Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. júní 1965 Menningarborgin Munchen - og yngsti borgarstjóri stdrborgar í Evrúpu • Uir. þessar mundir gist- ir ísland yfirborgarstjórinn í Miinchen, dr. Hans Joachim Vogel, sem mun vera einn yngsti borgarstjóri stórborgar í Evrópu. Er hann aðeins 39 ára að aldri.en hefur þó þeg- ar gegnt þessu -veigamikla em bætti í fimm ár. í augum margra Miinchen- arbúa er dr. Vogel enn eins- konar undrabarn á vettvangi stjómmálanna. Kjör hans í þetta embaetti í kosningunum 1960 var talinn einn af meiri háttar viðburðum í sögu bæja og sveitarstjórnakosning í Vestur-Þýzkalandi eftir heim- styrjöldina síðari. Áður hafði dr. Vogel verið starfandi um nokkurt skeið sem lögfræðing ur hjá borgarstjórn Miineh- enar. Átrti hann að baki sér glæsilegan námsferil og hafði útskrifazt úr háskóla með hæstu einkunnum. Fyrirrennari dr. Vogels í embættinu var Thomas Wim- mer, úr flokki Sósíaldemó- krata eins og dr. Vogel. Hafði Wimmer verið afar vinsæll í Múnchen. Hann var borinn og barnfæddur Bajari og naut mikillar hylli. Dr. Vogel var hinsvegar fæddur í Norður- Þýzkalandi. Var það fundið honum allmikið til foráttu og mælti sterkast gegn kjöri hans. Helzti keppinautur dr. Vogels í kosningunum var dr. Josef Miiller, frambjóðandi Kristilegra demókrata, sem verið hafði í fangabúðum naz ista á styrjaldarárunum. Var Miiller, — sem fengið hefur viðurefnið „Uxinn“, vegna útlits síns — talinn sigur- stranglegri og það jafnvel þótt hann nyti ekki óskoraðs stuðnings hægri arms flokks síns. En svo fóru leikar, að dr. Vogel féklk 64.3% at- kvæða, sem var talinn geysi- mikill sigur. Létu margir svo um mælt, að þetta væri „sig- ur æskunnar" í Múnohen. Þau fimm ár, sem dr. Vogel hefur verið borgarstjóri hef- ur hann reynzt hinn færasti maður og farsæll í starfi og hafa vinsældir hans stöðugt farið vaxandi. Mörg erfið verkefni hefur þurft að leysa, því að Miinchen er ört vax- andi iðnaðarborg. Þykir dr. Vogel hafa vel tekizt til þessa og vinsældir hans farið vax- andi. Er talið næsta öruggt; að hann verði endurkjörinn í næstu kosriingum, árið 1966. Meðal hinnar fjölmennu stétt- ar menntamanna í borginni nýtur hann álits sem frjáls- lyndur maður og skynugur vel og sú tilíhneiging hans að leysa vandamál er upp koma með málamiðlun og samningalipurð hefur aflað honum vinsælda langt út fyr- ir raðir stuðningsmanna Sósi- al demókrata. ★ Ekki er úr vegi að drepa örfáum orðum á borg dr. Vog els, Miinchen, sem margir ís- léndingar ^þekkja reyndar á- gæta vel. Fjöldi íslenzikra ferðamanna hefur lagt leið sína þangað á síðustu árum og margir íslendingar hafa stundað þar nám. Mun þó eittbvað vera að fækka náms- mönnum þar um þessar mund ir og er það verr, því að auk þess, sem þar eru hinir á- gætustu skólar, er borgin sjálf, með öllum sínum lysti- semdum, hið ákjósanlegasta menntasetur. Sjálft andrúms- loft borgarinnar hrynjandi hennar, saga og svipmót, ger- ir hana eftirsóknarverða til langdvalar. Þar við bætist fjöldi listasafna, einhver beztu málverkasöfn álfunnar eitt fullkomiiasta tæknisafn heims, frábært tónlistarlíf nær allan ársins hring, gleði- hátíðin „Fasdhing" á haustin og svo ótal margt fleira. List- iðnaður er þar á háu stigi og listamenn og listnemar sækja þangað, hvaðanæva að úr heiminum. Er þar jafnan mik- ið um málverkasýningar, ár- ið um kring — en surnir láta sér nægja að hengja myndir sínar á snúrur milli trjánna við breiðstrætin í Schwabing og lýsa þær upp með kerta- ljósum, þegar vel viðrar. Og þeir sem’ heillast af trúarlífi og fögrum kirkjum geta í. Múnohen fundið næg heill- andi verkefni Munohen er höfuðborg Bay ern og þriðja stærsta borg Vestur-Þýzkalands, telur nú um 1.2 .milljónir íbúa. Gegn- um hana rennUr áin Isar, þar sem borgarbúar og ferðamenn baða sig á sólbjörtum sumar- döguim. Reyndar eiga þeir um nokkra aðra staði að velja og þá ekki síðri, því að a.m.k. 3-14 útibaðstaðir eru í borg- inni, hver þeirra með mörg- um sundlaugum allt frá vað- pollum fyrir smábörnin upp — eða niður — í margra metra djúpa dýfingarpolla fyrir sundsnillinga. Ennfrem- ur eru þar veitingastaðir, í- þrótta- og leikvellir og skóg- arlundir, þar sem menn geta leitað fámennis eða einveru. Borgin liggur skammt fra rótum Alpafjalla enda þyrp- ast borgarbúar þangað um helgar bæði sumar og vetur, ýmist til þess að fara á skíði, ganga um og klifra í fjöllun- um eða njóta hins rómantíska umihverfis, þar sem skiptast á skógar, falleg vötn og tin- dótt fjöll og inn á milli þeirra smábæir og þorp, þar sem oft má sjá íbúana klædda þjóð- búningum vi'ð vinnu sína. Múnohen á sér langa sögu. Stofnandi borgarinnar er tal- inn Heinrich der Loewe — Hinrik ljón — hertogi af Bavariu og Saxlandi og fæð- ingarárið 1158. Var haldið há- tíðlegt 800 ára afmæli borgar innar 1958. En næsta víst er, að byggð var þar einhver nokkuð löngu fyrr og mörg örnefni í grenndinni eru sögð frá þeim tíma, er Keltar og Dr. Hans Joachim Vogel. Rómverjar voru þar S ferð. Nafnið sjálft — Múnchen — er sagt benda til þess, áð þar hafi upphaflega verið klaust- ur og merki borgarinnar ber mynd af munki. Múnchen varð fljótt mikil viðskiptamiðstöð og nú er þar miðstöð járnbrautarkerfis ins milli Þýzkalands, Frakk- lands, Austurríkis, Italíu, Sviss og Frakklands — og mikill straumur ferðamanna á sumrin. Árið 1294 varð Múnchen höfuðborg Bayern, en rúmum þrem áratugum síð ar eyðilagðist mikill hluti hennar í eldsvoða. Árið 1314 varð hertoginn Ludwig af Wittelsbach kon- ungur í Bayern og síðar keis- ari og tók sér búsetu í Múnch- en. Rann þar með upp mikið blómaskeið í sögu borgarinn- ar og var þá þegar lagð- ur grundvöllur hennar sem mennta- og menningarseturs, þar sem að hirð Ludwigs safn aðist mikill fjöldi mennta- og listamanna. 1 hugum margra, sem lítt eða ekki þekkja Munchen og sögu hennar, er borgin ef til vill fyrst og fremst tengd heimsstyrjöldinni síðari. Mör.g um er enn í fersku minni, að Chamberlain kom glaður og reifur heim til Bretlands í september 19’38 og veifaði „friðarsamningnum", sem hann hafði undirritað ásamt Hitler og fleirum í Múnchen. Og menn minnast þess einnig að Múnchen er talin fæðing- arborg nazismans. Hefur mörgum komið undarlega fyr ir sjónir, að maður eins og Hitler skyldi komast til vegs og valda meðal hinna elsku- leigu og glaðværu íbúa Múnch enar. Hitler fluttist til Múnchen árið 1912 frá Vínarborg, þar sem hann hafði lifað við þröng Framihald á bls. 27 Nýja óperuhúsið í Munchen. Óperan var vigð fyrir um það bil tveim árum. Miklar og langvar- andi deilur voru um það í Munchen, hvort byggja ætti upp óperuna í nýtízku stíl eða eins og hún var, áður en hún eyðilagðist í loftárásum í styrjöldinni síðari. Varð úr að reisa hana í sinni fyrri mynd. Ráðhúsið í Munchen er í gotneskum stíl, sem gefur þá hugmynd, að það sé komið allmjög til ára sinna. Svo er þó ekki. Byggingu þess var lokið laust upp úr siðustu aldamótum. — Lengst til vinstri sér á turna „Frúarkirkju". ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.