Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLABIÐ Fimmtudagur 10 júní 1965 k j •! S2k *a ^^ M ' m mT Islands 1 TVEIMUR tölublöðum Morgun- blaðsins í s.l. mánuði, þriðjudag- inn 25. og laugardaginn 29. maí er veitzt að Búnaðarfélagi íslands á harla óviðurkvæmilegan hátt. Höfundur fyrri greinarinnar er, að því er ráða má af skammstöf- unar undirskrift hennar, Vignir Guðmundsson, blaðamaður. Síð- ari greinin er í leiðaradálkum blaðsins og því seanilega skrifuð ai einhverjum af ritstjórum þess. Stjórn Búnaðarfélags íslands hefði ekki hirt um að svara óhróð ursgrein Vignis blaðamanns, hefði hún birzt ein. En þar sem grein hans er notuð sem uppi- staða í leiðara blaðsins á þann hátt, að áréttaðar eru f ullyrðingar hans um afturhaldssjónarmið í búfjárrækt og gamlar kenningar, sem hjá Búnaðarfélagi íslands séu látnar sitja í fyrirrúmi fyrir rannsóknum og niðurstöðum vís- indamanna og að þetta eigi að víkja fyrir upplýsingastarfsem- inni, þá finnur stjórn félagsins sig knúða til að andmæla þess- um skrifum og fjarstæðukenndu staðhæfingum Vignis blaðamanns og fer því mjög villur vegar í réttu mati þeirra. Sannleikurinn er sá, að í starf- semi Búnaðarfélags íslands hefir ávallt ríkt viðsýni og raunsæi. Má í því sambandi benda á nokkr ar staðreyndir í því efni, sem fram komu í greinargerð fyrir tillögu um aukna leiðbeiningar- þjónustu á vegum Búnaðarfélags íslands, sem stjórnin lagði fram á síðasta búnaðarþingi. Þar segir svo meðal annars: „Ráðunautastarfsemi Búnaðar- félags íslands hefir frá öndverðu verið mikilvægur og árangurs- ríkur þáttur í þróunar- og fram- faramálum landbúnaðar vors. Hefir þessi starfsemi jafnan, eftir því sem fjárhagsástæður hafa leyft, fylgt þróun- inni þannig, að ráðunautum hefir verið fjölgað og síauknar kröfur gerðar til menntunar þeirra og þekkingar á þeim þáttum búnað- arins, sem heyrt hafa til þeim verkahring, sem þeim hverjum fyrir sig, er markaður. Með þess- um hættí hefir verið sýnd fyllsta viðleitni í þá átt að láta ekkert úr greipum ganga, er til hag- sældar horfir fyrir landbúnaðinn ag flytja inn í starfsemina allar tæknilegar nýjungar, er oss ber- ast fregnir af erlendis frá og vort eigið hyggjuvit hefir lagt oss upp 1 hendur, og að gagni hefir mátt koma til að létta og auðvelda störfin. Með hverju árinu sem líður vex fjölbreytnin f vinnu- tækjanotkun. Ný og ný sjónarmið ryðja sér til rúms, sem segja má að tæki til allra þátta búnaðarins. Má þar nefna, hvernig rækta megi og bæta búfjárstofninn, auka afurðir hans og hvernig haga skuli fóðri og eldi hans vet- ur og sumar, hvernig haga beri grasræktinni á grónu og ógrónu landi, hvernig nýta megi jarðhit- ana t»l grænmetisframleiðslu, hvernig auka megi verðgildi land búnaðarafurða með fjölbreytni í verkum þeirra og síðast en ekki sízt, hvernig takast megi að færa byggingarmál sveitanna til betra horfs. Hvar sem litið er blasir við sú staðreynd, að hagnýting vísinda og þekkingar er lykill að hag- felldri þróun á sviði atvinnulifs og efnahagsmála. Og eins og hög- um er háttað hjá landbúnaði vor- um á þetta ekki síður við hann en aðrar atvinnugreinar með þjóð vorrL Þetta sjónarmið hefir ávallt verið ríkjandi hjá Búnað- arféiagi ísiands eins og ráðunauta starfsemi þess ber ljósust merki. En eftir því sem landbúnaðurinn færist meira í fang um nýbreytni í búrekstrinum og starfsemi ráðu nautanna verður af þeim sökum fjötbreyttari og umfangsmeiri, krefur það aukinna starfskraíta hjá félaginu. í sauðfjárræktinni standa nú fyrir dyrum tímamót, tímamót- ræktunarbúskapar í þessari grein, að beita sauðfé á ræktað land að sumarlagi í lágsveitum samfara því, sem haldið verður áfram að hagnýta góð afréttarlönd, þar sem til þeirra nær. Þá taka' þessi tímamót einnig til þess, að nú er hafin aukin fjölbreytni í vinnslu gæra og ullar, en á kyn- bótastarfseminni veltur mikið um verð og gæðí þessara vara eins og með kjötgæðin og fallþunga dilkanna". Þetta mætti nægja til þess að sýna skýrt og skilmerkilega, hver reginfjarstæða er á borð borin fyrir lesendur Morgunblaðsins um Búnaðarfélag íslands í þess- ari ádeilugrein Vignis blaða- manns, og að árétting ritstjórans og umvöndun missir alveg marks og snýst í höndum hans í öfug- mæli jafnóðum og blekið flýtur úr penna hans. Vignir blaðamaður dregur nafn Stefáns Aðalsteinssonar, bú- fjárfræðintgs, sem starfar við Landbúnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans, með harla einkenni legum hætti inn í umræðuefni greinar sinnar. Tilefnið til þess, að hann gerir svo, er felugrein sem birzt hefur í Búnaðarblaðinu og Vignir telur Stefán Aðalsteinsson höfund að. Um þessa yfirprentuðu fengrein segir Vignir. „í fyrrgreindu blaði er gestaþraut á blaðsíðu 20. Það er yfirprentuð grein sem nánast er illlæsileg, en fyrirsögnina má ,greinilega lesa. Til hvers eru til- raunir." Vignir lýsir því enn betur, hve erfitt hafi verið að ráða í það hvað í greininni felst og segir hann: „Að út um allar sveitir sitji menn og rýni i þessa grein og reyni að ráða hana eins og krossgátu eða eins og fræðimenn í Ámasafni, sem ráða vilja með ljósspeglum rúnir gamalla skinn- bóka". Svona er efni greinarinn- ar af hendi höfundar rækilega falið. En Vignir segir, „að ungur maður hafi með sérstakri natni náð að lesa í málið, þótt kyrfi- iega hafi verið yfirprentað..' Svo birtir Vignir greinina,"" hvað sem upp úr því má leggja, að slíkt hylmingarform hafi fengið rétta lausn. Það er alkunnugt, að þar sem gestaþrautir og krossgátur eru annars vegar, er ekki lambið að leika sér. En hver er svo ástæðan til þess, að Stefán Aðalsteinsson, búfjár- fræðingur, sem Vignir seigir „að sé' kannski sá menntaðasti og f ær- asti, sem miðstöð íslenzkra búvís- inda hefir á að skipa", skuli velja skrifum sinum um sauðfjárkyn- bætur slíkt feluform. Jú, Vignir blaðamaður hefir svör við þessu. Um þetta segir hann: „Stefán Aðalsteinsson hefir látið þau orð falla, að það mundi kosta aðgerðir gegn sér ef hann hefði látið fyrrnefnda felugrein á þrykk út gagna". Gagnvart þessu liggur næst fyrir að spyrja. Hvaðan var þess- ara aðtgerða að vænta! Ekki var þeirra að vænta frá Búnaðarfé- lagi fslands, því hvort tveggja er, að Stef án Aðalsteinsson er að öllu leyti óháður starfsemi þess. Hann á sér allt aðra húsbændur, og svo hitt, að þegar um fagmál er að ræða, þótt eitthvað beri á milli um skoðanir, þá er innan þeirrar starfsemi, sem valdsvið Búnaðar- félags íslands tekur til, engu slíku til að dreifa. Þar eru öll mál rökstudd fyrir opnum tjöld- uni, og ráðunautar félagsins og annað starfslið þar kostar í hví- vetna kapps um það, að hvert mál sé sem bezt gaumgæft og sem farsællegast til lykta leitt sem sátt og samlyndi. Ef þetta hugboð Stefáns Aðal- steinssonar um aðgerðir vegua greinarinnar hef ir við eitthvað að styðjast, þá hljóta böndin að ber- ast að yfirboðurum hans í Land- búnaðardeild Atvinnudeildar Há- skólans. Öðrum getur það ekki verið þar til að dreifa, en heimil- iserjur þar, ef einhverjar kunna eð vera, eru Búnaðarfélagi Is- lands óviðkomandi. Annað ádeilu-atriði á Búnaðar- félag íslands í þessari grein Vign- is blaðamanns er, að beitt hafi verið valdboði, eins og hann orð- ar það, til þess að fá nokkuð breytt orðalagi, starfsskýrslu eins af ráðunautum Búnaðarfélags ís- lands, sem var Gunnar Bjarna- son, ráðunautur í svína- og ali- fuglarækt. Það er alveg rétt, að í starfs- skýrslu þessari voru ummæli, sem stjórn Búnaðarfélags íslands taldi að ekki ætti að birta í skýslunni, þar sem þau væru frá manni, sem líta mætti svo á, að hann sværi í forsvari fyrir mál- efnum landbúnaðarins. Var Ing- ólfur Jónsson, land'búnaðarráð- herra, sem mál þetta var borið undir, sammála stjórninni um þetta. Eins og kunnugt er, hafði um það leyti sem starfsskýrsla þessi var rituð, verið komið á kreik nokkrum áróðri gegn neyzlu dýra feita á þeim forsendum, að hún væri skaðleg. Starfsskýrsla ráðu- n<iutsins hefst á þessum orðum: „Nú er feitmeti á dagskrá og var- að við dýrafeiti öðru feitmeti fremur. fslenzkt svínakjöt er til skaða feitt". Hér tekur ráðunaut- urinn beinlínis undir þennan áróður að því, er tekur til feiti af þeirri dýrategund, sem heyrir undir starfssvið hans. Hann segir heldur ekkert til að andmæla kenningunni um skaðsemi feiti af öðrum dýrategundum, svo vel hefði mátt líta svo á, að hann tæki líka undir áróðurinn, hvað það snerti. Nú er það svo um þennan áróður gegn neyzlu dýra- feitt, að fyrir honum hafa ekki verið færðar nægar vísindalegar samhljóða sannanir. Þvert á móti er það vitað, að erlendis eru vís- indamenn, sem um manneldismál sýsla, mjög ósammála um þetta. Þar er hver hendin upp á móti annarri í röðum þeirra vísinda- manna, sem að menntun ættu að standa jafnt að vígi um að leggja hér dóm á. Og ef vér íslendingar lítum í vorn eigin barm, lífs- reynslu þjóðar vorrar í þessu efni allar götur frá upphafi ís- landsbyggðar, þá er öll saga vor og reynsla í beinni andstöðu við þessa kenniriigu. Meðan vér bjugg- um í óupphituðum húsakynnum og háðum útiveru í frosthörkum á sjó og landi, var dýrafeitin hreinn lífgjafi, og óefað átti þjóð vor áður og fyrr feitmetisneyzl- unni líf sitt að launa á þeim tím- um, þegar mest svarf að um óblíðu veðurfarsins. Hitt er svo annað mál, að við breytta að- búnaðarhætti þurfum vér nii minna magn en áður var af þess- ari vöru til þess að fullnægja þörfum vorum. En það raskar engu um hollustu dýrafitunnar. Forstöðumenn og málsvarar landbúnaðarins standa því föstum fótum í gagnrýni sinni á gildi þessara kenninga um skaðsemi dýrafeitinnar, og það á sízt við, að í starfsskýrslum ráðunauta Búnaðarfélags Islands, að tekið sé undir slíkan áróður. Það skyldi hins vegar engaa undra, þótt Vignir blaðamaður sjái hvorki blett né hrukku á slíkri aðstöðu ráðunautar, sem sjálfur beygir sig svo í duftiS fyrir þeim, sem að þessum áróðri standa, að hann telur, áð heilsu- fari almennings sé kastað fyrir róða, ef eigi sé á þetta hlýtt. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn er fyrirsögn á þessari grein Vignis blaðamanns. Það er ekki alltaf að fyrirsagnir og innihald falli saman, ef vagið er á gullvog. Reykjavík, 4. júní 1965. Þorsteinn Sigurðsson, Pétur Ottesen, Gunnar Þórðarson. Athugasenidir frá ráöu- nautum Búnaöarfél. íslands Hr. ritstjóri. Hinn 29. maí birtist í heiðruðu blaði yðar kafli í ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „Vísindin og atvinnuvegirnir". Þær skoðanir, sem þar koma fram um rann- sóknastarfsemi landbúnaðarins og leiðbeiningaþjónustu, virðast byggðar á greininni: „Sannleik- urinn er ekkert nema sannleikur- inn", sem höfundurinn „vig" skrifaði í blað yðar, 25. s-m., enda vitnað í þá grein. Skrif „vig" eru hatrömm árás á Búnaðarfélag íslands og að okk- ar áliti óverðskulduð. Þó mun- um við undirritaðir, ráðunautar félagsins, ekki svara þeim skrif- um í heild, þar sem við teljum það frekar vera hlut stjórnar fé- lagsins, búnaðarmálastjóra og einstakra embætta eða ráðunauta, sem sérstaklega er vikið að, að ákveða, hvernig við verður brugð izt. í ritstjórnargreininni er hins vegar látið liggja að því, að vis- indaleg menntun og starfsaðferðir fyrirfinnist ekki í landbúnaði ís- lendinga hjá öðrum en þeim, sem við rannsóknir og tilraunir fást. Hér er um að ræða mjög alvar- legan misskilning, sem hlýtur að byggjast á því, að litið hafi verið á skrif „vig" sem óskeikui í því, að þar hafi trúmennska og sann- leikur verið hið eina, sem réð ríkjum. Með þessu er veitzt á þann hátt að þeirri stofnun, er við vinnum við, embættum þeim, sem við gegnum, og sjálfum okkur, að ekki verður við unað. Því send- um við yður þessar athugasemdir og leiðréttingar og óskum þess, að þær I verði hið fyrsta birtar í blaði yðar á eigi minna áberandi stað en greinar þær, sem eru til- efni þessara skrifa. Búnaðarfélag íslands hefur allt frá því, er það hóf leiðbeininga- starfsemi sína um síðustu alda- mót, leitazt við að hafa í þjón- ustu sinni eins vel menntaða menn og kostur hefur verið á á hverjum tíma. Frá öndverðu hafa flestir ráðunautar þess hlotið háskólamenntun við kunn- ar vísindastofnanir í landbúnaði í nágrannalöndum okkar. Stofnan ir þessar eru hinar sömu eða *am fcærilegar við þær, sem tilrauna- menn okkar hafa numið við, og báðir starfshópar hafa yfirleitt haft sams konar háskólapróf, er þeir hef ja störf hvor á sínu sviði. Búnaðarfélag íslands hafði for- ustu um tilraunastarfsemi í land- búnaði, og þau mál voru lengi í höndum ráðunauta þess. Mjög náin tengsl voru í upphafi milli félagsins og landbúnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans, og ávallt hefur góð samvinna ríkt milli þessara tveggja stofnana, þótt þrounin hafi eðlilega orðið á þann veg, að verkaskipting hafi komizt á milli þeirra. Landbún- aðardeildin hefur tekið við til- rauna- og rannsóknarstarfseminni að miklu leyti, en ráðunautar Búnaðarfélags íslands fara með leiðbeiningastarfsemina og marka stefnur í tæknilegum framfara- málum landbúnaðarins á sviði jarðræktar og búfjárræktar. Það er þeirra að koma jafnóðum á framfæri við bændur þeim niður- stöðum tilrauna, sem taldar eru hafa hagnýtt gildi. Er þess að vænta, að með batnandi aðstöðu muni verksvið tilraunastarfsem- innar ná til fleiri þátta en verið hefur, en eins og augljóst má vera, er það á tiltölulega afmörk- uðum sviðum, sem hún kemur enn að gagni í leiðbeiningastarf- semi við þá uppbyggingu landbún aðarins, sem Búnaðarfélag Islands hefur jafnan haft forustu i Það kemur því mönnum undar- lega fyrir sjónir, þegar „vig" 1 grein sinni nefnir ákveðinn til- raunamann hjá landbúnaðardeild, Stefán Aðalsteinsson, sem sé „kannski sá menntaðasti og fær- asti, sem miðstöð íslenzkra búvís- inda hefir á að skipa", og ætlazt til þess, að tilgáta hans um hugs- anlega túlkun á niðurstöðum ákveðinnar tilraunar sé tekin gild sem sönnun þess, að sú stefna, sem fylgt hefur verið í ræktun sauðfjár með tilliti til vaxtarlags, sé röng, henni beri þegar að breyta. Slíkar forsend- ur eru allt of veikar, og fáir til- raunamenn mundu æskja þess, að þannig niðurstöður yrðu túlkaðar sannleika, jafnvel þótt þær kæmu eins og blaðamaðurinn gerir. Á þær yrSi aldrei litið sem heiiagan frá þeim tilraunamonnum, sem I starfi sínu hafa sýnt jákvæð við- horf og unnið sér æðri háskóla- gráður fyrir störf sín. Þaðan væri þeirra lika sízt að vænta sem og þess, að vilja láta flokka sig sem menntaðastan og færastan meðal starfsbræðra sinna. Það er því vafasamt, að nokkr* um tilraunamanni sé greiði gerð- ur með slíkum skrifum, semx blaðamaðurinn hef ur látið f rá sér fara, hversu mikil sem löngunin til að láta bera á sér og þörfin fyrir viðurkenningu kann a3 vera. Einkar óheppilega vill til, þegar reynt er á þennan grófa hátt að afsanna kenningar dr, Halldórs Pálssonar um vaxtar» lífeðlisfræði sauðfjár, en hann hlaut einmitt doktorsviðurkenn- ingu fyrir rannsóknir sínar á þvi jrviði. Allt frá stofnun landbún- aðardeildar hefur sú stofnun átt þess kost að njóta þekkingar hans við kjötrannsóknir og til- raunir í ræktun og fóðrun sauð- f jár, jafnframt því, sem hann var ráðunautur í sauðfjárrækt. Þetta starf við landbúnaðardeild hefur hann enn á hendi, og þaðan held- ur áfram að streyma fróðleikur, sem leiðbeiningarstarfsemin kem ur áleiðis til bænda til framdrátt- ar þessari búskapargrein. Þær kenningar ná nú orðið einnig f vaxandi mæli til annarra landa, bæði við tilraunastöðvar og í bú- skap, enda er stöðugt sótzt eftir því, að hann flytji fyrirlestra um þessi efni á alþjóðaráðstefnuni visindamanna og fyrir bsendur, Þar eru hvorki afturhaldssjónar- mið að verki né úreltar kenning- ar, heldur liggja að baki þeim rannsóknir hins sérfróða visinda- manns. Það er rétt, sem stendur 1 leið- ara Morgunblaðsins, „að gildi ís- lenzkra atvinnuvega byggist á rannsóknum og niðurstöðum vis- indamanna". 1 þessum anda haf* ráðunautar Búnaðarfélags íslands unnið og munu vinna framvegis. Hitt er ekki til framdráttar þvl góða samstarfi, er til þessa hefur ríkt milli tilraunamanna og ráðu- nauta, eí blaðamenn leitast við JCraruh. á Mft 24,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.