Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLADIÐ Þriðjudaguí 1. júní 1965 grænt Það sprettur í sporin hans Eiríkur Hjartarson, áttræður Á SÍÐASTA gamlárskvöldi, I fögnuði heima hjá mér, gusaðist eftirfarandi orðbuna upp úr dimmu djúpi undirvitundar minn ar eins og goskúlur sódavatns- ins úr botni whiskýglassins á borðinu fyrir framan mig: „Heyrðu, tengdapabbi, viltu arf- leiða mig -að einu þegar þú deyrð?“ „Og hvað er nú það, góði minn?“ spurði sá gamli. „Lifrin í þér“, sagði ég, „svo að ég geti drukkið meira.“ „Sjálf- sagt“, gall í þeim gamla, „og þó að þú vildir nýrun líka“. „Takk, gamle ven, þá er mér borgið með varastykkin og lifshamingjuna, meira þýðir víst ekki að fara fram á, ef þú deyrð þá ekki löngu á eftir mér“. Þannig hefir hann verið mér eftirlátur í fleiru en að skrifa upp á stór-víxil þegar mikið lá við og þannig eru líf- færin öll óspillt, óskemmd og hálfnotuð í þessum hófsama tengdaföður mínum, sem er átt- ræður í dag, og líkaminn léttur og fjaðurmagnaður af réttu líf- erni og lífsviðhorf öll heilbrigð, hégóma- og húmbúglaus. Hann gæti í dag hlaupið upp á.Esju og til baka án þess að blása úr nös. Og hvernig fór hann að því, sá gamli? Hann varpaði frá sér verzlun og verkstæðum, fjár- málastússi og viðskiptaönnum um sextugt, sem með auknum vexti ollu honum auknum áhyggj um. Hann bakkaði einmitt út úr umsvifamiklum buisnessnum, þegar mest var gróðavonin í fyrirtækjum hans og stórgróði blasti við og hans beið óum- flýjanlega að verða einn af auð- ugustu mönnum landsins vegna umboða sinna og verkefna, að því er glöggir fésýslumenn hafa tjáð mér, til að mynda af sölu á rafvörum frá Wesi 'tinghouse, risaverinu mikla í Vesturheimi, sem framleiddi mestu aflvélar landsins í Sogið óg Laxárvirkj- unina fyrir utan ótal önnur um- boð, sem gáfu af sér milljóna gróða í umboðslaun og arð, en drjúgan skammt áf svefnleysi •amvizkusamri sál. Öllu þessu varp hann frá sér, ligeglad, án þess að spyrja leyfis kóng eða klerk. En hann lagði ekki árar í bát. Nú hófst síðari hálfleikur, sá merkari í lífi hans, hinn fórn- andi. Hann hvarf til uppruna síns og keypti jörð norður í Svarfaðardál til að klæða upp- blásin harðbalaholt æskuslóð- anna skógi. Þar unir hann sér bezt í faðmi náttúrunnar við sköpunar- og uppbyggingar- starf, við gróðursetning trjá- platna af margvíslegum fræj- um, sem hann hefir viðað að sér víðs vegar að úr veröldinni og fóstrað, fyrst í ræktunarstöð sinni í Laugardal í Reykjavík og gróðursett síðar með eigin hendi á æskuslóðunum fyrir norðan; 10 —15 þúsund plöntur árlega. Nú á Reykjavíkurborg Laugardal og gamla garðinn hans, sem er einn með unaðslegustu reitum þessa lands, gerðum af manna höndum. Allt hefir þetta starf hans verið unnið í kyrrþey, án nokkurs aug- lýsingaskrums. Þar er að verki hin óeigingjama og fallega gleði sáðmannsins, sem mun aldrei sjá varanlegan ávöxt verka sinna nema í framsýnum.huga, heldur sveitunngar hans Svarfdælir næstu alda, sem munu njóta verka hans í rikum mæli, bæði um arð og garð. Þá fyrst verður trúin á framtíð íslenzkrar skóg- ræktar að ótvíræðum veruleika, þegar vöxturiinn öðlast óþreif- anlegt notagildi og bjartsýnu, þolinmóðu og hretseigu sáðmenn irnir eru löngu gengnir á fund feðra sinna. Nú fyrir skemmstu arfleiddi hann Skógræktarfélag Eyfirðinga að allri skógrækt sinni og óðali í Svarfaðardal, sem hann hefir byggt og húsað af miklum myndarbrag síðustu ár- in. Eiríkur er einskonar Johnny appleseed þessa lands, endurbor- inn Jónsi eplafræ. En sá skemmti legi og sjarmerandi sérvitringur reið um Bandaríkin þver, með fulla poka trjáfræs undir sér og sáldraði tvist og bast. Nú má rekja slóðina hans í fagurlimuðu trjábelti frá strönd til strandar. Einskonar grænt magabelti um þessa digru, sællegu og vamb- miklu, vestrænu móður jörð. Þannig hefir alltaf sprottið grænt í slóð Eiríks Hjartarsonar, sem í dag á áttatíu rastir ára að baki. Átta urðu börnin, sjö sóleyjar í túni og einn fífill. Dæturnar fædd ar í jafnri röð eins og gróður- setning á skjólbelti, síðan sonur í endastólpann. Hætti ekki fyrr en sonur fæddist. Aldrei að gef- ast upp, heldur að ná settu marki, hafa verið einkunnarorð Eiríks Hjartarsonar á lífsleiðinni, í barn eignum, í buisness, í trjárækt og plöntun rafstöðva víðsvegar um land fyrr á árum. Hann kom heim frá Ameríku í lok fyrra stríðs með tilkomu rafmagnsins til Reykjavíkur eft- ir margra ára dvöl og raffræði- nám í Chígagó, þar sem hagnýt- ing og gernýting rafmagnsins var næstum alger, allt frá því að kveikja líf í útungunarvél til þess að slökkva líf í rafmagnsstól. Þessi gáfaði og sérvitri karl þráði þó mest að nema eðlisfræði eftir veru sína í Akureyrarskóla og eftir að hafa öðlazt réttindi í járn smíði í Reykjavík upp úr akia- mótunum. En fjárhagurinn leyfði ekki slíkt langskólanám. Hann kom með meira en nýja þekk- ingu með sér heim að vestan. Hann kom með unga vestur-ís- lenzka afbragðskonu, Valgerði Halldórsdóttur Ármann, fædda og uppalda í North-Dakota, USA, en ættaða úr uppsveitum Árnes- sýslu, en í þeim sveitum er sagð- ur góður stofn. Hún er sú björk- in, sem hann hefir unnað mest og bezt „lady of the Wood“. Sambúð þeirra hjóna hefir verið með ein- dæmum góð. Hann reif sig upp af eigin ramleik til mennta, frama og fjár, en gleymdi aldrei, að hann hafði verið fátækur. Hann varð heldur aldrei „af aurum api“. Ekkert gat stigið honum til höf- uðs. í viðskiptum og verki var hann stálheiðarlegur og hrein- lyndur eins og heiðríkjan í svipn- um og eins og þeir gerðust beztir af gamla skólanum í íslenzkri iðn aðarmannastétt. Hann er einn húmbúg- og hégómalausasti mað ur, sem ég hefi kynnzt, mér ligg- ur við að segja um of, sem stund- um getur nálgast og jaðrað við litlaust og matt tómlæti. Hann er einn af fáum löndum vorum, sem hefir eignazt peninga án þess að láta seiðandi bjölluhljóm gullsins æra sig, eins og mann, sem hefir étið óðs manns skít. Hann beið aldrei tjón á sálu sinni í samneyti við þá viðsjárverðu og hættulegu förnauta: fátækt og auð. Þann síðarnefnda lét hann aldrei ná til að spilla og brjóta niður börn sín, sem öll eru ein- stakt mannkostafólk um allt at- gerfi, dugnað, heiðarleika,' þraut- seigju og þol. Eiríkur hefir átt miklu láni að fagna á lífsleiðinni: konuláni, barnaláni, verksláni og svo mað- ur tali nú ekki um tengdasona- lánið. Ef þetta er ekki þunga- miðja lífshamingjunnar þá veit ég ekki hvað. Ég held, að inn- takið í lífsfílósó.úu hans sé, eins og stendur í Biblíunni: „í sveita þíns andlitis, skaltu þíns brauðs neyta“, sem því miður getur ekki alltaf samrýmzt lífshlaupi sumra skapandi listamanna, svo að ekki sé nú minnst á nein nöfn, ég meina nú þetta með brauðið og vínið einns og stendur í heilagri ritningu. Hvað um það, þá hafa öll samskipti, Eiríks og mín, verið með eindæmum góð og árekstrarlaus, þótt ekki hafi ég alltaf verið honum sammála í skoðunum og þótt hann stund- um full dómharður og einsýnn eins og oft verður um fólk, sem hefir sjálft lifað vammlausu og óaðfinnanlegu lífi. Ef samband okkar væri ekki jafn gott og raun ber vitni minntist ég hana ekki einu orði á þessum tíma- mótum í lífi hans. Hann hefir reynzt mér hollur og sannur ásamt með ákjósanlegu afskipta- leysi. í honum er góður málm- ur, ósvikinn og hreinn. í dag er hann í skógrækt sinnl fyrir norðan eins og aðra vor- daga við arfatínslu eða sáning nýrra trjáplantna, hlúandi að ungviðinu og ef að likum lætur man hann ekkert eftir eigin af- mæli í dag vegna brennandi á- huga á hjartfólgnu starfinu og hinu gróandi lífi Við fuglasöng og árnið. Það verður ekki fyrr en á morgun, að hann fær Mogg- ann með mjólkurbílnum, norður að Hánefsstöðum í Svarfaðardal. að hann rankar við sér og ef ég þekki þann gamla rétt þá hreyt- ir karl úr klauf og skyrpir úr sér eitthvað á þessa leið: „Farl hann í kolgrænt sjóðbullandi meS kjaftinn á sér og framhleypnina, og aldrei skal hann fá lifrina eða nýrun úr mér.“ Örlygur Sigurðsson. Af mæli: Sr. Jón M. Guðjónsson BÓLHEITUR sumardagur á Siglu firði fyrir aldarþriðjungi. Töfr- aður af skærri árdegisbirtunni gengur þriggja vetra snáði norð- ur Lækjargötuna í könnunarferð um undralendur hinnar sól- björtu, fögru veraldar. Margt ber fyrir augu: „Ennþá hafa dagarn- ir sín dularfullu bros.........“ Drengnum dvelst. Hans er sakn- •ð heima. Foreldrar búast til að leita. En þá kemur hann vapp- andi norðan Lækjargötuna. Hlýr, •tór lófi lykur um litlu höndina, og hlý og mild rödd ræðir við hann um furður þeirrar verald- ar, sem hann skynjar ófreskum augum bernskunnar. Drengurinn hefir blotnað í fæturna. En stóri maðurinn, sem leiðir hann, er fínn. Hann er ísvörtum fötum með gyllta hnappa. Hann er pólití. Og það er mikil upphefð tyrir þriggja vetra dreng, að pólitíið skuli leiða hann og tala ▼ið hann eins og fullorðinn mann. Innan stundar er dreng- urinn horfinn í faðm móður sinn- ar, og lögregluþjónninn kveður. Og svo er það regnþrunginn haustdag einn rúmum aldarfjórð ungi síðar suður á Skipaskaga. Handtekið er enn hið sama, rödd- Ja einnig, hvort tveggja hlýtt og milt. En nú er það ekki lengur lögregluþjónn, heldur prestur, sem við er rætt. Vandasamt verk er framundan, og nú skal leita samstarfs við séra Jón, aðstoðar hans — og vináttu. Og það er ekki að fara í geitarhús að leita ullar. Nú, að tæpum sex árum liðnum, finn ég vel, að aðstoð hans var ómetanleg, samstarf okkar snurðulaust og náið, vin- áttan gulli betri. f gær yar séra Jón M. Guð- jónsson sextugur. Sálusorgari Akurnesinga hefir hann verið síðan 1946 og ári betur þó, þar eð hann vígðist til Garðapresta- kalls á Akranesi 16. júlí 1933 og þjónaði þar árlangt í fjarveru þá verandi sóknarprests á Akranesi, sr. Þorsteins Briems, er þá gegndi ráðherraembætti. Holts- prestakalli undir Eyjafjöllum þjónaði hann frá 1934 til 1946, og mér er tjáð, að sóknarbörn hans þar eystra minnist hans enn með virðingu og þakklátum huga. Og hvað mundi þá um okk- ur, sóknarbörn hans á Akranesi, sem hann hefir helgað starf sitt allt og þjónustu í tæpa tvo ára- tugi? Skyldum við ekki hafa margt að þakka? Vissulega, og það meira og fleira en með fá- tæklegum orðum verði tjáð. Séra Jón hefir unnið merkilegt menningarstarf á Akranesi. Næmt listamannsauga hans og fegurðartilfinning hafa knúð hann til ýmissa venjubreytinga í sambandi við kirkjulegar at- hafnir, og er mér kunnugt um, að sumir þeir siðir, sem hann hefir fyrstur tekið upp, breið- ast nú óðum út um landið. En það, sem ég vildi þó fyrst og fremst minnast á sextugsaf- mæli séra Jóns, er Byggðasafnið í Görðum. í Görðum á Akranesi er, sem kunnugt er, elzta stein- steypuhús á íslandi. Séra Jón fékk því ráðið, að þar er nú Byggðasafn Akurnesinga og Borg firðinga sunnan Skarðsheiðar. Og hafi slíkt safn nokkru sinni verið mótað af persónulegri snilligáfu, þá hefir séra Jóni auðn azt að gera það í Görðum. Er- lendis hirða menn skart og dýr- gripi kóngafólks, stjórnmála- garpa, baróna og annarra frægð- armanna eða stoltarmanna og setja á söfn. í Görðum á Akra- nesi er barómet sjórpannsins, páll jarðyrkjumannsins, grautarskál þurrabúðarkonunar og öxi smiðs- ins nákvæmlega jafnmerkilegir og mikilvægir hlutir og væru þar samansafnaðar orður Úlriks Kristjáns Gyldenlöves og prins- ins af Wales. Og æviferill bónd- ans og verkamannsins er þar rak inn af jafnmikilli nákvæmni og háttvísi sem væru það skýrslur um ævi Lúðvíks XIV. Hér er manngildið metið, en hvorki tign né frægð. — Auk hinna gömlu muna er í Byggðasafninu fjöldi teikninga og líkana eftir séra Jón, og eru öll þau verk tengd sögu genginna kynslóða, störfum þeirra og striti. Séra Jóni er rík myndlistargáfa í blóð borin, og hefir Byggðasafnið notið góðs af því. Og Gagnfræðaskólanum á Akranesi hefir hann gefið eitt sitt bezta verk, föstumynd af sr. Hallgrími Péturssyni, sem enn er að vísu aðeins mótuð í gifs, en þyrfti sem fyrst að verða steypt í varanlegra efni. Séra Jón minn góður! Að síð- ustu vildi ég svo aðeins óska þér og þínum til hamingju á þessum heilladegi og jafnframt óska okk ur sóknarbörnum þínum þess, að við fáum metið og þakkað, hvert menningarstarf þú hefir unnið I strjálum tómstundnum, menning- arstarf, sem framtíðin mun áreið- anlega mikils meta. Konu þinni, frú Lilju Pálsdóttur, sendi ég kæra kveðju og þakkir fyrir hinn mikla þátt hennar í því að gera þér kleift að vinna hin ómetan- legu störf nútíð og framtíð til heilla. Og ég vildi einnig mega þakka þér vinsemdina og velvild- ina í garð Gagnfræðaskólans, gjafirnar allar, sem eru okkur að vísu mikils virði, en fá þó aldrei jafnazt á við vitundina um hina óhvikulu vináttu, sem að baki býr. — Og ég veit, að ég mæli fyrir munn allra sóknar- barna þinna, er ég þakka þér styrk þinn og mildi, hugarþelið hlýja, sem hvergi brást og sízt, þegar á reyndi og þörf var hug- hreystingar. Og svo sendi ég þér hjartanlegar kveðjur frá mér og fjölskyldu minni ásamt þökkum fyrir handtakið hlýja og þétta, sem er jafnheilt, vinfast og traust, sem þá er þú leiddir smá- dreng við hönd þér suður Lækj- argötuna einn sóldag á Siglufirði fyrir rúmum þremur tugum ára. Ólafur Haukur Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.