Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ I Miðvikudagur 9. júní 1965 Traustur fjárhagur Reykjavíkurborgar - * Lr ræðu borgarstjora um borgarreikraingana REIKNINGAR Reykjavíkurborg ar fyrir árið 1964 voru lagðir fram á síðasta fundi borgarstjórn ar og teknir til 1. umræðu. Geir Hallgrímsson borgarstjóri hafði framsögu um reikningana, og að lokinni ræðu hans voru þeir sam- þykktir samhljóða til 2. umræðu. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri hóf mál sitt með því að þakka þeim Gunnlaugi Péturs- syni borgarritara, Guttormi Er- lendssyni borgarendurskoðanda og Kristjáni Kristjánssyni borg- arbókara fyrir mikið og gott starf við að gera reikningana vel úr garði. Kvað borgarstjóri reikning ana að venju mjög ítarlega og hefðu þeir inni að halda greinar- gerðir og sundurliðanir um allt, sem máli skipti. Borgarstjóri gat þess, að þegar fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1964 var samin í desember 1963, hefði verið miðað við kaup- gjald og verðlag eins og það var í október og nóvember 1963. Á grundvelli þess hefðu rekstrar- gjöld verið áætluð rúmlega 450 millj. kr. og eignabreytingagjöld 104 millj. eða alls 554 millj. kr. Eftir að þessi fjárhagsáætlun hafði verið gerð, hefðu laun ann- arra starfsmanna en fastráðinna hækkað um 15%, lagður hafði verið á 1 % almennur launaskatt- ur, iðgjöld til almannatrygginga og Sjúkrasamlags Reykjavíkur hefðu hækkað, auk þess sem nauðsynlegt hefði verið að leggja fram verulegt fjármagn til Bæj- arútgerðar Reykjavíkur, sem átti við mikla erfiðleika að etja. Af þessum ástæðum hefði borg arstjórn ákveðið að hækka rekstr argjöld fjárhagsáætlunar um rúmlega 26,8 millj. kr. og einnig að hækka yfirfærslu á eigna- breytingareikningi um 15 millj. kr. vegna BÚR. Jafnframt hefði borgarstjórn hækkað áætluð út- svör um sömu upphæð, og hefðu þau endanlega orðið 399,347 þús. kr. auk 5—10% vanhaldaálags. Þá skýrði borgarstjóri frá því, að á þeim tíma er þessi ákvörð- un var tekin, hefði verið vitað með nokkurri vissu, hversu há útsvör yrðu skv. hinum lög- boðna álagsstiga, og ljóst hefði verið, að unnt var að veita 9% afslátt af honum. Þegar þessi ákvörðun var tekin hefði ekki verið tekið tillit til 5% launa- hækkunar á kaupi í almennri verkamannavinnu, sem látin var gilda frá 1. júlí 1964 né annarra þeirra kauphækkana, sem fylgdu í kjölfar svonefns júnísamkomu- lags. Mætti ætla, að þær hækk- anir næmu um 3 millj. kr. í út- gjaldaaukningu borgarsjóðs á sl. Rekstrargjöld í samræml við áætlun Geir Hallgrímsson sagði, að gjaldaáætlun borgarsjóðs hefði alls, með viðbótum, numið 479,3 millj. kr. Samkvæmt borgar- reikningum hefðu gjöldin alls nurftið 482,6 millj. kr., sem væri 3,3 millj. kr. hærra en áætlað var eða 0,7%. Með tilliti til launa hækkunar frá 1. júlí, sem ekki hefði verið áætluð fyrir, yrði því að telja, að áætlunin hefði staðizt, en það væri mjög í samræmi víð það, sem orðið hefði undanfarin ár. Tekjur umfram áætlun komu ekki til ráðstöfunar á árinu í ræðu borgarstjóra kom það fram, að heildartekjur borgar- Framtíðarstarf Eitt stærsta iðnaðarfyrirtæki í þessum bæ óskar eftir góðum skrifstofumanni. — Góð laun. Umsókn óskast send afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m., merkt: „Reynslusamur“. Nemendur og vinir frú Maríu Markan óperusöng- konu hafa ákveðið að halda samsæti til heiðurs henni á sextugsafmæli hennar föstu- ddoimi 25 júm 1965 kl 8 70 e.h. Tjainarbúð (niðri). Áskriftarlistar liggja frammi í Bókabúð- um Lárusar Blöndal Skólavörðustíg og Vestur- veri og í Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar. Vinna Okkur vantar röskan og ábyggilegan mann til af- greiðslustarfa. — Upplýsingar á Þresti, sendibíla- stöð, sími 2-46-90. Geir Hallgrímsson borgarstjóri sjóðs hefði verið áætlaðar alls 595,840 þús. kr. Samkvæmt borg- arreikningunum hefðu þær num- ið alls 620,6 millj. kr., eða 24,8 millj. kr. umfram það, sem áætl- að var. Hér bæri hins vegar tvenns að gæta. í fyrsta lagi væru álögð út- svör færð til tekna að frádregn- um burtfelldum eftirstöðvum út- svars fyrri ára, og yrðu þau þannig I borgarreikningunum 15.2 m. kr. eða 3.8%. umfram áætlun. Þegar þess væri minnzt, að heimilt er að leggja á 5—10% fyrir vanhöldum, væri 3,8% ekki há tala í þessu skyni, þar sem miðað væri við álögð útsvör 31. des. sl. í öðru lagi yrði að taka tillit til þess, að aðstöðugjöld urðu 4,5 millj. kr. umfram áætlunar- upphæð eða 5.8%, þegar tekið hefði verið tillit til breytinga, sem gerðar voru á eftirstöðvum fyrri ára. Hér væri heldur ekki um raunverulegar innkomnar tekjur að ræða fremur en sú upphæð, sem útvör fóru umfram áætlun. Innheimta útsvara og aðstöðugjalda Borgarstjóri kvað ekki verða hjá því komizt að geta þess, að á árinu 1964 innheimtust 352,3 millj. kr. af álögðum útsvörum og vantaði því 47 millj. kr. á, að að áætlunarupphæðin án van- haldaálags stæðist. Einnig vant- aði 8,5 millj. kr. á, að öll að- stöðugjöld hefðu innheimzt. Á móti þessu kæmi, að af eftir- stöðvum þessara gjalda fyrir 1963 og eldra hefðu innheimzt á árinu 41,8 millj. kr., .þannig að alls vantaði 13,7 millj. kr. á, að tekju- áætlun væri náð. Að athuguðum þessum atriðum kvað borgarstjóri mjög koma til álita, að vanhaldaálag yrði ekki fært til tekna heldur á sérstakan reikning, þar sem færðar yrðu allar breytingar á eftirstöðvum, og kvaðst hann hafa óskað eftir tillögum frá borgarritara, borgar- endurskoðanda og borgarbókara í þessum efnum. Þá skýrði borg- arstjóri frá því, að í maílok þessa árs hefðu verið innheimtar af eftirstöðvum 1964 og eldra 43,1 millj. kr. eða hærri upphæð en innheimtist af eftirstöðvum á öllu árinu 1964. Þó yrði að taka tillit til þess, að með hækkandi útsvarsupphæð hlytu eftirstöðvar að hækka að krónutölu með ó- breyttri innheimtuprósentu. Stóraukin framlög til gatna og holræsagerðar Geir Hallgrímsson minnti á hin síauknu framlög borgarinn- ar til nýrra gatna og holræsa og gat þess, að þau væru færð á rekstrarreikning en ekki eigna- breytingareikning, enda þótt raunverulega væri um aukna eign borgarinnar að ræða. Á ár- inu 1964 var varið til þessara mála 109,4 millj. kr. eða 22,67% heildarútgjöldum borgarinnar, sem er miklu hærri upphæð bæði að krónutölu og hundraðshluta heldur en á síðustu árum. Mikil eignaaukning Þá gerði borgarstjóri grein fyrir þeim bretyingum, sem orð- ið hefðu á höfuðstóli borgarinn- ar. Af því sást, að eignaaukn- ingin nam 223,5 millj. kr. á ár- inu og skv. því var hrein eign borgarinncir 1,3 milljarður króna um síðustu áramót. Borgarstjóri kvað eignarhluta Reykjavíkur- borgar í Soginu, 49,2 millj. kr., vera í fyrsta sinn færðan til eign- ar hjá borgarsjóði og væri það gert vegna stofnunar Landsvirkj- Höfum fengið nýja sendingu af kápum og drögtum úr ullarefnum og svampfóðraðar. T ízkuveizlunin run Rauðarárstíg 1 Sími 15077. unar. Þessi eignaaukning átti sér stað nú þrátt fyrir 20,3 millj. kr. rekstrarhalla Bæjarútgerðarinn- ar, að ,því er borgarstjóri sagði. Einnig benti hann á, að reikning- ar Vatnsveitunnar sýndu 0,5 millj. kr. halla á árinu. Enda þótt vatnsskattur hefði verið hækkaður um 50% um sl. ára- mót, mætti búast við að þörf yrði á frekari fjáröflun með til- liti til hinna miklu framkvæmda, sem þetta fyrirtæki hefði með höndum. Heildarskuldir borgarsjóðs 150 millj. kr. Það kom fram í ræðu borgar- stjóra að skuldir borgarsjóðs juk- ust á árinu 1964 um 30,8 millj. kr. og voru um sl. áramót 150,2 millj. kr. Þessi skuldaaukning hefði myndazt þannig: Afborg- unarlán vegna Borgarsj úkrahús3, barnaheimila og fasteignakaupa 17.6 millj., hækkun á viðskipta- láni og öðrum lausaskuldum 12,7 millj., hækkun handbærs fjár 12,9 millj. Þá hefðu inneignir lánar- drottna hækkað um 8,1 millj. kr. en aftur' á móti hefðu skuldir við sjóði borgarinnar lækkað ura 7.6 millj. kr. og skuldabréfaláa lækkað um 0,2 millj. kr. Geir Hallgrímsson skýrði frá því, að útistandandi skuldir heföu numið 144,2 millj. kr. um síð- ustu áramót og hækkað á árinu 1964 um ^5,9 millj. kr. Aðal- ástæðan fyrir þessari hækkua væri sú, að Áhaldahús borgar- innar væri nú talið skuldunautur með 8,3 milj. kr. og Vélamiðstöð- in með 4,2 millj. Þá hefðu skuld- ir Framkvæmdasjóðs við borg- arsjóð vaxið um 2,4 millj. og Grjótnáms og Pípugerðar um 1,1 millj. Aftur á móti hefði skuld Vatnsveitu lækkað um 2 millj. króna. Skuld ríkissjóðs lækkar en skuld íþróttasjóðs hækkar Af ræðu borgarstjóra kom fram, að skuld ríkissjóðs við borgarsjóð lækkaði um 700 þús. kr. á árinu. Ríkisstjórnin héfði ákveðið að binda ekki áætluð framlög samkvæmt fjárlögum til skólabygginga við ákveðin skóla- hús né áfanga við byggingu þeirra og hefði þessi ákvörðuu leitt til þess, að stofnkostnaðar- skuld skólabygginga lækkaði um 598 þús. kr. þrátt fyrir 17,7 millj. kr. viðbót á árinu. Þá gat borgar- stjóri þess, að ríkissjóður hefði greitt 113 þús. kr. á árinu til Borgarsjúkrahússins umfram lög bundið framlag hans, og þvi lækkaði skuld hans á þessum lið um sömu upphæð. Aðra sögu kvað borgarstjórl vera að segja um framlag íþrótta sjóðs ríkisins til íþróttafram- kvæmda í borginni og átti hann þar eingöngu við framkvæmdirn ar í Laugardal. í ársbyrjun kvað hann skuldina hafa numið rúmlega 11,2 millj. kr., en í árs- lok rúmlega 13,4 millj. kr. Til framkvæmdanna í Laugardal hefði borgarsjóður varið á árinu 6,905 þús. kr., en íþróttasjóður ríiksins hefði aðeins greitt upp í þetta 515 þús. kr., enda þótt hann ætti að bera 40% af kostn- aðinum. Borgarstjóri kvað nefnd á vegum menntamálaráðuneyt- isins og fjármálaráðuneytisins hafa unnið að því að kanna fjár- öflunarmöguleika til íþróttasjóðs. Nú hefði hún lokið störfum, og væri því þess að vænta að tillög- ur til úrbóta í þessum efnum yrðu lagðar fram á næstunnl Greiðslujöfnuður hagstæður 6. árið í röð í lok ræðu sinnar sagði Geir Hallgrímsson borgarstjóri: „Á bls. 11 í borgarreikningun- um er gerður greiðslujöfnuður borgarsjóðsins sl. ár. Aukin sjóðseign er 12,9 millj. kr. en aukin skuld kr. 12,0 millj. kr. Greiðslujöfnuður er því hagstæð ur um tæpar 900 þús. kr. Er þetta þriðja árið í röð, sem svo er. Að svo mæltu vildi ég, virðu- legi forseti, leggja til, að reikn- ingum Reykjavíkurborgar árið 1964 verði vísað til annarrar um- r»Su “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.