Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 3
4 Miðvikudagur 2. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 X TJNGIJR maður, gigvalði T>or- gilsson, sem um nakkurt skeið hefur stundað nám við danskennaraskóla í Kaup- mannahöfn, setur á stofn skóla í öndverðum júní, þar sem kenndur verður jazzball- ett. Verður skóli þessi fyrir fólk á öllum aldri, og er hér um að ræða þriggja mánaða námskeið; þar eð Sigvaldi fer aftur utan í haust til frekara náirts. Danslistarskóli sá, sem Sig- Jazzballett sýndur á lokadansleik danskennaraskóla þess, er Sigvaldi stundaði nám við. Sigvaldi Þorgilsson Sigvaldi (annar frá vinstri) sýnir Charleston-dans ásamt skólafélögum sínum á Karls en Institut. mun stofna til sérstakra frú- artíma, en tímar verða einu sinni eða tvisvar í viku fyrir hvern flokk. Óráðið er, hvar skólinn mun starfa, en það verður í húsnæði, þar sem þátt takendur geta farið í bað á eftir. Námskeið í jazzballett v sldi nemur við, Karlsen Insti tut, er einn hinn þekktasti sinnar tegundar og er þar kennt allt lútandi að dansi. Sigvaldi hefur lagt sérstaka rækt við jazzballett, en sú teg und danslistar er ekki með öilu ókunn hér á landi. Áður en Sigvaldi sigldi utan til náms, hafði hann stundað dans nám hjá Rigmor Hanson og Hermanni Ragnars. Á dans- skóla í Osló komst hann 1 kynni við jazzballett, sem er mikið tíðkaður ytra, og er hann starfandi sem hljóðfæra leikari um borð í Oslofjorð, sem siglir milli Osló og New York, kom hann iðulega á Broadway, þar sem jazaballett er í hávegum hafður. Iðkun jazzbalietts er vel til þess fallin að öðlast fallegan og reisulegan líkamsburð. Mundi jazzballett því þykja góð æfing fyrir fólk, sem sit- ur mikið við störf. Sigvaldi Brezk gamanmynd hlýtur Gullpálmann BREZKA kvikmyndln „The Knack“ varð hlutskörpust á kvikmyndahátiðinni i Cannes, Bem er nýlokið, og hlaut hún Gullpálmann að verðlaunum. Bezta leikkonan á kvik- myndahátíðinni var kjörin Samantha Eggar fyrir leik einn í bandarísku kvikmynd- tnni „The Collector" og Terence Stamp bezti leikarinn fyrir leik sinn í sömu mynd. Dómnefndin veitti japönsku kvikmyndinni „Kwaidan" sér Btök verðlaun og rúmenska kvikmyndin „Forest of the Hanged" hlaut verðlaun fyrir bezta leikstjórn. Einnfg veitti dómnefndin þremur leikurum heiðursskjal: Jozef Kroner otg Idu Kaminsku fyrir leik í tékknesku kvikmyndinni „Mirror for the Larks“ og Veru Kouznetsovu fyrir leik sinn í sovézku myndinni „Einu sinni var gamall mað- ur og gömul kona.“ Einnig voru veitt verðlaun lyrir beztu stuttu myndina, og þau hlaut ungverski leikstjór- inn Janos Vadasz fyrir mynd sína „Nyitany", en hún sýnir hænufóstur frá frjóvgun þar til imginn kemur úr egginu. Tónlistin við myndina er Eg- mont-forleikur Beethovens. Sérstök verðlaun veitti dóm- nefndin fyrir stutta mynd, „Monsieur Plateau", gerða af Framh. á bls. 19 Terence Stamp og Samantha Eggar voru kjörin bezti leikarinn og leikkonan í Cannes. STAKSTEIMAR „Eldhugi“ í nýútkomnu Suðurlandi er m.a. svofelld klausa undir fyr- irsögninni „Áttræður eldhugi": „Hinn 1. maí varð Jónas Jóns- son frá Hriflu áttræður. Jónas er tvimælalaust einn svipmestl stjórnmálaleiðtogi þessarar ald- ar, og um hann léku langa stund stríðir straumar. I þann tíð, er Jónas hóf afskipti af stjórnmál- um, var flest á annan veg hér- Iendis en nú er. Þær orustur, sem háðar voru á stjórnmálavígvell- inum á mestu baráttuárum J. J. voru og á margan hátt ólíkar „nútímahernaði", og yfirleitt var þá harðar barizt. J. J. er hug- sjónamaður, og hann hefur notið þeirrar gæfu, að sjá margar af hugsjónum sínum rætast. Hins vegar hefur J. J. vafalaust orðið var, að margir úr flokkum and- stæðinga, og ófáir úr hópi þeirra, sem töldust samherjar, hafa mis- skilið margt af baráttumálum hans, fyrst og fremst vegna þess, að oft á tímum var hinn snjalll hugsuður langt á undan mhhí samtíð". Ekki verður farið mörgum orð- um um þessa eldlegu dýrkun á gömlum stjórnmálamanni, svo notuð séu svipuð orð og greinar- höfundur gerir í Suðurlandi. Þó er ekki hægt annað en undrast lofgjörðarrollu þSssa í blaði, sem skýrir svo frá sjálft, að útgef- endur þess séu „Sjálfstæðismenn í Suðurlands-k jördæmi". Það þurfa áreiðanlega margir gamlir og gegnir Sjálfstæðismenn að láta segja sér tvisvar að Sjálf- stæðismenn standi að þessum skrifum um Hriflu-Jónas. Þó Morgunblaðið telji að hinn aldni stjórnmálamaður eigi rétt á því að sitja á friðarstóli í ellinni án þess að honum sé sveigt, er ó- mögulegt annað en minna á, að gefnu tilefni, að fáir stjórnmála- menn á Islandi hafa sýnt í verki eins mikið ofstæki og hann gerði á sínum tíma. Mörgum er enn í fersku minni hvernig hann hund elti andstæðinga sína og reyndi að ná sér niðri á þeim með öll- um þeim ráðum sem tiltæk voru, ekki sízt pólitískum völdum, er. þau voru fyrir hendi. Það situr sízt á Sjálfstæðismönnum að koma því inn hjá þjóðinni að Jónas frá Hriflu hafi verið á und an sínum tíma. Eru menn þá fljótir að gleyma. Er það vel. En hitt er á engan hátt afsakanlegt að breyta sögulegum staðreynd- um í sínum eldlega áhuga. Og allra sízt að gera mönnum þá glennu, þegar þeir hafa setzt I helgan stein, að hlaða á þá oflofi sem verka á þá sem gerzt þekkja til eins og háð. Mikill skdldskapur Svo undarlega vildi til að ein- mitt í Þjóðviljanum í gær birtist grein í svipuðum dúr og Jónas á Hriflu skrifaði oftlega á sin- um tíma um Morgunblaðið og Morgunblaðsmenn. Er grein þessi eftir Friðjón Stefánsson, rithöf- und, og ber hún öll merki þess að maðurinn hefur verið alinn upp á þeim tíma þegar baráttu- aðferðir Jónasar á Hriflu voru í algleymingi hér á landi. Ekki treystir Morgunblaðið sér til að endurtaka grein Friðjóns hér, því orðbragð hennar er nútimanum framandi, og á ekki heima í öðr- nm málgögnum en þeim, sem dagað hafa uppi. Hér verður lát- ið nægja að nefna nokkur þau gífuryrði, sem er að finna í þess- ari örstuttu níðgrein um Morg- unblaðið: lýðskrum, rangfærslur, forheimskunartilraunir, auðsveip ur þjónn stríðsglæpamanna, hræsni, Danski-Moggi, Ameriski- Moggi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ekki skal frekar rætt um þennan orðagraut rithöfundarins sem er raunar ekki miklu verri en ýmislegt annað úr hans pcnna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.