Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÚ undanfarin sumur hef- ur, sem kunnugt er verið starfræktur skíðaskáli í Kerl- ingafjöllum. Síðastliðið sumar var reistur fyrri hluti nýs skíðaskála í Árskarði, skammt frá skála Ferðafélags íslands. Nú um daginn fóru menn upp í Kerlingafjöll til að fullgera innréttingu skíðaskálans, áður en námskeiðin hefjast. Hörð- ur Björnsson, arkitekt, teikn- aði skálann og er hann mjög fallegur og nýstárlegur, þar sem hann stendur á staurun- um. I þeim hluta, sem tekinn verður í notkun í sumar, er stór salur . niðri, eldhús og geymslur. Uppi er svefnloft með básum. Fyrsta námskeiðið í sumar hefst þriðjudaginn 6. júlí. — Sami máti verður hafður á um öll námskeiðin, farið frá Reykjavík í hverri viku á Skíðafólk í Kerlingafjöllum í fyrrasumar. Fjöllin eru Ogmundur (hnjúkurinn til vinstri) og Mænir. Lengst til hægri á myndinni er Valdimar Örnólfsson. Hann horfir í áttina ofan í Hveradali, sem eru við rætur Mænis. (Ljósm. Jakob Albertsson) Skíðaferðirnar í Kerlingafjöll þriðjudagsmorgnum og kom- ið aftur á sunnudagskvöld- um. Ferðaskrifstofurnar í Reykjavík og forráðamenn Skíðaskólans veita viðtöku pöntunum og láta í té upplýs- ingar um ferðir þessar. Morgunblaðið átti í gær sam tal við einn forstöðumanna skólans, Valdimars Örnólfs- son, íþróttakennara við Menntaskólann í Reykjavík. — Það er algjör misskilning ur, sagði Valdimar, að ferðir þessar séu eingöngu ætlaðar vönu skíðafólki. Við leggjum einmitt mikla áherzlu á það, að kenna byrjendum. Fólkinu er skipt í hópa eftir skíða- kunnáttu og annasj fjórir menn tilsögn. Auk mín eru það Eiríkur Haraldsson, Sigurður Guðmundsson og Jakob Al- bertsson. Þá eru þarna til- valdar aðstæður til göngu- ferða við allra hæfi, sem farn- ar eru undir leiðsögn Jakobs, en hann er þaulvanur fjalla- maður og þekkir hverja þúfu í Kerlingafjöllum. — Hvernig er aðsóknin að þessum ferðum? — Hún hefur vaxið jafnt og þétt frá ári til árs. Ferðirnar í sumar verða 9 talsins, eða fleiri en áður og er útlit fyrir Þessa mynd tók Jakoh Albertsson í Árskarði viff Kerlingafjöll fyrir nokkrum dögum. Á henni sést nýi skálinn og fyrir ofan hann (frá vinstri) Snækoilur, Vesturgnýpa og Fann- borg. Örvarnar benda á helztu skíffabrekkurnar á Vesturgnýpu og Fannborg. góða aðsókn. Þó getum við bætt mörgum þátttakendum við enn í allar ferðirnar. Eins og sést á myndinni, er nægur snjór og þetta verður áreið- anlega gott skíðasumar. Fær- ið hefur verið prýðisgott und» anfarin sumur. — Er aðbúnaður góður í nýja skálanum? — Já, ágætur. Menn mega að vísu ekki reikna með neinu fjallahóteli, þetta er enn í „skálastíl". Gangi ferðirnar vel og fáist nægt fjármagn til framkvðgmda, þá hefjumst við handa í sumar um viðbótar- byggingu, þar sem gert er ráð fyrir einkaherbergjum, böð- um og snyrtiklefum o. fl. Ver- ið er að koma upp salernum núna, en áður varð fólkið að bregða sér út í náttúruna. — Þurfa allir að taka með sér skíði? — Nei, hugmyndin er að koma upp skíðasafni með mis- munandi stærðum og gerðum, þannig að fólk geti leigt skíði hjá okkur, ef það vill. — Hvað er þátttökugjaldið hátt? I — Það er 3 þúsund krónur á mann og eru þá innifaldar ferðir, fæði, húsnæði, skíða- kennsla, leiðsögn í gönguferð- um, ferð á Hveravelli í laug- ina þar, kvöldvökur og fleira. Það hefur oft verið glatt á hjalla á kvöldvökunum og svo hefur fólkið, sem sótt hefur námskeiðin, hitzt einu sinni á vetri og eru þá sýndar mynd- ir, sungið og dansað. STAKSTEIHAR — Sjónvarpshús ' \ Framh. af bls. 2. ur hafði fengið sepdar teikn- ingar og skoðar nú húsin með skrifstofustjóra sjónvarpsins, eem um öll þessi mál fjallar, og íslenzku verkfræðingun- um. — Er niðurstaða fengin? I — Þeir tala nú helzt um etórt hús í austurbænum og vinna í þessu nótt með degi og verður kannske frá þessu gengið núna í vikunni, líklega þessu austurbæjarhúsi. Það er mjög gott að hafa óháðan, sérfróðan mann til að segja álit sitt. — Og fjármálin og kostnað- urinn? — Stjórnarvöld hafa veitt sjónvarpinu þann mjög mikils verða stuðning í upphafi, að veita því tekjurnar af inn- flutningsgjöldum af sjónvarps viðtækjum. Þetta eru orðnar um 20 milljónir króna og held ur áfram. Við ættúm að vera sæmilega á vegi staddir, ef engin sérstök óhöpp koma fyrir. — fslenzka sjónvarpið ætti þá að geta byrjað eftir áætl- un sjónvarpsnefndarinnar? — Já, fullkomlega, og ef nokkuð er, öllu fyrr. Því tii- raunasendingarnar ættu að geta byrjað fyrr en við ætluð- um, jafnvel fyrir eða um ára- mót, að minnsta kosti verður vélakosturinn þá til, hvað sem mönnum líður. Lögð hefur verið áherzla á það, að hraða málinu í útvarpinu eftir föng- um, en það er einnig margt utan útvarpsins, sem taka þarf tillit til og það ræður ekki eitt. Meginatriðið er líka það, að vanda til málsins, alls undirbúnings og allra fram- kvæmda. Við byrjum ekki fyrr en það er öruggt og ekki fyrr en við höfum ráð og vald á þeim dagskrám, sem við getum beztar fengið og búið til sjálfir. — Hafa dagskrármálin einn ig verið undirbúin? — Já, við Pétur Guðfinns- son sátum fund 1 Nordvision í Helsingfors, það er fundur um norrænar sjónvarpsdagskrár og skipti á þeim. Þar verðum við aðilar og það er þegar séð, að þaðan getum við feng- ið mikið og gott efni við okk- ar hæfi. Ég hafði áður gert fyrirspurnir víða og fengið svör frá einum 30 aðilum víðs vegar, sem við getum fengið dagskrár frá og verður nú far ið að prófa nánar þau tilboð að efni og verði. í sjónvarps- skýrslunni voru þegar gerð uppköst að dagskrám, allt að 40% íslenzkt efni og um 60% aðfengið, en allt með íslenzku tali og textum. Ég vænti þess að fjárhagslega viðráðanlegt, gott, alíslenzkt sjóiwarp sé nú á næstu grösum og eigi eftir að vinna vinsældir og út- breiðsli’ Verkfall boðað á kaupskipaflotamim Siffastl. fimmtudag barst vinnu veitendum beiffni um viðræður um kaup og kjör, frá þjónum, matsveinum og þernum á kaup- skipaflotanum. Þremur klukku- stundum síðar barst sömu aðil- um verkfallsboðun frá sömu að- ilum frá og með 11. júní. Þannig hafði enginn tími gefizt til samningsviðræðna milli þess- ara aðila og þjónar, matsveinar og þernur höfðu ekki einu sinni sannreynt hvort vinnuveitendur mundu ganga að þeim kröfum, er þeir lögðu fram! Verkfallsrétturinn er dýrmætt vopn, en ef honum er misbeitt eins og hér er gróft dæmi nm, er hætt við, að hann verði eyði- lagður, sem tæki verkalýðsfélag- anna í kaupgjaldsbaráttu þeirra. Það er lágmarkskrafa, að tími gefist til samningsviðræðna og könnunar á því, hvort ekki sé hægt að ná samningum án verk- falla. Hér er einnig um að ræða mjög fámennan starfshóp á kaupskipá- flotanum, sem hyggst stöðva all- an kaupskipaflotann vegna kjara samninga, sem unnið er að á þennan sérstæða hátt af þeirra hálfu. Það hefur áður gerzt að kaup- skipaflotinn hefur stöðvazt aftur og atfur vegna verkfalla tiltölu- fega fámennra starfshópa. Slík vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar og þeim ber að breyta. Framkoma þessa tiltölulega fá menna starfshóps á kaupskipa- flotanum er vissulega ekki í sam ræmi við þann anda, sem nú rík- ir í samningum atvinnurekenda og verkalýðsfélaga í öðrum at- vinnugreinum og upphófst með júnísamkomulaginu í fyrra. Júnísamkomulagið heftir verðbólgu- aukningu Dagbl. Vísir ræðir í forystu- grein í fyrradag um þann árang- ur, sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna með júnísam- komulaginu og segir m.a.: „Frá 1. maí 1964 til 1. maí 1965 hækkaði vísitala neyzlu- vöruverðlags um 3.8*%. Árið áður var hækkun vísitölunar 25% og 1962—1963 var hækkun hennar 12%. Af þessum tölum er Ijóst, að verulega hefur áunnizt í því efni að stöðva framrás verðbólgunn- ar og er hækkun vísitölunnar á síðasta ári vissulega óveruleg í samanburði við árin á undan.* Halda verður áfram á sömu braut Og Vísir heldúr áfram: „Þennan árangur má að miklu leyti þakka því heildarsamkomu- lagi, sem gert var í júníbyrjun í fyrra og hér sést svart á hvítu, að ríkisstjórnin hefur vel staðið við þau fyrirheit, sem þá voru gefin í þessu efni. En það er hins vegar ljóst, að ekki þarf miklar umbyltingar til þess að spilla þessum ávinningi. Hefting verðbólgunnar tekst ekki á næstu misserum nema áfram sé unnið i anda júnísamkomulagsins og ný- ir samningar gerðir á grundvelli og innan ramma þess. Stórfelld- ar beinar kauphækkanir hljóta að raska grundvelli efnahags- kerfisins, eins og dæmin sýndu fyrir tveimur árum. Þá hækkaði vísitalan um 25% og var það ó- hjákvæmileg afleiðing þeirra kauphækkana."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.