Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Miðvlkudagur 9. júní 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ Hún brá við hart og sneri sér úr faðmi hans, svo snöggt, að hann hafði næstum misst jafn- vægið. Og reiðin, sem gaus upp í henni beindist ekki að honum einum. En hann var þarna hand bær. Hann hafði ginnt hana til að tefja nokkrum mínútum leng ur í þessari stofu hjá honum, af því að hún hélt, að hann mundi lána sér peningana, sem hún þarfnaðist svo sárlega, og hún var reið við hann fyrir að vera útvegunarmaður fyrir Junto og fyrir að halda, að hún mundi grípa tækifærið og sofa hjá þeim báðum, eða hvorum þeirra sem væri. Þetta snögga reiðikast gerð i sitt til að auka og marg- falda hatrið og reiðina, sem fyrir var gegn öllum og öllu og þeirri mynd allri, sem líf hennar hafði tekið á sig. Þessvegna gat hún ekki hætt að æpa, en það var henni bara ekki nóg. Hann langaði til að berja hann, slá hann í mállausa ketkássu, eyðileggja hann fyrir fullt.og allt, af því að hann var þarna við höndina og hún náði til hans, og þannig gæti hún fengið þessari ofsareiði sinni útrás. Orðin runnu upp úr henni. — Djöfulsins skepnan þín! æpti hún. — Segðu honum Junto, að ef hann þarfnist hóru, þá geti hann fengið hana hjá henni frú Hedges. Og sama um þig. Því að ég færi eins gjarna uppí með skellinöðru . . . ég mundi held- ur. . . . Og hann rétti út höndina og sló 1 andiitið á henni. Og þar sem hún stóð þarna fyrir fram- an hann og hana verkjaði enn í andlitið, sló hann hana aftur. 56 -— Ég tek ekki við svona nokkru hjá hórum, sagðí hann. — Jafnvel þó að þær séu lag- legar, eins og þú! Kannskj verð- urðu tilleiðanleg til að sofa bæði hjá mér og Junto, þegar ég er búinn að berja þig sundur og saman nokkrum sinnum. Æðaslátturinn I höfðinu á henni blindaði hana svo, að hún sá nú ekki einn Boots fyrir framan sig, heldur þrjá, og bak við þessa þrjá hallaðist stofan og gekk í bylgjum. Hún reyndi að aðskilja þessar þrjá ógreini- legu mannsmyndir, en það var einsog að reyna að elta hita- Þar sem ég læt nú af störfum við vinnuheimilið að Reykjalundi eftir 20 ára starf, sendi ég samstarft’fólki mínu þar og forráðamönnum þeirrar stofnunar ber.tu kveðjur og þakk ir fyrir gott samstarf og jafnframt fyrir góðar gjafir, sem mér hafa borizt á liðnum árum. Rausnarlegar kveðjugjafir þakka ég félaginu „Sjálfsvörn“ á Reykja- lundi, forráðamönnum heimilisins og öðru heimilisfólki. Ég bið heimilinu blessunar og óska starfsfólki þess og vistfólki ætíð velfarnaðar. Snjáfríður Jónsdóttir. bylgjurnar, sem gusu upp úr strætinu á heitum ágústdegi. Enda þótt hún sæi hann svona þrefaldan, fannst henni eins og hún yrði hans ekki vör sem ein- staklings. Hann hefði eins vel getað heitið Brown eða Wilson. Það var eins vel til, að hún hefði aldrei séð hann áður, eða til hans vitað. Það' vildi bara svo til, að hann var innan seil- ingar í augnablikinu, þegar hann hreyfði við þessari hættulegu, samansöfnuðu reiði hennar', sem hafði verið að búa um sig mán- uðum saman. En þegar hún mundi eftir því, að bak við hana var þungur járnstjaki, var eins og sjón henn ar yrði skýrari, herbergið hætti að snúast og Boots varð að. einni persónu í stað þriggja. Þarna var maðurinn, sem hafði barið hana, svo að hana verkjaði enn í and- litið, hann hafði ógnað henni með ofbeldi til samfara við sjálf an sig og Junto. Þetta magnaði enn reiði hennar, en þegar hún svo reiddi upp stjakann og barði hann, var hún ekki að berja Boots Smith, heldur þessa nafn- lausu veru . . . veru, sem gremja hennar hafði gert að öllu því, sem hún hataði, öllu, sem hún hafði barizt gegn, öllu, sem hafði unnið að því að eyðileggja hana. Hann var svo nærri, að höggið hafði lent utan á höfðinu á hon um áður en hann sá það koma. Fyrsta höggið rotaði hann. En svo barði hún aftur og aftur, rétt eins og stjakinn væri kylfa. Hann reyndi að hörfa undan henni, en lenti á legubekknum og lá þá flatur á gólfinu. Ævilangt hatur safnaðist sam- an í höggunum. Jafnvel eftir að hann var orðinn hreyfingarlaus, hélt hún áfram að berja hánn, án þess að hugsa um hann eða sjá hann. í fyrstunni var hún að skeyta skapi sínu á skítuga, yfirfulla strætinu. Hún sá rað- irnar af hrörlegum, gömlum, hús' um, litlu, dimmu herbergin, löngu og brotnu stigana, þröngu, dimmu ganga, vesling glötuðu stúlkurnar hjá frú Hedges, splundruðu heimilin þar sem konurnar þræluðu af því að mennirnir voru hlaupnir frá þeim. Allt þetta sá hún fyrir sér og barði það. Máttlausi maðurinn, sem lá á ■ María! Reynið að stilla yður um að dansa tvist meðan þér gangið gegnum danssalinn. legubekknum varð þvínæst að Jim og grönnu stúlkunni, sem hún hafði fundið hjá honum, varð að móðguninni í augnatil- liti hvítu mannanna í neðanjarð arlestinni, varð að hinni óduldu fjandsemi í augnaráði hvítu kvennanna, varð að fitusmit- andi, kvensama manninum í söngskólanum, varð að guggna húsverðinum, sem var að reyna að draga hana niður í kjallar- ann. Loks urðu höggin þyngri og tíðari og þá var hún að berja allan hvíta heiminn, sem ýtti negrunum inn í girðingu, sem ekki var hægt að sleppa út úr og loks atvikin, sem höfðu gert það að verkum, að nú átti Bub fyrir sér að fara í óknyttastráka skóla og dragnast síðan með lög- regluskýrslu á bakinu. Hún sá andlitið á manninum við legubekkinn gegn um reiði- öldurnar, þar sem hann var eins og fulltrúi fyrir allt þetta og hún var að slá það niður. Hún varð æ reiðari eftir því sem hún barði hann lengur, af því að það var eins og hann væri að sleppa frá henni inn í rauðu þokuna, sem hálfhuldi andlitið á honum. En svo huldi XJTI VORN GEGN VEGRUN VERNO GEGN SLA&A HVERS VEGHA IbúSarbós hér ð landi eru yfirleitt byggð úr sfeinsteypu eða öðru álíka opnu efni og uppbifuð flesta tíma ársins. Sfofuhitinn er því hœrri en f loftinu úti og getur borið miklu meiri raka f formi vatnsgufu en útiloftið. Þetta rakahlaðna. lóft leitar á út- vegg! hússins, og, ef ekki er séð fyrir sérstöku, vatnsgufu- heldu lagi innan á útveggj- unum, kemst rakinn úr stof- unum inn i veggina og þétt- Ist þar eða í einangrun þeirra. Spred Satin hindrar að raki komist i útveggina innan frá. Utanhússmálning þarf að geta hleypt raka úr múrnum úf i gegnum sig, enda þótt hún þurfi einnig að vera vatns- og veðurheld. Oti Spred hefur þessa eigin- loika framar öðrum málning- artegundum, og er framleitf sérstaklega fyrir islenzka 'staðhœtti og veðráttu. MALNING HF hún alveg andlitið á honum. En svo huldi hún alveg andlitið. Það var ekkert hljóð þarna innl nema hás andardráttur hennar sjálfrar. Hún lát stjakann detta á gólfið. Hann lenti á þykku ábreiðunni með dynk og hún fór að skjálfa. Hann var dauður. Á því gat enginn vafi leikið. Enginn gat verið lifandi með hauskópuna svona molaða. Og þetta var ekki rauð þoka, sem hafði hulið á honum andlitið. Það vaT hlóð. Hún hopaði á hæl undan þess- ari sjón, og hugsaði með sér, að ef hún gengi ekki nema eitt og eitt skref . . . eitt lítið skref í einu . . . gæti hún sloppið út héðan. Og gengi aftur á bak. Hún þorði ekki að snúa baki við því, sem lá á legubekknum. Þetta var orðið að einhverjum hlut, en var ekki Boots Smith lengur. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á. Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon. kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins i Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur 1 með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.