Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 1. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 27 — Mao Framihald af bls. 1 ár eru liðin frá því Mongólar og Kínverjar gerðu með sér vináttusamning. Um miðjan apríl sl. gekk Hussein Zulfic- ar Sabry, ráðgjafi Nassers, for seta Egyptalánds, í utanríkis- málum á fund Maos — en síð- an kannast enginn við að hafa séð hann á opinberum vett- vangi. Myndir hafa ekki birzt af honum í blöðum frá því í marz sl. og sérstök athygli er vakin.á því, að hann kom ekki fram við hátíðahöldin 1. maí. ; Mao hefur undanfarin ár dvalizt mikinn hluta sumars- ins utan Peking. Hann er nú 71 árs að aldri og má því bú- ast við að senn fari að halla • undan fæti fyrir honum. Hins- vegar eru kínvérski'r ráða- menh liklpgir til að leyna því sem þeir mega,.enda hafa þeir síðustu mánuði farið mörgum fögrum orðum um hestaheilsu Maos í áróðri fyrir sundiþrótt- inni. Hafa blöðin rakið ýtar- lega sundiðkanir leiðtogans á síðustu árum, m.a. sögðu þau | frá því hann og Liu Shao- chi, forseti, hefðu brugðið sér til sunds í tjörn einni stórri í nágrenni Peking í fyrra, á- Samt nokkrum ungum mönn- um. Hefðu þeir synt út í eyju í tj.örninni og tekið sér sólbað en síðan orðið að hraða sér í land, þar sem hvessti skyndi- lega. Hafði Mao verið alls ó- þreyttur þegar hann kom í land, þrátt fyrir háan aldur og það að vegalengdin hafði verið allmikil. Einhverjar upplýsingar hljóta að fást áðui en langt um líður af heilsufari Maos — því að Chou En-lai, forsætis- ráðherra, á að því er frétta- maður AP segir — að leggja upp í ferð til Afríku eftir nokkra daga og er líklegt, að hann muni fresta ferðinni, ef leiðtoginn er þungt haldinn. Eitt af því, sem ýtt hefur undir orðróminn um heilsufar Maos, er viðtal, er snemma í maí-mánuði birtist í blöðum við yfirmann kínverska flug- hersins, Liu Ya-Lou, hershöfð ingja. Lá hann þá á banabeði — dó nokkrum dögum seinna. Að sögn fréttamannsins, sem við hershöfðingjann ræddi, hafði hann ekki haft miklar á- hyggjur af sinni eigin heilsu, heldur haft allan hugann við heilsufar „annarra leiðtoga kommúnistaflokksins". — Var ekki nánar getið hverra heilsu far var um að ræða. — Frakkar Framhald af bls. 1 Sanguinetti, „en fyrir okkur Evrópubúa getur slíkt hik orðið til þess að framtíð okkar sem skipulögð ríki sé að engu gerð. Okkur er það nauðsyn, að Sovét- ríkin séu sannfærð um að Banda ríkin myndu þegar í stað grípa til kjarnorkuvopna sinna okkur til varnar ef á okkur væri ráðist. En fyrir því höfum við enga tryggingu,“ sagði Sanguinetti, og bætti við að auðvitað væri hér átt við meiriháttar árás en ekki smáskærur. Dagsbrúnarfundur veitir heimild til að boða verkfall — Fær 800 jbús. Framh. af bls. 28 svcðju. Hann synti við bátinn og tókst að skera nótina frá og þá rétti báturinn sig. Vél bátsins hafði verið í gangi allan tímann og áhöfnin kom nú um borð. Kom Hafsteinn að um kl. 8.50 og var farinn frá borði aftur um kl. 9.40. Var Hafsteini síðar boðin 250 þús. kr. greiðsla fyrir þá að- stoð, sem hann hafði veitt, en hann gerði kröfu til að fá björg unarlaun,- 50% af verðmæti þvi sem þarna hefðu verið í húfi og var það metið á 7 millj. kr. Guðmundur Pétursson hrl. flutti málið fyrir Hafstein Jó- hannsson og Ólafur Egilsson fyr ir tryggjendur og eigendur vb. Árna Þorkelssonar. SL. sunnudag var haldinn fjöl- mennur fundur í Verkamanna- félaginu Dagsbrún, þar sem rætt var um væntanlega samninga. Á fundinium var samþykkt heim- ild til handa trúnaðarmannaráði félagsins til að boða vinnustöðv- un, þegar það yrði talið nauð- synlegt í þeirri kjaradeilu, sem nú stendur yfir. Eðvarð Sigurðsson formaður félagsins hafði framsÖgu. Skýrði hann kröfur verkamanna, sem en í þeim er aðaláherzlu lögð á 44 stunda vinnuvikú, aukið veik- indafrí, lengingu orlofs, kaup- hækkun eftir starfsaldri svo og ýmsar hækkanir um flokka, auk beinnar kauphækkunar en þó hafa ekki verið settar fram á- kveðnar prósentutölur í því sam- bandi. Eðvarð skýrði frá því, að nefnd sú sem kosin var á sínum tíma af kjararáðstefnu ASÍ, hefði fengið til umsagnár skatta- frumvörp ríkisstjórnarinnar. — Kvað hann nefndina ekki hafa haft nægan tíma til þess að gera við þau ítárlegar breytingartil- lögur, að þó hefði hún fengið nokkrum breytingum framgengt. Framhald á bls. 19 Þéttur ís út af Blönduósi — S-Vietnam Framhald af bls. 1 gær fyrri yfirlýsingar Bandaríkja manna um að þeir væru fúsir til samningaviðræðna til lausnar V-Nam-málsins en sagði jafn- framt, að Bandaríkjamemr væru staðrá'ðnir í að verja S-Vietnam og S-Asíu alla ef því væri að skipta, og auknar árasir kommún ista á S-Vietnam myndu sízt fá þá ofan af því. í Washington var frá því sagt að lagt hefði verið að Johnson forseta að láta gera árásir á eldflaugarstöðvar þær sem nú er verið að gera í N- Vietnam með áðstoð Sovétríkj- anna og eyðileggja þær áður en þær yrðu fullbúnar en forsetinn hefði ekki verið fáanlegur til þess. Patrick Gordon-Walker, fyrr- um utanríkisráðherra Breta, sem fyrir skömmu var á ferðalagi um Suðaustur-Asíu, eins og sagt var frá í fréttum, skrifaði í dag í Edinborgarblaðíð „The Scots- man“, að ef Bandaríkjamenn færðu út kvíarnar norðan 17. breiddarbaugsins og gerðu loft- árásir á Hanoi sjálfa eða mikil veegar i’ðnaðarborgir í landinu myndi almenningsálitið í heim- inum snúast gegn þeim og þá væri mikil hætta á styrjöld við Kína e'ða Sovétríkin. Taldi Walker m.eiri hættu á styrjöld austur þar nú en fyrir nokkrum mánuðum og sagði, að Vietnam- málið yrði aldrei leyst með vopna valdi heldur yrði að fara samn- ingaleiðina. Frá Tókio berast þær.fregnir, að Japansstjórn sé nú a'ð ráðfæra sig við Frakkland og Sovétríkin um möguleikana á að fá N-Viet- nam til þess að hefja samninga- viðræður við Bandaríkin. Framsókn Viet Cong manna til S-Vietnam hófst um leið og regn tíminn kom yfir landið og alla helgina hefur verið úrhellisrign ing og erfitt áð koma við flug- vélum. Réðust skæruliðarnir á brýr og vegi og varðstöðvar stjórnarhersins og varð víða vel ágengt. í Ba Ghia áttu stjórnar- liðar í vök að verjast og herdeild sem send var þeim til hjálpar var stráfelld, af 150 mönnum komust ekki nema 29 á áfanga- stað. Á laugardag gerðu Viet Cong.menn a.m.k. 12 árásir svo vita’á sé, víða í norðurhéruðum landsins og á föstudag sjö. Segj- ast stjórnarliðar nú ekki eiga kost á meira varaliði, það sé ailt uppurið og eru uggandi um hversu fara myndi ef skæruliðar Viet Cong gerðu nú einhvers staðar árás öllum að óvörum. Mannfall stjórnarliða í orrust- unum um helgina er sagt 400 — 700 m.anns, en fregnir ónákvæm ar enn sem komið er. Af skæru- Ifðum er talið að fallnir séu 4— 500 manns, en það er einnig laus- lega áætlað. Sendiherra Bandaríkjanna í saigon, Maxwell Taylor, hers- höfðingi, hefur enn frestað for sinni til Washington um óákveð- inn tíma vegna hins ótrygga áistands í landinu. BLÖNDUÓSI, 31. maí —- Laust fyrir mi'ðjan maí rak hafishroða úr austanverðum Húnaflóa allt upp að Þingeyrarsandi. Náði ís- breiðan, sem var mjög þétt, um 300 — 500 m frá landi og lá ó- högguð i hálfan- mánuð, enda stöðug norðanátt. Að öðru leyti var Húnaflói islaus eins langt og sást frá Blönduósi. Síðustu dag- ana hefur ísinn aukizt mjög mik- ið, því áð nýjar ísbreiður hafa komið vestan úr flóanum. í gær og dag hefur þéttur ís verið út af Blönduósi og víða landfastur. Af brekkubrúninni inni sunnan við kauptúnið, en hún er um 40 m yfir sjó er sam fellda ísbreiðu að sjá um alian flóann. Stór borgarísjaki, sem festist á grunni skammt fyrir utan Skagaströnd á 80 metra dýpi fyrir hálfum öðrum mánuði, hef ur færzt mikið innar og er nú að molna nfður. —- Bj. B. 99 Sir Winston Churshili44 London, 31. maí. NTB: _ í dag var hleypt af stokk- I unum í Englandi nýju 80.000 I lesta norsku skipi, sem gefið , var nafnið „Sir Winston Churchill“. Skipið skírði eig- Sinkona Reginalds Maudling, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands. í Skipið. sem er 259 metrar 1 að lengd og 38 metra breitt, er smíðað í Swan Hunter skipa smíðastöðinni við ána Tyne —- í norðausturhluta Eng- lands og er stærsta skip, sem þar hefur nokkru sinni hlaup- ið af stckkum. Eigandi skips- ins er útgerðarfyrirtæki Hil- mars Rekstens í Bergen. Nýtt skip með síld d sjómannadaginn Húsavik, 31. maí: — f GÆR, á sjómannadaginn kom ms. Dagfari til Húsavíkur með um 800 mál síldar af Austurmið um. Þetta er fyrsta koma skips- SJómannadagur á Húsavik Húsavík, 31. maí: — S J ÓM ANN AD AGURINN var haldinn hátíðlegur hér á Húsa vík í gær og hófust hátíðahöldin með messu kl. 10.30. Sóknarprest urinn, sr. Björn H. Jónsson préd ikaði. Bftir hádegi fór fram kapp róður og kappsigling á minni bátunum. Stóru bátarnir fóru með börn og fullorðna í skemmti siglingu um flóann. Síðan fór fram íþróttakeppni á íþróttaleik veílinum og um kvöldið dans- leikir í báðum samkomuhúsun- um. — Fréttaritari. ins til heimahafnar. — Dagfari kom til landsins í vor, en gat þá ekki siglt til Húsavíkur vegna isa. Þetta er nýtt, glæsilegt 250 lesta skip, eign bræðranna Stef áns og Þófs Péturssona, sem jafn framt eru eigendur Náttfara. — FréttaritarL — Gagnfræðingar Framh. af bls. 2. einnig um 100 norskir gagnfræð- ingar, sem einmitt höfðu lokið prófum sínum þann dag. Tókust mjög ánægjuleg kynni með unga fólkinu. Allir þátttakendur í förinni láta hið bezta af henni og róma sérstaklega vinsemdina og gest- risnina, sem þeir áttu að fagna með frændþjóð vorri í Noregi. — Sv. P. Lítil síld í gær 1 FYRRINÓTT og gærmdrgun fóru síldarbátarnir að tínast út. í gær var eitthvað kastað á síld, en ekki hafði blaðið fregnir af verulegri veiði. Eftirfarandi síld- arfréttir bárust í feær: REYÐARFIRÐI — Fyrsta sfld- in barst til okkar á laugardags- morgun. Þá kom Halkion með 1600 mál. Við erum búnir að fá rúm 5000 mál, sem fer í bræðslu, og mun verksmiðjan taka til starfa annað kvöld. Hér eru menn að undirbúa söltunarplönin, en 4 söltunar- stöðvar verða hér í sumar — Arnór. ★ NORÐFIRÐI — 1 fyrrinótt og í gær komu þessir bátar með síld: Guðbjartur Kristjánsson með 950 mál, Þorbjörn II 1000, Tjarnan 200, Bjartur 1200, Reykjaborg 1300, Heimir 1500, Barði 1000, Gullberg 200, Sæ- hrímir 200, Siglfirðingur 800, Halíon 200, Grótta 800, Gullver 600. Verksmiðjan mun geta byrjað að bræða seinni hluta vikunnar en þar er nú unnið dag og nótL Margir aðkomubátar voru hér inni á sjómannadaginn, en þeir fóru flestir út í morgun. — Ásgeir. ★ RAUFARHÖFN — Síldin nálg- ast alltaf Langanesið, svo við er- um vongóðir hér. Líklega verður hægt að byrja að bræða eftir vikutíma, en þangað til er hægt að taka síld í geymslu. Andmælendur og doktorsefni. Talið frá vinstri: Per Lundahl, Peter Hallberg og Hans Bekker-Nielsen, andmælendur og doktorsefnið Lars Lönnroth. — Kenningar Framhald af bls. 1 Aðeins í litlum mæli mætti álíta, að íslenzku fornbók- menntirnar hefðu orðið til í einangraðri bændamenningu. Þessar bókmenntir væru færð ar í letur samkvæmt beiðni manna á meðal yfirstéttanna á íslandi og í Noregi og þeir, sem hefðu fært þær í letur, voru fyrst og fremst munk- ar og prestar á þrettándu öld og hefðu þeir haft góða þekk ingu á evrópskum. miðalda- bókmenntum, einkum latn- eskri sagnritun. Allt of mikið hefði verið gert til þessa úr því hve þjóðleg, munnleg varðveizla íslendingasagn- anna ætti mikinn þátt í því, að fornbókmenntir íslendinga hefðu orðið til. Á meðal andmælenda við doktorsvörnina var Peter Hall berg. Gagnrýndi hann doktors efnið harðlega og bar Lönn- roth á brýn kæruleysi, skort á fræðimennsku og að hattn færi rangt með héimildir í því skyni að hleypa frekari stoðum undir kenningar- sín- ar. Er Morgunblaðið sneri sér í gær til Peter Hallbergs, komst hann svo að orði, að hann teldi kenningar dr. Lönn roths engan veginn á röikum reistar. Þau dæmi, sem Lönn- roth hefði talið upp tit stuðn- ings kenningum sínum, mætti yfirleitt skýra á annan og nær tækari hátt en Lönnroth hafði gert. Peter Hallberg hefur samið ýtarlegan ritdóm um doktors- ritgerð Lönnroths og mun hann birtast innan tíðar hér í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.