Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1965, Blaðsíða 30
*>u MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. júní 1965 Helgi og Donní náðu í 1. stig Í.A, Akureyri og Akranes skildu jofn 2-2 SÓLSKIN var- og hæg norðan- gola, þegar Akurnesingar og Akureyringar háðu afar skemmti legan og æsilegan leik a Akur- eyri á annan í hvítasunnu. — Leikurinn var yfirleitt mjög vel leikinn af beggja hálfu, fullur af spennandi atvikum og marka- tækifærum, sem fæst nýttust. — Segja má, að Akureyringar hafi átt mun meira í leiknum, en stríðsgæfan var þeim mjog frá- hverf. Þeir héldu uppi stórskota- hrið á Akranesmarkið hvað eftir annað, en aeðins tvisvar leiddi hún til árangurs. Olli þvi bæði lítt skiljanleg óheppni og tilvilj- anir og glæsileg markvarzla Helga Daníelssonar. Skagamenn áttu líka góðar sóknarlotur, en styrkur þeirra lá meir í ágæti einstaklinga en heildarsamstill- ingu liðsins. Akureyrarliðið var miklu betri heild. Leikurinn hófst af miklu fjöri og með snöggum upphlaupum, einkum af hálfu norðanmanna. Á 11. mínútu spyrnti Valsteinn t.d. á mark af stuttu færi, en Helgi, sem kominn var út úr markinu, náði að slæma blátánni í boltann og bjarga í horn. Eftir þetta komu nokkrar hættulegar markspyrnur og hornspyrnur á báða bóga, en leiddu ekki til árangurs. Á 20. mín. átti Steingrímur Björnsson hörkuskot á mark eftir mjög fallegt samspil við Val- stein og Skúla Ágústsson, en knötturinn hafnaði utan í hliðar- netinu. Um þetta bil liggur mun meir á Skagamönnum, en ann- ars erum jög fallegir leikkaflar hjá báðum. 3 mín. síðar dansar knötturinn á marklínu Akraness en allt bjargast á furðulegan hátt. Minútu síðar bjargar SamúeJ glæsilega eftir ógnarskot Rík- harðs Jónssonar og skömmu síð- ar meiðist einn traustasti maður Akureyringa, Jón Stefánsson og haltrar út af vellinum óvígur — hafði þá bægt frá geigvænlegri hættu, en aðeins í bili, því að Skúli Hákonarson nær að senda knöttinn í markið^ úr þvögu. Á 37. mín. jöfnuðu Akureyring ar. Ævari Jónssyni bakverði hafði verið hrundið og fyrir það var heimamönnum dæmd auka- spyrna. Valsteinn náði knettínum og hljóp með hann upp að Skaga markinu, gaf hann síðan til Skúla Ágústssonar, sem skallaði um- svifalaust inn í markið. Vel gert. Síðari hálfleikur var tæplega eins skemmtilegur og hinn fyrri, en var þó lengst af hraður. Akur- eyringar bæta við marki á 7. mín., þegar Steingrímur leikur sig frían inn úr vörn og Helgi hleypur út á móti honum, en verður of seinn, knötturinn lá í netinu. Akurnesingar jafna svo metin á 17. mín. eftir grófleg mistök hjá Akureyrarvörninni. Halldór Sigurbjörnsson var þar að verki. Á næstu mínútu er geysileg sókn að Akranesmarkinu, skotið á það þrisvar eða fjórum sinnum í lot- unni, en ýmist lendir boltinn í stöng, slá eða einhverjum leik- manna. Fumið er óskaplegt hjá báðum, menn hringsnúast í leit að knettinum, fleygja sér flötum eftir honum, krækja í hann sitj- andi og allt virtist í einum hnút. Hviðan leið þó hjá, án þess að mark yrði. Nú er farið að draga af Akur- eyringum, en Akurnesingar fær- ast í aukana. Samtímis fer að bera meir á brotum, óbeinum vítaspyrnum og aukaspyrnum, og má það segja nokkuð jafnt af beggja hálfu. Síðustu mínútur leiksins ná Akureyringar aftur sínu fyrra tempói, enda taka þeir á því, sem þeir eiga til. Hættu- legu tækifærin koma nú aftur á færibandi til Akureyringa, en — heppnin er ekki með þeim, leikn- um lýkur með janftefli, 2:2. Eft- ir tækifærum og öllum gangi Framhald á bls. 25. ^INÍI^ Leikur hinna mörgu tækifæra ÞESSI mynd er frá hinum skemmtilega leik Vals og KR s.l. föstudaigskvöld og sýnir er Sigurður Dagsson maik- vörður Vals ver naumlega — og af mikilli heppni — eitt skot KR-ings. Náði hann til boltans með fætihum á síð- ustu stundu. Leikurinn var sannarlega leikur hinna' mörgu — og oft misnotuðu — tækifæra. Þó hér sé markvörður Vals að verja naumlega, skall þó hurð nær hælum við KR- markið. 1 fyrri hálfleik áttu Valsmenn tvö stangarskot auk margra annarra tæki- færa og stóð Heimir sig mjö,g vel í marki KR og forðaði lið- inu hreinlega frá tapi. Öll mörkin voru skoruð i síðari hálfleik. Voru KR-ing- ar fyrri til í bæði skiptin en Valsmenn jöfnuðu — í síðara sinnið rétt fyrir leikslok, svo leik lauk 2-^2 og stig skipt ust. Mörk KR skoruðu Theo dór innherji og Baldvin mið herji, .en mörk Vals Reynir útherji og Steingrímur Dag bjartsson innherji. Var mark Baldvins og aðdragandinn að marki Steingríms falleg mjög. Leikurinn var vel leikinn og skemmtilegur þó að rigning spillti. KR. vann Fram á vítaspyrnu 2 -1 í ANNAÐ sinn vinnur KR Fram á vítaspymu en í fyrra skiptið var það í nýafstöðnu Reykjavík urmóti. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, og var stað an 1:1 í leikhléi. Dómari var Baldur Þórðarson. Línuverðir Magnús Péturssön og Valur Bene diktsson. Áhorfendur voru all- margir og veður hið- fegursta. Það leit út fyrir að fyrri hálf- leit ætlaði að Ijúka með jafn- tefli, því hvorugt liðið gat skapað þau tækifæri sem nýttust og liðs menn beggja liða virtust ekki vera á skotskónum. FRAM 1 :0 Á 29. mín. verður hörð pressa að marki KR. Framarar leika létt fyrir framan vörnina og reyna að finna smugu, en geng- ur illa. Hreinn, hinn efnilegi mið herji Fram, fær knöttinn fyrir miðju marki, vörn KR virðist vera þétt, en einhvem veginn sér hann smugu og spyrnir föst- um bolta með jörðu í bláhornið hægra megin. Heimir gerði virð- ingarverða tilraun til þess að verja, en tókst ekki. K. R. 1:1 Tveimur mín. síðar fær Bald- vin miðherji KR knöttinn, um miðjan vallarhelming Framara. Hann leikur með hann aðeins út Staðan Eftir leikina á Akureyri og lí Reykjavík í gær og fyrra- idag er staðan þannig í 1. Ideild: )KR Keflavík Valur Akureyri Fram lAkranes 2 0 1 0 1 0 1 1 1 0 2 0 12 5-4 3-2 6-4 6-7 5-6 5-7 ti Ihægri, brýzt í gegnum vörn Fram og skorar með hörku skoti UPPi í vinstra hornið. Óverjandi fyrir hinn ágæta markvörð Fram. Seinni hálfleikur var örlaga- ríkur fyrir Fram. Þá er Guðjóni Jónssyni bakverði vísað af leik- velli. Og Kr. fær vítaspyrnu sem Ellert skoraði örugglega úr, er reyndist svo verða sigurmark þeirra. Á 51. mín. fá KR-ingar horn- spyrnu á Fram. Upp úr þeirri hornspyrnu skaþaðist hættulegt augnablik við Fram-markið. KR- ingur kom aðvífandi og ætlaði að spyrna að marki. en hitti ekki knöttinn og hættunni var bægt frá. Á 55. mín. skeður það svo ij Guðjóni er vísað af leikvelli, fyrir endurtekin brot. Hann hafði í fyrsta lagi stöðvað knött- inn með hendi er um sókn var að ræða af hálfu KR. Þá fékk hann aðvörun. í annað sinn fyrir brot, fær hann bókun. í þriðja sinn, en þá var einnig um að ræða hjá honum að hafa áhrif á knöttinn með hendi, var hon- um vísað út af. K. R. 2 :1 Á 67. mín. er sókn af hálfu KR-inga. Baldvin fær knöttinn og brunar inní teiginn, en þar er honum brugðið illa og dóm- arinn, Baldur Þórðarson dæmir vítaspyrnu á Fram, og var það í alla staði réttlátur dómur. Ell- ert skoraði örugglega, og Hall- kell markvörður hreyfði sig vart til að verja. í nýafstöðnu Reykja víkurmóti kom þetta sama fyrir í leik þessara liða, að Baldvin var brugðið innan teigs og fengu KR-ingar þá dæmda vítaspyrnu sem varð þeim til sigurs, og eins var þaB núna. Liðin. Ekki er hægt að segja að Fram liðið hafi misst móðinn þó Guð- jón færi út af. Þvert á móti virt- ust KR-ingar eiga erfitt með að finna leiðina að marki Fram. Framarar létu engan bilbug á sér finna og voru mjög ágengir við KR-markið. Tvívegis fannst manni að Fram hefði átt að fá vítaspyrnu á KR, þegar brotið var all gróflega á Fram innan teigs hjá KR, og í annað skipti veifaði línuvörðurinn Magnus Pétursson áberandi, en þá var enginn leikmaður nær honum en innan vítateigs KR. A 77. mín ver svo Hallkell hörkuskot frá KR og þar með má segja að KR-ingar hafi ekki fengið fleiri tækifæri til að skora, en eftir þetta fengu Framarar að minnsta kosti þrjár hornspyrn ur á KR, sem þó ekki nýttust. Lauk þessum leik því með sigri KR sem vart getur talist verð- skuldaður. Guðjón í bann. Á sunnudaginn kemur, þann 13. júní, eiga að leika í fyrstu deild Fram og Valur. Þá getur farið svo að Guðjón leiki ekki með sínu liði, nema því aðeins að búið verði að dæma í þessu máli og hann ekki dæmdur frá keppni. Komi hins vegar dóm- Framhafld á bls. 31 Júmskákmótið á Akranesi AKRANESI, 8. júní. í gær var tefld á Akranesi 2. umferð í júnískákmóti Skák- sambands íslands. Úrslit urðu þau, að Friðrik Ólafsson vann Freystein Þorbergsson, Guð- mundur Sigurjónsson vann Hauk Angantýsson, en skák þeirra Björns Þorsteinssonar og Jóns Hálfdánarsonar fór í bið. All- margt var um áhorfendur. Þetta er í fyrsta skipti, sem umferð í skákmóti íslands er tefld utan Reykjavíkur. Frétta- maður Mbl. ræddi stutta stund við formann Taflfélags Akraness Hjálmar Þorsteinsson kennara. HjáJmar róma'ði mjög þessa hug mynd Skáksambands ísiands að tefla umferðir utan Reykjavíkur Myndi án efa verða til þess að auka ökékhuga almennt. Taldi Ihamn, að það mundi verða mikils virði, ef framvegis yrðu látnar fara fram umferðir í skákmótum íslands utan Reykjavíkur. Að- spurðua- kvaö Hj'áknar skáká- huga vera nokkuð ailmennan á Akranesi og faira vaxandi. Því væri heimsókn slíkra snillinga mjög mikilvæg fyrir félagið. Fyrir áramót hafði á Akranesi verið tefld firmakeppni og tókst hún mjög vel. Þar hefðu margir þátttakendur mætt til leiks, sem hefðu ekki áður tefilt opinlberlega Kvað Hjálmar nú í undirbúningi í samráði við taflfélögin í ólafs- vík og á ísafirði a'ð stofna skák- saimband Vesturlands. Væri mik- ill áhugi ríkjandi fyrir þessu máli. Að lokum sagði Hjiálmar: „Við viijum gjarna auka á- huga unglinga á skákíþrótitinni, Þetta er holl og góð iþrótt, jafnt fyrir unga sem gaimla. Þeim tima, sem í hana fer, er vel vaa> ið." í stjórn Taflfélags Akraness eru niú: Hjálmar Þorsteinsson formaður, Óli E. Björnisson rit- airi og Björn Lárusson gjald* keri. — pr. Po.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.