vinna og fjár- frekt gaman, að útvega þær, sitt úr hvorri áttinni og raða þeim saman í eina heild. Rímur sínar meðhöndlaði hann alltaf sem dýr gripi, enda var þeim valin virð- ingarstaður í ágætu bókasafni hans. Bjarni var sérstaklega ættræk- inn (eins og reyndar öll syst- kini hans), og það var hollt fyrir okkur, yngra fólkið, að fylgjast með því og sannreyna, að þessi kennd nærðist mest megnis á heilindum og manndómi, en átti ekki rætur sínar að rekja til þess, að hann liti á sig og sína ætt- til heilsu hans tók að hraka síð- göfugri en gengur og gerist eins ustu árin, enda mannblendinn og oftast hrókur alls fagnaðar. 9. júní 1917 kvæntist hann Guð rúnu Ólatsdóttur. Guðrún var (d. 5. maí 1957) hinn mesti kven kostur. Hún var ágætlega greind og annáluð fyrir myndarskap og dugnað, bæði á heimili sínu ag utan þess. Hún vann að margskonar kven réttinda- og líknarmálum sem hún ætíð sýndi mikla ræktar- semi. Það var mikið jafnræði með þeim Bjarna og Guðrúnu. Þeim varð sjö barna auðið, en eitt dó í bernsku. Fjórar dætur þeirra eru giftar hér í bæ og Kópavogi, en tveir synir, annar loftskeytamaður og hinn læknir (um stundar sakir við nám í U.S.A.) eiga heimili sín hér í Reykjavík. Allt mannvænlegt fólk, sem virti foreldra sína mik- ils. Bjarni og Guðrún bjuggu tvö fyrstu hjúskaparár sín að Reyk- hólum með föður Bjarna, én síð- an á einni stærstu jörðinni við ísafjarðardjúp — Reykjarfirði. Árið 1931 fluttu þau til Akur eyrar og bjuggu þar á annan ára tug, en hingað suður fluttu þau svo loks búferlum 1943 og áttu heima hér síðan. Ég kynntist ekki Bjarna heitn- um fyrr en hann var nær sex- tugur að aldri. Þau tæp tuttugu ár, sem ég þekkti hann, þá óx stöðugt álit mitt á honum sakir mannkósta hans. Um ævina lagði hann gjörva hönd á margt. Búskapinn stund- og stundum vildi læðast í hug- ann eða heyrast hvíslað úr horn- um. Aðalkjarninn í boðskap Bjarna var einfaldlega sá, að það væri skylda manns að leggja mikla rækt við sinn betri mann. Hann vlidi, að mönnum rynni blóðið til skyldunnar og þeir virtu upp runa sinn — týndu ekki andliti sínu í eftiröpun og múgsefjun, heldur héldu séreinkennum sín- um. Minningin um Bjarna rís þar hæst, er ég hugsa til hans sem mannræktarmanns. Nú er hann allur, þessi sóma maður, sem bar höfuðið hátt með karlmennsku og manndómi, en hvílir nú í friði við hlið feðra sinna. Bezt verður merki hans hald- ið á lofti og minning hans heiðr- uð með því að hlúa að þeim frækornum, er hann á sínum tíma sáði af yfirlætislausri still- ingu í hugi okkar. Hákon Magnússon. RAGNAR JONSSQN lue ,i ugmaui. H/erfisgata 14 — Sími 17752 Logfræðistön og eignaumsýsia Benedikt Blöndal heraðsdomslög tnað ur Austurstræti 3. — Sími 10223-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.