Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 19
Miðvikuclagttr 2. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Síðasta perlan IMokkur minningarorð um Sigrúnu frá Hringsdal I FYRRAVOR í byrjun apríl, og aftur í byrjun þessa mánaðar, árla dags, var hringt í síma minn og í eyru mín hljómuðu sömu orðin, „hún mamma er dáin“. I>essi orð vöktu ótal minning ar í huga mér, allt frá bernsku dögum í Dölunum mínum í Arn arfirði. Oft þegar ég hugsa um Dalina og fólkið þar, undpast ég, hversu margt gott fólk var í þessari litlu sveit, sérstaklega finrist imér til um, hversu margar af- bragðs konur voru þar. Fyrst kemur mér þá í hug ljósmóðir sveitarinnar, Bjarghild ur á Skeiði. Maður hennar hafði drukknað frá fjórum börnum, Iþegar yngsta barn þeirra var fjögurra ára, svo að hún hafði um ýmislegt að siá; en ætíð þeg- ar veikindi og erfiðleikar heim- sóttu sveitunga hennar, hafði jþessi yndislega kona bæði tíma og krafta til hjálpar og huggun- ar. Svo eru systurnar Ragnhildur á Krók, með stóra fallega barna hópinn sinn og Ragnheiður á Melstað með fósturbörnin sín. í Bakkadalnum kemur svo vin konan mín, sem kvaddi þennan heim í fyrravor, Ingibjörg í Feigsdal. — í>egar lítil föðurlaus telpa sneri sér til þeirra Feigs- dalshjóna um peningalán, til þess að geta lokið skólanámi, var ekki spurt um greiðslugetu hennar eða tryggingar, heldur tóku þau sjálf lán. og sendu mann langa leið, til næstu símastöðvar, sem þá var á Bíldudal og símsendu peningana, svo að litla stúlkan skyldi ekki þurfa að bíða lengi í óvissu. Ekki efa ég, að bæði — Gamanmynd Framh. af bls. 3 Belgíumanninum Jean Bris- mée. Gamanmyndin „Yoyo“ gerð af Pierre Etaix hlaut kaþólsku verðlaunin í Cannes og banda lag kvikmyndagagnrýnenda verðlaunaði mexíkönsku myndina „Tarahumara“. I >að kom mjög á óvart að „The Knack“ skyldi hljóta Gullpálmann. Dómnefndin virtist eiga í miklum erfiðleik um með að komast að niður- stöðu og kvað ekki upp úr- ' skurð fyrr en degi síðar en vanalegt er. ! „The Knack“ er gerð af I Richard Lester, en hann var einnig leikstjóri kvikmyndar- innar „A Hard Days Night“ með „The Beatles“ í aðalhlut- verkum. Verðlaunamynd hans er ekki efnismikil. Hún fjallar 1 um sveitastúlku, sem kemur til borgarinnar Otg leitar að gistiheimili Kristilegs félags I ungra kvenna, en fellur í hend ur tveggja ungra iðjuleys- ! ingja. Myndin þykir mjög ! fyndin og skemmtileg. Rita | Tushingam leikur stúlkuna og ! Ray Brooks og Michael Craw ford piltana. Þrír gamlir sjó- sóknarar heiðrað- ir í Keflavík KEFLAVÍK, 31. maí. — Sjó- mannadagshátíðahöldin í Kefla- vík hófust með skrúðgöngu frá barnaskólanum og inn að höfn- inni. >ar fór fram guðsþjónusta og var lagður blómsveigur á sjó- inn til minningar um drukknaða sjómenn. >á voru heiðraðir þrír gamlir sjógarpar, þeir ólafur Bjarna- son, Keflavík, Einar Jónasson frá Borg í Njarðvíkum Og Guðjón Sigurðsson, Keflavík. Þessir menn hafa allir stundað sjó- mennsku frá blautu barnsbeini og verið fengsælir og heppnir skipstjórar. Þá fór fram kappróður, þar sem sveit úr Njarðvíkum sigraði, og reipdráttur. Voru sveitirnar sín á hvorri bryggju og lenti sú sveit, sem tapaði í sjónum. Seinna um daginn fór fram knattspyrnukeppni og skipstjóra- og útgerðarmanriafrúr kepptu í boðhlaupi. Sigruðu skipstjóra- frúrnar. Um kvöldið voru dans- skemmtanir. — Heigi S. Lggert Laxdal hefur opnað málverkasölu að Laugavegi 133. — Selur hann þar málverk sín og einnig verða þar á boðstólum Ijóðabækur ungra skálda. — Myndin hér að ofan er af Eggerti og dóttur hans við eitt málverkið hjónin hafa verið þar að verki, en sízt mun Ingibjörg Magnús- dóttir hafa latt þess að hjálpa, því þannig var hún, — og hún gleymist aldrei. A Granda koma svo mágkon- urnar Elín og Guðbjörg. >ar var bæði hjartarúm og húsrúm og hjá þeim var gott að dvelja. >ó að sorgir og veikindi sæktu heimilið heim, átti Guðbjörg ávallt nóg af gleði og takmarka- lausum velvilja til að miðla öðrum, og Elín studdi hana í öllu góðu. Margar fleiri mætti telja, eins Og Petu mína í Austmannsdal — þessa yndælu manneskju, sem alstaðar reyndi að vera til góðs, þó að veraldarauður hennar væri ekki mikill. Eða þá allar systurnar á Hól, þær samvöldu gseðakonur. Svo kemur síðasta perlan mín, úr minningarsjóði bernsku minn- ar i Dölum, sú sem nú er ný- hörfin sjónum. Sigrún frá Hring- dal, sem hafði átt heimili sitt að Hjallavegi 68 frá því árið 1944. Sigrún Bjarnadóttir var fædd og uppalin í Dölum. Sama daginn og Bjarghildur á Skeiði missti eiginmanninn, missti Sigrún föð- ur sinn. >ann dag fórust 18 manns úr þessari litlu sveit, að- eins einn bátur komst heill til hafnar. Sigrún og Hringsdalsheimilið er óaðskiljanlegt í huga mér; þar sem hún var, fannst mér ég vera komin til Hringsdals. >essi skáld- mælta, gáfaða og göfuga kona hafði mótáð heimilið með öllum sínum persónutöfrum og þar hlaut öllum að líða vel. >rá eftir að geta hjálpað öðrum og mildir dómar um aðra fannst mér ein- kenna hana. í æsku hafði hún viljað læra ljósmóðurfræði, en efnin leyfðu það ekki. Hefir hún eflaust þráð að líkjast Bjarghildl með sínar líknarhendur, sem hún dáði mjög, því ekki voru laun ljósmóður svo mikil. Hugur minn fyllist samúð, þegar ég hugsa til vinar míns, Einars Bogasonar, sem nú hefir mi^st sinn trygga og trausta lífs- förunaut, eftir meira en 56 ára farsælan hjúskap (gift 26. des. 1908), til yndælu barnanna henn- ar átta, og tengdabarnanna, sem öll hafa misst sína elskulegu móður, og til barnabarnanna sem hafa misst hana ömmu. >essa yndælu fjölskyldu alla hefi ég átt og á að vinum og ég fyllist þakklæti til forsjónarinn-; ar, sem lét mig kynnast öllum perlunum mínum í Dölum. — Hversu gott er þá einnig að hafa átt eina af slíkum kvenperlum að móður. Reykjavík 28. maí 1965. Sigríður Valdemarsdóttir. LÓÐIR hlutafélagsins Land við Hagamel, Grenimel og Reynimel verða til sölu á næstunnl. Lóðirnar (ca. 650 ferm.) eru ætlaðar fyrir tveggja hæða hús og ein lóð (ca. 4000 ferm.) fyrir þriggja dyra fjölbýlishús. Hluthafar h.f. Land hafa forkaUpsrétt. >eir hluthafar, sem vilja nota sér þennan forkaupsrétt, verða að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins fyrir 1. júlí nk. Eftir þann tíma verður lpðunum ráðstafað til annarra. Tilboð sendist stjórn félagsins í pósthólf 457. FEGURÐARSAMKEPPNIN 1965 LOKAÚRSLIT OG KRÝNINGARHÁTÍÐ fer fram á HÓTEL SÖGU — S ÚLNASALNUM fimmtudag 3. og föstudag 4. júní. FIMMTUDAG: Kjörnar verða: Ungfrú ísland 7965 \ »9 Ungfrú Reykjavík 1965 MEÐAL SKEM MTIATRIÐA: Hljómsveit Ásgeirs Guðmundsonar (Dumbo sextett frá Akra- nesi) Söngvari Sigursteinn Hákonarson. — Tízkusýning, nýjasta kvenfatatízkan frá kjólaverzluninni Elsu og dömubúðinni Laufið. — Hattar frá Hattaverzlun Soffíu Pálma. Stúlkur úr Tízkuskólanum h/f sýna. Stjórnandi Sigríður Gunnarsdóttir. — Danssýning Camilla Hallgrímss on. — Gamanvísur og eftirherm ur Jón Gunnlaugsson. — Dans til kl. 1 eftir miðnætti. Föstudagur: KRÝNINGARHÁTÍÐ OG TÍZKUSÝN I NG Einnig verða hin sömu skemmtiatriði og fyrra kvöldið. Rósa Einarsdóttir krýnir ungfrú ísland 1965 og ungfrú Reykja- vík 1965. Hljómsveit Ásgeirs Guðmundssonar (Dumbo sextett frá Akranesi) skemmta til kl. 2 eftir miðnætti. Aðgöngumiða að báðum kvöldunum m á panta í síma 20743 og Súlnasal og borðpantanir verða í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudag og fimmtudag milli kl. 2 og 6 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.