Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 9. júní 1961 WtotgþíMfMto Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SAMNINGAR Á NORD- UR- OG AUSTURLANDI rm hvítasunnuna tókust samningar um kaup og kaup og kjör milli atvinnu- rekenda og flestra verkalýðs- félaga á Norður- og Austur- landi. Þessum samningum ber vissulega að fagna og þeir hljóta að vekja vonir um, að samningar muni takast ann- ars staðar á landinu. í samningunum fyrir norð- an og austan hefur það gerzt, að ábyrgir verkalýðsleiðtogar hafa tekið forystu um samn- inga, sem fela í sér raunhæf- ar kjarabætur fyrir umbjóð- endur þeirra, en hafa látið sem vind um eyru þjóta ögr- anir ofstopamanna, sem reynt hafa af öllum mætti að spilla fyrir því að samningar tækj- ust. Atvinnurekendur hafa einn ig sýnt víðsýni og þjóðholl- ustu í þessum samningum, og þrátt fyrir erfiða aðstöðu ým- issa atvinnugreina hafa þeir með þessum samningum lagt fram sinn skerf til þess að stuðla að því, að sá árangur, sem náðst hefur með Júnísam komulaginu verði ekki eyði- lagður, heldur verði vinnu- friður tryggður áfram, verð- bólgunni haldið í skefjum og verkafólki veittar raunhæfar kjarabætur með réttlátri hlutdeild í vaxandi þjóðar- tekjum. Þá hefur ríkisstjórnin fyrir sitt leyti stuðlað að því, að þessir samningar tækjust með fyrirheitum um sérstak- ar aðgerðir í atvinnumálum Norðlendinga. Þess ber að vænta, að það fordæmi, sem nú er fengið á Norður- og Austurlandi verði til þess, að heildarsamningar takist fyrir landið allt. Væri þá vissulega vel farið, ef vinnufriður yrði tryggður annað árið í röð, og mikil um- skipti frá því, sem viðgekkst hér um langt árabil. AÐALFUNDIR FLUGFÉLAGANNA Aðalfundum beggja flugfé- ™ laganna er nú lokið og verður ekki annað séð, en hag ,ur þeirra sé sæmilegur, þótt staða Loftleiða sé til muna betri. En Flugfélagið hefur ýmsar aðgerðir í undirbún- ingi til þess að efla rekstur sinn,,svo sem kaup fullkom- innar þotu til millilandaflugs og nýlega hefur félagið tekið í notkun nýja flugvél, sem gjorbreytir aðstöðu þess til innanlandsflugs. Þá hefur fé- lagið einnig ákveðið að gefa UTAN ÚR HEIMI út'jöfnunarhlutabréf og rætt hefur verið um, að færa innra skipulag félagsins til betra samræmis við kröfur nútím- ans. Greinilega er því um að ræða mikla grósku í starfi Flugfélagsins og erfiðari ár að baki. Um árin hefur ýmislegt gengið á í samstarfi þeirra tveggja flugfélaga, sem hér starfa og nú síðustu vikur hafa þessar deilur komið skýr ar fram í dagsljósið en áður Sjálfsagt hafa báðir aðilar tekið fullmikið upp í sig í þeim umræðum, sem fram hafa farið um sameiginleg málefni þeirra síðustu vik- urnar, en í rauninni þarf það ekki að verða til ills, þótt nokkuð hafi hvesst þeirra í milli, það hreinsar andrúms- loftið og geturauðveldað þá samvinnu, sem eðlilegt er, að flugfélögin hafi sín á milli. í ræðu sinni á aðalfundi Loftleiða lýsti Kristján Guð- laugsson þeirra skoðun sinni, að sameining flugfélaganna kæmi ekki til greina, en hins vegar væri æskilegt, að sam- starf tækist þeirra á milli, betra en verið hefði. Morgunblaðið vill taka und ir þessi orð og láta í ljós þá von, að þær umræður, sem fram hafa farið um þessi mál að undanförnu, verði til þess, að auðvelda þetta samstarf á j af nr æðisgr undvelli. ALMENNINGS- HLUTAFÉLAG UM HÖTEL- BYGGINGU k aðalfundi Loftleiða var samþykkt tillaga þess efn- is, að félagið beitti sér fyrir stofnun almenningshlutafé- lags um byggingu og rekstur 200 herbergja hótels í Reykja- vík. Þessar fyrirætlanir Loft- leiða eru vissulega fagnaðar- efni. Morgunblaðið hefur áð- ur lýst þeirri skoðun sinni, að skynsamlegt væri af Loft- leiðum, að veita almenningi kost á þátttöku í rekstri sín- um ef til vill með takmark- aðri aðild að stjórn þess, enda eðlilegt, að núverandi forystumenn félagsins, sem hafa rekið það af eindæma dugnaði héldu þar áfram um stjórnvölinn. En hvað sem um það er, er það vissulega góðra gjalda vert, að Loftleiðir hyggjastfjölgandi. Svíar sigursælir í Akropoiisraliy EIN erfiðasta aksturskeppnin, sem haldin er árlega, er gríska keppnin, er gengur undir nafninu Akrópólisrally. Sem dæmi um hve erfið keppn in er má benda á að í ár hófu 85 bifreiðir keppnina, en að- ein 15 koinust á leiðarenda„ Sigurvegari var að þessu sinni Sviinn Carl-Magnus Skogh, sem ók Volvo Amazon. Er þetta mjög glæsilegur sigur fyrir sænsku Volvo bílasmiðj- urnar, sérstaklega með tilliti til þess að í fyrra sigraði Sví- inn Xom Trana, einnig á Volvo. Keppnin í ár fór fram dag- ana 20.—23. maí. Ekin var alls um 440 kílómetra vegalemgd eftir þröngum og undnum fjallstígum, og ökumonnum gefin stig fyrir það sem út af bar. Flestar bifreiðirnar, sem komust á leiðarenda, voru illa leiknar, en ekki var skráma á bíl Skoghs. Að keppni lokinni sagði hann: „Akropolisrally er án efa erfiðasta keppni Evrópu og fullt eins erfið og Safarirally í Austur Afríku". í sama streng tóku aðrir ökumenn. Tveir ökumenn eru í hverj- um bíl, og var Lennart Beng- gren aðstoðarmaður Skoghs. Hér fer á eftir listi yfir þá 15, sem luku keppninni og stiga- tala 6 efstu: 1.: C-M Skogh/L. Berggren, Volvo, Svíþjóð, 453,66. 2.: E. Carlsson/T. Aman, Saab, Sví- þjóð, 462,53. 3.: R. Trautman/ C. Bouchet, Lancia, Frakk- land, 576,63. 4.: Á. Anderson/ G. Palm, Saab, Svíþjóð, 734,61. 5.: D. Glemser/M. Braun- gardt, Mercedes, V. Þýzka- land, 1049,40. 6.: P. Vanson/J. P. Joly, Citroen, Frakkland, 2329,26. 7.: S. Zasada, Steyr Puch, Póllandi. 8.: G. Pianta, Lancia, ítalíu. 9.: J. Enequist, Volvo, Svíþjóð. 10.: K. Rudi- ger, Wartburg, A. Þýzkaland. 11.: J. E. Virgin, Volvo, Sví- þjóð. 12.: K. Otto, Wartburg, A. Þýzkaland, 13.: J. Nielsen, Saab, Noregi, 14.: T. Papa- dimitriou, Mercedes, Grikk- land. 15.: L. Nilsson, Volks- wagen, Svíþjóð. limsákn um námsvist VERKFRÆÐIHÁSKÓLINN í Þrándheimi hefur að undanförnu veitt fáeinum íslenzkum stúdent- um inngöngu á ári hverju. — Menntamálaráðuneytið vekur at- hygli á því, að umsóknir um námsvist á hausti komanda þurfa nú beita sér fyrir stofnun al- menningshlutafélags um byggingu stórs hótels í Reykja vík og væri ekki óeðlilegt, þótt félagið sjálft ætti þar stóran hlut. Hér er um virðingarvert framtak að ræða, sem er að- eins síðasta dæmi þess, að stofnun opinna hlutafélaga með almennri þátttöku á nú sívaxandi fylgi að fagna og að slíkum félögum fer nú ört að hafa borizt verkfræðiháskól- anum eigi síðar en 25. júní. Til- skilin umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg. Frá menntamálaráðuneytinu. Afli humarbáta n&uðatregur AKRANESI, 4. júní — 4 bátar komu inn í dag og lönduðu slitn um humar. Afli var nauðatregur. Sá hæsti hafði 760 kg. Hollenzka skipið Ecco frá Rotterdam lestar hér í dag 300 tonh af freðsíld á Rússlandsmark að. í dag kam Ms. ísiborg með 34 stendarða af timibri tU Har- aldar Böðvarssonar og Co. Ms. Langá lestaði i dag 96 tonn af fiskimjöli á Evrópumarka'ð. Ein ar Guðfinnsson, Bolungavík átti síldarnælonnætur geymdar hér í Nótasböð Akraness. Bolungar- víkurbáturinn Sóirún er þriðji báturinn sem tekur síldarnótina. Allir þrír eru þeir farnir á sum- arsíldveiðair — Oddux. Aðalfundur Lælmafélags NorðurlanA s vestra BÆ, Höfðaströnd, 1. júní: Að- alfundur Læknafélags Norður- lands vestra var haldinn á Hofsósi 30. miaí. Mættir voru sex félagsmenn ásamt frúm þeirra og auk þess 4 utamhéraðslætknar. Rædd voru hagsmunamiál og fé- lagsmál lækna og fyrirlestrar haldnir. M.a. annars flutti Magn ús Ásmundsson, læknir á Akur- eyri, fyrirlestur um vírusa og vírussjúkdóma, Þórarinn Ólafs- son, læknir á Hvammstaniga um tryggingarmái lækna. Fundurinn vár haldinn á heimili Valgarðs Björnssonar, héraðslæknia 4 Hofsósi. — B-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.