Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 26
26 MQRCUNBLADID Laugardagur 29. mal 1965 K-VfW? 59*í >■' ' '■&&*" ' ■ Táknraen mynd frá fyrri hálfleik. Englendingar saekja, Jón Ingi markvörður kominn út, en Jón Stefánsson og Guðjón tii varnar — Myndir Sveinn Þornaóðsson. á linunau. Coventry vann með 3-0 Einstök heppni yfir íslenzka markinu í fyrri hálfleik EF DRAGA má einhverja álykt- un af leik enska iiðsins Coventry og úrvalsliðs KSÍ í gærkvöldi, þá verður hún sú að enn eitt sumar iíði án þess að ísland eign ist landslið sem staðið geti er- lendu liði á sporði — jafnvel í sumarfrii. Úrslitin urðu enskur sigur 3—0. En slík Guðs lukka var yfir ísl. markinu í fyrri hálf- leik að 6—0 eða 7—0 hefði án hennar vel getað orðið úrslitin. Og svo algera yfirburði höfðu Englendingarnir í síðari hálfleik, að áhorfendur tóku á rás frá vellinum stundarfjórðung fyrir leikslok — svekiir enn einu sinnL • RREYTINGAR Miklar breytingar urðu á ís'l. liðinu frá því að það var upp- haflega tilkynnj. Jón Ingi Ing- varsson kom í markið í stað Heimis og stóð sig eftir atvikum vel miðáð við að þetta mun 4. eða 5. leikur hans í marki á æv- inni. Fyrir þær sakir kom val hans mjög á óvart og má mikið vera að staðan í „landsliði“ eftir svo litla reynslu skaðar ekki feril hans. Byrjendabragurinn leyndi sér heldur ekki í leik hans og úthíaup hans voru ævin týraleg. Hann gerði þó. margt vel og er mikið efni. Óvæntast var er hann varði vítaspyrnu er Farmer framvörður fram- kvæmdi. A’ðrar breytingar gerðar á val- inu voru að Sigurður Einarsson lék stöðu bakvarðar — en varð síðar að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og tók þá Jón Leósson við og var „skemmtilegasti“ mað ur liðsins og sá eini sem hafði líkamsstyrk á við Englending- ana sem léku mjög hart og fast. Þá var Axel Axelsson í stöðu v. útherja í stað Rúnars Júlíus- soanr. Högni Gunnlaugsson var forfallaður vegna meiðsla og tók Jón Steflánsson hans stöðu — og reyndist bezti leikmaður M. liðs ins. Var hann klettur í vörn en reyndi jafnframt að byggja upp og tókst oft vel. • BYRJCNIN Framan af fyrri hálfleik var leikurinn jafnastur. Ingvar Elías son átti fyrsta góða tækifæri leiksins en skot hans eftir gott upphlaup var of laust og var vari’ð. Stuttu síðar brauzt örn í gegn á h. kanti og gaf vel fyrir yfir til vinstri. Þar var Ingvar fyrir og skallaði fyrir markið og tækifærið var mjög gott — en þá skorti að fleiri fylgdu hættan leið hjá. og * GÆFA YFIR ÍSL. MARKINU En nú tóku næstum ytfirnátt- úrulegir hlutir að gerast við ísl. markið Jón Stefánsson bjargar á marklínu en aðeins svo að boltinn hrekkur skammt frá og annáð skot ríður af frá enskum og stefnir í mark — en á lín- unni kemst Guðjón fyrir knött- inn og bjargar í horn. Aðeins stuttu síðar endurtók Guðjón slíka björgun og skallaði frá á marklínunnL Á 28. mín er enn slík hætta við ísl. markið og markvörður- inn kominn langt út — og úr leik í bili. Skotið er á ísl. mark- ið og Guðjón stendur á línunni en fær ekki varið nema með hendL Vítaspyrna er fram- kvæmd og Farmer spyrnir með jörð en Jón Ingi ver snaggar- lega við mikinn fögnuð. Tveim mín. síðar eiga Eng- lendingar enn skot. Það snertir annan bakvarða íslands og breyt ir stefnu örlítið og lendir skotið í stöng. Enn preséa enskir og skjóta en markvörður fær slegið frá — og enn kemur hfð þriðja skot en Jón Stefánsson stendur þá á marklínu og skallar frá. Slík gæfa yfir einu marki er sjaldséð. Og enn rétt fyrir hlé hafa Englendingar skapað sér dauða- færi — og nú er markið galopið, en þá tekst ensku skyttunni að skjóta yfir en stóð þó sjálfur innan við markteig. Allan þennan tíma fær isl. liðið ekki nema eitt tækifæri sem talandi er nm. Ingvar komst einn innfyrir og átti tækifæri á að vippa yfir markvörðinn sem var kominn helzt til langt út, en Ingvar skaut yfir. Mörg önnur upp- hlaup hófu íslendingar en spyrnurnar voru svo langar og ónákvæmar að allt rann út í sandinn án þess að hætta yrði af. Og hálfleikurinn var marklaus 0—0 — en 3—4 ensk mörk hefðu ekki verið órétt- lát. • ALGERIR YFIRBURÐIR í síðari hálfleik náðu Englend ingar algerum tökum á leiknum og skoruðu 3 mörk á 19 fyrstu mínútunum. Skoraði hægri út- herji það fyrsta af stuttu færi eftir klaufalega vörn hjá ísl. lið- inu. Næst skoraði Hudson h. inn- herjinn eftir fallegan undirbún- ing og góðan leik allt upp und- ir mark — og skotfð var ekki sizt. Hið síðasta skoraði Gould miðherji með skalla eftir fallega fyrirsendingu frá hægri. Lengst af í þessum hálfleik höfðu enskir slíka yfirtourði að um hreinan sýningu var um a# ræða hjá þeim og mun langt a'ð leita hliðstæðu um svo lélega frammistöðu ísl. landsttiðs. ísl. liðið átti ekki nema tvö tækifæri í hálfleiknum — Axel Axelsson gott skot sem var snaggaralega varið <vg þegar Ingvar komst enn inn fyrir og hafði aftur tækifæri til að vippa yfir markvörð en tókst það ekki. • LIÐIN Aftari hlutinm var betri helm ingur ísl. liðsins með Jón Stefáns son sem bezta mann og síðar einnig Jón Leósson. Guðni framv. var og drjúgur mjög, sívinnandi. Jón Ingi í markinu gerði margt laglega en skorti alla yfirvegun sem markverði er nauðsynleg. Framlínan var afar mistæk og skorti þar mjög á samstillt átök. Hjá enska liðinu var hægri sóknararmur toeztur með Hudson og Gould sem beztu menn — þrátt fyrir öll mistökin. Mark- vörðurinn reyndist og hinn traustasti. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs son og dæmdi vel þó fastara hefði hann mátt taka á hörku- leik' Englendinga. A. St. IsOandsmöt* ið heldur áfram á morpn NÆSTU leikir fslandsmótsins, L deild, eru þessir: Sunnudaginn 30. maí kl. 16.30 á Laugardalsvelli: Valur — Ak- ureyri. Mánudaginn 31. maí kl. 20.30 á Akranesi: Akranes — Fram. Þriðjudaginn 1. júní kl. 20.30 á Njarðvíkurvelli: Keflavík — KR. Föstudaginn 4. júní kl. 20,30 á Laugardagsvelli: Valur — KR. Mánudaginn 7. júní kl. 16.00 á Akureyri: Akureyri — Akranes. Þriðjudaginn 8. júní kl. 20.30 á Laugardalsvelli: KR — Fram. Fimmtudaginn 10. júní kl. 20.30 á Laugardalsvelli: Valur —• Keflavík. Tveimur leikjum í 1. deild er lokið og urðu úrslit þessi: Keflavík — Akranes 2—1 Akureyri — Fram 2—1 Fundur með frjálsíþróttafóEIJ SUNNUDAGINN 30. maí'heldur stjórn Frjálsíþróttasambands fs- lands fund með frjálsíþróttafólkL Á fundi þessum, sem verður í Sambandshúsinu við Sölvhóls- götu kl. 14,00, mun formaður FRÍ skýra frá landskeppnum, sem fram eiga að fara í sumar. Sýnd verður kvikmynd frá Ol- ympíuleikunum í Tókíó og rætt verður um Hvítasunnuferð í æf- ingabúðir. Þá verður og sameiginleg kaffi drykkja. Frjálsíþróttafólk, þjálfarar og formenn frjálsíþróttadeilda eru hvattir til að mæta á fund þenn- an. Stjórn FRÍ. AUSTUR-ÞYZKALAND og Ung- verjaland háðu landsleik í knatt- spyrnu sl. sunnudag. Jafntefli varð 1—1. Keppnin í annarri deild hefst á morgun í Firðinum 10 lib taka Jbátt i deildinni — 8 lið utan Reykjavíkur í DAG (laugardag) toefst keppni ( f.B.Í. ísafirði. F.H. Hafnarfirði. í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu, í Hafnarfirði, með leik milli F.H. og Breiðabliks úr Kópavogi. Samkv. leikjaskrá átti keppnin að byrja í gær (föstudag) með leik milli Hauka og Þróttar, en þeim leik var frestað til 2 júní. Leikurinn á morgun hefst kl. 4 á knatt- spyrnuvellinum á Hvaleyrartoolti í Hafnarfirði. Þeim 10 félögum sem hafa tilkynnt þátttöku í annarri deild hefur verið skift í tvo riðla, A og B. í A riðli eru þessi félög. Þrótur, Rvík. Reynir, Sandgerði. Skarphéðinn, Árnessýslu. Knatt spyrnufélag Haukar, Hafnar- firði. K.S. frá Sigdufirði. í B riðli eru þessi féiög. Vík- ingur, Rvk. Breiðablik, Kópa- vogL Í.B.V. V estmannaey j u-m. Félögin utan Rvík. eru 8 sem taka þátt í deildinni, en tvö úr Reykjavík Erfitt er að segja hverning hvert einstakt félag er, nema helzt þau sem eru hér í nágren- inu. Reynir hefur ekki átt sterkt lið að undanförnu, en var harð- skeytt lið á sínum tíma. Skarp- toé'ðinn er alveg ólþekkt stærð, ætlaði að taka þátt í mótinu á s.l. ári en hætti við þátttöku á síðustu stundu. Knattspyrnufé- lagið Haukar í Hafnarfirði hefur ekki gengið mjög vel í deildinni, varð neðst í deildinni í fyrra, en vel hefur verið æft hjá félaginu og er ómögulegt að segja hvað ske'ður. Siglfirðingar eru þekkt- ir frá fyrri þátttöku í íslands- móti og er ekki að efa að þeir verða toarðir í toorn að taka. Þróttur úr Rvík er það liðið sem mér virðist vera sigurstrangleg- ast í þessum riðlL Liðin í B. riðlinum vir'ðast vera öllu jafnari og erfiðara að spá um úrslit. Í.B.V. sem var í úr- slitum í fyrra verður tæplega eins harðsnúið eins og þá. Sigur- jón Gíslason sem lék með Í.B.V. á síðasta ári mun leika með F.H. en hann er Hafnfirðingur og hefur verið félagi í F.H. um ára- bil. Heyrst hefur a!ð miðfram* vörðurinn og markmaðurinn verði ekki með. Það er tvímæla- laust mikill skaði, því bóðir þesa ir menn eru mjög sterkir leik- menn. ísafjörður hefur verið með áður og m.a. verið í úrslit- um í annari deild. Víkingur hef- ur ekki átt gott Ifð en liðið sýndi góðan leik á móti Val í Reykja- víkurmótinu og í liði þeirra eru margir góðir einstaklingar sem mikils má af vænta. F.H. og Breiðablik eru nágrannafélög og haifa æft vel, en svarið er hægt að fá í dag kl. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.