Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 17
Miðvikuaagwr t. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Þjéðleikhúsið: Madame Butterfly Ópera í þrem þáttum, eftír Giacomo Puccini Hljdmsveitarstjori: Nils Grevillius Leikstjóri: Leiff Séderström I>AÐ hefur verið venja Þjóðleik- hússins, þegar frá fyrsta starfsári þess, að ljúka starfsemi ársins með flutningi óperu eðá óperettu. Fyrsta óperan, sem sýnd var hér á vegum Þjóðleikhússins, var Brúðkaup Figarós og var það gestasýning frá Konungslega leik- toúsínu í Stokkhólmi. Sýning þessi, sem jafnframt var fyrsta óperusýning hérlendis var vissu- lega mikill menningarviðburður og verður áreiðanlega ógleyman- legur þeim, sem hana sáu. Frum- sýningin fór fram 12. júní 1950 Oig var húsið fullskipað og sýning- unni tekið með miklum fögnuði. Var svo öll þau sjö kvöld, sem óperan var sýnd, enda 6áu hana um fimm þúsundir manna. Næsta óperan, sem Þjóð- leikhúsið sýndi, var Rigoletto eftir G. Verdi. Var hún frumsýnd 3 júní 1951 og tekin aftur til sýn- ingar þá um haustið. Að þessu einni voru það eingöngu íslenzkir söngvarar, sem óperuna fluttu, að einu hlutverki (Gilda) undan- teknu. Óperunni var forkunnarvel tekið, enda var hún sýnd 29 sinn- um og tala áhorfenda var 18.600. Það þótti í mikið ráðist, — allt að því ofdirfska, — er Þjóðleik- íhúsið ákvað að flytja þessa miklu óperu með íslenzkum söngvurum eingöngu að heita má, enda skorti ekki hrakspárnar. Þær báru þó, sem betur fór, engan árangur og reyndin hefur orðið sú, að óperu- sýningar Þjóðleikhússins eru einn allra vinsælasti þátturinn í starf- semi þess, enda hafa sýningar þessar jafnframt staðið undir sér fjárhagslega, og vel það. — Þjóð- leikhúsið hefur til þessa sýnt margar þekktustu óperur hinna fremstu óperutónskálda svo sem Verdi, Leoncavallo, Mascagni og Puccini, og auk þess margar óper- ettur. — Er Madame Butterfly, sem frumsýnd var s.l. fimmtudags kvöld, þriðja óperan, sem Þjóð- leikhúsið sýnir eftir Puccini, hin- ar eru La Bohéme og Tosca. Puccini hefur jafnan verið tal- inn eitt mikilhæfasta óperutón- skáld síðan Verdi leið, enda njóta óperur hans mikilla vinsælda. Hann hefur ríka dramatíska skynj un, sem iglöggt kemur f ram í óperu tónlist hans. Aríur hans eru gæddar miklum innileik og hon- um tekst öðrum fremur að gefa óperutónlist sinni framandlegan blæ þar sem það á við til að skapa hið rétta andrúmsloft. Þannig fléttar hann inn í Madame Butterfly, austræna tónlist til þess að ná Mnum réttu áhrifum. yfirleitt fellur tónlist Puccini í þessari óperu frábærlega vel við þann mikla harmleik, sem þar gerist, og aríurnar, t. d. ástar- dúettinn og lokasöngurinn í 1. þætti blómadúettinn og harm- söngur Madame Butterfly í 2. þætti og lokasöngur hennar í 3. þætti, hljóta að heilla hvern ein- asta áheyranda. Óperan Madame Butterfly er byggð á leikriti eftir David Bel- asco, er samdi það upp úr smá- sögu eftir J. L. Long, en óperu- textinn er eftir Illica og Ciacoso. Óperan var frumflutt í La Scala í Milano í febrúarbánuði 1904 og fór ekki betur en svo að hún kolféll. Lágu til þess ýmsar orsak- ir. Japanir voru um þessar mund- ir ekki vinsælir í Evrópu og þar við bættist að óperan þótti lang- dregin og viðburðalítil. Puccini breytti nú óperunni lítið eitt og þegar hún var sýnd aftur þrem mánuðum síðar í Brescia, var henni afburðavel tekið. Síðan hefur Madame Butterfly verið með vinsælustu óperum til þessa Ásta Hannesdóttir, Svala Nielsen, Guðmundur Jónsson og Guð- mundur Guðjónsson í hlutverkum sínum. dags. Hér er ekki rúm til að rekja efni þessarar óperu, en þess skal þó getið hún gerist í hafnarborginni Nagasaki og er harmsaga ungrar japanskrar stúlku (geishu), sem giftist banda rískum sjóliðsforingja, er bregst henni, en sú raun verður henni ofurefli. Því verður vissulega ekki neit- að að óperan er ærið hæggeng, atburðarásin hvorki margslungin né hröð, en úr því verður ekki bætt hversu ,góð sem leikstjórnin kann að vera hverju sinni, enda var hraði sýningarinnar sízt meiri þegar ég sá þessa óperu i Opera Comique í París fyrir rúmum áratug. En hinn fagri blær og austræna stemning sem hvílir yfir sýningunni bætir hér mikið upp. Augljóst er að einmitt af þessum ástæðum gerir óperan ítrustu kröfur til leiks og tón- listarflutningsins í heild. Hefur vissulega ágætlega tekist hér í þessu efni og það fyrst og fremst sð þakka hinum ágætu sænsku gestum, sem hér hafa verið að verki, leikstjóranum Leif Sönd- erström, sem einnig hefur teikn- að búningana, hljómsveitarstjór- anum Nils Grevillius og síðast en ekki síst óperusöngkonunni Rut Jacobson, er syngur hið vandasama aðalhlutverk, Ma- dame Butterfly. Leikstjórinn hefur sett óperuna á svið af mikilli kunnáttu og smekkvísi, enda er hann mennt- aður og fjölhgefur leikhúsmaður. Hefur honum og Lárusi IniSÓlfs- syni, sem gert hefur leikmyndina af mikilli snilli, tekist að skapa óperunni hið rétta umhverfi og þann austræna, blæ, sem henni hæfir. Hljómsveitarstjórinn Nils Grev illius, er mikilhæfur tónlistar- maður og mikils metin í heima- landi sínu, enda hefur hann ver- ið aðalhljómsveitarstjóri Konung legu óperunnar í Stokkhólmi og auk þess stjórnað ýmsum sin- fóníuhijómsveitum þar í landi og verið fastur stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar sænska ríkisútvarps ins. — Auðheyrt var á frumsýn- ingunni að hljómsveitin var ágætlega æfð og að hljóm- sveitarstjórinn hafði þar allt í öruiggri hendi sér. Einkum var athyglisvert hversu vel hann stillir styrkleik hljómsveitarinn- ar með tilliti til söngsins á svið- inu, án þes þó að við það glatað- ist nokkuð af tilbrigðum og reisn tónverksins. Hlutverk óperunnar eru mörg, en hér verður aðeins gerð nokk- ur grein fyrir þeim veigamestu. Aðalhlutverkið og það sem mest- ar kröfur gerir til leiks og söngs, japönsku stúlkuna Cho-cho San, (sópran), fer sænska óperusng- konan Rut Jacobson með. Rödd hennar er þróttmikil, en jafn- framt mjög fáguð og þýð, enda hefur söngkonan fullkomið vald á henni hvort sem hún syngur af fullum styrkleika eða veikasta pianissino. Þegar hér við bætist að leiktúlkun söngkonunnar á hlutverkinu er frábær borin uppi af sterkri innlifun, með breyting- um og svipbrigðum, sem tala sínu ótvíræða máli, má með sanni segja að þessu vandasama hlut- verki verði vart gerð betri skil. Hlutverk liðsforingjans ame- ríska, B. F. Pinkerton's (tenór), syngur Guðmundur Guðjónsson. Guðmundur kemur ágætlega fyrir í liðsforingjabúningi sínum, leik- ur dável, en einkum er þó söng- ur hans góður, röddin björt og all þróttmikil þegar með þarf og henni beitt af góðri kunnáttu og smekkvísi. Hlutverk Suzuki, þernu Ma- dame Butterfly (mezzo-sopran) syngur Svala Nielsen. Þessi unga söngkona hefur að undanförau Guðmundur Guðjónsson og Rut Jacobson í hlutverkum sínum. vakið á sér athygli fyrir góða söngrödd og i þessu hlutverki sínu gerir hún hin beztu skil bæði um leik og söng. Einkum er prýðilegur söngur hennar í blómadúettinum með Madame Butterfly í 2. þætti. Má vissulega vænta þess að Svala eigi góða framtíð fyrir sér á óperusviðinu ef hún hlýtur frekari kennslu og þjálfun í list sinni. Sharpless konsúl Bandarikj- anna í Nagasaki syngur okkar góði og trausti söngvari Guð- mundur Jónsson. Hlutverk þetta getur söngvararanum ekki tæki- færi til að beita hinni þróttmiklu og glæsilegu baryton-rödd sinni til fulls, en engu að síður fer hann mjög vel með hlutverkið bæði að því er leik og söng varð- ar. Þó get ég ekki neitað því að mér virðist kenna nokkrar þreytu í söng Guðmundar í seinni tíð. Hlutverk Goro, hjónabands- miðlara, prius Yannadori og Bonze, japansks prests, syngja þeir Sverrir Kjartanson og Ævar R. Kvaran og Hjálmar Kjartan- son. Allir hafa þeir góða rödd og fara vel með hlutverk sín. Kórsönginn annast söngvarar úr Þjóðleikhúskórnum. Hefur Carl Billich æft kór og einsöngv- ara. Þá hefur ljósameistarinn Krist- inn Danielsson lagt sinn skerf til með góðri sviðslýsingu. Þes skal getið að óperan er sungin á ítölsku og ræð ég því leikhusgestum til að kynna sér textann í leikskránni áður eh sýningin hefst. Á frumsýningunni var hvert sæti í húsinu skipað og tóku leik- húsgestir óperunni forkunnarvel, enda var sýningin afburðagóð og öllum til sóma, sem að henni standa. Að leikslokum voru leik- endur og hljómsveitarstjóri kall- aðir fram hvað eftir annað og þau Rut Jacobson og hljómsveit- arstjórinn sérstaklega hyllt með blómvöndum og áköfu lófataki. S. Gr. Uppsögn skóla a Skagashönd Skagaströnd, 3. júní. BARNA- og unglingaskóiunum var slitið hér fyrir stuttu., í báð- um skólunum voru 144 nemend- ur í vetur. Sex kennarar, auk skólastjóra, starfa við skólana. Við barnapróf var hæstur Kári Lárusson með aðaleinkunn 9:34 og við unglingapróf Jóhanna H. Ásmundsdóttir með aðaleinkunn 8:77. Hæstu einkunn yfir skólana hlaut Bergur Jón Þórðarson 1. bekk unglingaskólans 9:55. Allir þessir nemendup " fengu verðlaun fyrir ágætan námsér- angur. Þá voru veitt verðlaun úr Minningasjóði frú Steinunnar Berntsen í fyrsta sihn. Þau hlaut Alda Jónsdóttir úr 2. bekk ung- lingaskólans. Verðlaunin voru veitt fyrir ágæta handavinnu, prúða framkomu og góða ástund un í námi. Lionsklúbburinn hér hefir gefið til skólanna ýms tæki til kennslu t.d. segulbandstæki, sjón prófunartæki og nú síðast brúðu til notkunar vi'ð kennslu á lífg- un úr dauðadái. Landsprófsdeild 3. bekkjar unglingaskólans hefir starfað við skólann nokkur undanfarin ár; 6 nemendur gengu nú undir landspróf og náðu 3 framhalds- einkunn. Hæstu einkunn hlaut Sólveig Georgsdóttir, 8:82. Henni voru einnig veitt verðlaun. TilfinnanJega vantar hér íþróttahús, en veitt hefir verið fé til byrjunarframkvæmda og teikningar eru komnar, svo væntanlega verður hafist hand- an nú í sumar. Þegar sMkt hús er komið í notkun er hér nokk- uð góð aðstaða til framhalds- kennslu, því ungmennafélagi'ð Fram hefir á mörgum undanförn um árum rekið hér sundkennslu og á góða sundlaug hér á staðn- um. — Þórður. Borað ef tir lieitu vatni að Klúkn Hólmavík, 3. júní. NORÐUR á Klúku í Bjarnarfirði hefir verið borað eftir heitu vatni undanfarnar 3 vikur. Á Klúku er jarðhiti og vatn 40 stiga heitt við yfiribor'ð. Borun þessi er framkvæmd á vegum Kaldrananesihrepps og ríkisins, aðallega með tilliti til þess að fá heitt vatn fyrir skóla hús á Klúku. Nú hafa verið bor- aðar 3 holur skammt ofan við sundlaug, sem þarna er á staðn- um, en án teljandi árangurs. Hefir borunin verið færð ofar í hliðina og þar fundizt nokkru heitara vatn, en þó ekki yfir 46 stig, en sem komið er. Góöar vonir eru bundnar við að borun þessi leiði til árangurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.