Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 28
MRMBHBBnMinHM Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins 120. tbl. — Laugardagur 29. maí 1965 Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Ný eyja stingur upp kollinum 1 GÆRMORGUN sóu flugmenn, er voru á ferðinni yfir Surtsey að ofurlítil ný eyja hafði stungið upp kollinum á sjónum, þar sem eldsumbrot hafa sézt undan- farna daga. Sigurjón Einarsson flugmaður, sagði að í fyrradag hafi verið þarna þoka, en í gærmorgun komið glampandi sólskin og svo- lítið mistur. Hefði greinilega mátt sjá að hraun kom upp í gosinu og rauk úr því. Ráðgerð voru flug yfir stað- inn síðdegis, m.a. með vísinda- mennina af Surtseyjarráðstefn- unni, en þá var orðið svo lág- skýjað að það þótti ekki ráðleg.t. I 2 menn slösuðust I EINN maður meiddist tals- vert á höfði og annar skrám- aðist nokkuð, er ökuferð þriggja manna iauk með því að ekið var á steinvegg við Grafarholt. Allir mennirnir sem í bílnum voru, voru flutt ir á Slysavarðstofuna og virt- ust þeir talsvert ölvaðir. I»eir voru á nýlegri bifreið og óku beint á steinvegg, en við það skemmdist bifreiðin mjög mik ið og snerist í hálfhring. Tveir mannanna voru settir í gæzlu varðhald, grunaðir um ölvun við akstur. Ægir hefur verið við síldar- leit fyrir Austurlandi síðan 8. maí og kom til Reykjavíkur á fimmtudag, en fer aftur á þriðjudagskvöld. Þessar mynd ir tók Leon Carlsson, stýri- maður, í leiðangrinum. Stærri myndin sýnir Jón Kjartans- son með fyrstu síldina á föstu- daginn. í glugganum sést skip stjórinn, Þorsteinn Gíslason. Á minni myndinni er Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, að störfum um borð í Ægi. \ stolnum bíl í FYRRAKVÖLD var stoiið bílnum R 1824 í Hafnarfirði, og var hvarf hans tilkynnt til lög- reglunnar kl. 22:85. Seinna fannst bíllinn í Bessastaðahreppi milli Bjarnarstaða og Landakots. I>ar hafði bíllinn verið skilinn eftir, þegar þjófarnir höfðu not- að hann til að fara og ná sér í pylsur á Geithólsi. Hafnarfjarð arlögreglan hafði þó hendur í hári þeirra. Mikiö af síld, en Ijónstygg sagði Jón Einarsson í gærkvöldi J>AÐ er ágætis veður og mikið af síld, en hún er ljónstygg, sagði Jón Einarsson á leitarskipinu Hafþóri um 10 leytið í gær- kvöldi. Eitt og eitt skip hefur Sáttafundur í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI kl. 9. hófst fund ur hjá sáttasemjara me'ð fulltrú- um vinnuveitenda- og verkalýðs félaganna á Norður- og Austur- landi og stóð hann enn er blaðið fór í prentun. Undirnefndir bæði frá Norð- ur og Austurlandsmönnum og frá verkalýðsfélögum og vinnu- veitendum í Reykjavík og Hafn- arfirði sátu á fundum innbyrðis á fimmtudag. Og undirnefndir Dagsbrúnar og Hlífar og Vinnu- veitenda síðdegis í gær. Kl. 4 á mánudag verða aftur undirnefndafundir hjá Dagsbrún og Hlif og Vinnuveitendum. verið að fá kast. f dag hafa þrjú farið inn: Ólafur Magnússon með 1300 mál, Helgi Flóventsson með 1800 og Halkíon með 1500. Skip- in eru að veiðum um 55—60 míl- ur undan Dalatanga, heldur norð ar en fyrst. 25 bátar eru kómnir austur. —■ Svarta þoka hefur verið, en það er alltaf þoka hér fyrir austan, sagði Jón. Þeir á leitarskipinu höfðu leitað langt út á haf og íundíð ágæta torfubletti, en það var alltaf sama sagan, síldin svo stygg að engu tauti var við hana komið. Á fimmtudag tilkynntu 7 bát- ar um afla: Reykjaborg 1800 mál, Barði 1300, Snæfell 1500, Dagfari 1800, Gullver 1700, Súl- an 1500 og Sæfari með fullfermL Fullt er nú orðið á Norðfirði og ekki tekið við meiru í bili. En bátarnir fara inn á Eskifjörð, Stöðvarfjörð og Fáskrúðsfjörð, og ísinn mun vera að lóna frá Vopnafirði, svo bátarnir fara að leita þangað inn líka. Á Eski- firði átti að hefja bræðslu í gær- kvöldi. Maður slasast í f isk ver ku na r stöð ÞAÐ slys varð í Sandgerði «m 10 leytið í gærmorgun, að Jó- hann Þorkelsson, verkstjóri í Út- gerðarstöð Guðmundar Jónsson- ar, slasaðist mikið við að lenda í snigli er flytur fiskúrgang. Jóhann var einn af vinna er hann hrasaði og lenti ofan í úr- gangsþró, en mun um leið hafa slegið kústi er hann hélt á í rofa er setur sniglinn, sem flytur fisk úrgangínn úr fiskvinnslustöðinni í gang. Jóhanni tókst að rjúfa sambandið með öryggisrofa. En þá var hannn orðinn fastur og gat ekki hreyft sig fyrr en að honum var komið um klukku- stund síðar. Hann var fluttur í sjúkrahúsið í SandgerðL Var hann mikið marinn og fótbrotinn, og meiðsli hans ekki fullkönnuð. Fyrsti humarinn AKRANESI, 28. maí. — Fvrstu bátarnir lönduðú hér í dag og eru 5 byrjaðir humarvertíðina. Aflahæstur var Höfrungur I. með 863 kg. Fram hafði 800 kg., Svan ur 640 kg., Ver 556 kg., Reynir 204 kg., en var svo óheppinn að varpan rifnaði. Þetta er allt slit- inn humar. — Humarbátarnir eru skyldaðir til að koma inn og landa a.m.k. fjrrir hádegi á föstudegi, því ekki er tekið á móti humar yfir helgina. Bakkzf/ói 'aróur Varpa Altershofs fundin innan línu í FYRRADAG um hádegið fann varðskipið Þór undir stjórn Jóns Jónssonar, skip- herra, vörpuna af enska togar anum Aldershot á þeim stað er talið var að skipið hefði á sínum tíma verið staðið að ólögle,gum veiðum, en það lenti síðan, sem kunnugt er, í hatrammri andspyrnu við land helgisgæzluna og var fylgt hálfa leið til Færeyja áður en tækist að snúa því til ís- lenzkrar hafnar og taka mál skipstjórans fyrir. Varpan fannst skammt inn- an við fiskveiðilínuna og var enn lifandi fiskur í pokanum og báðir vírar greinilega höggnir. Á hlera vörpunnar mátti lesa síðari hluta nafns togarans — shot, sem skrifað var á hlerann. Þá er það greinilegt að höggvið hefir verið á báða víra vörpunnar. Þór mun innan skamms koma með vörpuna hingað til Reykjavíkur. Og þar verða sjópróf. Svo sem kunnugt er hafði skipstjórinn á Aldershot bor- ið fyrir rétti að hafa misst vörpu sína út af Langanesi, en það var ein af forsendum þess að ekki sannaðist á hann landhelgisbrot. En bæði hann svo og saksóknari áfrýjuðu ,il hæstaréttar. í gær var varðskipið Þór að taka upp netahnúta norður á Skagafirði en þar misstu trillusjómenn eitthvað af net- um undir ísinn, er hann barst að landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.