Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. júní 1965 „JÖKLARNIR" í FERÐUM MILLI 1 fyrradaer hélt stjórn Jökla h.f. fund með blaðamönnum um borð í Hofsjökli, sem er nýkominn heim úr 3 mánaða siglingum milli erlendra hafna. Forstjóri Jökla, Ólafur Þórðarson, skýrði frá eftirfarandi: Á undanfömum mánuðuim hefur orðið veruleg breyting á rekstri frystiskipa félagsins frá því sem áður var. Stofnendur h.f. Jöikla voru allir frystihúsaeigendur innan S. H. 1945 og var félagið stofnað til að þjóna hraðfrystihúsimum á sem hagkvæmastan hátt m. a. með hröðum afskipunum hvar sem var á landinu og lágum farm gjöldum. Þessu hlutverki sínu hefur félagið þjónað í 18 ár eða þar til 1. apríl s.l., þegar Sölu- miðstöð Hraðfrystilhúsanna gerði samning við Eimskipafélag ís- lands hf. um flutninga á allri framleiðslu frystihúsa innan S. H. á flutningsgjaldi, sem er langt fyrir neðan eðlilegan rekstursgrundvöll frystiskipa. Stjórn h.f. Jökla tók þá ákvörð- un að fara ekki í fargjaldastríð á óraunhæfum samkeppnisgrund velli, heldur leita fyrir sér um hagnýtingu frystiskipanna í al- þjóðasiglinum. Á árinu 1964 voru gerðar tilraunir á þessu sviði og lestaðir alls fimm frysti- farmar frá Ameríku til Evrópu. Þar sem á þessari leið hafði þegar fengist nokkur reynsla ákvað stjórn h.f. Jöklar eftir ofangreinda samningsgerð S. H. og Eimakips að leggja höfuð- áherzlu á frystiflutninga annars vegar frá Ameríku til Evrópu og hinsvegar flutninga til ís- lands frá Evrópu. Jafnframt því að taka að sér flutninga frá Evrópu til Ameríku eftir því sem fært og hagkvæmt þykir. Jöklar hafa í förum fjögur eigin skip, auk leiguskipa. Þar af eru þrjú nýtízku frystiskip m. s. Langjökull, m.s. Drangajökull og m.s. Hofsjökull, sem öll eru í siglingum milli Ameríku, Evrópu og íslands, og m.s. Vatna jökull, sem er í reglubundnum siglingum milli íslands og Evrópu. Hið nýja fyrirkomulag í siglingum skipanna felur í sér aukna þjónustu við íslenzka inn flytjendur í flutningunum frá Evrópu. M.s. Hofsjökull kemur nú full hlaðinn stykkjavörum og bifreið um frá Evrópu. Skipið fór síðast 60 námur þjóðnýttar Algeirsborg, 31. maí. NTB: • Stjórnin í Alsír hefur ákveð ið að þjóðnýta sextíu járn-, blý-, sink- og koparnámur í landinu. Hefur enginn atvinnurekstur verið í námum þessum um nokk urt skeið og tilkynnti stjórnin eigendum námanna fyrir nokkru, að þær yrðu þjóðnýttar yrði ekki hafín starfsræksla þar þegar i stað og áætlanir þar að lútandi bornar undir stjórnina tU samþykkis. Námarekstur var lagður niður I flestum námanna skömmu eftir að Alsír fékk sjálfstæði 1962. yrði þá samanburður fróðlegur. 1 þessu sambandi yrði margs að gæta, e.tv. fyrst og fremst efnahagsafkomu ibúanna, sem sjálfsagt er breytileg frá ári til árs. Utanbæjarmenn eiga þá sennilega sinn skerf af því á- fengismagni, sem neytt er í Eyjum — og fjöldi þeirra er sjálfsagt breytilegur frá vertíð til vertíðar. Snilldarverk Hér kemur .stutt bréf um útvarpið: „Ekki efast ég um að oft er erfitt að gæta hlutleysis í út- varpinu, enda gengur ekki öll- lun jafnvel á því sviði. Ýmist of eða van. Hvað á það t.d. að þýða að fella niður fréttaefni af þeirri einföldu ástæðu, að um fréttnæmt efni er að ræða? Kjánalega spurt? Jú, vissu- lega. Spumingin er jafnkjána- leg og afstaða fréttastofu Ríkis- útvarpsins er, þegar mikið ligg- ur við. Ég nefni sem dæmi Hlutleysið Var hér verið að gæta hlutleysis í fréttaflutningi? Nei, það getur ekki verið. Ummæli forstjóra Flugfélagsins voru á engan hátt pólitísk og hefðu þvl ekki átt að koma við kaunin á fréttastofu útvarpsins. Hér var fyrst og fremst um slæma fréttamennsku að ræða og meginorsök hennar er senni- lega sú, að hlutleysisbröltið hefur brenglað dómgreind við- komandi fréttamanna. Þessi ummæli átti að flytja í útvarp- inu eins og þau voru birt í blöð- unum. Ef útvarpið hefur verið að bregða skildi fyrir Loftleiðir með því að skera umræddan kcifla úr ræðunni fyrir endur- varpið, þá ætti útvarpið heldur ekki að segja frá því, ef verk- fall verður t.d. í júní, því verk- fallinu verður beint gegn at- vinnurekendum. Og þótt svo að útvarpið brjóti hlutleysið og laumi út úr sér, að verkfall hafi skollið á (ef svo verður) þá má það ekki greina ástæð- umar, því þá kemur áhjá- kvæmilega óánægja í garð at- vinnurekenda. — Útvarpshlust- andi á Vestfjörðum“. Útsala í Eyjum Nú safna þeir undirskrift- um í Vestmannaeyjum og vilja láta opna áfengisútsöluna þar. Hvort opnuð verður útsala í Eyjum verður ekki sagt á þessu stigi málsins, en ekki þykir ó- eðlilegt að hafa þar útsölu eins og í öðrum álíka kaupstöðum á landinu. En meirihluti bæjar- búa hlýtur að ráða. Ef útsalan verður opnuð gæf- ist gott tækifæri til þess að kanna breytingu þá, sem yrði á bæjarbragnum (ef hún yrði þá einhver). Langt er nú liðið síð- an útsölunni var lokað á þess- um stað og ættu einhverjir að- ilar, sem telja sér málið skylt, að hlutast til um að nokkrir greindir og glöggir Vestmanna- eyingar semdu álitsgerð um á- standið eins og það hefur verið undanfarin ár. Þegar útsala hefði svo verið á staðnum í tvö ár gætu sömu menn samið nýja álitsgerð og ræðu forstjóra Flugfélags ís- lands, Amar Ó. Johnson, er hann beindi skeytum sínum gegn Loftleiðamönnum við komu Bhkfaxa. Kaflar úr ræð- unni voru endurfluttir af segul- bandi í fréttaauka útvarpsins, en þeir kaflar, sem mesta at- hygli vöktu — og bragð var að — voru felldir niður. í rauninni má segja, að þetta hafi ekki gert mjög mikið til, því öll dagblöðin sögðu frá ræð- unni daginn eftir og spöruðu hvorki rúm né fyrirsagnaletur. Við, sem búum úti á landi viss- um hins vegar ekki hvað mað- urinn hafði sagt fyrr en við fengum blöðin (sumir mörgum dögum síðar) þrátt fyrir að út- varpið hefði sagt frá ræðunni. Út af fyrir sig var það snilldar- verk að verja heilum frétta- auka til þess að lýsa athöfninni á flugvellinum án þess að segja fréttina, sem allir töluðu um a eftir — og tala um enn þann dag í dag! frá landinu 3. mEirz s.l. til Banda ríkjanna og hefur síðan lestað tvo farma af frystum_ kjötafurð- um frá Bandaríkjunum til Evrópu. og flutt einn farm af bif reiðum til Ameríku frá Eng- landi. M.s. Langjökull er mú að losa í Evrópu annan farminn, sem hann flytur frá Bandaríkjunum og Kanada frá því, að hann tók síðasta fiskfarminn fyrir S. H., sem var í lok febrúar. Eftir fyrri ferðina lestaði skipið í Dan mörku á fimmta hundrað tonn af frystum fiskflökum til Ame- ríku og fyllti sig í Evrópuhöfn- um af stykkjavörum til íslands. M.s. Drangajöikull kemur í dag til Evrópu með sinn f yrsta frystifarm frá Ameríku. Segja má að byrjunarfram- kvæmdir Jökla í aliþjóðasigling- um hafi til þessa tekist vonum framar. Byggist framkvæmdin á því, að skipin sigli hringferð um Eiginkonur og börn streyma un> borð til fundar við heimilis feðurna eftir 3 mánaða aðskiln- að. — Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) hörð og miklar sveiflux á þeim flutningum. Er því að svo stöddu erfitt að spá neinu um framtíð- ina og verður reynslan ein að sýna árangurinn. erfitt er að fá hagkvæma flutn- inga frá Bvrópu yfir til Ameríku og svo til enga frá íslandi. Samkeppni um frystiflutninga frá Ameríku til Evrópu er mjög Norður-Atlantshaf með 'viðkomu á íslandi á vesturleið, þegar unnt er að koma því við. Það skapar erfiðleika, hvað Ingólfur Möller, skipstjóri á Hofsjökli og Ólafur Þórðarson, forstjóri Jökla h.f. Símaskráin um miijan júní SÍMASKRÁIN nýja er vænt- anleg um miðjan júnímánuð n.k. Hún verður í sama broti og hún er í nú, en kápan er úr plasti, sem unnt er að strjúka af óhreinindi. Að þessu sinni verður núm- eraskráin felld niður, en hana verður unnt að fá sérstaklega. Símaskráin verður 25 arkir, en hefði orðið 31 örk að við- bættri númeraskránni. Sérstakar símaskrár verða gefnar út fyrir þá bæi, sem hafa sjálfvirkar símstöðvar. HAFNA ERLENDIS i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.