Morgunblaðið - 09.06.1965, Page 32

Morgunblaðið - 09.06.1965, Page 32
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins 127. tbl. — Miðvikudagur 9. júní 1965 Helmingi útbreiddara en nokknrt annað íslenzkt blað íslenzki fáninn á nýju eyjunni ^ Eftirfarandi skeyti barst blaðinu í gær frá varðskipinu í>ór: Kl. 19.30 var varðskipið í>ór statt við nýju goseyjuna austur af Surtsey, sem tíð sprengigos voru í. Voru þar fjórir Vestmannaeyingar á vélbát með gúmmíbát með sér. Sást þá frá varðskipinu, að tveir menn lögðu í land á eyjunni á gúmmíbátnum og stökk annar í land með ís- lenzka fánann og stakk hon- um þar niður. Komu þeir síð- 'n um borð í varðskipið og "estu varðskipsmenn, að iefðu séð þá fara í land. .—, sem fór í land, reyndist vera Páll Helgason frá Vest- mannaeyjum. Um borð í varð skipinu voru forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, utanrík- isráðherra Guðmundur í. Guð mundsson ásamt fleiri gest- um. Óskuðu þeir hinum ungu ofurhugum til hamingju. Eyjan er nú 15,6 m á hæð og 170 m löng. Gufumökkur- inn reyndist vera 2500 metr- ar. Sigurður Þórarinsson á- samt fleiri vísindamönnum og kvikmyndatökumanni voru skildir eftir í Surtsey og verða þar í nótt við rann- sóknastörí. — Skipherrann. Páll Helgason, sem fyrstur alira varð til þess að stíga fæti á land í nýju goseyjuna austan Surtseyjar, er liðlega þrítugur Vestmannaeyingur, fæddur þar 14. júní 1933 og hefur ávailt átt þar heima. Hann er verzlunarmaður, kvæntur Bryndisi Karlsdóttur og eiga þau tvo syni. Páll Helgason Stormsvalan í Þórs- höfn sl. mánudacf SEGLSKÚTAN Stormsvalan kom til Þórshafnar í Færeyjum s.l. mánudagsmorgun á leið sinni frá Skotlandi til íslands. Um borð eru 5 menn og höfðu þeir samband heim frá Þórshöfn. Var ætlun þeirra að vera þar aðeins fáar klukkustundir og taika olíu fyrir hjálparvél sem er um borð, en Stormsvölunni var eklki unnt að sigla með seglum þar sem logn var aila leiðina. Gert er ráð fyrir að ferðin frá Þórshöfn til Reykjavíkur taki a.m.k. 4 sóiarhringa. Vismdamenn a G. O. Sars, fra vinstri: Rolf Stene, Eirik Lande, Chare Vathanapride frá Thailandi, Ivar Kristensen, Oddvar Dahl, Parker frá Chile og leiðangursstjórinn, Ole J. Östvedt. Osenniíegt aö síldin fari í kalda sjónum norður fyrir Langanes — segja norskir hafrannsóknarmenn NORSKA hafrannsóknarskip- ið G. O. Sars kom til Akur- eyrar að kvöldi hvítasunnu- dags. Fréttamaður Mbl. hitti leiðangursstjórann, mag. Ole J. Östvedt, snöggvast að máli í káetu hans og spurði tíðinda af rannsóknarleiðangrinum. — Honum sagðist svo frá: — Við fórum frá Noregi 26. maí og höfum síðan rannsak- að hafsvæðin frá Færeyjum austan íslands og allt til Jan Mayen. Við höfum litla síld fundið, aðeins smtáorfur út af Seyðisfirði og austur af Langa nesi, þar sem íslenzku síldar- skipin hafa verið að veiðum undanfarið. Fjórir norskir bát ar munu vera byrjaðir veiðar þar, en hafa lítið fengið. Þeir eru fiestir suður í Skagerak. — Það, sem mest einkennir þau svæði, . sem við höfum rannsakað, er hinn óvenjulegi sjávarkuldi út af Austfjörð- um og alla leið norður til Jan Mayen. Þar sem síldin er nú, er hiti í yfirborðslögum sjávar aðeins 1—2° C, en til þess að komast norður fyrir Langanes þarf hún að fara um sjó, sem er -^-Vz--hl°C, og teija verð- ur ósennilegt, að hún geri það. Það verður a.m.k.. bið á því, að hún láti sjá sig fyrir Norð- urlandi, eða ekki fyrr en sjór hlýnar. — Ég talaði í morgun við Jakob Jakobsson á Ægi, sem þá var staddur á Skaga- grunni, og hann hafði heldur ekki orðið var við neitt, sem benti til síldveiða fyrir Norð- urlandi fyrst um sinn. — Þessi mikli sjávarkuldi veldur því einnig, að plöntu- og dýrasvif verður seinna á ferðinni en vant er og þróast miklu hægar, en það tefur aft- ur fyrir torfumyndun síldar- Framhald á bls. 31 Héraðsmót Sjálfstæð isflokksins hefjast um næstu helgi Verða þá að Hlégarði, Flúðum og Brún ¥TTIiT XT2FSTIT fiolaí hpfííid fipra?£«! Rrnn í Rnro-arfíríVJ cnnniufacf. F.llv Vilhiúlm.Q TRjTPna-r Tiiarn?. UM NÆSTU helgi hcf jast héraðs mót Sjálfstæðisflokksins á þessu siimri, og verða þá haldin þrjú mót sem hér segir: Hlégarði í Mosfellssveit, föstu daginn 11. júní kl. 21. Ræðu- menn verða dr. Bjarni Benedikts son, forsætisráðherra; Axel Jóns son, alþingismaður og Árni Grét- ar Finnsson, lögfræðingur. Flúðum í Árnessýslu, laugar- daginn 12. júní kl. 21. Ræðumenn verða dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra; Steinþór Gests son bóndi, og Óli Þ. Guðbjarts- son, kennari. Brún í Borgarfirði, sunnudag- inn 13. júní kl. 21. Ræðumenn verða dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra; Ásgeir Péturs- son, sýslumaður og Kalman Stefánsson bóndi. Hljómsveit Svavars Gests skemmtir á öllum mótunum. Hljómsveitina skipa fimm hljóð- færaleikarar, þeir Svavar Gests, Garðar Karlsson, Halldór Páls- son, Magnús Ingimarsson og Reynir Sigurðsson. Auk þess eru í hljómsveitinni söngvararnir Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarna son. Á héraðsmótunum mun hljóm- sveitin leika vinsæl lög. Söngvar ar syngja einsöng og tvísöng og söngkvartett innan hljómsveitar innar syngur. Gamanvísur verða fluttar og stuttir gamanþættir. Spurningaþættir verða undir stjórn Svavars Gests með þátt- töku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. Innbrotsþjóítar teknir í Iliúbbn unt AÐFARANÓTT s.l. laugardags var brotiz.t inn í veitingahúsið Klúbinn við Lækjarteig. Hús- vörður staðarins varð innbrots- mannanna þe*gar var. Náði hann undir eins í lögreglumenn, sem handtóku innbrotsþjófana á staðnum. Húsvörður Klúbbsins, Sigur- þór Runólfsson, varð þess var á 5. tímanum aðfaranótt s.l. laug- ardags, að verið var að brjótazt inn bakdyramegin í Klúbbnum. Fór hann út um aðaldyrnar, svo að innbrotsmennirnir yrðu hans ekki varir og stöðvaði vörubií- reið, sem leið átti þar fram hjá í sömu mund. Bað hann ökumann hennar að gera lögreglunni að- vart. Um sama leyti átti Greipur Kristjánsson lögregluvarðstjóri Bjarni Axel Árnj Grétar Steinþór Asgeir Kalman leið fram hjá við annan mann á eftirlitsferð. Stöðvaði Sigurþór hann og skýrði honum frá, hvað væri að gerast. Sáu þeir, að kjallarahurð hafði verið brotin upp og héldu inn til að leita þjófanna. Sú leit virtist í fyrstu ekki ætla að bera árangur, þar til Greipur hafði næstum stigið ofan á annan piltanna, sem þarna Framhaild á bls. B1 Góð síldveioi ALL sæmileg síldveiði hefur verið að undanförnu, og er aðal> svæðið um 120—130 sjómílur austur og norðaustur af Langa- nesi. Hefur veiðisvæðið helúur iærzt norður. Frá föstudagsmorgni til laug- ardagsmorguns fengu 30 skip 34,000 mál, na^sta sólarhring fengu 12 skip 9,300 mál, frá sunnudagsmorgni til mánudags- morguns fengu 28 skip 24,820 mál og sólarhringinn frá mánudags- morgni til þriðjudagsmorgum fengu 25 skip 25,520 máL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.