Morgunblaðið - 09.06.1965, Síða 31

Morgunblaðið - 09.06.1965, Síða 31
| j n m i *> i k'o &b\ i >t; v 'f ri\A Miðvikudagiir 9. júní 1965 * \ íit /i ’,R ÍV íSj 'l i > ■ i fú MORC UNBLAÐIÐ Samning'anefndir vinnuveiten da og verkalýðsfélaga á Norður - og Austurlandi. Myndin er tekin í garðinum að baki Alþ ingishússins að lokinni ’ undirskrift samninganna. — Samkomulag * r Framhald af bls. 1 skal það fá greidda 3 virka daga í veikindaforföllum. Aður voru veikindadagar ekki greiddir,, nema verkafólk hefði unnið fjóra mánuði samfleytt hjá sama vinnu veitanda. Þá hækkar trygging hjá síldarstúlkum nokkuð. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um fyrirhugaðar úrbætur í at- vinnumálum Norðlendinga fer hér á eftir: Ríkisstjórnin _og verkalýðssam tökin á Norðurlandi eru sarri- mála um nauðsyn þess að bæta nú þegar úr alvarlegu atvinnu- ástandi á Norðurlandi sökum langvarandi aflabrests og hefja kerfisbundna athugun og áætl- anagerð um framtíðaratvinnuör- yggi í þessum landshluta. Er sam komulag um eftirgreindar ráð- stafanir til úrbóta: 3. Gert verði út á yfirstandandi síldarvertíð að minnsta kosti eitt síldarflutningóiskip á veg- um ríkisins til þess að gera tilraunir með flutning söltun- arsíldar til þeirra stáða, þar sem skortur er atvinnu og að- staða góð til síldarsöltunar. Veittur verði sérstakur stuðn- ingur veiðiskipum, sem flytja 'langleiðis söltunarsíld til at- vinnulítilla staða. 2. Leitað verði tRtækra ráða til þess að tryggja hráefni til vinnslu í frystihúsum og öðr . um fiskvinnslustöðvum á Norðurlandi og Strandasýslu næstu tvo vetur, ef atvinnu- þörf krefur, og verði jöfnum höndum athugað hagkvæmni flutninga á bolfiski af fjarlæg ari miðum, stuðningur við heimaútgerð og aðstoð við útgerð stærri fiskiskipa, sem flutt gætu eigin afla lang- ■ leiðis. 3. Ef unnt reynist fyrir forgöngu ríkisvaldsins að afla markaða fyrir verulega aukið magn niðursoðinna eða niðurlagðra fisk- og síldarafurða, verði verksmiðjur á Norðurlandi látnar sitja fyrir um þá fram- leiðslu, meðan atvinna er þar ófullnægjandi. Reynist verk- efni vera fyrir fleiri slíkar verksmiðjur, verði stuðlað að því, að atvinnulitlir staðir á Norðurlandi og Strandasýslu sitji í fyrirrúmi um staðsetn- ingu þeirra. 4. Hagsmuna Norðlendinga verði vandlega gætt við þá endurskoðun laga um afla- tryggingasjóð, sem nú er fyr- irhuguð. 5. Ríkisstjórnin mun skipa fimm manna nefnd, þar af skulu \ tveir tilnefndir af A.S.Í. og A.N., til þess að hafa forustu um framangreindar skyndi- aðgerðir. ■ Mun ríkisstjórnin gera ráðstafanir til þess að tryggja það fjármagn, sem nefndin telur naúðsynlegt til , framkvæmda. 6. Þegar á næsta hausti verði hafizt handa um heildarathug un á atvinnumálum Norðan- lands og að þeirri athugun lokinni undirbúin fram- kvæmdaáætlun, er miði að þeirri eflingu atvinnurekstrar í þessum landshluta, að öllu um, veiðarfæragerð og fleiri greinum iðnaðar og kannaður gaumgæfilega hagur núver- andi iðnfyrirtækja og leitað úrræða til að tryggja framtíð þeirra iðngreina og vöxt. Um athugun þessa og áætlana- gerð verði höfð samvinna við — Lentu heilu Framh. af bls. 1 borð. Segja þeir, sem til sáu, að geimfararnir hafi veri'ð hressir í bragði, en þyrstir svangir og skeggjaðir. Stigu þeir um borð í Wasp klukkan 18:09, tæpri klukkustund eftir að Gemini 4 lenti á hafinu. Þeir McCormack aðmíráll og Jámes Conger, skipherra á Was.p, gengu með McDivitt og White eftir rauðum dregli meðfram fylkingum sjóliða að stiga, er lá niður í sjúkrastofur skipsins þar sem læknarannsóknir áttu áð hefjast. Þegar þangað kom sagði McDivitt: „Ég vis.si að við mund um lenda á spítEla‘‘. Læknar segja að .bráðabirgða rannsóknir sýni að geimförun- um hafi ekki orðið mein,t af ferðinni. Þeir .séu bæði hressir og kátir. Og vísindamenn telja árangur geimfei'ðarinnar það mikinn og glæsilegan að ekkert sé því til fyrirstöðu að senda Gemini 5 á ioft um miðjan ágúst. Þá eiga geimfararnir Gordon Cooper og Charles Conrad að vera á lofti í sjö da.ga, eða jafn- vel lengur. Næsta tilraun verður svo gerð í október þegar geim- fararnir Walter M. Schirra og Thomas P. Stafford fara með Gemini 6. Þá verða eftir sex tilraunir með Gemini geimskip, og verða þær ger'ðar á tveggja mánaða fresti. Árið 1967 hefjast svo tilraunir með þriggja manna geimskip af gerðinni rtpollO. Það eina sem læknar fundu athugavert við geimfarana var að White varð óglatt, er hann kom um borð í Wasp, og þurfti að kasta upp. En þetta mur. ein- ungis hafa verið venjuleg sjó- veiki, og ekkert átt rót að rekja til sjálfrar geimferðarinnar. En ■bæði McDivitt og White voru fegnir að fá hvíld. Fóru þeir snemma að sofa í gærkvöldi, að Björn Jónsson alþm. form. Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri undirritar samkomulagið. Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands horfir á. vinnufæru fólki þar verði tryggð viðunandi atvinna. Verði í senn athugað um stað setningu nýrra atvinnufyrir- tækja á Norðurlandi, svo sem í stálskipasmíði, skipaviðgerð- A.N. og samtök sveitarfélaga á Norðurlandi. Ríkisstjórnin mun leggja áherzlu á að afla nauðsynlegs fjármagns til framkvæmda væntanlegri á- ætlun eftir því sem auðið er á hverjum tíma. loknum kvöldverði með McCor- mack aðmírál, og sváfu í rúma tíu tíma. Eins og fyrr er sagt hefur ekkert geimskip með fleiri en einum manni verið jafn lengi á lofti og Gemini 4. Hinsvegar á Rússinn Valerian Bykovsky dval armet í geimnum. Hann var á ferð í geimskipi sínu í 119 klukkustundir og sex mínútur í júní 1963. Bandarísku geimförunum, Johnson forseta og forstöðu- mönnum geimrannsókna í Banda ríkjunum hafa borizt fjöldi heillaóska viða að vegna þessar- ar ve,l heppnuðu ferðar. Hafa — Sagt um — Ósenni/egt Framhald af bls. 32 innar. í fyrra höfðum við um þetta leyti fundið stórar torf- ur norður af Langanesi, en nú var þar ekkert að sjá. — Á þeim svæðum, sem síld hefur veiðzt á að undanförnu, hafa veiðiskip aldrei verið áð- ur á þessum tíma, svo að um það er ekkert vitað, hvort þessi afli þar nú er óvenjulegt fyrirbrigði vegna óvenjulegra aðstæðna, það er enginn sam- anburður til. Eitt er víst, að sjór hefir ekki verið jafnkald- ur út af Norður- og Austur- landi á þessum árstíma, síðan Finn Devold hóf rannsóknir sínar um 1950. — Við höfðum búizt við, að norski síldarstofninn við ís- land yrði meiri að magni nú en undanfarin ár, en óvist er, áð sú síld komist leiðar sinn- ar fyrst um sinn vegna sjávar- kuldans. íslenzki stofninn, sem venjulega lagði leið sína vest- ur og norður fyrir land snemma sumars, brást alveg í fyrra, og enn hefir ekkert veð ur verið af honum haft að þessu sirini. •— Seltumagn sjávar er all- miklu minna nú en vant er að vera í meðalári, og stafar það af hinu mikla magni af pólsjó, sem kómið hefir upp að íslandsströndum í vetur oe vor. Annars hefir ekki verið unnið úr öllum sýnishornum enn og mun ekki verða gert, fyrr en við komum heim til Noregs. -— Svo verður fundur is- lenzkra, norskra og rúss- neskra fiskifræðinga og haf- fræðinga á Seyðisfirði 21. og 22. júní, og eftir þann fund munum við gefa út sameigin- legt álit um síldveiðihorfurn- ar, eins og vant er. — Auk mín eru hér um borð tveir magisterar, þeir Chare Vathanaprida frá Thai- landi, styrkþegi við Öslóar- háskóla, og Parker frá Chile, en hann er sérfræðingur í meðferð og beitingu fiskileit- artækja. Svo eru með okkur þrír stúdentar. Sv. P. Framh. af bls. 2. unnar og almennu kauphækk unina. Ennfremur höfum við feng ið auk grunnkaupshækkunar og styttingu vinnutíma, 6% hækkun fyrir þá, sem vinna við síldarverksmiðjur og það eru mjög stórir hópar í sum um verkalýðsfélögunum.“ — O — Hanníbal Valdemarsson, forseti A.S.f. sagði: Það er auðvitað mjög ólíkt ástand í atvinnumálum á Norðurlandi og á vinnumark- aðnum þar, samanborið við aðstæður hér sunnanlands. Og má vel vera, að þeir samn ingar, sem náðzt hafa, séu viðunandi við þær aðstæður, sem þar eru. En vegna hins gjörólíka ástands, sem er hér á Suð vesturlandi hljóta kröfurnar að verða aðrar í veigamikl um atriðum og lausnin að verða með öðrum hætti hér en fyrir norðan. Vegna þessa ólíka ástands var varla hægt að búast við því, að unnt yrði að binda þetta saman í einn sami>„g. Mér fannst það mjög ólíklegt frá byrjun, að það mundi tak- ast og líklegra, að niðurstað- an yrði tveir meginsamning- ar. Ef til vill er þó ýmislegt í lausninni nyrðra sameigin- legt þeirri llausn, sem hér verður fundin, þrátt fyrir það þótt aðstæður séu gjör- ólikar.“ margir þjóðhöfðingjar sent John. son kveðjur, þeirra á meðal Anastas Mikoyan, forseti Sovét- ríkjanna, Heinrich Lúbke, for- seti Vestur-Þýzkalands o.fl. Og flest blöð í Evrópu birtu itar- legar frásagnir af geimferðinni á forsíðu í dag. Eru blöðin yfir- leitt á einu máli um að þeir McDivitt og White hafi unnið frá bært afrek. Útvarps- og sjón- varpsstö'ðvar víða um -heim birtu frásagnir af ferðinni og leyfðu hlustendum sínum að fylgjasit náið með ýmsum þáttum henn- ar. Skömmu fyrir lendingu sneri bandaríska utanríkisráðuneytið sér til sendiráðs Ungverjalands i Washington vegna útvarpsstöðv- arinnar í Budapest. Þannig stóð á áð sendingar stöðvarinnar um gátu truflað fjarskipti milli áðal stöðvanna í Houston og skip- anna, sem biðu við lendingar- staðinn. Sendiherrann' hringdi heim til Budapest, og aðstoðar utanríkisráðherra Ungverjalands, Bela Szilagyi, stöðvaði útvarps- sendingarnar í þrjár klukku- stundir. En aðrar stö'ðvar austan tjalds og vestan gripu inn í dag- skrárliði sína til að skýra frá lendingunni. Þegar Edward White fór út úr geimskilpinu á fimmtudag, var föp ha,ns í geimnum kvik- mynduð. Sérstök 16 mm, kvik- myridavél fylgdist með honum, og tók litmyndir, er sýndar voru fréttaimönnum í dag. Einnig fengu milljónir sjónvarpseigenda að sjá myndina, sem endurvarp- að var um öll Bandaríkin. Mynd in hefur tekizt mjög vel, er skýr og björt. Sýnir hún White komi út úr Gemini 4, en í baksýn sézt jörðin. Og svo sézt geimfarinn fljóta þyngdarlaús um himin- geiminn. Fer White rólega, en virðist hafa fulla stjórn á þrýsti loftsbyssunni, sem ræður ferð- inni. Fór hann fra,m og til baka um geiminn, sn-eri stundum upp, stundum niður, stó'ð á haus og velti sér. Og þeir sem sáu mynd- ina skildu nú orð Whites þegar honum var sagt að fara aftur inn í geimskipið. Hann sagði þá að þetta væri mesta sorgarstund í lífi sínu að þurfa að fara inn. Konan mín og móðir okkar ÁSTA KHISTINSDÓTTIR Sólvallagötu 27, yerður jarðsungin frá Frikirkjunni í dag, 9. júní kl. 2. Árni Olafsson og börnin. — íþróttir Framhald af bls. 30 stóllinn ekki saman til að fjalla um málið fyrr en eftir þann 13. þá er Guðjón í 10 daga keppnis- banni, frá þeim degi sem honum er vísað af leikvelli. Eftir leikinn var dómarinn spurður um þetta atriði, vegna brottvikningar Guðjóns. Gaf hann greið svör við öllu sem hann var spurður um. Mér finnst það vera bagalegt eins og komið hefur í ljós í sambandi við þetta atvik, að forsvarsmenn félaga skuli ekki vita um helztu reglu sem fara skal eftir í knattspyrnu leik. Hér er einhvers staðar gat í kerfinu sem full ástæða er að fylla uppí. R.M. Innbrot Framhald af bls. 32 böfðu brotizt inn. Er lögreglan tók piltana, hafði þeim ekki unnizt tími til að stela neinu og ekki höfðu þeir heldur unnið spjöll á húsakynnunum. Að því er lögreglan tjáði blað- inu í gær, var hér um að ræða sömu piltana og brutust inn í veitingahúsið Gláumbæ fyrir skömmú óg stálu ‘ þaðan áif engi 0|g vindlingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.