Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvlkudagur 9. júní 1963 Aðalfundur Kaupniannasamtaka Isðands: lánara samstarf ríkisvaids os stétta AÐALFUNDUR Kaupmanna- eamtaka fslands var haldinn i gær aS Hótel Sögu. Formaður, Sigrurður Magnús- son setti fundinn og nefndi Sig- urð Ó. Ólafsson alþingismann til fundarstjóra. Síðan flutti for- maður ræðu. í upphafi máls síns ræddi hann verzlunarfrelsi sem á und- anförnum árum hefði stóraukizt og haft margháttuð áhrif á smásöluverzlunina í landinu. Hann benti á að á undanförnum árum hefði í skjóli hafta og verndar verið byggðar upp at- vinnugreinar, sem þeir, er þær byggSu upp hefðu ekki beðið um heldur hefði ástandið leitt af sér þessa þróun. Þá ræddi formaður verðlags- ákvæði hins opinbera og kvað stjórnvöldum bera skylda til að tryggja að þau væru raunhæf, ea kaupmannasamtökin hefðu margítrekað að þau væru afnum- in. Þá ræddi formaður markaðs- sölur, sem stundaðar væru af ýmsum framleiðendum þegar hagnaðarvon væri mest á hinum ýmsu stöðum landsins, en þetta kæmi hart niður á verzlunum, sem væru á stöðunum. Vöru- dreifingin ætti að fara fram á þeirra vegum, annað væri óeðlilegt. Síðan ræddi formaður skattamál og taldi söluskattin varasamasta og óæskilegasta skatt, sem smásöluverzlun væri gert að innheimta. Formaður lauk máli sínu með því að segja að stefna hins opin- bera miðaðist að algeru við- skipta- og athafnafrelsi ein- staklinga og félaga og hefði sýnt að áfram skyldi haldið í þá átt. Náið efnahagslegt samstarf við nágrannaþjóðirnar myndi einnig &kapa ný viðhorf. Á vandamálunum þyrfti að taka með festu og einurð til hagsbóta fyrir landsmenn alla í bráð og lengd. Þá flutti framkvæmdastjóri samtakanna Knútur Brunn skýrslu sína, en hann tók við starfi því af Sveini Snorrasyni hrl. hinn 1. des. s.l. Ræddi hann kaup samtakanna á húsnæði að Marargötu 2 og endurbætur á því, samningaviðræður samtak- anna við launþega, verðlagseftir- lit oil. er samtökin varða. Þá gat hann þess að samtökin hefðu á s.l,. ári efnt til samkeppni um merki fyrir samtökin og hefðu verðlaun verið veitt og yrðu af- hent á fundinum Gísla B. Björns- «yni auglýsingateiknara, er hlútskarpastur varð í sam- keppninni. Ásgrímur P. Lúðvíksson, gjaldkeri K.í. lagði fram endur- skoðaða reikninga samtakanna. Þá flutti Jón S. Bjarnason, rit- ítjóri Verzlunartíðinda, greinar- gerð um útgáfu blaðsins og sagði m.a., að síðasti árgangur hafi ?eriíi sá stærsti, sem komið hef- a ur út, og fjárhagsafkoma blaðs- ins betri en nokkru sinni fyrr. Við hádegisverð flutti Þórir Einarsson, viðskiptafræðingur, erindi um normtölur og mikil- vægi þeirra í verzlunaratvinnu. Eftir hádagi var fundi fram haldið og flutti viðskiptamála- ráðherra Gylfi Þ. Gíslason ræðu og svaraði fyrirspurnum. Höskuldur Ólafsson, banka- stjóri flutti greinagerð um hag og starfssemi Verzlunarbanka íslands h.f. á síðastliðinu ári. Hjörtur Jónsson, kaupmaður, fulltrúi K.í. í stjórn lífeyrissjóðs- ins flutti greinargerð um hag og starfsemi sjóðsins á síðast- liðinu ári. Þá var kosinn oddairiaður í stjórn K.í. og var Sigurður Magnússon endurkjörinn. Þá voru lagðar fram, ræddar og samþykktar tillögur og álykt- anir. Að fundi loknum tók við- skiptamálaráðherra á móti fundarmönnum i ráðherrabú- staðnum. Viðskiptamálaráðherra Gylfi Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra flytur ræðu sína lendir á bak við einn fundarmanna. Formaðurinn Sigurður Magnússon, Þ. Gíslason ávarpaði fundinn, sem fyrr segir. Ráðherra ræddi í upphafi samningaviðræður þær er staðið hefðu yfir milli verkalýðs og at- vinnurekenda og samninga þá, er tekizt hefðu í gær við félögin á Norður- og Austurlandi. Ríkis- stjórnin hefði fylgst nákvæm- Iega með umræðum og gert það sem í hennar valdi stóð til að greiða fyrir samkomulagi. Þá rakti ráðherra þróun efnahags- mála að undanförnu, en síðan fór hann nokkrum orðum um ástandið nú og þau verkefni sem framundan væru. Vonandi tækj- ust á næstunni heildarsamningar milli verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda. Síðan nefndi hann fimm vandamál sem hann taldi höfuðviðfangsefni íslenzkra efna- hagsmála og stjórnmála á næstu mánuðum og árum. 1 fyrsta lagi verðtryggingu fjárskuldbindinga, breikkun grundvallar atvinnu- lífsins og í þriðja lagi einangrun fslendinga á síðari árum að vissu leyti frá helztu viðskiptaþjóðum sínum. f fjórða lagi virtist tíma- bært fyrir íslendinga að athuga á ný afstöðu sína og hagsmuni innan viðskiptabandalaiga Vest- ur-Evrópu og í fimmta lagi nauð- syn þess að móta nýja stefnu í íslenzkum landbúnaðarmálum. Ráðherran lauk máli sínu með þessum orðum: „Öll þau mál, sem ég nefndi, hljóta því að teljast áhugamál íslenzkrar verzlunarstéttar f einu eða öðru formi. Þess vegna tel ég hana eiga að ræða þau. Tillögur hennar og ábendingar í þessum efnum munu verða vel þegnar og teknar til vandlegrar athugunar. Umræður eru alltaf til gagns. Þeim mun nánara, sera samstarf er milli ríkisvalds og helztu stétta þjóðfélagsins, þeim, mun líklegra er, að stefna stjórn- arvalda og stjórnarathafnir geti verið skynsamlegar og þjóðinni til góðs." ¦j{ Vorverkin Nú held ég að sumarið sé loksins komið, eða eruð þið ekki á sama máli? Fólkið er byrjað að sóla sig, komið í reglulegt sólskinsskap um leið og sólargeisli sést. Það er farið að* hugsa til sumarleyfisins, sumt jafnvel farið í fríið. Ég þekki mann, sem alltaf byrjar í sínu leyfi fyrstu vikuna í júní, fer þá austur fyrir fjall og dvelur í smákofa, sem hann á þar, allt sumarleyfið. Hann vill ekki fara á mis við vorið, fuglasönginn og björtustu næt- urnar. Fólkið er byrjað að streyma úr bænum um helgar — oig lögreglan í Reykjavík er líka byrjuð að bregða sér út í sveit. Ekki fyrst og fremst til þess að anda að sér fjallalofti og njóta náttúrunnar, heldur til þess að leita að brennivíni. Það er eitt af vorverkunum hjá hennL ¦^r Að svala þorstanum Æskufólkið fer austur fyrir fjall, eða annað — út í sveit til þess að fagna vorinu og sumrinum með fuglunum og blómunum. En margir í hópi kynslóðarinnar, sem á að erfa landið, þurfa að innbyrða nokkr ar flöskur af áfengi til þess að geta notið lífsins. Það er at sem áður var, er frískt og glatt æskufólk naut lífsins í faðmi fjallanna með mjólkurflösku og brauðbita í nesti. Og það var blátt áfram heillandi að leggjast niður við vatnslind og svala þorstanum, baða and- litið í tærum niðandi læk. Nú er það brennivínjð, sem blívur. •jr Byrja á byrjuninni Sami leikurinn er að hefjast. Leikurinn, sem leikinn hefur verið undanfarin sumur: Olóðir unglingar úti um hvippinn og hvappinn og lögreglan á þeyt- ingi á eftir þeim á mótorhjól- um og í bílum. Og skemmti- ferðinni lýkur með því að stóð- ið er flutt heim í böndum. Skemmtileg skemmtiferð það. Hve lengi ætla samtök verzl- unarfólks að una því að frí- dagur þerra sé tengdur, eða öllu heldur helgaður ölæði árs ins? Að þessu hefur áður verið spurt. Þessi smánarblettur verð ur ekki afmáður með því að senda sveitir lögreglumanna á eftír unglingunum með brenni- vínið undir buxnastrengnum, Við verðum að byrja á byrj- uninni. Leikurinn hefst ekki á fallegum sumardegi úti í sveit. Hann hefst löngu áður, í bæjunum, á heimilum eða skemmtistöðum. Það er auðvitað ekki verk- efni verzlunarfólks fremur en annarra stétta að sjá um upp- eldi allrar æskunnar. En verzl- unarfólkið ætti að geta beitt sér fyrir einhverjum þeim að- gerðum, sem miða að því að því verði ekki eignað ölæði ársins. Ef allir tækju þannig höndum saman yrði að lokum ekkert „ölæði ársins". it Ljósmyndarar Nú taka margir ljósmynda- vélarnar, því í hönd fer ljós- myndunartimi ársins. Góð Ijós mynd geymir minningu um fallegt landslag, glaðlega kunn ingja, skemmtilegt ferðalag, eða nána ættingja betur en flest annað. Ljósmundun getur líka verið mjög þroskandi við- fangsefni, glæðir skyn manna á náttúrunnar fyrirbærum. Það er nefnilega ekki sama hvernig myndir eru teknar — og sést það bezt á því, að „ljós- myndarar" eru tiltölulega fáir miðað við þann aragrúa ljós- myndavéla sem er í notkun. Það. er ekki sama að smíða og að SMÍÐA eins og karlinn sagði. Við ljósmyndun ættu menn að vanda sig eins og við raunar allt annað. Ánægjan verður helmingi meiri á eftir. llf Málssókn Kvikmyndir skipa mikið rúm í frístundum manna nú á dög- um og hafa vafalaust mikil áhrif á hugsunarhátt manna bæði til hins betra og hins verra. Oftar er það en hitt, að kvikmyndahúsasetum er fyrst og fremst varið til þess að drepa tímann, síður til þess að afla sér andlegrar uppörfunar, enda er því miður margt þeirra kvikmynda, sem hér eru sýnd- ar, sízt af öllu til slíks fallnar. Það er því þeim mun ánægju- legra að hafa nú tækifæri til þess að sjá eitt af öndvegis- bókmenntaverkum þessarar aldar á hvíta tjaldinu í Hafn- arfirði. Þar hefur Bæjarbíó hafið sýningar á myndinni „Málssókn", sem stjórnað er at einum viðurkenndasta kvik- myndaleikstjóra okkar tíma, Orson Wailes o.g byggð er á samnefndri skáldsögu Franx Kafka. Skáldverk þessa mikilhæfa höfundar, sem var Tékki og skrifaði verk sín á fyrstu ára- tugum þessarar aldar, eru meðal viðurkenndustu bók- mennta 20. aldarinnar og áhrif hans fara æ vaxandi, ekki að^ eins í bókmenntum heldur og á ýmsum öðrum sviðum menn- ingarlífs og ekki hvað sízt 1 kvikmyndum. Þessa snjöllu kvikmynd er óhætt að ráðleggja fólki að sjá, Engum ætti að leiðast. Áhorf- andínn er dreginn inn í mar- tröð, þar sem raunveruleiki og óraunveruleiki renna saman I eitt, unz hárin rísa á höfðl manns. Hér fara saman frábær saga og mjög snjöll kvikmynd, þar sem þekktir leikarar koma fram. AHtaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. f 1. BRÆÐURNIB ORMSSON h.f, Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.