Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1965, Blaðsíða 19
Sunnudagur 30. maí 1965 MORGUNBLAÐIO 19 Sigríður Jónsdóttir Minriingarorð F. 27. september 1897 D. 23. maí 1965 FRÚ SIGRÍÐUR Jónsdóttir, eig- inkona Magnúsar Gíslasonar fyrrum ráðuneytisstjóra, and- aðist í sjúkrahúsi hér í bænum 23. þ.m. eftir skamma legu. Átt- tim við vinir þeirra hjóna þess sízt von að hún mundi hverfa héðan svo skjótlega en þyngst er áfallið fyrir eiginmann hennar, sem nú er áttræður að aldri og tekin að daprast sjón. Guðrún Sigríður hét hún fullu nafni, dóttir Jóns prófasts Guð- mundssonar á Nesi í Norðfirði, Árnasonar bónda að Grímsstöð- lun á Fjöllum. Móðir frú Sigríð- »r var Guðný Þorsteinsdóttir prests að Heydölum, Þórarins- sonar Erlendssonar prests að Hofi í Álftafirði. Móðir frú Guð- nýjar var Sigríður dóttir síra Péturs prests á Valþjófsstað, Jónssonar vefara, og er sú ætt xnjög kunn á Austurlandi og víð- er. Frú Guðný var fríðleikskona og sérstætt prúðmenni og sama er að segja um dóttur hennar frú Sigríði, er líktist henni mjög að fríðleik og öllum eðliskostum. Frú Sigríður fæddist 27. sept- ember 1897 að Nesi í Norðfirði. Ung að árum settist hún í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk brottfararprófi þaðan árið 1915, þá 18 ára að aldri. Hún giftist eftirlifandi manni eínum Magnúsi Gíslasyni 23. október árið 1918 og fluttist þá til Reykjavíkur, en maður henn- ar starfaði þar í fjármálaráðu- neytinu. Árið 1921 var Magnús skipaður sýslumaður í Suður- Múlasýslu og fluttust þau hjón þá til Eskifjarðar. Bjuggu þau þar við mikla rausn, enda var Magnús hverjum manni vinsælli og þau hjónin bæði. Stjórnmál lét Magnús til sín taka og sat á Alþingi um árabil, sem þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Gestrisni var mikil á sýslumanns heimil- inu enda voru allir þar boðnir og velkomnir, og þar leið öllum vel, sökum hlýleika þeirra hjóna og þess sérstæða blæs, sem á heimilinu var. Átti frú Sigríður sinn ríka þátt í öllu þessu, og manni sínum reyndist hún svo, að hann telur sjálfur að ekki hefði hann getað kosið sér betri konu. Sambúð þeirra var farsæl og ástúðleg alla tíð og til fyrir- myndar. Árið 1939 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur, enda hafði mað- ur hennar þá verið skipaður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu og dvaldist frú Sigríður hér í bænum til æfiloka. Sem gamall heimilisvinur þeirra hjóna, minnist ég frá Sig- ríðar með söknuði Oig munu svo fleiri mæla. Er ég frétti lát henn- ar og rifjaði upp gamlar minn- ingar, komu mér í hug ljóðlínur Einar skálds Benediktssonar um aðra mikilhæfa konu: „Hún átti ei til neitt tál né fals hún trúði á dyggðir manna, á frelsi og rétt í framsókn alls hins fagra, góða og sanna“. Börn þeirra hjóna eru fjögur: Guðný, starfar hjá ríkisféhirði, Þorbjörg læknir, Jón fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnes- sýslu, og Gísli píanóleikari. Barnabörnin eru 15 að tölu oig NU hefur verið ákveðið að = skipshöfnin af „Járnhausnum" | H.V. I., taki þátt í kappróðr- : inum, sem fram fer í Reykja- [ vík á sjómanndaginn. Eins og [ kunnugt er þá er „Járnhaus- [ inn“, eitt mesta aflaskip, sem [ Þjóðleikhúsið hefur gert út í I langan tíma og öll skipshöfnin \ á „Járnhausnum" er einvala \ lið og má segja með sanni, að þar sé valin maður í hverju ; rúmi, enda allir raddfagrir ; menn. Fyrirliði „Járnhaus- ! manna" verður að sjálfsögðu skipstjórinn sjálfur Helgi sprettur, (Rúrik Haraldsson), sá landskunni aflakóngur og undanfarna daga hefur hann sézt á síðkvöldum niður við höfn, þar sem hann er að æfa menn sína undir kappróður- inn. Mikill hugur er í „Járn- hausmönnum“ að vinna bikar- inn, sem um er keppt. og munu þeir ekki láta sinn hlut eftir liggja. Myndin er af skipstjóranum Helga spretti, ásamt unnustu sinni Gullu Maju. áttu í gott hús að venda er þau heimsóttu afa og ömmu. Ég votta vini mínum, Magnúsi Gíslasyni, innilega samúð mína og veit að það skarð, sem höggið er í hans garð mun ófullt og opið standa, — en drottinn ljær líkn við þraut. Sama vil ég segja við fjölskylduna alla, en hjálp er það í harmi að gott er góðra að minn- ast. Jarðarför frú SLgríðar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 31. þessa mánaðar. Kristján Guðlaugsson. Opinbert uppboð verður haldið á skrifstofu minni miðvikudaginn 2. júní nk. kl. 10 f.h. Verður þar boðinn upp og seldur, ef viðunandi boð fæst, vélbáturinn Bliki NS 31, til- heyrandi Garðari Jónssyni og Þórhalli Eiríkssyni, Bakkafirði. — Skjöl varðandi sölu bátsins eru til sýnis á skrifstofu minni. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 26. maí 1965. Erlendur Björnsson. Húseignin Bergstaðastræti 32 er laus til brottflutnings og niðurrifs. — Upplýsingar gefur Þórólfur Jónsson í síma 41459 eftir kl. 8 á kvöldin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 139., 140. og 141. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1963 á vs. FARSÆLI, SK3, eign Gunnars Halldórssonar, fer að kröfu Fiskveiðasjóðs íslands o. fl. fram í skrifstofu minni að Víðigrund 5 á Saúð- árkróki þriðjudaginn 8. júní 1965, kl. 16:30. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. r^co)Q)nn Allir dasama c/. Oí. sakir þeirra fróbæru aksturshæfileika, sem VARIOMATIC, hin algera sjálf- skipting er einfær um að ná fram. Söluumboð: O. JOHNSON & KAABER H.F. Sætúni 8 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.