Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. maí 1965 Eskimóar á ísafirði fyrir 40 árum Frú Thyra Juul rifjar upp gamEar minningar VITAÐ er, að sumir útlend- ingar halda, að hér á íslandi muni þeir hitta bæði Eskimóa o% hvítabirni, og verða sjálf- sagt furðu lostnir, þegar þeir komast að hinu sanna, að hvor ugt er hér, nema máske hvíta- birnir í einstöku ísavetrum. Hitt er þó staðreynd, að fyr- ir hérumbil 40 árum gerðu Eskimóar eins konar innrás í lsafjörð, og skal hér nánar greint frá henni. Við hittum á dögunum fyrrverandi lyfsaia- að stofna nýlendu Eskimóa 1 Scoresbysund, sem er á aust- urströnd Grænlands rétt norð- an við 70. gráðu norðlægrar breiddar. Var ákveðið í því skyni að flytja hóp af Eskimóum frá Angmagasalik, sem er rétt sunnan við 66. breiddargráðu. í því skyni var fengið Græn- landsfarið Gústav Holm. Til ísafjarðar kom skipið í sept- ember 1925 og hafði meðferð- is 86 Eskimóa, að meðtöldum nýlendu, var Höigh, og var hann einnig með í förinnL Einnig var þarna með gull- falleg ljósmóðir og maður hennar, sem var bóndi. Árið áður, 1924, komu þeir til ísa- Eskimóarnir keyrðir inn í skóg á ÍS-5. frú frá ísafirði, frú Thyru Juul, sem nú býr hér í Reykja- vík. Frú Thyra man vel eftir þessum atburðum, var raunar ein þeirra, sem sáu um mót- tökur allar, og á margar mynd ir frá þessari skemmtilegu heimsókn. Hver voru svo tildrög þess- arar heimsóknar Eskimóa til ísafjarðar? spyrjum við. Þau munu hafa verið, að landkönnuðurinn Ejnar Mikk- elssen, sem kom hér til lands fyrir skömmu, ákvað að reyna börnum, 65 hunda og að auki skinnbáta, konubáta og kaj- jakka. Meðferðis var einnig séra Abelsen, sem skyldi vígj- ast til prests í Scoresbysund, og einnig var með prófastur í Kaupmannahöfn, Schulz- Lorenzen, sem fyrr hafði ver- ið prestur á Vestur-Grænlandi og gat þessvetgna vígt séra Abelsen upp á grænlenzku. Vígslan fór fram í ísafjarðar- kirkju að viðstöddum fjöl- mörgum íslenzkum prestum. Forstjóri fyrir hinni nýju Grænlandsfarið Gustav Holm á Isafjarðarhöfn. Margir Danir komu til 0kk- ar á ísafirði, þeirra á meðal Knud Rasmussen, sem kom þangað í fylgd með Fontenay sendiherra. Þér eruð dönsk, frú Juul, hvernig stóð á því, að þér gerðust lyfsalafrú á ísafirði? Við gengum mikið þar á fjöll, fjörður er skemmtilegur bær. og minnist ég sérstaklega út- sýnis frá HafrafellL Við áttum þar yndisleg ár, oig enn þann dag í dag held ég sambandi við fsfirðinga, sem nú eru í Reykjavik. Framhald á bls. 14. Frú Thyra Juul á ísafirði 1925 spyrjum við. Ég er fædd í Skive hjá Vi- borg við Limafjörðinn. Ég lærði lyfjafræði og þó kynnt- ist ég manninum mínum sál- uga, Gunnari Juul, en elzti bróðir hans, K. Juul, kenndi okkur. Margir eldri lyfjafræð- ingar hérlendis muna eftir honum. 3 bræðurnir voru lyfjafræðingar. Við fluttumst til fsafjarðar, og þar vorum við í 25 ár. ísa- Ejnar Mikkelsen landkönnuður. Höigh, forstjóri nýlendunnar með fjölskyldu sína. Eskimóar og gestgjafar inni i skógL Ebbe Munck, sendiherra. Myndin er tekin inni í Skógi. Frá vinstri: Fontenay, sendi- herra, snýr baki í ljósmyndarann, Knud Rasmussen, land- könnuður, óþekktur, frú Tyrra Juul, Westermann skipherra, Gunnar Juul, lyfsali. Kirkjufólkið á tröppum ísafjarðarkirkju. Séra Abelsen fremstur, en i hópnum má kenna þessa íslenzku presta: Séra Magnús Jónsson, Stað í Aðalvík, Séra Pál Stephensen, Holti í Önundar- firði, Séra Óla Ketilsson, í Ögurþingum, Séra Böðvar Bjarnason, Hrafnseyri, Séra Sigurgeir Sigurðsson, ísafirði, síðar biskup, Séra Sigtrygg Guðlaugsson, Núpi, og loks er danski pró- fasturinn Schulz-Lorenzen. Ljósmóðirin er til hægri við séra Abelsen, hinn nývígða presL fjarðar til undirbúnings þess- ari nýlendustofnun Ejnar Mikkelsen, en hann er nú frægur blaðamaður og nú heiðursborgari í Scoresbysund, ag Ebbe Munck, sem síðar var sendiherra Dana í Thailandi. Hann var einnig með Mikkel- sen í Reykjavík fyrir skömmu. Mikkelsen var annars tíður gestur á heimili okkar, því að hann kom oft til ísafjarðar. Við á ísafirði reyndum að gera það, sem við gátum fyrir þessa sérkennilegu gesti okk- ar. Við buðum þeim inn í skóg, gáfum þeim súkkulaði og sæt- indi, en þeir bjugigu um borð í Gustav Holm, meðan þeir dvöldust á ísafirði. Einnig buðum við þeim í kvikmynda- hús, og það var gaman að sjá, hve þeir urðu glaðir, þegar þeir sáu Knud Rassmusen á kvikmynd, en hann þekktu þeir. Til að launa okkur móttök- urnar höfðu þeir kajakasýn- ingu á Pollinum, hvolfdu þeim og léku alls kyns kúnstir á Pollinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.