Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Miðvlkudagur 9. júní 1965 8000 kr. fyrir 800 m sprett 'V Frá kícppreiðum Fáks Hinar árlegu kappreiðar Hestamannafélagsins Fáks voru haldnar á annan í Hvíta- sunnu að venju. Þá var í fyrsta skipti keppt í 800 metra stökki, en auk þess var keppt í öllum venjulegum greinum. Baldurs Bergsteinssonar fyrst ur á 23.5 sek. Næst varð Gula Gletta, Erlings Sigurðs- sonar og þriðji varð Áki, Guð bjarts Pálssonar. Flokksverð- laun fengu Fengur, Magnúsar Matthíassonar og Stormur, Baldurs Bergsteinssonar. í 350 m. stökki sigraði Blesi, Þorgeirs í Gufunesi á i 26.5. Næstur kom Þytur, Sveins K .Sveinssonar og þá Rauður, ólafs Magnússonar. I 800 m. stokkkeppni, sem nú var háð í fyrsta sinn sigr- aði Þröstur, Ólafs Þórarins- sonar á 69.7 sek. Annar varð Viðar Hjaltason nefnist hesturinn á myndinni, en hann fékk fyrstu verðlaun í góðhestake ppninni. Eigandi er Gunnar Tryggvason, en knapi Matthías Matthíasson. Frá skeiðkeppninni. Hrollur, Sigurðar Olafssonar fremstur. Næstur honum er Logi, Jóns Jóns- sonar. Logi, Sigurðar Sigurðssonar og í þriðja sseti Gustur, Bald- urs Bergsteinssonar. Í- I : Sigurvegarar á kappreiðun- um urðu þeir, sem hér verða nefndir. í 20 m. skeiði varð fyrstur Hrollur, Sigurðar Ó- lafssonar á 24.3 sek. Annar varð Logi Jóns Jónssonar í Varmadal. Þriðjí varð Blakk- ur Hrefnu Kristjánsdóttur. í 250 m. stökki fola varð fyrstur Ölvaldur Sigurðar Tómassonar á 19.8 sek. Þá kom Svalur Magn-úsar Mattih- íassonar og núimer þrjú varð Skussi Arnar Einarssonar. í 300 m. stökki varð Kalli Þröstur kemur fyrstur í mark í 800 m. stökki. í góðhestakeppmnni sigr- aði Viðar Hjaltason, Gunnars Tryggvasonar. Knapi var Matthías Matthíasson. Annað sæti hreppti Börkur, ÞorLáks Ottesen og var eigandi knapi. í þriðja sæti varð Gautur, Sigríðar Johnsen en knapi var Gunnar Tryggvason. Sama dag og kappreiðarnar voru háðar var dregið í happ- drætti Fáks og hlutu eftirfar- andi númer vinningana. Góð- hestur kom á númer 1320, en það númer átti Aðalheiður .Bóasdóttir, Fellsmúla 5. Strandferð kom á númer 3192, sem reyndist vera eign Kristínar og Guðbjargar Dav- íðsdætra. 20 nemendur í tóntístarskóla Skagtírðinga Tóruistarskóli Skagfirðinga tók tii starfa 4. jan. s.l. í skólanum voru 20 nemendur og stunduðu þeir námið allan tímann. Skól- inn er rekinn af Tónlistarfélagi Skagfirðinga, sem telur nú á þriðja hundrað félaga. Formað- ur skólanefndar er Steíán Ólaf- ur Stefánsson, póstmeistari, en skólastjóri er Eyþór Stefánsson, tónskáld og aðalkennari er frú Eva Snsebjarnardóttir. Auk fjár- íramlags frá frá Tónlistarfélag- inu fékk skólinn styrk frá Sauð- érkróksbæ, Sýslunefnd Skaga- fjarðarsýslu og Kvenfélagi Sauð- árkróks. Próf fóru fram 23. mai s.l. Prófdómari var frú Hermína S. Kristjánsson kennari við Tón- listarskólann í Beykjavik. Allir nemendur gengu undir próf að einum undanskildum, sem flutti burt úr bænum nokkrum dögum fyrir prófið. Nem«ndatónleibar fóru fram ásamt skólaslitum 27. maí að viðstöddu fjölmenni bæði úr bænum og héraðinu. Luku menn lofsorði á frammistöðu nemanda, sem þótti undraverð eftir svo stuttan námstíma, þeg- ar þess er gætt, að flestir þeirra voru byrjendur. Hæstu einkunn hlaut Ingibjörg Jónasdóttir 8,50. Við skólaslitin töluðu auk skóla- stjórana, Guðjón Sigurðsson for- seti bæjarstjómar og sóknar- presturinn sr. Þórir Stephensen, sem báðir þökkuðu skólastjóra og aðalkennara ágætlega unnin störf og óskuðu skólanum vel- farnaðar. Einnig voru frú Her- mínu S. Kristjánsson færðar þakkir, en hún átti sinn stóra þátt í að Tónlistarskóli er nú tekinn til starfa á Sauðarkróki. Miklar vonir eru bundnar við þennan skóla og vissulega spáir þessi fyrsti áfangi mjög góðu og vonandi standa Skagfirðingar vörð um velferð hans í fram- tíðinni. — Kári. — Dr. Alexander Framhald af bls. 1 nýjum og harla frumlegum kenn ingum um uppruna tungumála. Hafa kenningar hans verið um- deildar eins og oft vill verða um það sem nýtt er, en þær hafa ekki síður vakið mikla athygli málfræðinga víða um heim. Dr. Alexander Jóhannesson var fæddur 15. júlí 1888 á Gili í Skagafirði, sonur Jðhannesar Davíðs Ólafssonar, sýslumanns Skagfirðinga, og konu hans, Mar grétar Guðmundsdóttur. Hann lauik stúdentsprófi fra Mennta- skólanum í Reykjavík 1907, meistarapróf í þýzku frá Hafnar- háskóla 1913, lagði síðan stund á nám í Halle í Þýzkalandi og ritaði þar doktorsritgerð, sem hann varði 1915 og fjallar um: Die Wunder in Sohillers Jung- frau von Orleans. Hann kenndi þýzku við Há- skóla íslands en var síðan kenn- ari í íslenzkri tungu og ger- manskri samanburðarmárfræði. Hann varð dósent 1926, prófess- or á árunuim 1930-58, og enn- fremur var hann rektor Haskól- ans á árunum 1932-1035, 1939-42 og 1948-54. Hann var formaður byggingarnefndar Háskóla ís- lands, bygginganefndar Nýja stúdentagarðs, Þjóðminjasafns, Háskólabíós, íþróttalhúss há- skólans og formaður byggingar- nefndar Atvinnudeildar. í ýms- um öðrum nefndum var hann, meðal annars í stjórn happdrætt- isins og kvikmyndaihusB Háskól- ans, formaður Orðabókarnefndar og fleira. Ennfremur má geta þess að hann var 1 stjórn hina Islenzka bókmenntafélags og Al- menna bókafélagsins. Honum var oftlega sýndur mikill sómi og virðing, en ekki verður það allt hér upp talið. Loks má geta þess að dr. Alex- ander hafði mikil og heillavæn- leg afskipti af íslenzkum flug- málum, og var þar í hópi braut- ryðjenda. • Dr. Alexander Jóhannesson sinnti miklum ritstörfum og gaf út fjölda ritverka, bæði greinar í blöð og tímarit og auk þesa stærri ritverk. Áður hefur ver- ið minnzt á doktorsritgerð hans, en auk þess skrifaði hann ýmis- legt annað bókmenntalegs efnia og fékkst við ljóðaþýðingar, þýddi meðal annars íslenzk ljóð á þýzku, og gaf hann þá bók út ekki alls fyrir löngu Þá skrifaði hann bók um frumnorræna mál- fræði, ritið íslenzk tunga í forn- öld, sem lengi hefur verið kennd við Háskóla íslands, Hugur og tunga, sem út kom 1926, og nokkur önnur rit iwálfræðilegs efnis, og má þar meðal annara geta bókarinnar Origin of langu- age, sem út kom 1949, Gestural origin of language 1952, og loka hinnar miklu etymologísku orða- bókar hans, sem út kom 1956. • Dr. Alexander Jóhannesson var kvæntur Hebu Geirsdóttur og lifir hún mann sinn. Þessa svipmikla sæmdarmanns verður síðar nánar minnzt hér i blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.