Morgunblaðið - 09.06.1965, Síða 19

Morgunblaðið - 09.06.1965, Síða 19
Miðvikudagur 9. júnf 1965 MORGUHBLAÐIÐ 19 Guðmundur Hólm Ágústs- son — Minningarori Fæddur 18. desember 1896 Dáiun 31. maí 1965. f>AÐ sem af er þessu ári hefur maðurinn með ljáinn höggvið stórt skarð í minn frænda og vinahóp. 17. febr. lézt fóstri minn Ebenezer Þorláksson í Stykkis- Ihólmi, næst systir mín Jakobína h'úsfreyja að Bustarfelli í Vopna- firði 10. apríl, svo Olgeir Guð- mundsson trésm.m. í Kópavogi 27. apríl, þá Bjarni Hákonarson húsgagnabólstrari frá Reykhólum 20. maí og Guðmundur Hólm Ágústsson 31. maí og nú síðast ÍMagnús Þorláksson á ímanum. Allt þetta fólk voru góðir vinir mínir og blesuð sé minning þeirra. En þessi grein var ætluð Guðmundi Hólm Ágústssyni frá Krossi á Skarðströnd, en hann lézt úr hjartaslagi 31. maí, en jarð sunginn í gær af Skarði á Skarðsströnd 8. júní. Þar sem við Guðmundur höfum verið vinir frá því við vorum drengir heima í sveitinni og nú síðan hann flutti til Reykjavíkur verið nábúar og hitst næstum daglega, þykir mér hlýða ég kveðji hann með nokkr- um orðum. Guðmundur Hólm var fæddur 18: 12. 1896 að Rauðkollsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Stefanía Þórð- ardóttir af hinni merku Rauðkolls staðaætt Oig Ágúst Breiðdal Guð- rr.undsson ljósmyndari. Þau hjón- in slitu samvistum og Ágút fór til Noregs, en Stefanía fór litlu síðar sem ráðskona til Guðmund- ar Jónassoar kaupmanns í Skarð stöð vestur á Skarðströnd með drengina sína þrjá, Kristján, Ágúst og Guðmund, sem var þeirra yngstur á öðru ári. 1910 flytja þau að Frakkanesi í sömu sveit og þar stundar Guðmundur sveitastörf og sjómennsku á skút- um frá Stykkishólmi. Snemma þótti Guðmundur vel liðtækur til ailra verka, sem eldri bræður hans. Um vorið 1925 keypti Guð- mundur jörðina Kross á Skarð- strönd og fór að búa þar með unnustu sinni Jóhönnu Ósk Jó- hannesdóttur. Þá var þar gamall og hrörlegur torfbær og öll hús á jörðinni léleg og túnið lítið. En með frábærum dugnaði og hagsýni tókst þeim að gera Kross- inn að einni beztu jröðinni á Skarðströnd hvað tún og húsa- kost snertir, enda öll vinnubrögð framkvæmd af frábærri snyrti- mennsku og hagsýni. Með bú- skapnum stundaði Guðmundur mikið smíðar við byggingar í sveitinni og einnig nokkuð við brúarsmíðar og fórst það sem annað vel úr hendi. Haustið 1962 hætti svo Guðmundur að búa o.g afhenti jörðina einkasyni þeirra Ágústi Breiðdal, en þá var Jó- hanna látin fyrir nokkrum árum og Guðmundur farin að bila á heilsu; flutti til Reykjavíkur og settist að hjá frænku sinni frú Kristínu Káradóttur Bergstaða- stræti 30 og fór að vinna sem vaktmaður , í bifreiðageymslu Steindórs Einarssonai. Eftir nokkurntíma varð hann að hætta þar sökum veikinda. En strax og heilsan batnaði hófst hann handa að nýju því starfslöngun átti hann í ríkum mæli og- hinn 2. júní 1964 keypti hann Faxabúð, sem er niður við höfn ásamt Óskari Kristjánssyni og vann við hana til dauðadags. Einnig við verzlunarstörfin sýndi Guðmund- ur sama dugnað og hagsýni sem og við önnur störf, enda var verzlunin í örum vexti. Foreldar Guðmundar, fóstur- faðir og Kristján bróðir hans eru öll dáin, en Ágúst Hólm brófH* hans hefur lengi starfað hjá Rai« veitu Reykjavíkur og starfar þa* enn. En Elínborg systir þeirra, sem Stefanía átti með Guðmundl Jónassyni er gift Magnúsi Jón»- syni og búa þau á Ballará á Skarðströnd. Þegar ég nú kve# þig vinur minn þá óska ég þér góðrar ferðar til landsins eilífa og þakka þér alla tryggð við mig og sanna vináttu frá fyrstu kynnum. Svo að endingu votta ég syni Guðmundar, systkinum hans og öðrum vinum hans innilega samúð mína. Davíð Ó. Grímsson. Bergstaðastræti 2ö Ekið um ðræfin ÞESSAR myndir voru teknar í skemmtiferð er farin var austur í Öræfasveit, skömmu fyrir páska. Voru það Austur- leiðir, sérleyfishafar, sem efndu til fararinnar, en þátt- takendur voru Hvolsvellingar og Víkurbúar. Ferðalangarnir voru einstaklega veðurheppn- ir og var fjalla- og jöklasýn hin stórfenglegasta. Svo vel þótti ferðin heppnast að talið var sennilegt að reynt yrði að fara slíkar ferðir aftur í hina fögru sveit,- snemma vors, áð- ur en hlýna tekur og vötnin að vaxa. Gekk ferðin í alla staði mjög vel, og varð þátt- takendum öllum til hinnar mestu ánægju. 177 nem. í tónskóia Sigursveins D. Kristinssonar ÞANN 1. okt. 1964 hófst fyrsta heila starfsár Tónskólans. Auk skólastjóra Sigursveins D. Kristinssonar voru ráðnir þessir stundakennarar: Ágústa Hauksdóttir á píanó, Áskell Snorrason á harmoníum, Emil Adólfsson á harmoníku, melodiku og munnhörpu, Gunnar H. Jónsson á gítar, Helgi Kristj- ánsson á gítar, Hallgrímur Jak- obsson á gítar, Ingrid Kristjáns- dóttir á píanó, Jón Sigurðsson á trompet, Jónas Ingimundarson á píanó, Jóhannes Eggertsson á knéfiðlu og trommu og Sigurður Þórólfsson á trompet. Alls stunduðu nám í skólanum 177 nemendur og skiptust þannig milli námsgreina: Harmonika 7, melodika 9, munnharpa 4, gítar 53, mandolín 1, banjó 1, píanó 21, harmoníum 3, tromma 2, trompet 10, fiðla 5, knéfiðla 1, blokkflauta og nótna- lestur 60. Tónfræði var kennd í tveim flokkum og stunduðu það nám 35 Æfður var reglulega samleikur í tveim flokkum og stunduðu þa3 nám 35 nemendur. Æfður var reglulega samleík- ur einstakra hljóðfæraflokka, svo sem blásaraflokkur, hópur af melodikunemendum og annar hópur munnhörpu og harmoniku- nemenda o. fl. Dagana 2., 3. og 4. maí fóru fram próf og voru prófdómendur dr. Hallgrímur Helgason og Hali- grímur Jakobsson, söngkennari. Prófi luku 145 nemendur. Á starfsárinu voru haldnir tvennir nemendatónleikar. Hinir fyrri sunnudaginn 20. desember, hinir síðari á skírdag, þann 13. apríl, hvorirtveggja í Hagaskót- anum, fyrir fullu húsi áheyr- enda. Á hvorum þessa tónleika komu fram 80 nemendur í ein- leik, samleik og í stærri flokkr um. Þann 6. maí var skólanum slitiB í bíósal Austurbæjarbarnaskól- ans og voru þá jafnframt afhenl námsvottorð. (FréttatilkynningJ* Piltur hand- leggsbrotnar LAUST fyrir kl. 3,30 s.l. föstud. varð það slys um borð í Ms. Langá, að 16 ára gamall piltui; sem var að vinna þar að upp- skipun, handleggsbrotnaði. Sly»- ið varð með þeim hætti, að verið var að flytja vörur í vírneti úr lest skipsins, og slógust þær 1 piltinn með þeim afleiðingum, að hann brotnaði á vintri haiui-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.