Morgunblaðið - 09.06.1965, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.06.1965, Qupperneq 25
Miðvikudagur 9. júní 1965 MOBtGU N BLAÐIÐ 25 — Gemini IV. Framhald aí bls. 10. kvaðst hafa séð langskankað- an gervihnött á braut skammfc frá Gemini á föstudaginn. Sagði McDivitt að hnötturinn hefði verið töluvert nálæ.gt, en hann hefði misst sjónar af honum í sólinni. f»á baðst geimfarinn líka leyfis að mega gera líkamsæfingar; honum fyndist hann þurfa þess með. Fyrir svörum í Houston varð Virgil Grissom og fer samtal þeirra hér á eftir: Grissom: Roger, gætirðu áætlað fjarlægðina milli ykk- ar og hnattarins sem þið sáuð í gær? McDivitt: Tæplega. Við nálguðumst hann á töluvert hraðri ferð og það er erfitt að segja til um fjarlægðir. Kannski svona tíu mílur eða þar um bil. Grissom: 10 mílur? McDivitt: Það er bara ágizkun mín, það er ekki hægt að segja til um það. Það var nógu nærri .... Grissom: Nógu nærri til að sjá hvað . . . . ? McDivitt: Ég sagði að við hefðum verið nógu nálægt því til þess að sjá einhverja anga út úr þvL Grissom: Að því er við kom umst næst var ekkert svo nærri ykkur. Pegasus var um það bil 1.200 mílur í burtu. McDivitt: Nei, við vorum ekki alveg svo nálægt . . . . ég meina alveg svo langt í burtu. Grissom: Það væri líka tölu vert góð sjón ef satt væri. McDivitt: Ég tók mynd af þessu. Eg vona að hún komi út. Grissom: Það vonum við með þér. McDivitt: Heyrðu, viltu spyrja læknana hvort það sé allt í lagi að ég notí. æfinga- tækið, þú veizt. Grissom: Hvort þú notir æfingatækið? McDivitt: . . . . ég vildi geta hreyft mig meira en ég geri. Grissom: Já, allt i lagi, — gerðu það bara. McDivitt: Gott. Grissom: Láttu okkur bara vita hversu mikið þú notar Edward White fer út úr Gemini 4 s.l. fimmtudag. það. McDivitt: Ég skal .... Grissom: Allt í lagi. Not- aðu það bara. McDivitt: Má ég nota tæk- ið við æfingar eins og M73? (æfingar sem örva vöðvana í handleggjum, fótleggjum og baki). Grissom: (svarar játandi). McDivitt: Gott, ég þakka. Grissom: Heyrðu, tókstu tímann, þegar þú sást hnött- inn? McDivitt: Nei, það gerði ég ekki, en ég var með sendi- tækið í gangi þegar ég sá það, það hlýtur að vera á bandinu. Grissom: Gott. McDivitt: Og það er líka á segulbandstækinu hérna svo við getum gáð að því seinna. Grissom: Allt í lagi. Við ger um það, en er það á bandinu nákvæmlega þegar þú sást hann? McDivitt: Já, nákvæmlega. Grissom: Og á senditækinu? McDivitt: Já. Grissom: Heyrðu, Jim. McDivitt: Já, hvað? Grissom: Hvers vegna viltu nota æfingatækið. Ertu eitt- hvað stífur eða er þröngt um þig eða hvað er að? McDivitt: Ekkert. Ég hef bara lítið getað hreyft mig. Grissom: Allt í lagi. Það er svo sem nógu góð ástæða. JOHNSON forseti óskaði geim förunum til hamingju í dag (mánmdag), og sagði að banda ríska þjóðin og allur heimur- inn kynni þeim þökk fyrir árangursríka ferð og gleddist að vita þá heila á húfi á jörðu niðri á nýjan leik. „Þið hafið skráð nöfn ykkar á spjöld sögunnar og í hjörtu okkar“, sagði Johnson, er hann talaði við geimfarana þar sem þeir voru staddir um borð í flugvéfcamóðurskipinu Wasp, og bauð þeim heim til sín í búgarðinn í Texas, um næstu helgi. „Ég á hérna dá- lítið, sem ég hef geymt handa ykkur" sagði forsetinn enn- frerour, og mun að öllum líkindum hafa átt við heiðurs peninga til handa þeim White og- McDivitt. Hér fer á eftir samtal for- setans við geimfarana: Johnson: Major McDivitt? McDivitt: Já, herra forseti, McDivitt majór hérna. Johnson: Ég ætlaði bara að óska ykkur majór White til hamingju. Við hérna í Banda ríkjunum erum Öll mjög hreykin af ykkur og ég held mér sé óhætt að segja að all- ur heimurinn standi í þakkar skuld við ykkur fyrir afrekið og góða heimkomu. Þið hafið báðir skráð nöfn ykkar á spjöld sögunnar ög í hjörtu okkar. Guð blessi ykkur báða og ykkar ágætu fjölskyldur. McDivitt: Þakka yður fyrir. Það er fjög fallega sagt. Eins og þér vafalaust skiljið, er dagurinn í dag einn mesti hamingjudagur ævi minnar. Johnson: Majór White, vitið þér, að margar milljónir manna hér heima hafa verið að hugsa um það í þrjá daga, hvað þér voruð að gera við gluggan hjá Jim, þegar«tiann kallaði yður „sóða“? White: Ég gat lítið að þvi gert Við urðum að vera tölu- vert handfljótir og það varð ekki við þessu gert Johnson: Jæja, það gleður okkur, að þið skulið nú komn ir aftur niður heilir á húfi. Við erum mjög hreykin af ykkur og við hlökkum til að hitfca ykkur að máli. Majór McDivitt, þér áttuð 1 dálitlum erfiðleikum við að fá Ed aftur inn eftir göngu- ferðina hérna um daginn. Haldið þér að þér gætuð nú talið hann á að koma að heim sækja okkur um helgina heima í Texas, ef ég kemst þangað sjálfur? White: (truflað). McDivitt: Herra forseti. Mc Divitt aftur. Johnson: Ég var rétt að segja, að þér hefðuð víst átt í dálitlum erfiðleikum með að fá Ed til þess að koma aftur inn eftir gönguferðina hérna um daginn. Haldið þér að þér gætuð nú talið hann á að koma að heimsækja mig í vik unni, ef ég get skroppið frá og heim til Texas? McDivitt: Ég held ekki að það ættu að vera mikil vand- kvæði á því. Johnson: Jæja, færið þetta nú í tal við fjölskyldur ykk- ar og við skulum svo sjá til, hvort við getum ekki hitzt á búgarðinum mínum á föstu- dag eða laugardag. Ég ætlaði líka að láta ykkur fá dálítið, sem ég hefi geymt handa ykkur. McDivitt: Já, herra forseti. Ég yrði manna hamingjusam- astur og Ed ekki síður, það er ég viss um .... Johnson: Ég heyrði frú White segja manni sínum að hana langaði til Colorado, en biðjið hana nú frá mér, að fresta ferðinni fram yfir heim sóknina á bugarðinn. Ég læt hermálafulltrúa minn hafa samband við ykkur á morgun eða hinn daginn og ég vona að af þessu geti þá orðið á laugar dagsmorgun. McDivitt: Já, herra forsetL Okkur myndi þykja það mjög gaman. Johnson: Jæja, ég ætla þá að slá botninn í þetta samtal okkar með því að segja, að það sem þið hafið nú gert, mun aldrei gleymast Það er von okkar og bæn, að sá tími komi, að menn af öllum þjóð um taki saman höndum um rannsóknir á himingeimnum og gangi fram í friðarátt hlið við hlið. Þið tveir hafið stigið stórt spor í þróunarsögu mann kynsns og gjörvöll bandaríska þjóðin og allur hinn frjálsi heimur, mundi ég halda, tel- ur sig skuldbundinn ykkur fyrir afrek það sem þið hafið unnið. McDivitt: Þakka yður fyrir herra forseti. Það þykir okkur vænt um að heyra. Johnson: Ég hitti ykkur þá á föstudaginn eða laugardag, og Mr. Webb hefur samband við ykkur áður. McDivitt: Já, herra forsetL Johnson: Sælir þá. McDivitt: Sælir, herra for- setL i Blómastríðið ■ Kópavogi Ekkerf gerðist á hvítasunnudag þá gerðist eitthvað DEILA hefur aftur risið um sölu á blómum í Kópavogi. Þórður á Sæbóli tilkynnti blaðinu eftir- farandi í símtali: Ég svaf í Blómaskála mínum Bðfaranóbt hvítaisunnu, sérstak- lega till þess að fylgjast með lí’ð- an blóma minna, ef mér skyldi verða meinað þess, en af því Ihafði ég slæma reynslu. KL 8:30 barði persónulegur gestur minn lað gaírði hjá mér og spurði, hvað lögreglan væri að gera í bíl fyrir ufcan. Annar gestur kom lifclu síðair, en þá kom lögreglan í gættina og segir: Þú ert a'ð selja blóm? Ég svara: Og þér kemur bara ekkert við, hvort ég gef gestum mínum blóm, og með það fóru þeir aið einnL Stufctu síðair kemur annar bfll með nokkra lögregluþjóna, og kveðja þeir dyra. Hvað ea- fyriir ykkur?, spyr ég. Við eirura hér í rnafni þjóðkirkjunnar. Hér á að vera lokað. Hér má engin blóm Belja. Og fóru þeir méð það. Rétt þair á eftir kom bí'll og í bonum mcðhjálpairi Þjóðkirkj- unnar í Kópavogi og bað mig að Belja sér blóm fyrir Þjóðkirkj- una. Fékk hann þau, og gaf ég honium þau. Seinna koma svo iQeiri, sem óg sagðist ekki mega Belja blóm, og þegair þau fóru, ók lögreglulbíM fram hjá þeim kiktí inn í bíl þeirna. Rúsínan í pylsuendainuim varð svo, þegar blómaibíM frá öðru fyrirtæki í Kópavogi kom og seldi mér mikið magn af blóm- um. Dögtreglan, sem fyrir ufcan var, gerði enga athugasemd við þá blómiasölu. Rétt síðair seldi ég fólki blóm, því áð ég hélt, að mér leyfðist slíkt, úr því leyft vaer 'að selja mér blóm. Á hvítaeunnudag fór ég svo tM Hverageirðis með, f jölskyldu mína og var þar um daginn. Þar vair blómasala í fullum gangi, og fleiri hundruð manna keyptu bæði blóm og annað. Kl. 9 þótti méir rétt að atlhuga hitann í Blómaskálanum, eftir að við kom um aftur í bæinn, kom þá nokk- uð af fólki, sem fékk blóm, kom þá lögreglan, og spuirði, hvort opfð væri? Svarið gátu þeir sjálfir séð. Stuttu siðar komu þeir aftur vopnaðir Ijósmynda- vélum og miðuðu þeim á opnar dyrnar og fólkið. Þórður sagði að lokum, að harnn væri ák veðinn að kæra mál þefcta fyrir Dómsmálará'ðuneyt- inu og beiðast rannsóknar á þessu öllu. Það er ekki sæmandL sagði Þórður, þegar menn í ein- kennisibúningi fara að elta fólk og taka myndir af því. Einnig mættí geta um það, að vegna þess að ég sá fyrir að þefcfca myndi gerast, fyllti ég bíl minm aif blómum daginn áður, liagði honum á hvítasunnudag við Nesti, hinumeginn vi'ð Fossvogs- læk, og seldi þar blóm til hádeg- is án þess, að lögreglan í Reykja- vík segði neitt við því. Alaska auglýsti líka í útvarpinu, að hún seldi blóm fyrir hádegi á hvíta- sunnudag. Auigljóst er, sagði Þórður, að þetta er hrein ofsókn, úr því að jafn kirkjurajdnn maður og fógetinn, bannar ekki öðrum Kópavogsbúum að selja blóm þennan hvítasunnudag. ★ Morgunblaðið bar frásögn Þórðar á Sæbóli undir bæjar- fógetann í Kópavogi, Sigurgeir Jónsson. Kvaðst hann ekki vita til þess, að nein blómasaia hefði farið fram í Blómaskálanum til kl. 20 mínútur fyrir 10 að kvöldi hvíta- sunnudags. Dagvakt lögreglunn- ar í Kópavogi hefði fylgist með verzlunum í Kópavogi allan dag- inn og þá að sjálfsögðu einmig með verzlun Þói’ðar. Búðin hafí. verið lokuð, og m.a.s. hafi lög- regluvarðstjóri komið þar um morguniim, spurt Þórð, hvort verzlunin væri lokuð, og fengið þá yfirlýsingu, að svo væri. Klukkan rétt fyrir 10 fékk ég hins vegar tilkynninigu um að búðin væri opin, en þá var of seint að kveðja lögreglum. á auka vakt til að loka búðinni og á- kvað ég þá aðeins, að venju að láta ljósmynda brotin og afla sönnunargagna. Um það, hvort blómaisending hafi komið til hans, get ég ekk- ert sagt, enda er það ekki að hafa opna sölubúð, en f iöguim um aimainnafrið á helgidögum þjóðkirkjumniar, nr. 45 frá 1926, segir svo í 2. grein: Kaup og sala má ekki fara fram á helgi- dögum í sölubúðum kaupmanna, kaupfélaga og annarra sölu- manna, og skulu búðir vera lok- aðar. Ennfremur segiir í 7. grein: Börnn þau, sem talin eru í und- anförnum greinum, ná yfir allan föstudaginn langa og hinn fyrra helgidag stórhátíðanna. Ég hef enga hugmynd um að sala hafi farið fram hjá- Þórði þar til kl. lausit eftir 10 að kvöldi hvítasunnudags. Eg veit því eíkki, hvort sú staðhæfimg blóma sailans ©r sönn, að hamn hafi átt blómaviðskipti við Kópavogs- kirkju umræddan dag, en sé svo, sem mér þykir næsta ótrúlegt, þá tel ég það mjög ámælisverða framkomu fyrkisvarsmanns kirkj unnar, sé um það að ræða, að hann hafi tekið þátt í brotuim á lögum, sem sett eru til þess að vernda stærstu hátíðiar kirkj- unnar. Annað vil ég ekki um þetta mál segja að svo komnu málL ★ Morgunlblaðið átti einnig tal við Ingólf Fiimbjörnssoin, lög- regluvarðstjóra í KópavogL og segir hamn lögregluna ekkert hafa verið á stjái fyrr en kL 10 á hvítasuininumorgiun, og þá átt leið fraim hjá Blómaiskáilan- um. Fór einn lögreglumanna til Þórðar, því að hann sá búðina opna. Benti hann Þórði á að búð- in ættí að vera lokuð á þessum helgidegi, og tók Þórður vel þeinri ábendingu. Ingólfur seg- ist rétt síðar hafa farið til Þórð- ar við anrnan mann, og hafí þá búðin verið lokuð, en hann spunt Þórð, hvort hún yrði lokuð eða opin, og Þórður sagt hana myndi vera loka'ða. Hann segir lögregluna aldrei hafa séð neinn úr bíl selja Þórði blóm, og ekki minnst á þjóð- kirkjuna við hann. Kveður hann þetta haifa verið venjulega iög- regluaðgerð, þair sem lögreglunni hafí verið kunnugt um að búðir ættu að vera lokaðar á þessum degi, saimkvæmt lögum. ★ Þá talaði Mbl. við sóknar- prestinn, Séra Gunnar Ámasom um málið. Sagðist hann ekkert hafa vitað um málið fyrr en klL 8 nú í kvöld, og þá aflað sér upplýsinga um það, og þaar væru, að umrædd blóm hefðu verið gefín kirkjunini. — íbróttir Framhald af bls. 30 lerksins hefðu úrslitin 4:2 eða 5:2 fyrir Akureyri ekki veriS ósanngjörn. Eyleifur var bezti maður Akra ness, en einnig munaði um hin- ar gömlu kempur Ríkharð og Jón Leósson. Beztu menn Akureyr- inga voru framlínumennirnir Skúli, Steingrimur og Valsteinn, en í vörninni Guðni Jónsson og Jón Stefánsson, meðan hans naut við. Markverðir beggja áttu prýðilegan leik. Dómari var Karl Bergmann og dæmdi réttlátlega. Það verður að átelja, að hvor- ugt liðið var tölusett, og var því mun örðugra fyrir áhorfendur að fylgjast með einstökum leik- mðnnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.