Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 2
r MORCUNBLADID Fimmtudagur 10. júní 1965 Þrár bílar í hörku- árekslri við Hafnarlj. MJÖG harður árekstur vsrð Jlau.st eftir kl. 1 í gær á mótum Hafnarfjarðarvegar og Hjalla- Ktrauns. Þar lentu satnan tvær vörubifreiðir og strætisvagn. — L--------------,----------------------- Surtseyjarkvik- A mynd Osvalds út á land HINAR nýju litkvikmyndir Ós- valds Knudsen, sem sýndar voru við mikla aðsókn í Reykjavík í vor, verða sýndar úti á landi á næstunni. Myndirnar eru þrjár: ,,Surtur íer sunnan", „Sveitin milli sanda", sem fjallar um hina íogru Öræfasveit og „Svipmynd- ir" úr lífi ýmissa þjóðkunnra ís- lendinga. Surtseyjarkvikmyndin hefur þegar verið kynnt allvíða er- lendis við góðar undirtektir og hefur nýlega verið gengið frá samningi um sölu myndarinnar til Bandaríkjanna. *» i Lag Magnúsar Blöndals Jó- hannssonar í Öræfakvikmynd- inni, sem Ellý Vilhjálms söng, vakti mikla athygli, og er komið út á plötu á vegum Svavars Gests og nefnist: „Sveitin milli sanda". Sýningar myndanna úti á landi hefjast á Eyrarbakka á fimmtu- dagskvöld. Vörubifreiðarnar sketnmdust báð ar mjög mikið, en stórslys urðu ekki á fólki. Kl. 1.02 eftir hádegi í gær var tilkynnt til lögreglunnar í Hafn- arfirði, að árekstur hefði orðið á móum Hafnarfjarðarvegur og Hjallahrauns, en það er rétt norðan við fisvinnslustöð Frosts hf. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang. Slys þetta varð með þeim hætti, að strætisvagn frá Landleiðum hf var á leið til Reykjavíkur. Þá stanzaði fólks- bifreið fyrir framan strætisvagn- inn ðg strætisvagninn þá einnig. Næst á eftir strætisvagninum var ekið frambyggðri Austin-vöru- bifreið. Þegar stræitvagninn stanzaði, hugðist ökumaður vöru- bfreiðarinnar aka fram með hon- um og áfram, þá'tók Skumaður- inn eftir því, að á móti kom önnur vörubifreið, og reyndi hann.því að hamla ens og rými frekast leyfði. Það varð þó um síðan, og skullu vörubifreiðarnar fyrst saman og Austin-bifreiðin síðan á strætisvagninn. Við þetta gjöreyðlagðist stýrishús Austin- vörubifreiðarinnar og hin vöru- bifreiðin og farmur hennar skemmdust einnig mjög mikið. Strætisvagninn varð fyrir minni skemmdum. Við áreksturinn hlaut ökumað- ur Austin-bifreiðarinnar mikið högg í andiitið. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna og síðar um daginn heim til sín. önnur meíðslí á fólki er ekki kunnugt UNDANFARNA daga hefur verið rakin SA-átt milli Bret- landseyja og íslanids, svo að allmikil reykjarmóða hefur borizt hingað ti'l Suðurlands. í gær vair bjart til lofitsins, en gráleit móða í lofti, svo að Esja og Akrafjall sáusit ó- greinilega úr borginni. Hér yfir lamdinu er háiþrýstisvæði og víðast hreinviðri. Kl. 15 í gær vac 18 stiga hiti á Egils- stöðum, en lágmiarksihiti nótt- i. i áðuir, a'oeims 0 stig. Stór lægð er að nálgast suðvestan af hafi og búist við talsverð- um A-strekkingi um sunman- vert lamdið. Veðurhorfur í gærkvöldi: Suð vesturmið: Allhvass A-SA, dálítið þokusúld. Suðvestur- land, Faxaflói og miðin: A- kaldi, mistur í lofti og sums staðar dálítil rigning. Breiða- fjörður til Austfjarða og mið- in: Hægviðri, sums staðar næt urþoka í útsveitum. Suðaust- urland og miðin: A-átt, all- hvasst með köflum dálítil þokusúld. Austurdjúp: Hæg- viðri, skýjað. Hortur á föstu- dag: Austlæg átt, skýjað sunn an lands og austan. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, á fundl EBU, Evrópubandalags útvarpsstöðva Sjónvarpshús liklega keypt í þessari viku Samtal við Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarpsstjóra VILHJÁLMUR Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, er nýlega kom- inn heim af útvarpsstjóra- fundi Norðurlanda, sem hald- inn var í Stokkhólmi, en þar var einnig rætt um sjónvarps- mál og aðstoð Norðurland- anna við væntanlegt sjónvarp hér. Hér fer á eftir samtal, sem blaðið átti við útvarps- stjóra um þessi mál. — Hvað er að frétta af ís- lenzka sjónvarpinu og hvernig er ástatt um þau mál nú? — í fyrsta lagi eru meiri háttar mál, sem hvert land varðar og sérstök samvinna þeirra, ávallt rædd á þessum fundum. En hér var einnig það sérstaka tilefni, að tekizt hefur náin samvinna — og okkur mjög hagstæð — milli Ríkisútvarpsins og hinna nor- rænu stöðvanna um síðasta undirbúning og framkvæmd- ir sjónvarpsins hér. Á grund- velli álits sjónvarpsnefndar- innar — sem vann langt og ítarlegt starf — hafa norræn- ir sérfræðingar tekið að sér, í samvinnu við okkar verk- fræðinga, að sannprófa allan undirbúninginn í einstökum atriðum og stjórna fram- kvæmdunum. Þeir hafa mjög víðtæka reynslu — þetta eru ýmsir sömu mennirnir, sem á sinum tíma stóðu fyrir undir- búningi og fyrstu starfrækslu sjónvarpsstöðvanna á Norður löndum eða hafa starfað lengi við þær. Það er einnig hvar- vetna viðurkennt, að norræn- ir verkfræðingar eru einnig á þessu sviði mjög framarlega á alþjóðavísu. Þeir hafa líka lokið lofsorði á verkfræðilega undirbúningsvinnu íslenzku verkfræðinganna, sem unnu með sjónvarpsnefndinni og síð ar með þeim, en það eru verk fræðingar frá Landssímanum, sem eru í þjónustu útvarps- ins eftir sérstökum samningi. — í hverju er þetta nor- ræna sjónvarpssamstarf fólg- ið hér? — Fjórir verkfræðingar, einn frá hverju landi, hafa þaulskoðað öll málin. Hjá norska sjónvarpinu aðallega er farið yfir öll tilboð um vélakost og gerðar tillögur um kaupin. — Hefur verið leitað tilboða í allan útbúnað? — Já, útboð eru löngu send um allar jarðir og tilboðin voru opnuð í vor og er síðan unnið að samanburði þeirra og úrvali. Afgreiðslufrestur á mörgum þeirra er mjög lang- ur, og líklegt að tekið verði tilboðum úr ýmsum áttum, eftir því sem hægt er og æski- legt að samræma þau. Þá er það, sem samstarfið við hin- ar norrænu sjónvarpsstöðvarn ar kemur aftur inn í málið. Svo heppilega hefur sem sé samizt, til þess að flýta fyrir framkvæmdum og æfingu starfsfólks, að norrænu sjón- varpsstöðvarnar eða helzt Sví- ar og Danir, lána okkur end- urgjaldslaust allan vélakost, bæði sendi og stúdíótæki til undirbúningsins og tilrauna- sendinganna, þangað til kom- in eru hingað og endanlega uppsett þau nýju tæki, sem er ætlunin að kaupa, en verð- ur að bíða eftir því sem við óskúm, meðan verið er að und irbúa stöðvarnar og byrja reksturinn. Við greiðum ferða kostnað, en þeir laun. — Hvenær og hvernig kem- ur þetta til framkvæmda? — Undirbúningsrannsóknir eru eins og ég sagði, löngu byrjaðar og sumum lokið. Vélakosturinn, sem við fáum -frá þeim, getur verið tilbúinn síðla sumars, þegar við vilj- um. Námskeið starfsfólksins geta einnig byrjað þegar við viljum og búið er að ráða fólkið; — Á hverju stendur þá þar? — Það gengur ekki við- stöðulaust að fá heimild til að ráða um 30 nýja menn og fá þeim skipað í launaflokka. Sumum finnst á þessu þung- lamalegur gangur. Ráðherra okkar hefur þó unnið vel að þessu og heimild er fengin til ráðningarinnar, en ekki geng- ið ,frá launaflokkaskiptingu, en verður væntanlega gert næstu daga. — Þá er það húsnæðið? — Já, við skoðuðum strax i sjónvarpsnefndinni ýmis hús og önnur síðan og í fjárhags- áætlun er gert ráð fyrir fé til byggingar. Til mála komu ýmis hús, neðan frá Tjörn og austur í bæ og inn í Kópavog. Um skeið voru ofarlega á baugi hús við Tjörnina og við Laugaveg. Það er einn liður í samvinnu við hinar sjónvarps- stöðvarnar, að frá þeim komi hingað húsameistari, sérfróð- ur um sjónvarpshús, og er nú staddur hér húsameistari sænska sjónvarpsins, sem áð- Framh. á bls. 3 Sumarferð Varðar verður 11. júlí <««^W^-^-W'WW^^ :¦-• ¦.-»-.-.-->>•:-> :--.-.-yy.-:.yvi-:r-y ¦y^:.yy^ý'-yýy:: Hln árlega sumarferð Varðarfélagsins verffur að þessu sinni farin sunnudaginn 11. júlí. Farið verður í Þjórsárdal og ekið um fegurstu sveitir nærleudis. Skoðaðar verðá undirbúningsfrainkv. við hina væntanlegu Búrfellsvirkjua. — Ferðiu verður auglýst nánar síðar. Myndin er tekin á áningarstað í einni Varðar-ferðinni. Tvö ínnbrot ó Akronesi AKRANEiSI, 9. júraí — Tvö inn- brot hafa verið framin hér í bænum með stuittu milliibili og stolið samitals 14.000 kr. Aðfarainótt 21. maí var brotizt inn í skrifsitofu Asm,undiar h.f. Vestur.götu 48. Þaðan var stolið 4000 kr. í peningum, geymdum í la'uriia'bréfum, sem ætluð voru starfsifólki fyrirtækisins. Og svo var þaö á aðfaranótit hvítasuninudagains að brotiz.t var inn í söluskála Hallgríms Árnasonar á Skólabraut 18 o,g stolið pe.nin.guin að upphæð 9000 kr. Lögiregla staðarins tók m,anin ein,n fastan í gær heima í her- bergi; sínu. Ýfirheyrslur VOru í skrifstofu bæjarfógéta í gær- kvöldi allt til miðnættis. 'Játaði maðurinn á sig ínribrotið á báð- uin stoðum, sém hér um ræðir. Mestu af þessum porángum sag3 ist hamn hafa eytt í áferngi og bíla. Hann er utanbæja>ranaðu.r og hefur starfað hér vetrarlangit. — Oddur. - SILDIN Framhald af bls. 32 ti,nga: Sólfari með 1200 mál. Hafrún NK 600, Svanur IS 800. Gfaýfari 200, IlHrair KE 450. Hannes Hafst. 1700, Gjafar 1450, Ljörg 900 og Björn Jónsson 100. Þsssi skip tilkynntu afla í gær tiil síldarleitarinnar á Raufar- höfn: Náttfari 1000, Fróðaklettur 1600, Guðrún 1600, Grótta 1400 Guðrún Guðlaugísdóttir 1600, Haraldur 1600, Eldborg 1500 Björgvin 1650, Ásbjörn 1500, Akraborg 1400, Guðbjörg RiE 850 Súlan 1400, Ásþór 1200, Þörbjörn II 1450, Pétur Jónsson 550, Guð- 'ojorg GK 1300, Bjarmi II 1700, Öhæfell 1500, Hafrún IS 1800, Siglfirðingur 1550, Mummi 900, Bjorgúlfur 500, Vonin 1250, og Skírnir 800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.