Morgunblaðið - 09.06.1965, Page 10

Morgunblaðið - 09.06.1965, Page 10
10 MORGUNBLADID Miðvlloidagur 9. júní 1969 að hann vonaði, að hinir ■’ísSS 3 1. af vatni. Á sama tíma hafði White neytt 5 máltíða, sem geymdu 3055 hitaeiningar og drukkið um ZVz 1. af vatni. í eitt sinn er Gemini IV. fór yfir Houston í Bandaríkj- unum höfðu eiginkonur beggja geimfaranna tækifæri til þess að heyra í þeim. Sovézki geimfarinn A. Leonov, sem var fyrsti mað- urinn, er hreyfði sig um út í geimnum fyrir utan geimfar sitt, flutti bandarísku geim- förunum heillaóskir sínar, á meðan þeir voru í geimflugi sínu. Sagði hann fyrir sína hönd og félaga síns, P. Belaev, Það er eitthvað annað en við hérna uppi, það segi ég satt. Pat White: Mér líður aldeilis prýðilega. White: Gott. Pat White: Þetta er stór- kostlegt. White: Rafhlaðan er búin Og súrefnið í góðu .... Pat White: Það amar víst ekkert að þér. Við skildum eldflaugina frá geimfarinu á Gemini-kökunni í gær. Heyr- irðu til mín? White: Endurtaktu þetta. Pat White: Við skildum eld flaugina frá geimfarinu á Gemini-kökunni í gær. GEIMFERÐ Bandaríkja- mannanna tveggja í geim- farinu „Gemini IV“, þeirra James McDivitts og Ed- ward Whites, gekk ekki síður að óskum, er þeir höfðu lokið hinu mikla af- reki, er hinn síðarnefndi yfirgaf geimfarið í um 20 mínútur og fór síðan inn í það aftur. Þeir framkvæmdu marg- víslegar athuganir og rann sóknir, sem vafalaust munu vekja mikinn áhuga vís- indamanna og eiga eftir að koma að miklu gagni við rannsóknir út í geimnum í framtíðinni. Það vakti í senn furðu geim faranna tveggja sem þeirra, sem störfuðu í sambandi við geimferðina á jörðu niðri, að geimfararnir komu sl. föstu- dag auga á dularfullan hlut á sveimi út í geimnum og hafði hann stóra arma. Að síðustu var komizt að þeirri niður- stöðu, enda þótt erfitt væri að gera sér grein fyrir fjarlægð-1 inni, að hér myndi vera um að ræða gervihnöttinn „Pegas us“, sem er stærsti gervihnött- urinn, sem Bandaríkin hafa skotið á loft. „Pegasus" hefur arma og loftnet, sem eiga að mæla ferðir loftsteina í geimn um. Ef til vill var það einnig „Pegasus“, sem sovézku geim- fararnir A. Leonov og P. 'Beljajev sáu út í egimnum í geimferð þeirra í marz sl. Tiltölulega lítið samtal átti sér stað á milli geimfaranna á hringferðum þeirra í kringum jörðina, utan þess sem þeir ræddust við almennt í sam- bandi við stjórn geimfarsin.spannig hugsaði listamaðurinn sér að Edward White liti ut i og við tilraunir sínar. úr Gemini 4 að eldflauginni, sem geimskipið átti að hitta í McDivitt, sem fann til óþæg„stefnumóti.“ inda vegna hreyfingarleysis- bandarísku geimfarar lentu heilir á húfi að geimferðinni lokinni. Eiginkonur geimfaranna, James McDivitts og Edward Whites, töluðu við þá á laug- ardag er geimfarið fór 34. hringferð sína umhverfis jörðu. Þær höfðu af því mest- ar áhyggjur, eins og eigin- kvenna var von og vísa, hvort þeim líði nú þokkalega, hvort þeir fengju nóg að drekka og nægan svefn og þar fram eftir götunum. Hér á eftir fara glefsur úr samtölunum, sem þær nöfnur Pat White og Pat McDivitt, staddar í umsjónar- stöð Gemini í Houston í Tex- as áttu við eiginmenn sína á hringsóli úti í geimnum. Þeir Virgil Grissom og Chris Kraft leggja líka nokkur orð í belg. Pat White: Gemini 4, þetta er Houston Cap-Com. Heyrið þið til mín? White: Halló, Gemini 4 hérna. Pat White: Eldflaugarþrepið ykkar kom aftur inn yfir höfð ann um klukkan tvö (óskýrt í fréttinni). Það sást í ratsjám þegar það splundraðist. White: Roger, ég skil. Ég sá . . . . það splundraðist. Pat White: Fáðu þér nú vatnssopa. White: Roger. Ég skal gera það alveg rétt strax. Það er svei mér gott í þér hljóðið. Pat McDivitt: Og vertu nú góður strákur. McDivitt: Hvernig líður ykk ur krökkunum? Pat McDivitt: Alveg prýði- lega — og ykkur? McDivitt: Okkur líður ágæt lega líka. Virgil Grissom (grípur inn í): Gemini 4, Cap-Com. McDivitt: Allt í lagi, Cap- Com, komið þið með það. Grissom: Það ætti að vera kveikt á es-stillinum nú. McDivitt: Kveikt á hvaða stilli? Grissom: Es-stillinum. McDivitt: Roger. Allt í lagi, geimnum þegar nann atti aö tara geimnum. Ekki varð úr þessu ins og þrengsla fékk leyfi til þess að toga í sérstakan streng í geimfarinu til þess að liðka sig. Skömmu áður hafði hann sagt eftirlitsmönnum niðri á jörðu, að hann væri svolítið þreyttur, en þá höfðu þeir fé- lagar verið um tvo sólarhringa út í geimnum. „Hálsinn í mér er dálítið þurr og okkur kenndi þó nokkuð til í augun- um í lok fyrsta dags ferðar- innar, en það er úr sögunni nú“, sagði McDivitt. Samkvæmt skoðunum lækna var hér einungis um að ræða fyrirbæri, sem búast hefði mátt við og enginn ástæða væri til þess að vera kvíðinn út af. Þetta orsakaðist af því að anda að sér 100% súrefni í langan tíma og væri þekkt áður meðal geimfara. Geimfararnir sváfu, drukku, borðuðu og störfuðu á meðan á ferðalagi þeirra stóð, full- komulega samkvæmt áætlun. Eins og getið var að framan gerðu þeir ýmsar athuganir. Þeir gerðu margvíslegar at- huganir með því að skoða stjörnumerki og með því að gera mælingar á þeim með sextant. Þá tóku þeir einnig fjölda mynda, sem ætlunin er að hota í framtíðinni. Þá gerðu þeir og ýmsar athugan- ir á sérstæðum skýjafyrirbær- um, og á ýmsum stöðum á jörðu niðri. Þegar liðnir voru 48 tímar af geimferðartímanum, var frá því skýrt, að McDivitt hefði þá verið búinn að borða fjórar máltíðir út í geimnum, sem innihaldið hefðu alls 2126 hitaeiningar og drukkið rúml. skilaboðin móttekin. Pat White: Sé þig helgina. eftir Pat McDivitt: Gemini 4. McDivitt:: .... Houston. Pat McDivitt ákveðin: Nei, heyrið mig nú, fáið ykkur að drekka báðir tveir og það strax. DcDivitt: Já, það er dálítið þurrt hérna uppi. Pat McDivitt: .... Jim, héðan í frá áttu að taka úr sambandi heyrnartækin . . . þessi sem eru áföst hálshringn um, þegar þú ferð *að sofa. McDivitt: Ha? Hér slitnaði sambandið, en svo heldur samband þeirra hjóna áfram: Pat McDivitt: Fékkstu skila boðin um að taka úr sam- bandi heyrnartólin. McDivitt: Ég held nú það. Pat McDivitt: Ætlarðu að koma þér að því að fá þér þennan vatnssopa? McDivitt: Já, elskan. Pat McDivitt: Og vinstra augað lítur vel út. McDivitt: Ha, hvað segirðu? Pat McDivitt: Vinstra aug- að lítur vel út. McDivitt: Hvernig vissurðu að það var bólgið? Pat McDivitt: Ég sagði að vinstra augað liti vel út. McDivitt: ó, já, það var rétt. Allt í lagi með það. Grissom: Gott. McDiviM:: Alit í lagi. GrissOm: Heyrðu Jim, við höfum ekki ætlað ykkur nein ósköp að gera næstu 18 klukkustundirnar, við viljum að þið fáið ykkur báðir ærleg an blund og sá ykkar sem sefur, á að taka úr sambandi heyrnartólin, svo hann geti sofið í næði. Við höldum að háfið þið annars ákveðið hvor ykkar eigi að fara fyrstur að sofa? (Löng þögn og Grissom reynir aftur að ná sambandi við geimfarið). McDivitt: Gemini 4 hérna. Grissim: Roger, fehguð þið skilaboðin um svefntímann, hvíldartímann meina ég, næstu 18 klukkustundirnar? McDivitt: Nei, ekki allt. En nú ætlum við að ljúka T-9 tilrauninni og svo ætlar Ed að sofa í svona fimm-sex klukkutíma, og svo ætla ég ... . Grissom: Ágætt. McDivitt: Allt í lagi. Grissom: Roger. (Pat McDivitt grípur fram í með þrumuraust: Og fáðu þér að drekka. McDivitt: Er ég svona hás? Pat McDivitt: Ha? McDivitt: Heyrist þér ég vera hás? Pat McDivitt: Ég heyri ekki til þín enn. Jú, mér heyrist þú vera hás. Fáðu þér að drekka. Kraft: Læknunum finnst þið ekki hafa drukkið nóg, Jim, hvorugur ykkar. McDivitt: Allt í lagi, við skulum drekka meira. Ég var reyndar svolítið þurr í munn inum fyrsta daginn, Chris, en nú líður mér ágætlega. Við skulum drekka meira. Kraft: Roger. En geimförunum varð ekki svefnsamt, því sólin skein inn um gluggana á Gemini 4 og í augun á Ed White þar sem hann lá út af og hafði lyft hjálmskyggninu. McDivitt tai aði við Grissom og kvartaði sáran. McDivitt: Ég veit svei mér ekki, Gus, sólin skín beint í augun á manni, Ed hefur reynt að sofa með skyggnið niður og með það upp og það er hvorugt gott. Grissom: En geturðu ekki bara breitt yfir það? McDivitt: Hann ætlar að reyna að sofa með skyggnið miðja vegu, hvernig lízt ykk- ur á það? Tillagan var samþykkt, og síðan fengu geimfararnir að vera í friði fram eftir degi. Annar svaf en hinn vann að ýmsum tilraunum á meðan. Þegar Gemini fór yfir Ástralíu var myrkt af nóttu. Geimfararnir áttu þá orðastað við eftirlitsstöðina í Carnar- von um ljósin í Melbourne og ýmislegt annað. McDivitt: Ég sé einhver ljós skína á skýin þarna fyrir neð an. Canarvon: Það hlýtur að vera Melbourne. McDivitt: Gott, skilaðu kveðju til þeirra frá mér og segðu að ég þakki þeim kær- lega fyrir að lýsa mér svona í myrkrinu. Canarvon: Já, sjálfsagt, það skal ég gera, þeim þykir gam an að heyra það. McDivitt: En spurðu þá í leiðinni hvort þeir geti ekki sópað burtu þessum skýjum næsta skipti, svo ég geti séð borgina almennilega. Nokkru áðUr hafði McDivitt komið Canarvon á óvart er rædd voru tæknileg vandamál af mestu álvöru. Þá segir Mc Divitt allt í einu upp úr þurru: Svei mér þá, mig er farið að klæja .... Canarvon: Ha? McDivitt: Mig er farið að klæja. Canarvon: O, ég skil! Og þriggja daga skeggrótin á White varð líka umræðu- efni við umsjónarstöðina í Houston. Houston: Er ykkur nokkuð farið að langa heim? McDivitt: Ja, ekki neita ég því að ég er orðinn hund- leiður á að horfa á þetta hörmungarsmetti hérna hjá mér. Mikið þarf maðurinn að raka sig. White: Og það verð ég að segja, DcDivitt, að leiður er ég orðinn á þessu þvaðri í þér sí og æ. Þá spurðist McDivitt fyrir um það hversu allt gengi neðra, og létu menn þar vel yfir þvL Það vakti nokkra furðu manna í Houston er McDivitt Framhald á bls. 25 Samtöl við Gemini IV. Hvernig gengur þnð neðra —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.