Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 2. Júnf 1965 MORGUNBLAniD 21 Ný pípugerð Reykjovíkur Frá uppsögn Kennaraskólans. Kennaraskólanum bárust góöar gjafir við skólauppsögn KENKARASKÓLANUM var sagt upp sl. mánudag. Skólaslitaræðu flutti Broddi Jóhannesson, skóla- etjóri. Úr 4. bekk útskrifuðust 46 nemendur með almennu kenn araprófi, 3® úr stúdentadeild og við það bætast svo 16 handa- vinnukennarar kvenna og 10 piltar eða alls útskrifuðust 110 kennarar með kennararéttindi. Er þetta fleira en nokkru sinni fyrr. Einnig luku 21 kennari prófi til fyrrihluta náms, en þeir fá ekki réttindi fyrr en þeir hafa lokið námi í íþróttum eða handa vinnu. Sagði skólastjóri að þrengsli væru niú orðin mikil í skólanum og aðsóknin orðin svo mikil að Jíkur væru á að ekki verði kom- Jzt hjá að synja mörgum um skólavist. Einkum vantar æfinga ekólann, en til hans hefur verið veitt fé og verður byrjað á bygg ingunni í sumar. 1 1. bekk skól- ans settust sl. haust 96 nemendur Oig luku 64 prófi og stóðust. Telj- andi vanhöld eru ekki annars staðar í skólanum. Mikill mannfjöldi var við skólauppsögnina, þar á meðal fyrrverandi nemendur skólans og voru Kennaraskólanum færð- ar góðar gjafir, meiri en nokkru sinni fyrr við skólaslit. Fyrir hönd kennara frá 1947 og 1902 afhenti Stefán Ólafur Jónsson, sandgræðsluráðunautur, skólan- um stóra peningagjöf, Helgi Elíasson færði honum einnig peningagjöf frá 40 ára kennur- um og Skúli Þorsteinsson fyrir hönd Landssambands barna- kennara. Námu þessar peninga- gjafir nær 50 þús. kr., Þóroddur Guðmundsson skáld flutti kvæði og kveðjur frá 20 ára kennur- um og Kristinn Gíslason kennari kveðjur frá 2ö ára kennurum ásamt gjöf, sem er vandaður fáni með merki skólans, er Stefán Jónsson, arkitekt, hefur teiknað og Gerður Hjörleifsdóttir, vef- kennari mun vefa. 10 ára kenn- arar færðu skólanum ýmiskonar tæki á ljósmyndavinnustofu og hafði Óli Guðbjartsson, kennari á Selfossi, orð fyrir þeim. Og Margrét Sigþórsdóttir handa- vinnukennari færði skólanum fyrir hönd 10 ára handavinnu- kennara forkunnar fagurt vegg- teppi, ofið af Ásgerði Búadótt- ur og var það gefið í minningu um Brynju Guðmundsdóttur. Sr. Ingólfur Guðmundsson til- kynnti við skólauppsögnina, fyr- ir sína hönd og systkina og móð- ur sinnar, Ólafar Sigurðardóttur, ekkju Guðmundar Ólafssonar fyrrum kennara á Laugarvatni, að Kennaraskólanum yrði fært bókasafn Guðmundar heitins að gjöf, en hann hefði átt 55 ára kennaraafmæli og 80 ára afmæli á þessu ári. Guðmundur átti mikið og vandað bókasafn, eink- um mikið af bókum um náttúru- fræði. UM þessar mundir er verið að taka í notkun nýja pípuverk- smiðju í Ártúnshöfða og er hún staðsett í gamla grjótnámi Reykjavíkurborgar norðan við malbikunarstöðina. Er verk- smdðjunni ætlað að framleiða steinsteyptar pípur og holræsa- brunna. í gær var bláðamönn- um boðið að skoða hina nýju verksmiðju. Hin nýja verksmiðja heyrir undir Gatnamálastjóra, sem er Ingi Ú. Magnússon. Sýndi hann fréttamönnum bygginguna. Bygg ingaframkvæmdir við verksmiðj una hófust í nóvember s.l. Reistar voru tvær skemmur, sem áður voru sunnan til i öskju hlíðinni, auk þess steypt í síló fyrir efni og reist hús fyrir af- greiðslu og starfsmenn. Gólfflöt- ur verksmiðjunnar er ca. 1000 m2 auk starfsmannahúss, um 80 m! áð stœrð, fyrir verkstjóra, af- greiðslumann kaffistofu, böð og snyrtiklefa. Keyptar voru pípugerðarvélar frá fyrirtæíkinu Ringsted Jern- stöberi & Maskinfabrik A/S (RIMAS) í Danmörku. Voru keyptar tvær vélar af gerðinni 306, sem framleiða pípur allt að 30 cm í þvermál og ein af gerð- inni 1202, sem framleiðir pípur allt að 120 cm. í Þvermál. Sjálf steypuvélin er 500 lítra þving- unarblandari af gerðinni Schloss er. Þá voru einnig keyptir sjálf- virkir skammtarar, sem mæla efnið eftir rúmfangi í hverja blöndu fyrir sig, steypuflutnings vagn og ýms önnur tæki. Steypu blöndunin stjórnast af rafeinda- heilum, þannig að ekki þarf ann- áð en að setja inn gataspjald, til að fá ákveðna steypublöndu. Steifnt hefur verið að því að gera alla vinnutilhögun sem full- komnasta og verður áfram unnið að endurbótum, eftir að fram- leiðisla er hafin. Meðalafköst véla af sömu gerð svara til þess, áð önnur litla vélin framleiði um 300 stk. af 10 cm. pípum, hinn um 200 af 25 cm. pípum og stóra vélin um 120 stk. af 60 cm pípum á dag, og er þá miðað við átta stunda vinnu og tvo menn við hverja vél. Hrærivélin framleiðir um 10 m* af steypu á klst. Gert er ráð fyrir að um 15—20 manns muni starfa við verk- smiðjuna. Trésmíðameistari við þessar byggingar hefur veri'ð Kristján Pétursson, múrarameistari Svan- þór Jónsson, pípulagningameisft- ari, Benedikt Guðmundsson og rafvirki Bjarni S. Jónsson. Hörð ur Runólfsson sá um flutning á skemmunum. Sjálfa uppsetningu vélanna annaðist sérfræðingur frá RIMAS í Danmörku. Verkstjóri við hina nýju pípu gerð er Sigurður E. Jónsson, sem 'jafnframt hefur haft eftirlit með byggingarframkvæmdunum. Framkvæmdir við Malbikunar- stöð Reykjavíkur. Á þessu vori voru tekin í notk un tvö 50 rúmmetra síló fyrir heitt malbik hjá Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar, en sú stöð heyrir einnig undir Gatnamála- stjóra. Sílóin sjálf eru smfðuð af Hamri h.f. eftir teikningum frá' Via Nova í Danmörku, en sjálf m.albikunarstöðin og öll tæki í sambandi við þessi síló, svo sem flutningsvagn og vagnbraut eru frá þessu fyrirtækL Þessi síló eru einangruð og með rafmagnshitun í botnlok- um, þannig að malbik helzt heitt allt að einum sólarhring, og er þá t.d. hægt að leggja út að morgni matbik, sem framleitt var kvöldið áður, án þesa að þurfa að bfða eftir fyrstu fram- leiðslu morgunsins. Einnig get- ur nýbyggingaflokkur lagt úi malbik úr sílóunum meðan fram leitt er viðgerðarefni. Þá er það einnig kostur að bílarnir fá á sig full hlass malbiks samstund- is, í stað þess að þurfa að taka við framleiðslunni jafnóðum, sem þýðir 10—15 mín. bið, en malbikunarstöðin framleiðir um eitt tonn á mínútu i þurru veðri. Verður því hægt að fækka bilum við flutning á malbiki um ca. %. Uppsetningu tækjanna annað- ist sérfræðingur frá Via Nov* en raflagnir allar Bræðurnir Ormson. Ferðahandbókin Ferðahandbókin, 4. útgáfa er nýkomin í bókabúðir. Ðókin er aukin mjög og endurbætt og er í henni að finna fjölda nýmæla, enda er bókin sjálf 24 blaðsíð- um stærri en í fyrra. Þá er til viðbótar að telja 16 síðna fylgi- rit, þannig að alls er stækkun bókarinnar 40 síður að þessu Binni. Fyrsta útgáfa bókarinnar árið 1960 var 112 síður, en 4. út- gáfa er alls 120 síðum stærri. Bókinni fylgir einnig nýtt Shell- vegakort. Gætir margra nýjunga á vegakortinu. Ferðahandlbókin, fylgiritið Gönguleiðir og Shell- vegakortið eru í haganlega gerðri, tveggja hólfa plast- möppu. Hinar öru framfarir valda því að fastaefni bókarinnar tekur miklum breytingum frá ári til árs. Sumir kaflarnir krefjast svo mikillar endurskoðunar, að með sanni má segja að kaflaheitið eitt standi óbreytt. Sem dæmi má nefna kaflann Bifreiðaslóðir á Miðhálendinu eftir Sigurjón Rist. Sökum hinna miklu breyt- inga, sem átt hafa sér stað í sam göngumálum hálendisins og þeirrar reynslu sem fengist hefir í not'kun þessarar lýsingar á undanfömum árum, varð Sigur- jón að gjörbylta kaflanum og teikna nýtt Miðhálendiskort. Fylgiritið, sem nú er með bókinni, nefnist Gönguleiðir, og er eiwnig eftir Sigurjón Rist. Þar «r lýst götvguleiðum í öllum landahlutura. Að sjálfsögðu er stiklað á stóru, ferðafólki gefn- ar þýðingarmestu leiðbeiningar varðandi val gönguleiða. Hið al- menna vegakort frá Shell er nú merkt bókstöfum lárétt, en tölu- stöfum lóðrétt og eru þær merk- ingar notaðar víða í bókinni sem lyklar, til þess að auðvelda fólki leit á kortinu. Mörg nýmæli eru í bókinni, svo sem áður segir, og yrði of langt mál upp að telja, ef allt yrði rakið. Nefna má t.d. leiðar- lýsingu eftir Gísla Guðmundsson sem nefnist Leiðir um Austur- land. í Ferðahandbókinni er, auk þess sem á undan er talið, að finna allar hugsanlegar upp- lýsingar, sem koma fólki að gagni, hvort heldur sem það er að undirbúa ferðalag eða er á ferðalagi, enda er kjörorð útgef- enda: Farið með svarið í ferða- lagið. ítarlegasti og stærsti kafli bókarinnar ber heitið Kauptún og kaupstaðir. í þessari útgáfu fylgja teikningar nær hverjum kaupstað og kauptúni, gerðar af Ragnari Lárussyni. Er það gert til þess að draga athygli ferðafólks að ýmsu þvi mark- verðu, sem hver staður hefur upp á að bjóða. Kauptúna- og kaupstaðakaflinn er saminn í samráði við forráðamenn við- komarvdi staða og er í honum að finna flestar þær upplýsingar sem ætla má að ferðafólk þurfi á að halda. Slysavarnadeildin Ingólfur i Reykjavík bauð börnum þeim sem duglegust voru við sölu merkja á merkjasöludegi fé- lagsins í sjóferð með varðskip inu Máríu Júiiu. Var rennt fyrir fisk hér í Flóanum, og þótt aflinn væri ekki mikill var ánægja hinna ungu sjófar enda fölskvalaus. — „Ingólf- ur“ færir skipstjóra og skips- höfn Maríu Julíu og Land- helgisgæzlunni beztu þakkir fyrir skipslánið og fyrir- greiðslu alla. — Myndin er tekin um borð í varðskipinu. Ljósm. Ilelgi Hallvarðasou

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.