Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 1
28 síðnr wgmMábib 92. árgangur. 123. tbl. — Miðvikudagur 2. júní 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsíns. árangursríkur fundur landvarnaráðherra NATO-ríkja París, 1. júní (AP-NTB). f DAG lauk í París fundi land- Varnaráðherra ríkja Atlan/.hafs- gandalagsins. 1 sameiginlegri yfir fýsihgu, sem gefin var út að fuiKlinum loknum, sagði, að fuixl arinn hefði verið hinn gagnleg- •sti ©g að samstaða rikti með feandalagsrikjuiMim. Sérstaka at- bygli vöktu ummnli franska landvarnaráðherrans eftir fund- Inn, þar sem hann sagði, að þetta hefði „alls ekki vciið lélegur lumlnr", A fundinum bar landvarna- ráðherra Bandarikjannia, Mc- Namara fram þá tillögu, að þátt- tökuríki bandalagsins tæfcju þátt í sameiginlegum kjarnorkuvörn- ttm handalagsins, með því að valdir yrðu í nefnd, sem ákvörð- unarrétt hefði um kjarnorkuvopn bandalagsins, landvarnaráðherr- M frá fjórum eða fimm banda- iagsríkjarana. MeNamara skýrði frá því á fundinum, að Bandaríkin ynnu að því að tvöfalda kjarnorku- vopnabirgðir sínar í Vestur- Evrópu í því skyni að efla varn- armátt bandaiagsins í löndum þess í Mið-Evrópu. Sagði ráð- herrann, að um þetta leyti nassta ár myndu birgðir Bandaríkjanna af kjarnaoddum í Evrópu. vera tvisvar sinnum meiri, en þær voru 19G1. McNamará skýrði frá þessu í því skyni að vísa á bug orðrómi, sem komizt hefur á kreik, um að Bandaríkin hygðust flytja kjarn- orkuvopn sín burt frá Evrópu. Sagði ráðherrann að þessi orð- rómur ætti við engin rök að styðjast. Tók hann það fram, að frá því í janúar sl. hefðu Banda- rikin aukið kjarnorkuvopna- birgðir sínar í Evrópu um einn tíunda hluta. Bondarískir hermenn kvaddir frú Ddminíkanska lýðveldinu Washington, 1. júní (AP). LYNDON B. Johnson, Banda- rikjaiorseti, hélt fund með fréttamönnum í Hvita húsinu i dag. ilkynnti hann þar að ákveð- ið væri að kalla heim frá Dóm- iníkanska lýðveldinu tvö þúsund bermenn úr landgönguliði flot- ans. Vm sáðustu helgi fóru 3.4Ö0 bandarískir hermenn frá Santo Domingo. Forsetinn sagði að enn væri hættuástand í Dóminíkanska lýð- veldinu, en hinsvegar hefði dvöl hermanna frá Ameríkuríkjunum dregið mjög úr starfsemi komm- únista þar. Og væru því yfir- menn erlendu hersveitanna sam- mála um að óhætt væri að fækka Hvítra gisla leitað í Koriffií Leopoldville, Kongó, 1. júní (NTB) HERSVEITIR Kongóstjórnar tóku í dag bæinn Buta norð- arlega í Kongó úr höndum tippreisnarmanna. . Vonazt hafði verið til að í bæ þessum næði stjórnarherinn um eitt hundrað Evrópubúum, sera tal ,ið er að uppreisnarmenn hafi í haldi. En í bænum fundust aðeins fimm hvítir menn. Fyrr í dag bárust fréttir um að ein hersveit stjórnarinnar hefði fundið lík 10 hvítra manna skammt frá Buta og hjá þeim átta særða hvíta menn. Höfðu hinir látnu ver- ið stungnir til bana með spjót. um. < Lokasóknin til Buta var gerð frá tveimur hliðum, og itjórnuðu hvítir málaliðar sókninni. Áður höfðu þeir skorað á uppreisnarmenn að Igefast upp, en þeirri áskorun var ekki sinnt. Lítið hef ur bor zt af fregnum frá bardögun- Framlhaid á Ws. 27 í bandarísku sveitunum. Eftir þessa brottflutninga eru enn um 16 þúsund bandarískir hermenn í höfuðborginni Santo Domingo. Á fundinum skýrið forsetinn einnig frá því að hann hyggðist fara til San Francisco og sitja þar hátíðafund Sameinuðu þjóð- anna 24., 25. og 26. júní nk., en þá eru tuttugu ár liðin frá því samtökin voru stofnuð þar í borg. Mun Johnson ávarpa þing- ið. EINS OG Mbl. hefur skvrtl Öttazt að á þriðja hundrað manns hafi farizt Gassprenging í kolanámu í Japan Tókíó, 1. júní (AP-NTB) GASSPRENGING varð í dag í Yamano-kolanámunni í Suð- ur-Japan, og er óttazt að rúm- lega tvö hundruð námumenn hafi beðið bana. í kvöld höfðu fundizt 160 lík, en nærri 100 manna ei- enn saknað. 552 námumenn voru að störfum niðri í námunni þeg- ar sprengingin varð klukkan 12.40 eftir staðartíma (kl. 3.40 að nóttu eftir ísl. tíma) 457 metrum fyrir neðan yfir- borðið. Við sprenginguna lok- uðust um 250 námumenn inni í göngunum, og er talið að lítil von sé um að nokkur þeirra náist lifandi út. Mikið eiturloft er í námunni, og er óttazt að þeir, sem ekki fór- ust í sprengingunni, hafi lát- izt af þess völdum. Sueichi Araiki, einn námu- mannanna sem bjargaðist, segir svo frá: „Ég var að vinnu um 100 metrum frá námuopinu þegar sprengingin varð. Kastaðist ég utan í námuvegginn og rotaðist. Þegar ég rankaði við mér sá ég til . þriggja félaga minna. Ein- hvern veginn komumst við út. Við gátum varla andað. Ég hélt við værum allir dauðadæmdir". Framhald á bls. 27 frá eru nú nokkrir íslending ar staddir í Skotlandi á veg- um Siglingaklúbbsins Óðins, I sem fest hefur kaup á segl- skútu. Skútunni, sem skírð befur verið Stormsvalan, sigla íslendingarnir siðan heim, og hafa e.t.v. viðkomu í Fær- I eyjum. Ráðgert var í gær, að lagt yrði upp í Islandssigl- inguna í dag, miðvikudag. — Hér á myndinni blaktir is- lenzki fáninn í fyrsta sinn á Stormsvölunni i reynslusigl- ingu á Clydefirði. — Sjá fleiri myndir á bls. 15. Fimmtíu lestum af sprengjum varpað á N-Vietnam Saigon, 1. júní (AP-NTB) BANDARÍSKAR þotur gerðu í dag sex loftárásir á stöðvar í Norður-Vietnam. Vörpuðu þær um 50 lestum af sprengj- um niður á vegi, brýr, ferjur og vopnabúr. Tvær flugvél- anna voru skotnar niður, en öðrum flugmanninum tókst að bjarga. Einnig réðust bandariskar flugvélar og vélar úr her Suð- ur-Vietnam á stöðvar Viet Cong skammt frá Quang Ngai, þar sem harðir bardag- ar geisuðu um helgina. Ekki er enn vitað með vissu um mannfall í bardögunum vi». Quang Ngai, en álitið lað um 500— 600 hafi fallið úr hvoru Hði. Erf- itt er að segja um rriannfall Viet Cong, því þeir höfðu særða og fallna á brott með sér. Banda- rískar flutningaflugvélar og þyrl ur hafa verið sendar til Quang Ngai til að flytja á brott særða. Segja flugmenn að aðkoman hafi verið hroðaleg. Á hæð einni voru h'k 107 hermanna úr sveitum Suð- ur-Vietnam og tveggja banda- rískra hermanna. Voru mörg lík- anna mjög illa leikin eftir mis- Framihald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.