Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 9. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Síldarvertíðin SÍLDAVERTÍÐIN er nú hafin af fullum krafti fyrir Austurlandi. Á flestum stöðum er enn safnað síld í þrær, en síldarverksmiðj- urnar eru ýmist rétt byrjaðar bræðslu eða um það bil að byrja. ísinn í vor tafði víða að- flutninga á varahlutum, svo framkvæmdum seinkaði. Einnig biðu menn eftir að ráða fólk, þar til samningar hefðu náðzt við verkalýðsfélögin, en nú mun það fara að streyma í síldina, Á Norðurlandshöfnum og í Bol- ungarvík búa síldarstaðirnir sig undir að fá flutta til sín síld, og er verið að útbúa flutninga- ekipin til að sækja hana. Nú er 6em sagt síldarvertíðin að kom- ast í fullan gang og ekkert að verða að vanbúnaði til að taka á móti silfri hafsins. Mbl. hafði tal af fréttariturum sínum á flest um síldarstöðunum í gær og fékk eftirfarandi fregnir af þessu: 1 Síldin vegin á Breiðdalsvík BREIÐDALSVÍK, 8. júní. — Síld ariðjan hér er byrjuð að bræða. Hingað hafa þegar komið þessir bátar: Sigurður Jónsson með 74.690 kg, Helga Guðmundsdótt- ir með 114,160 kg, Gullver 174,900 kg og Krossanes með með 129,570 kg og eitt skip er væntanlegt í nótt með 1000 mál. Hér í Breiðdalsvík er síldin vegin en ekki mæld, eins og nær alls staðar annars staðar á Aust- fjörðum. — Páll. t! Engin bræðsla enn á Stöðvarfirði STÖÐVARFIRÐL 8. júní. Nokkrum erfiðleikum hefur það valdið í sambandi við lönd- un síldarinnar, að ekki hefur verið hægt að afgreiða bátana við nýju hafnarbryggjuna, hún er nú lokuð fyrir allri umferð, því verið er að steypa plötu yfir hana. Um miðjan þennan mánuð mun verða hægt að taka hluta af henni í notkun, en þangað til verða skip og bátar og notast við gömlu hafnarbryggjuna, sem bæði er lítilog léleg og má því búast við árekstrum við hana, vegna hinnar tíðu skipakomu hingað. Hér sem annars staðar á Aust- urlandi er mikill undirbúningur hjá söltunarstöðvunum, en þær verða starfræktar fjórar hér í sumar. Er sá undirbúningur m.a. 1150, Jón á Stapa 200, Eldey 600, Árni Magnússon 600, Skarðsvik 800, Halldór Jónsson 750, Ögri 450 og Eiliði 450. — Gunnar W. Allt orðið fullt á Norðfirði NESKAUPSTAÐ, 8. júní. — Komin eru 26 þús. mál síldar til Neskaupstaðar og allar þrær fullar, svo ekki er hægt að taka á móti meiru. Reiknað er með að verksmiðjan geti farið í gang annað kvöld, en hún bræðir 3000—3500 mál á sólarhring. Unnið hefur verið af fullum krafti við að koma síldarbræðsl- unni í gang, en þetta var svo mikið verk, sem vinna þurfti. Mikið hefur verið flutt að til hennar með flugvélum, stundum hefur Norðfjarðarflugvélin kom Síldarflntningaskipið POLAN A (sænskt, sem Krossanesverk- smiðjan hefur tekið á leigu, er að búa sig út, verið að setja í það dælu, Ljósm. Sv. í>. komast í f ullan gang fólginn í stækkun plana, uppsetn ingu nýrra flokkunarvéla og byggingu verbúða svo nokkuð sé nefnt. Mikið skortir á að hér sé nægilegt vinnuafl til starfa. Á söltunarstöðvunum svo og í síld- arverksmiðjunni því að gera má ráð fyrir að margt aðkomufólk starfi hér í sumar. Veðrið hefur verið mjög hlýtt og gott undanfarna daga og gróð urinn þýtur upp. Allir vegir eru sem óðast að verða vel færir öll- um bílum. Arnþór. ' Við kranabryggjuna á Vopnaf nnj að tanksmíði fyrir síldar- Tvelr bátar verða gerðlr út á síld héðan í sumar, Heimir er farinn og hefur lagt upp annars Staðar til þessa, og Kambaröst fer á morgun. Hér er engin sildarbræðsla, verður ekki komin upp fyrr en á næsta ári En sallað hefur verið 3 undanfarin sumur og fer eöltunarplanið að verða tilbúið nú. — Stefán. Þrær full.ir og bræðsla hafin BEYÐARFIRÐI, 7. júní. — Þrær síldarverksmiðjunnar á Reyðar- firði eru nú alveg fullar, en þær taka um 13 þús. mál. Bræðsla hófst á miðnætti sl. og virðist allt hafa reynzt í bezta lagi, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á verksmiðjunni í vetur. Afköst hennar eru 2'500 mál á sólarhring. Auk endurbóta á sjálfri verksmiðjunni er verið að byggja hér tveggja hæða stein- hús til íveru og mötuneytis fyrir starfsfólk hennar auk fleiri nota. Er þetta brýn nauðsyn, þar sem að venju vinnur í verksmiðjunni jnargt aðkomumanna og reynzt hefur mjög erfitt að fá hér ínni fyrir það; Auk þessa er verið að stækka mjölhús verksmiðjunnar, ný löndunartæki verða sett upp, og byrjað er að undirbúa og steypa móttökuþró fyrir haust og vetr- arsild. irði. Menn frá Stálsmiðjunni vi vertíðina 15 m. frá ísröndin 30 þús. mál komin til Eskifjarðar ESKIFIRÐI. 8. júní. — Bræðslan á Eskifirði hefur tekið á móti 30 þús. málum síldar. Krossa- nesið er auk þess á leiðinni með 1300 mál og þegar það er komið, eru þrær orðnar fullar hér, en einn tankur losnar þó í fyrra- málið. Brætt er af fullum krafti. Frá því a laugardag hefur bor izt þessi síld: Halkíon 700 mál, Ingiber Ólafsson II 300, Eldborg 500, Reykjaborg 800, Hafrún ið tvisvar, þrisvar á sólarhring | með varahluti. Hér verða 6 síldarplön í sumar | og eru þau að verða til. — Ásgeir. Byrjað að bræða í dag BAKKAGERÐI í BORGAR- FIRÐI, 8. júní. — Búið er að fylla alla geyma hjá síldar- bræðslunni. Þeir taka að vísu ekki nema 5000 mál, en voru fullir á laugardag og ekki hægt að taka við síld síðan. Bræðsla á að byrja á morgun. Hér verða tvær söltunarstöðv- "ar starfræktar í sumar, en að sjálfsögðu er ekki vitað hvenær byrjað verður að salta. Verið er að koma upp bílavog, til að geta vegið síldina, en hún hefur ekki verið vigtuð hér fyrr. — Ingvar. Ýmist síldarskip eða ísjakar VOPNAFIRÐI, 8. júní. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd- um hefur ísinn verið að glettast við okkur Vopnfirðinga að und- anförnu. Hefur fylgt honum kuldi og þoka, stillur miklar. Hefur veðri oftast verið þannig háttað, að þoka hefur legið yfir ísnum, en sólskin í sveitinni inn- an við fjarðarbotninn, enda hef- ur gróðri fcrið meira fram inn til dala en út við sjóinn. Annan þessa mánaðar var fyrstu síldinni landað hér. Komu þá 4 skip með 4706 mál. Þriðja og fjórða rak svo ísinn inn aftur og fyllti þá höfnina. Fimmta lónaði hann frá aftur. Lönduðu þá 7 bátar 7632 málum og þann sjötta, á hvítasunnudag, vár ís- inn svo allur horfinn. Lönduðu þá 8 skip 4923 málum. Þann sjð- unda lönduðu fjögur skip 2462 málum. Hefur þá alls verið land að hér á þessu sumri 19735 mál- um. Fyrstu síldinni i fyrrasumar var landað hér 9. maí. í gærkvöldi kom flutningabíll með þau stykki, sem vantað hef- ur í verksmiðjuna. Verða vænt- anlega ekki margir dagar þar til hún getur hafið vinnslu. Síldin er mögur ennþá. Mælt af síldarstöð- unum var úr fyrstu skipunum, þann annan. Þá reyndist hún 9,6% of feit, en hún er öll stór, sést ekki í henni smásild. Þegar hún verð- ur orðin feit, þá verður það falleg söltunarsíld. — Sigurjón. Nú fer fólkið að streyma að RAUFARHÖFN, 8. júní. — Kl. 10 í morgun var búið að landa í þrærnar hjá okkur 47.200 mál- um af síld og síðan hafa mörg skip komið inn. Þrærnar taka 60—70 þús mál, og er því búið að nota um % hluta rýmisins og síldarverksmiðjan ekki farin að bræða. Verður líklega vika þang að til það verður hægt. ísinn tafði mjög undirbúningsfram- kvæmdir. Vélar komust ekki hingað í tæka tíð, en verið er að skipta um vélar í verksmiðj- unni og einnig gufuketil. Veiðin í dag er góð, en mis- jöfn. Veitt er um 110 mílur út af Langanesi og því einna stytzt hingað inn Lýsistökuskip sem var á leið til Raufarhafnar, sigldi gegnum 30—40 skipa rúss- neskan síldarflota um 60 mílur út af Dalatanga, að því er skip- stjórinn sagði mér. Voru þau öll á fullri ferð norðaustur, Sigurður Bjarnason EA 4 50 kemur með fyrstu síldina til Vopnafjarðar- sjálfsagt á síldarmiðin okkar. Verið er að undirbúa söltun- arplönin, aðallega að setja flókk unarvélar þar sem þær ekki voru áður. Beðið var eftir því hvort samningar tækjust við verkalýðsfélögin áður en farið var að ráða fólk, en nú fer það að streyma að eftir að sama- ingar hafa náðzt. — Einar. Síldarflutningar til Krossaness AKUREYRI, 8. júní. — Til Krossaness hafa komið með síld Snæfell með 174 mál, Jörundur III með 2191 mál og er búið að bræða þetta. Hrönn ÍS hefur komið með 202 að auki. Nú er verið að landa úr Oddgeiri um 1300 málum og e.t.v. von á Þor- steini RE í kvöld. Síldarflutningaskipið Polaná frá Svíþjóð liggur í Krossanesi þar sem verið er að setja í það síldarbræðslu, en það er leigu- skip sem Krossanesverksmiðjan hefur fengið til að sækja síld á miðin í sumar. 4 síldarbræðslur og 20 söltunarstöðvar bíða SIGLUFIRÐI, 8. júní. — Öllur* undirbúningi undir móttöku síld ar er hér að mestu lokið. Hér bíða 4 síldarbræðslur, tvö frysti- hús, og nálægt 20 söltunarstöðv- ar eftir því að fá síld til vinnslu. Er meiri undirbúningur nú en nokkru sinni fyrr undir síldar- flutninga, bæði á vegum Síldar- verksmiðja ríkisins og einnig hefur síldarverksmiðjan Rauðka nú í fyrsta skipti tekið á leigu skip til sildarflutninga. Þá gera Siglfirðingar sér einnig vonir um að erlendum síldveiðiskipum verði leyft að landa hér síld til vinnslu, þó þannig að íslenzk síldveiðiskip hafi alltaf forgangsrétt til lönd- unar. — Stefán. Flytja síldina til Bolungarvíkur BOLUNGARVÍK, 8. júni. — Átta bátar verða gerðir út frá Bolungarvík í sumar. Síldarverk smiðja Einars Guðfinnssonar er tilbúin til að taka á móti síld í bræðslu. Er Dagstjarnan, áður Þyrill, væntanleg heim frá Þýzkalandi, en þar hefur verið í viðgerð undanfarið, verið sett í hana önnur dæla og fleiri breyt ingar gerðar. Á Dagstjarnan að flytja síld ?.f miðunum hingað og leggur hún af stað þann 12. júní, fer beint á miðin fyrir austan og getur senniiega farið að landa hér seinni hluta mánaðarins. Fyrirhugað er að tveir bátar, Heiðrún og Dagrún, leiti fyrst síldar í Djúpinu, en þar var ágæt veiði síðari hluta vetrar. Þróarrými hjá síldarverksmiðj- unni er 30 þús. tunnur, og er allt í undirbúningi. Handfæraveiðar hafa verið að glæðast undanfarið. — Hallur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.