Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 15
Þriðiudagur 1. júní 198? MORGUNBLAÐIÐ 15 Á Eimskip að selja hlutabréf Gróðrarveður um sín í Flugfélaginu? Viðtal við Loft Bjarnason, útgerðarmann PLOFTUR Bjarnason, útgerðar- maður, var sem stjórnarmaður í Eimskipafél. íslands h.f. hlynnt- nr því, að félagið seldi hluta- bréf þau, sem það á í Flugfélagi fslands. í eftirfarandi viðtali við blaðið gerir hann grein fyrir sjónarmiðum sínum, en mikil blaðaskrif urðu bæði fyrir og eftir aðalfund Eimskipafélagsins um þetta mál, enda var fjölmenni í fundinum og Kaupþingssalur- inn fullur, sem óvanalegt er. Var þess vænzt, að málið yrði rætt á fundinum. — Þér voruð hlynntur því að selja hlutabréf Eimskipafélags ins í Flugfélaginu? — Já, þegar tífalt boð barst í hlutabréfin frá Lotfleiðum, taldi ég strax rétt að selja bréfin, því að Eimskipafélagið þarfnast pen- inga vegna mikillar uppbygging- ar sem framundan er, enda hef- ur verið unnið að smíði tveggja skipa, sem kosta 112 milljónir króna, eða um það bil, og vænt- anlega fleiri verkefni framund- an. — Tölduð þér rétt að Eimskipa félagið stuðlaði að því að Loft- leiðir eignuðust þessi bréf? — Ég taldi rétt fyrir Eimskipa- félagið að selja þessi bréf til þess að fá fjármagn til framkvæmda sinna, en auðvitað voru allir sam mála um að bjóða Flugfélaginu forkaupsrétt að bréfunum, og ég var hlynntur því að Flugfélagið eignaðist sjálft bréfin, eða þá að starfshópar hjá Flugfélaginu keyptu þau. En ef félagið óskaði þess ekki, þá taldi ég rétt að selja Loftleiðum bréfin. — En vildi Flugfélagið ekki kaupa? — Með bréfi dagsettu 13. janú- ar, bauð meirihluti stjórnar Eim- skipufélagsins Flugfélaginu að kaupa 800 þúsund krónur af hlutafénu fyrir 8 milljónir, en ég vildi selja félaginu bréfin öll, en þau eru 1559 þúsund krónur að nafnverði. Þessu tilboði var ekki svarað fyrr en með bréfi dagsettu 29. apríl, og ekki tekið fyrir í stjórn Eimskipafélagsins fyrr en 7. maí. Þá hafði komið tilboð frá Loftleiðum um að kaupa bréfin á fimmtánföldu verði, og gat ekki komið til greina frá hagsmunasjónarmiði Eimskipafélagsins að selja bréf- in á miklu lægra verði en tilboð lá fyrir um. — Hvað gerðist síðan i mál- inu? .— Ég mundi ekki vera að segja frá því sem gerðist á stjórnar- fundum Eimskipafélagsins, nema vegna þess að frá því hefur verið skýrt meira og minna í blöðum, og því rétt að skýra málið í heild. En á þessum fundi 7. maí var málinu frestað, og síðan var það tekið fyrir hinn 14. maí, og þá samþykktu allir stjórnarmenn að hafna tilboði Flugfélagsins um kaup á bréfunum á tíföldu verði, og meirihlutinn samþykkti að hafna einnig tilboði Loftleiða um kaup á bréfunum á fimmtánföldu verði. — Hver er afstaða yðar til Flug félagsins? — Ég hef ekki nema gott eitt að segja um Flugfélagið, og tel það hafa unnið mikið og merkt starf. Og svo sannarlega óska ég því alls góðs í framtíðinni. En tímarnir voru þannig þegar Eim- skipafélagið keypti þetta hlutafé, að það hafði rúm fjárráð og vildi gjarnan hjálpa Flugfélag- inu. Nú horfa málin hins vegar svo við að Eimskipafélagið þarf á öllu sinu fé að halda til end- urnýjunar skipastólsins, en aftur á móti er yfirleitt uppgangur hjá flugfélögunum, og þess vegna á Flugfélagið að leysa inn þessi bréf fyrir það verð, sem Eim- nær allt land Um 20 sl. hiti á l\lor5ur- og Austuriandi skipafélaginu er boðið í bréfin, enda hefur það alltaf verið mín skoðun, að Eimskipafélagið ætti ekki að vera að skipta sér af flug málum, heldur einbeita sér að siglingunum og hraða uppbygg- ingu skipaflota síns. Á málefni Flugfélagsins er heldur yfirleitt aldrei minnst á stjórnarfundum Eimskipafélagsins. Að vísu hef- ur Eimskipafélagið tvo menn í stjórn Flugfélagsins, en mér er ekki kunnugt um að þeir hafi haft nein tengsl við stjórn félags- ins síðustu árin a.m.k. — Viljið þér segja eitthvað fleira um þetta mál? — Ég vil aðeins endurtaka, að ég tel að dugmiklir áhugamenn um flugmálefni eigi að einbeita sér að því að byggja upp Flug- félag íslands, og raunar bæði flugfélögin, enda eiga Loftleiða- menn skilið þakkir fyrir fram- tak sitt og dugnað. Á hinn bóg- inn á Eimskipafélagið að ein- beita sér að því að auka og bæta skipakostinn, og ég veit að öllum þessum félögum mun vegna vel, ef hvert heldur sig að sínu verk- efni og þeim verður vel stjórn- að. SL. föstudag hlýnaði vel norðan- lands sem er er mánuðinum. í fyrradag var enn þoka og 2—4 stiga hiti á Austfjörðum, en upp í 20 stiga hiti í gær. Hitinn síð- ustu daga mánaðarins hefur þá komizt í um 20 stig í öllum lands hlutum nema á Vesturlandi, skv. upplýsingum frá veðurstofunni, þar hefur verið lítilsháttar væta og um 10 stiga hiti, enda sólar- laust. í Eyjafirði flæddu allar ár yfir bakka í hitanum. Mbl. hafði samband við nokkra fréttaritara sína á Norður- og Austurlandi og fékk hjá þeim eftirfarandi fréttir um veðurfar- ið: ★ BLÖNDUÓSI. — Síðustu dagana hefur verið SV-átt og mjög hlýtt. Má heita að sæmilegur sauðgróð ur sé kominn. Enginn teljandi vöxtur hefur komið í ár því heið arnar eru snjólausar og mjög lítill snjór í fjöllum. — Bj, B. ★ SAUÐÁRKRÓKI. — Hér hlýn- aði á laugardaginn og kom 16 stiga hiti. En í dag er þokuloft og heldur kaldara. Jörð er hér afar þurr og ekkert hefur rignt. Þó hefur jörðin tekið miklum stakkaskiptum nú síðustu 3 dag- ana og er farið að grænka. ís er allur farinn af firðinum og sjást engar menjar um hann. — jón. ★ AKUREYRI. — Mikill hiti hefur verið hér um helgina. Hitinn ver ið í 17—21 stigi, þar til seinni hluta dags í dag. Þetta hefur valdið vatnavöxt- um og allir lækir eru í foráttu vexti. Eyjafjarðará hefur flætt yfir bakka og er farin að brjóta úr vegum, t. d. í hólmunum. Frammi í firði er samfelldur flói hlíða í milli. Undirlendi er víða allt undir vatni og sjórinn kol- mórauður langt út eftir firði af framburði Eyjafjarðarár, Glerár, Hörgár og Fnjóskár. — Sv. P. HÚSAVÍK. — Á Iaugardaginn skipti uip veðurfar, þannig að hitastigið lá ekki lengur við frost mark á nóttunni, eins og það hefði gert í mánuð, þó stillt væri og bjart og gott þegar sólar naut. Hlýnaði verulega og í dag er komin lítilsháttar rigning, svo það er verulegt gróðrarveður. Nú vona menn að gróður fari að sjást, því heita má að gróður- laust hafi verið fram að þessu. M FréttaritarL ★ RAUFARHÖFN. — Hér hefur skipt um tiðarfar, hlýindi á hverjum degi. Hitinn um 10 stig, enda oft hlýrra á Norðurlandi en Suðurlandi. Enginn gróður er hér enn, en hann kemur fljótt til ef þessu heldur áfram. ísinn er alveg farinn. Flutn- ingaskipin flykkjast að, svo ekki er bryggjupláss fyrir alla. Von er á fjórum skipum, 3 erlend- um og Stapafellinu, til að taka síldarlýsi og flytja út. Von er á olíuskipi á miðvikudag, því olían sem varðskipið bjargaði okkur um, er að verða búin. 4 flutningaskip eru að losa í dag, 1 með tunnur frá Noregi, 1 með áburð, sementskip frá Hollandi losar sement og það fjórða er olíuskip. — Einar. ★ VOPNAFIRÐI. — í morgun var mjög skemmtilegt veður hér með 18 stiga hita, og eins var í gær. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Um hádegi datt hitinn svo niður um 13 stig. Isinn er að xnestu farinn, aðeins stöku jakar eftir. Síðustu vikuna er að byrja að koma svolítill gróður. Nú er að verða bílfært út yfir heið- ina, enda þurrt og gott þar, og þarf aðeins að gera við örfáa kafla til að heiðin sé fær ölium bílum. — Sigurjón. ★ NORÐFIRÐI. — Gott veður er hér í dag ok komst hitinn upp í 20 stig, svo nú þurfum við Framh. á bls. 19 Fé frá ítölskum kommúnistum til stuðnings undirróðri og sliæruliðahernaði í Venezuela HINN 10. april 1965 boðaffi Gonzalo Barrios, innanríkis- ráffherra Venezuela, til blaffa mannafundar og skýrffi þar frá því aff þrir útlendingar hefðu veriff handteknir eftir að lögreglunni höfðu borizt affvaranir, og aff á þessum út lendingum hefffu fundizt alls 330 þúsund bandariskir doll- arar, allt í 100 dollara seffl- um. Fyrsta handtakan fór fram 26. marz. Tók lögreglan þá fasta argentíska konu, sem fædd er í Júgóslavíu og heit- ir Clara Baretic de Padilla. Fundust hjá henni 100 þúsund dollarar. Svo var það hinn 7. apríl að maður og kona voru handtekin við komuna til Caracas flugvallar frá Miilano. En þetta voru dr. Alessandro BeltraminL þekkbur ítalskur kommúnistL og einkaritari hans, Josefa Ventosa Jimenez sem er spænsk, fædd í Barce- lona. Skötu'hjúin fluttu með sér 230 þúsund dollara, vand- lega falda í sérstökum pokum gerðum úr gömlum skyrtum. Lögreglan í Venezuela ef- aðist ekki um hvaðan allt þetta fé kom, sem að sjálf- sögðu var ætlunin að rynni til styrktar ógnarstarfsemi svo- nefndra „stríðsmanna frels- isins“, eða „freedom fighters", eins og þeir heita á ensku. Einn þessara þriggja sendi- boða kommúnista, sennilega Clara Baretic (sem síðar var vísað úr landi til Argentínu), sendi símskeyti um að hún væri komin heilu og höld.\i til Venezuela. Var skeytið sent til frú Maddalena Gaglio, einkaritara „fjármálaiáð- herra“ ítalska kommúnista- flokksins. En undirróðrinum var ekki hérmeð lokið. Daginn eftir blaðamannafundinn hjá Barr- ios innanríkisráðherra kröfð- ust tveir þingmenn ítalska kommúnista þess í Róm að ítailska stjórnin léti rannsaka handtöku dr. Beltraminis. Og enn athyglisverðara var að hið ábyrga Milano-blað H Corriera della Sera sendi sér stakan fréttaritara, Carlo Coccioli, til Caracas til að fylgjast með málinu. Einnig hér kom fram hin leynda hönd ítalskra kommúnista- flokksins. Þótt Coccioli starfi við á- byrgt blað hefur hann lengi verið stuðningsmaður komm- únista og á marga vini innan flokksins. í frásögnum sínum sýndi hann að hann var al- gjörlega á bandi sendiboða kommúnista. Meðad annars lagði hann blessun sína yfir þau ummæli dr. Beltraminis að hann hefði sætt illri með- ferð lögreglunnar og hlotið tvö brotin rif. Læknisskoðun leiddi í ljós að þetta voru ber ósannindi, og hvorki Beltr- amini né Coccioli gerðu meira úr málinu. Frásögn Beltraminis var I sjálfu sér lítt sannfærandi. Hann kvaðst hafa ætlað að leggja þessa 230 þúsund doll- ara, sem þau skötuhjúin komu með, í arðbær fyrirtæki (sem er ólheimilt með lögum í Venezuela) og að hann ætlaði Luigi Longo, formaffur' italska kommúnistaflokksins að skilja við konu sína, sem hann hefur ekki búið með í mörg ár (en þáð er einnig ó- heimilt í Venezuela vegna kaþólsku kirkjunnar), kvæn- ast einkaritara sínum, og byrja nýtt líf. Persónurnar í þessu undir- róðursmáli eru sem sé þessar: 1. Clara Baretic de Padilla. Hún er ekki eingöngu eldiharð ur kommúnisti, heldur einnig gift Eduardo Padilla, einum af leiðtogum kommúnista í Venezuela og framámanni í FALN (ógnarsamtakanna Fuerzas Armadas de Liiberac- ion Nacionál) frá stofnu.n sam takanna. Hann var handtek- inn 1963 sakaður um undir- róðursstarfsemi og ólöglega vopnaeign. Hlaut þann þriggja mánaða fangelsisdóm. 2. Álessandro Beltramini er læknir og var borgarstjórnar- fulltrúi kommúnista í Milano. Að því er blaðafrásagnir herma á hann eigin sjúkra- stofur í Milanó og auk þess veðhlaupaihesta. Eru eignirn- ar metnar á um 140 milljónir króna. 3. Josefa Ventosa Jimenez er 22 ára. Hún ferðast með spænskt vegabréf, sem sýnir að hún hefur áður ferðast um Venezuela og Perú, og auk þess allmikið austan járn- tjalds. 4. Carlo Coccioli er blaða- maður og rithöfundur. Vitað er að hann hefur verið í nán um tengslum við kommúnista í Mexíkó og á Ítalíu, þótt hann sé ekki flokksbundinn. Árið 1960 sat hann námskeið við háskólann í Mexíkó, en námskeið þetta varð einskon ar miðstöð undirróðursstarf- semi kommúnista við skólann. 5. Maddalena Gaglio, sem fékk eímskeytið um komu sendiboðanna, er gift Gian- franco Albanse, þekktum ítölskum eðlisfræðingL sem stundaði nám í Moskvu og Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.