Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 13
T Sunnudagur 30. maí lf65 MORGUNBLAÐIÐ 13 ^ við guð sinn og sýna honum lotningu, krjúpandi á kné, íórnandi höndum og beygja siig svo fram þar til ennið nemur við gólf. I>arna eru gamlir menn og ungir, rikir og fátækir. Þeir virðast mjög einlægir i bæn sinni og virð- ost ekkert taka eftir þvi, sem fram fer í kringum þá. f>á eitja aðrir fiötum beinum á gólfinu í smáhópum út við veggi og ræðast við í lágum hJjóðum. • HÁVAÐASAMUR MAkK- Af)lR Ðaginn eftir að við kom- um til Beiru't vorum við á gangi urn borgina, gamfa hlutann, og komum þá inn í þröngar markaðsgötur — þar sem öllu ægði saman, land- búnaðarvörum, sjávarafurð- um, vefnaðarvöru, búsáhöld- um, skartgripum, glingri o.s.frv, baina veru kjúkiing- arnir t.d. Ufandi og slátrað eftir hendinni og gett ef egg- in voru ekki afgreidd glóð- volg úr hreiðrunum. Þarna var þröngt á þingi, svo menn uxðu oft að olnboga 4 þeirra sumra, steinkistur kon- unga frá því mörgum öldum fyrir Krists burð, og gripir þeir, sem lagðir voru í kist- liúsinsellra- skóllnn að Hallttrms- firði Ný sambýMshús I líklngu við þetta rísa þar hvert af öðru. • 1 Þ J ÓÐMIN JA S AFNINU Fyrsta dag okkar í Beirut heimsóttum við þjóðminja- safnið, þar sem geymdir eru margir dýrmætir forngripir, sem fundizt hafa í þessu sögu- ríka landi. Gripir, sem smíð- eðir voru og notaðir af fólki fyrir þúsundum ára, margir hverjir frumstæðir að smíði. En þetta var byrjunin, upp- haf þeirrar þróunar, sem ger- ir mönnum von bráðar fært að ferðast meðal himintungl- anna. í>ar inni eru munir alit ffá steinöld, vopn og verk- færi, leirkrukkur, sem höfð- ingjar Fönekíumanna voru greftraðir í og jafnvel bein voggif með bogadyrum, lista- verk og forngripir frá tímum Fönekíumanna, Heliena og Rómverja. Allt fétl þó skemmtilega saman í eina heild í þessum sérkenniieg- asta veitingastað, sem éig hefi komið í. Kjallarasalur þessi á sér iíka einkennilega sögu. Eig- andinn, maður nú um sextugt, Pépé Abed að nafni, fyrrum skartgripasali, sagði hana stoltur. Hann var að reisa 'sér hús þarna. Þegar grunnurinn var grafinn, var komið niður á gamlan rómverzkan hús- vegg, listilega hlaðinn. Við frekari gröft kom í ljós, að þarna var framhlið á húsi, og Abed ákvað þegar að láta hann standa óhreyfðan sem vegg í kjallarasal* hússins. Þetta var byrjunin. Sjálfur átti Abed margt fornra muna og tók nú að auka við það safn með atorku fram- kvæmdamannsins. Hann hóf sjálfur gröft í rústum hinnar fornu Byblos-borgar, og lenti í því sambandi í klandri við yfirvöldin, keypti muni af bændum og hafði yfirleitt allar kiær úti. A miðju góifi er mikil róm- versk súla og barborðið er úr þykkum sedrus-viði. Hann hafði að vísu gegnt veglegra hlutverki áður fyrr, verið í kirkjubyggingu. En Abed setti það ekki fyrir sig. Þessi veit- ingastaður hans gat tæpast verið án þessa kjörviðar, sem bar út hróður landsins að fornu. — Þarna inni ríkir sér- stakt andrúmsloft, sem jafn- vel glæsiiegar sýningardömur frá París — höfuðvígi tízk- unnar á 20. öldinni, sem þarna voru staddar þetta kvöld, — fengu ekki breytt. — Þbj. HÚSMÆÐRASKÓI,ANUM að Hallormsstað var slitið laugar- daginn 24. apríl. Athöfnin hófst með guðsþjónustu, sóknarprestur inn, sr. Marinó Kristinssen, predikaði. Þá flutti forstöðukon- an, frú Ingveldur Pálsdéttir, skólaslitsræðu. Brautskráðir veru þrettán nemendur og fimmtán luku prófi úr yngrideild. Hæstu einkunn af gagnfræðingum hlaut Guðný Ingvarsdóttir, Steinholti, Egilsstaðahreppi, 9,33, en stúlkur með gagnfræðapróf hafa iokið námi á einum vetri. í eldri deild varð Jóhanna Ragnarsdóttir, Vík urgerði, Fáskrúðsfirði hæst með 8,42, og í yngri deild Gunnþóra Guðmundsdéttir, Hólshjáleigu, Hjallastaðaiþinghá. Námsk-ostnað- ur varð kr. 13442,96 í eldri deild og kr 10706,00 í yngri. Heilsufar var gott í skólanum í vetur og góður féiagsandi ríkjandi. Frú Soffía Björgólfsdóttir, Nee kaupstað, afhenti gjöf frá 25 ára nemendum, vandaða skugga- myndavél og nokkurt filmusafn, og flutti kveðjur þeirra. For- stöðukonan þakkaði hina góðu gjöf og vinóttu við stofnunina. Jóhannes Stefánsson þakkaði kennurum og nemendum ágætt starf. Hánn skýrði frá áformum skólanefndar varðandi bygginga- framkvæmdir. Ákveðið hefir ver ið að reisa tvo kennarabústaðL Verður hinn fyrri, íbúð forstöðu- konu, reistur í sumar og væntan- lega að fullu lokið næsta vetur. Þá hafa þeir aðilar, er að skól- anum standa heima í héraði, en það eru Múlasýslur, Seyðisfjörð- ur og Neskaupstaður, samþykkt að byggja við skólann þannig, að hann rúmi um 40 nemendur, þeg- ar er tilskilið samþykki fæst hjá Ailþingi og ríkisstjórn. Þá var gestum boðið að skoða sýningu á handavinnu náms- meyja. Einnig var sýnd mat- reiðsla eldri deildar og gestum boðið að bragða á réttum. í vetur störfuðu við skólann, auk forstöðukonu, Guðný Sigur- jónsdóttir, matreiðslukennari, Sig rún Einarsdóttir, handavinnu- kennari, og stundakennarar Þórný Friðriksdóttir og Sigurður Blöndal. Margar umsóknir hafa þegar borizt um skólavist næsta vetur, flestar af Austurlandi. Hafa 30 stúlkur sótt um yngri deild og 15 um eldri deild. Hátt á annað hundrað gestir voru við skóiaslitin. Minkur skotinn á sundi í Skötu- Dr veitmgakjaUaramun Bacchus. Rómverska súlan á miðjn gólfL ísafirði, 26. maí NÚ eru þeir farnir að skjóta minkinn úti á sjó. Nýlega bar svo við, að skipverjar á vb. Dag rúnu frá Bolungarvík, sem var á smásíldarveiðum inni í Skötu- firði, sáu svartbakager, sem steyptist niður að sjó, og héldu skipverjar, að þar væri smásíld undir. Þeir sigldu að staðnum og sáu þá, að þarna var minkur á sundi á miðjum firði, og gerði svartbakurinn mikinn aðsúg að honum, en minkuripn glefsaði í þá á móti. Hjörtur Bjai-nason, stýrimaður, greip haglabyssu, og lá minkurinn í fyrsta skoti. — Hann náðist, og leitaði Hjörtur eftir skotlaunum í sýsluskrifstof unni hér á ísafirði, þar eð hann taldi, að hann hefði verið skot- inn fyrir utan hina fornu sextíu faðma bændalanghelgi. Sýslu- skrifstofan var á öðru máli, og mun Hjörtur þurfa að leita skot- launa sinna hjá Bjarna hrepp- stjóra Sigurðssyni í Vigur. Þar, sem minkurinn var á sundi þvert yflr fjörðinn, mun um ein sjó- ■ ' míla á milli landa. — H. T. eig áfram — og margir hlutir pkiptu um eigendur, enda var verzlunin lifleg. Hávaðinn var gengdariáus, því sölumenn- irnir létu til sín heyra — þögnuðu margir aldrei — eungu, væntanlega um ágæti vöru sinnar, á milli þess eem þeir töluðu við viðskipta- vinina. Og hér er ekki hægt að hvíslast á, þú verður að hrópa upp i eyrað á náung- anum, ef þú ætlast til þess að hann heyri til þín. En svona er þetta víst allsstaðar á þessum mörkuðum, þetta er bara sá fyrsti,. sem ég hef haft þá ánægju að heimsækja. urnar með þeim og jafnvel heilar grafhveifingar. Þá eru þar haglega gerðir mosaik- veggir og gólf, sem fluttir hafa verið þangað og komið íyrir eins og þeir voru í sinni • BACCHUS Við sáum á dagskránni, sem okkur var fengin við komuna til Beirut, að fyrsta kvöldið ættum við að snæða í veitingahúsi með því aðlað- andi — eða fráhrindandi — — nafni Bacchus. Skiljanlega vissum við ekkert meira um þann stað og vorum í raun- inni ekkert undrandi hvað hann lét iítið yfir sér, þegar að honum var komið, eða þótt við þyrítum að ganga niður í kjallara eftir snjáðum stein- tröppum — en þeim mun meiri varð furða okkar, þeg- ar inn var komið. Salarkynn- in minntu frekar á minja- eða listasafn en veitingastað. Þarna voru ævafornir hlaðnir Frá flugvellmum í Beirut. Flugvelar 80 flugfelaga lenda þar árlega. upprunalegu rnynd. L.5kan er þar af hofunum miklu í Baal- beek. Þarna eru og innfluttir munir m.a. frá Egyptalandi og Kína. Af þeim verður ljóst hve víða leiðir Fönekíu- manna lágu og að þeir áttu viðskipti við hinar fjarlægustu þjóðir. Annars er ógerlegt fyrir leikmenn í stuttri göngu um safnið að henda reiður á öllu því, sem þar er að sjá, en fyr- ir sögufróða fagmenn er það örugglega hreinasta gull- náma, og myndi þeim áreiðan- lega ekki endast dagurinn. Flestir elztu munirnir eru frá borginni Byblos. Við höfum því von um að fá örlítið meira innsýn í menningarsögu lands- ins, þegar við síðar kæmum þangað — og einnig til Baal- beck, Sidon og fleiri kunnra staða frá fyrri öldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.