Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 1
32 siðui: ' Samkomulag á Norður- og Austurlandi Staöfest einroma i Einingu á Akureyri í gærkvöldi S í Ð A R I hluta mánudags tókust samningar í kjaradeiiu vinnuveitenda og verkalýðsfélaga á Norður- og AusturlandL Fulltrúar frá Vinnuveitendasambandi Islands og 19 verka- lýðsfélaga á Norður- og Austurlandi undirrituðu samkomu- lagið. Jafnframt gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um fyrirhugað- ar ráðstafanir til úrbóta í atvinnumálum Norðlendinga sem famkomulag er um við verkalýðsfélögin á Norðurlandi. A fjölmennum fundi Verkalýðsfélagsins Einingar í gær- kvöldi var samkomulagið staðfest einróma. Stjórnarfundur Vinnuveitendasambands Islands staðfesti samkomulagið cinnig í gær. Samkomulagið verður lagt fyrir fundi í öðrum félögum til staðfestingar í dag og á morgun. Helztu atriði samkomulagsins eru þessi: £ Vinnuvikan styttist um 3 tírna úr 48 klukkustundum í 45 klukkustundir, en heildarlaun fýrir dagvinnu verða óbreytt þrátt fyrir þessa styttingu. 0 Almenn grunnkaupshækkun verður 4%. 0 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir sérstökum úrbótum í at- vinnumálum Norðlendinga. ■Jc Breytingar á samningunum Samkomulagið gerir sam- kvæmt ofangreindu ráð fyrir 4% grunnkaupshækkun og nær hún til allra taxta verkalýðsfélaganna. Jafnframt styttist vinnuvikan um 3 stundir úr 48 klukkustundum í 45 klukkustundir. Jafngildir þessi stytting vinnuvikunnar 6,6% hækkun launa, sem nær til alls timakaups, nema nætur- og helgidagavinnu. Aðrar nýjungar í þessum samn íngum eru þær, að verkafólk, sem •unnið hefur samfleytt einn mán- uð hjá sama vinnuveitanda skal fá greiddan einn virkan dag í veikindaforföllum, eftir tveggja mánaða samfleytt starf hjá sama vinnuveitanda skal það fá greidda tvo virka daga, og eftir þriggja mánaða samfleytt starf Framhald á þls. 31 Edward White svífur í geimn um, fyrir utan „Gemini 4“. Myndin er ein af mörgum, sem sjálfvirk myndavél tók, er þessi þáttur síðustu geim- siglingatilraunar Bandaríkj- anna var gerð. — í hægri hendi sinni mun White halda á þrýstiloftsbyssu, sem hann notaði t i I að stjórna ferð sinni utan farsins. — í baksýn er jörðin. — Símamynd (Sjá frásagnir og myndir annars staðar í hlaðinu). Lentu heilu og höldnu Glæsilegur árangur af geimferð þeirra HfcDivifts eg Whifes Dr. Alexander Jó- hannesson lótinn EINN merkasti samtíðarmaður fslenzkur, dr. Alexander Jóhann esson prófessor, fyrruir. Háskóla- rektor, lézt í Landakotsspitalan- ttm um hádegisbil á annan hvíta- nunnudag. Hann var á 77. aldurs- ári. Dr. Alexander setti um ára- bil mikinn svip á samtið sína, enda var hann í senn ötull at- hafnamaður og viðkunnur fræði- maður. Hann gekk að hverju verki með óvenjulegum dugnaði Houston, Texas, 8. júni — (AP-NTB) — BANDARÍSKU geimfararnir tveir, James McDivitt og Ed- ward White, lentu geimskipi sínu „Gemini 4“ klukkan 17,13 í gær, mánudag, einni mínútu á undan áætlun. Höfðu þeir þá verið í 97 klukkustundir og 57 mínútur á ferð um geiminn, og áttu að baki sér 2.590.000 kílómetra flug. Þetta er Iengsta geimferð Bandaríkjamanna, og hefur geimskip með fleiri en einum manni aldrei verið jafn lengi á lofti Á fyrsta degi ferðarinnar fór White út úr geimskipinu og var í tuttugu mínútur einn úti í geimnum, eða helmingi lengur en Rússinn Alexei Leonov, sem fyrstur manna fór út úr geimskipi á braut í marz s.l. og hefur hann víða markað djúp spor, t.d. hefur enginn átt jafnmikinn þátt í hinu fagra og glæsilega háskólahverfi og hann. Hefur hann stundum verið nefnd ur „faðir háskólahverfisins“. >á má einnig geta þess, að telja má dr. Alexander í hó-pi brautryðjenda á sviði málvís- inda, að því leyti að hann setti fraim og færði margvísleg rök að Framh. á bls. 10 Bandarísku geimfararnir voru báðir við beztzu heilsu að lokinni ferðinni. Voru þeir fluttir með þyrlu frá Gemini 4 og um borð í flugvélamóð- urskipið Wasp, sem var statt um 75 km. frá lendingar- staðnum. Þessi geimferð Bandaríkja- manna hefur vakið gífurlega at- hygli um allan heim, og hafa blöð og útvarp austan tjalds sem veistan lokið miklu lofsorði á þá McDivitt og White. Geim- fararnir munu fyrst urn sinn dvelja um borð í Wasp og gang- ast þar undir ítarlega læknarann sókn. En um næstu helgi hefur Jothnson Bandarikjaforseti móit- töku fyrir þá á búgairði sínum í Texas, Aður munu þeir koma fram á fundi með fréttaimönn- um. Verður sá fundur sennilega á fimmtudag. ★ Tækið bilaði Upphaflega var ráð fyrir því gert að rafeindaheili í geim- skipinu stjórnaði ræsingu hemla eldflauga til að draiga úr ferð Gemini 4 fyrir lendingu. En tæki þetta bila’ði í 48. hringefrð- inni, og var því ákveðið að MoDivitt ræsti hemlaf 1 augarnar sjálfur. Flaiugar þessar eru fjór- ar. Voru þær ræstar einni sek- úndu of snemma, sem varð til þess að Gemini 4 lenti 64 kíló- metrum írá áður ráðgerðum lendin.gaa'stað. Kom geimskipið niður um 630 kílómetrum fyrir austan Kennedyhöfða, þar sem fer’ðin hófst á fimmtudag, og 76 km. frá flugvélamóðuskipinu Wa.sp. Tveimur mínútum eftir lend- ingu vair þyrla komin á vettvang og stuttu síðar flugvél. Sendi þyrlan þjrá f.roskmenn niður að geimskipinu, og festu þeir flot- holt á það. Á meðan gerðu geim- fararnir tveir ýmsar mælingax og athuganir, tóku m.a. blóöþrýst ing sinn. Svo opnu'ðu þeir dyr geimskipsins og stigu um bofð í gúmbát, sem þyrlan hafði varp að ni'ður til þeirra. Þaðan voru þeir svo dregnir upp í þynluna, er flu.tti þá um borð í Wasp. ★ Hylltir nm borð í Wasp. Þegar þeir McDivittt og White stigu út úr þyrlunni á fluglþilj- um Wa.sp var skipið fánum skreytt og álhöfnin hafði fylkt liði á þilfarinu. Voru geimfar- arnir ák.aft hyUtir við komuna. Hljómsveit skipsins lék hergöngu lög er William McCormack að- miíráll, yfinmaður skipsins, bauð MoDivxtt og Wlhite velkomna um Framhaid á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.