Morgunblaðið - 09.06.1965, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.06.1965, Qupperneq 16
16 MORGU N BLADIÐ Miðvilcudagur 9. juní 1961 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ull tr úi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SAMNINGAR Á NORÐ- UR- OG A USTURLANDI Svíar sigursælir í Akropolisrally EIN erfiðasta aksturskeppnin, sem haldin er árlega, er gríska keppnin, er gengur undir nafninu Akrópólisrally. Sem dæmi um hve erfið keppn in er má benda á að í ár hófu 85 bifreiðir keppnina, en að- ein 15 komust á leiðarenda. Sigurvegari var að þessu sinni Svíinn Carl-Magnus Skogh, sem ók Volvo Amazon. Er þetta mjög glæsilegur sigur fyrir sænsku Volvo bílasmiðj- urnar, sérstaklega með tilliti til þess að í fyrra sigraði Sví- inn Xom Trana, einnig á Volvo. Keppnin í ár fór fram dag- ana 20.—23. maí. Ekin var alls um 440 kílómetra vegalengd eftir þröngum og undnum fjallstígum, og ökumönnum gefin stig fyrir það sem út af bar. Flestar bifreiðirnar, sem komust á leiðarenda, voru illa leiknar, en ekki var skráma á bíl Skoghs. Að keppni lokinni sagði hann: „Akropolisrally er án efa erfiðasta keppni Evrópu og fullt eins erfið og Safarirally í Austur Afríku“. í sama streng tóku aðrir ökumenn. Tveir ökumenn eru í hverj- um bíl, og var Lennart Berg- gren aðstoðarmaður Skoghs. Hér fer á eftir listi yfir þá 15, sem luku keppninni og stiga- tala 6 efstu: 1.: C-M Skogh/L. Berggren, Volvo, Svíþjóð, 453,66. 2.: E. Carlsson/T. Aman, Saab, Sví- þjóð, 462i,53. 3.: R. Trautman/ C. Bouchet, Lancia, Frakk- land, 576,63. 4.: Á. Anderson/ G. Palm, Saab, Svíþjóð, 734,61. 5.: D. Glemser/M. Braun- gardt, Mercedes, V. Þýzka- land, 1049,40. 6.: P. Vanson/J. P. Joly, Citroen, Frakkland, 2329,26. 7.: S. Zasada, Steyr Puch, Póllandi. 8.: G. Pianta, Lancia, ítalíu. 9.: J. Enequist, Volvo, Svíþjóð. 10.: K. Rudi- ger, Wartburg, A. Þýzkaland. 11.: J. E. Virgin, Volvo, Sví- þjóð. 12.: K. Otto, Wartburg, A. Þýzkaland, 13.: J. Nielsen, Saab, Noregi, 14.: T. Papa- dimitriou, Mercedes, Grikk- land. 15.: L. Nilsson, Volks- wagen, Svíþjóð. að hafa borizt verkfræðiháskól- 1 Tm hvítasunnuna tókust ^ samningar um kaup og kaup og kjör milli atvinnu- rekenda og flestra verkalýðs- félaga á Norður- og Austur- landL Þessum samningum ber vissulega að fagna og þeir hljóta að vekja vonir um, að samningar muni takast ann- ars staðar á landinu. í samningunum fyrir norð- an og austan hefur það gerzt, að ábyrgir verkalýðsleiðtogar hafa tekið forystu um samn- inga, sem fela í sér raunhæf- ar kjarabætur fyrir umbjóð- endur þeirra, en hafa látið sem vind um eyru þjóta ögr- anir ofstopamanna, sem reynt hafa af öllum mætti að spilla fyrir því að samningar tækj- ust. Atvinnurekendur hafa einn ig sýnt víðsýni og þjóðholl- ustu í þessum samningum, og þrátt fyrir erfiða aðstöðu ým- issa atvinnugreina hafa þeir með þessum samningum lagt fram sinn skerf til þess að stuðla að því, að sá árangur, sem náðst hefur með Júnísam komulaginu verði ekki eyði- lagður, heldur verði vinnu- friður tryggður áfram, verð- bólgunni haldið í skefjum og verkafólki veittar raunhæfar kjarabætur með réttlátri hlutdeild í vaxandi þjóðar- tekjum. Þá hefur ríkisstjórnin fyrir sitt leyti stuðlað að því, að þessir samningar tækjust með fyrirheitum um sérstak- ar aðgerðir í atvinnumálum Norðlendinga. Þess ber að vænta, að það fordæmi, sem nú er fengið á Norður- og Austurlandi verði til þess, að heildarsamningar takist fyrir landið allt. Væri þá vissulega vel farið, ef vinnufriður yrði tryggður annað árið í röð, og mikil um- skipti frá því, sem viðgekkst hér um langt árabil. AÐALFUNDIR FLUGFÉLAGANNA Aðalfundum beggja flugfé- laganna er nú lokið og verður ekki annað séð, en hag ,ur þeirra sé sæmilegur, þótt staða Loftleiða sé til muna betri. En Flugfélagið hefur ýmsar aðgerðir í undirbún- ingi til þess að efla rekstur sinn, svo sem kaup fullkom- tnnar þotu til millilandaflugs og nýlega hefur félagið tekið í nótkun nýja flugvél, sem gjorbreytir aðstöðú þess til innanlandsflugs. Þá hefur fé- lagið einnig ákveðið að gefa út jöfnunarhlutabréf og rætt hefur verið um, að færa innra skipulag félagsins til betra samræmis við kröfur nútím- ans. Greinilega er því um að ræða mikla grósku í starfi Flugfélagsins og erfiðari ár að baki. Um árin hefur ýmislegt gengið á í samstarfi þeirra tveggja flugfélaga, sem hér starfa og nú síðustu vikur hafa þessar deilur komið skýr ar fram í dagsljósið en áður Sjálfsagt hafa báðir aðilar tekið fullmikið upp í sig í þeim umræðum, sem fram hafa farið um sameiginleg málefni þeirra síðustu vik- urnar, en í rauninni þarf það ekki að verða til ills, þótt nokkuð hafi hvesst þeirra í milli, það hreinsar andrúms- loftið og getur auðveldað þá samvinnu, sem eðlilegt er, að flugfélögin hafi sín á milli. í ræðu sinni á aðalfundi Loftleiða lýsti Kristján Guð- laugsson þeirra skoðun sinni, að sameining flugfélaganna kæmi ekki til greina, en hins vegar væri æskilegt, að sam- starf tækist þeirra á milli, betra en verið hefði. Morgunblaðið vill taka und ir þessi orð og láta í ljós þá von, að þær umræður, sem fram hafa farið um þessi mál að undanförnu, verði til þess, að auðvelda þetta samstarf á j af nræðisgrundvelli. ALMENNINGS- HLUTAFÉLAG UM HÓTEL- BYGGINGU Á aðalfundi Loftleiða var **■ samþykkt tillaga þess efn- is, að félagið beitti sér fyrir stofnun almenningshlutafé- lags um byggingu og rekstur 200 herbergja hótels í Reykja- vík. Þessar fyrirætlanir Loft- leiða eru vissulega fagnaðar- efni. Morgunblaðið hefur áð- ur lýst þeirri skoðun sinni, að skynsamlegt væri af Loft- leiðum, að veita almenningi kost á þátttöku í rekstri sín- um ef til vill með takmark- aðri aðild að stjórn þess, enda eðlilegt, að núverandi forystumenn félagsins, sem hafa rekið það af eindæma dugnaði héldu þar áfram um stjórnvölinn. Umsókn um námsvisf VERKFRÆÐIHÁSKÓLINN í Þrándheimi hefur að undanförnu veitt fáeinum íslenzkum stúdent- um inngöngu á ári hverju. — Menntamálaráðuneytið vekur at- hygli á því, að umsóknir um námsvist á hausti komanda þurfa nú beita sér fyrir stofnun al- menningshlutafélags um byggingu stórs hótels í Reykja vík og væri ekki óeðlilegt, þótt félagið sjálft ætti þar stóran hlut. Hér er um virðingarvert framtak að ræða, sem er að- eins síðasta dæmi þess, að stofnun opinna hlutafélaga með almennri þátttöku á nú sívaxandi fylgi að fagna og að slíkum félögum fer nú ört anum eigi siðar en 25. júní. Til- skilin umsóknareyðublöð fást í menntamálöráðuneytinu, Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg. Frá menntamálaráðuneytinu. AfSi humarbáta nsiulíatregur AKRANESI, 4. júní — 4 bátar komu inn í dag og lönduðu slitn um humar. Afli var nauðatregur. Sá hæsti hafði 760 kg. Hollenzka skipið Ecco frá Rotterdam lestar hér í dag 300 tonn af freðsíld á Rússlandsmárk að. f dag kam Ms. ísborg með 34 stendarða af timlbri til Har- aldar BöðvarssOnar og Co. Ms. Langá lestaði í dag 96 tonn af fiskimjöli á Evrópumarka'ð. Ein ar Guðfinnsson, Bolungavík átti síldarnælonnætur geymdar hér í Nótastöð Akraness. Bolungar- víkurbáturinn Sólrún er þriðji báturinn sem tekur síldarnótina. Allir þrír eru þeir fárrtir á sum- arsíldveiðar — Oddur. Aðalfundur Læknafélags Norðurlands vestra BÆ, Höfðastrðnd, 1. júní: Að- alfundur Læknafélags Norður- lands vestra var haldinn á Hofsósi 30. miaí. Mættir voru sex félagsmenn ásamt frúm þeirra og auk þess 4 utanhéraðslætknar. Rædd voru hagsmunamiál og fé- lagsmál lækna og fyrirlestrar haldnir. M.a. annars flutti Magn ús Ásmundsson, læknir á Akur- eyri, fyrirlestur um vírusa og vírussjúkdóma, Þórarinn Ólafs- son, læknir á Hvammstanga um tryggingarmál lækna. Fundurinn var haldinn á heimili Valgarða Björnssonar, héraðslækiiis 4 Hofsósi. — B- En hvað sem um það er, er það vissulega góðra gjalda vert, að Loftleiðir hyggjast fjölgandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.