Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 10
10 MOKCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. júní 1965 í jallabæruin Ðale á Hörðalandi. DALE VIÐ NORSKU BERGENSBRAUTINA VARLA getur fegurri leið til að ferðast um en fjalllendið milli Oslóar og Bergen í Ner- egi. Þeir sem taka sér far ttl S-Noregs og hafa sæmilegan tíma, ættu ekki að láta undir höfuð legigjast að taka járn- brautarlest eftir Bergens- brautinni og ferðast að degi til, til að njóta útsýnisins. Undirritaður blaðamaður Mbl. lét loks verða af gömlu áformj um að fara þessa leið 2. maí sl. Þennan sunnudag var blíðskaparveður, sólskin og logn, 18 stiga hiti og vor í lofti, grasið orðið grænt niðri í sveitum, en gullt enn- þá uppi í fjalladölunum. Þar setja þó barrtrén á grænan lit. Þarna í fjöllunum standa hvarvetna upp úr þessir form fögru norsku klettar. Sigur vorsins yfir vetrinum sást kannski bezt á vötnunum, sem voru auð á láglendinu, vakir með landi ofar í hlíð- um og þakin snjó og ís efst í fjalllendinu. Farið var frá Osló kl. 9.50 og komið til Bergen kl. 19.10. Lestin stanzar á ýmsum stöð- um og hristist ekki eins mikið og hraðlestin, sem er fljót- ari í förum. Þetta er þægileg lest með matarvagni og far- ið kostar ekki nema 75 n. kr. Við ökum gegnum Hönefors og höldum upp í Hallingdal- inn. Þar býr Skúli Skúla- son, í Nesbyen. Ekið er með- fram vötnunum í yndislegum dölum og utan í hlíðunum. Alltaf hærra upp í fjöllin. Á • hásléttunni handan Halling- dalsins þekur glitrandi snjór landið. Sólbrúnt skíðafólk kemur í lestina á hverri stöð, enda eru hér skíðahótel, skíða lyftur og skíðaskálar í einka- eign. Á háfjallinu er víða byggt yfir brautina, til að vernda hana fyrir snjó og oft er farið gegnum löng jarð- göng, þar sem augun hvílast frá birtunni af sólglitrandi snjónum. Og svo fer lestin að lækka sig aftur, niður úr snjónum, í dali með bænda- býlum og ekur loks lengi með fram Sörfjorden til Bergen. Lestin er nú full af skíða- fólki. Heilar fjölskyldur hafa að Norðmanna sið notað tveggja daga frí til að halda an yndislega stað, að kynnast nánar uppruna þess garns, sem vafalaust á sinn þátt í að íslendingar eru einhverjir beztu viðkiptavinir Norð- manna, kaupa af þeim fyrir Hegland verksmiðjustjóri hamdleikur ull í garnverksmiðj- unni. til fjalla. Hér eru síðu, mjóu „stretchnælon"-buxurnar sýni lega ekki eins mikið í tízku og heima á íslandi. Nei, hér ná stælbuxurnar aðeins niður fyrir hné og þar taka við ullarsportsokkar í einum skær um lit. Með þessu klæðast ungir sem gamlir fallagum út- prjónuðum peysum í mörgum litum. — „Næsta stöð er Dale", er tiíkynnt í hátalarann í lestinni, eftir að komið er nið ur af fjallinu og góðan spöl vestur fyrir Voss. Við rennum inn á stöðina í litlum bæ, sem stendur í dalkvos milli himin- gnæfandi fjalla og fólk í kringum mig segir: „Dale. Dale-garn". Þessi ummæli og allt þetta peysuklædda fólk vekja ákveðin hugartengsl. Frá þessum stað kemur auð- vitað Dalagarnið norska, sem svo mikið er farið að nota á Islandi. Ég ákveð að það skuli ég gera mér til erindis á þenn 100 millj. kr. árlega, að því er Bergens-útvarpið upplýsir. Og skömmu seinna er ég á leið þangað í fylgd með Öj- vind Thomas frá Dala-fyrir- tækinu. Dale er ákaflega snotur bær með 3000 íbúa og á uppruna sinn og viðgang einni verk- smiðju að þakka. Um 1200 manns vinna í Daleverksmiðj- unum, sem reyndar framleiða margt fleira en garnið sem við þekkjum, svo sem alls kyns efni, teppi, lín o.s.frv. Hver vinnandi maður í bæn- um starfar þar og sömu ætt- irnar hafa gert það í 3—4 ætt- liði. í>að kann að virðast und- arlegt, að þarna langt inni á milli fjallanna skyldi rísa verksmiðjubær á þeim dögum, er allt þurfti að flytja til og frá á hestum. En ástæðan er áin, sem rennur þarna straum hörð niður úr fjöllunum með fallegum fossi í, og bjartsýnn Dani, sem sá möguleikana í vatnsaflinu. Það var Peter Jebsen, sem fluttist til Noregs sem ungur maður fyrir miðja síðustu öld. Hann kvæntist tvisvar í Bergen, átti 13 börn með fyrri konunni og 11 með þeirri síðari og gerðist mikill athafnamaður. Af framsýni sinni kom hann auga á fossa- aflið og árið 1879 lét hann virkja ána og tók að byggja upp stóriðnað í eyðidal uppi í fjöllum. Engin samgöngu- tæki voru fyrir hendi, hvorki járnbrautir né vegir. Allt varð að flytja til og frá á hestum. Þarna sem gamli Jebsen byrj- aði með eina baðmullarverk- smiðju eru nú verksmiðjur á 80 þús. ferm. gólffleti. I>að er garnverksmiðja, sem fram- leiðir um 1000 tonn af garni á ári og er talin einhver sú Jakobsson, múrari, kvæntur norskri konu frá Dale. Hegland, verksmiðjustjóri í garnverksmiðjunni, gengur með mér um verksmiðjurnar. Hann segir að mest af ullinni komi af norskum kindum, en dálítið sé keypt af enskri ull frá Samveldislöndunum. Rygjakindur og Dalakindur gefa mest af grófa garninu, sem ætlað er í sportpeysur. Dalakindurnar eru mikið ræktaðar á Vesturlandinu í Noregi. Þær ganga víða mikið úti á vetrum og fá löng hár, og aðeins er rúið einu sinni á ári. Við ökum upp í fjöllin að fremsta bæ í Bergsdal á Hörða landi, er nefnist Rödland, þar sem fer fram tilraunastarf- semi með Dalakindur. Þær Jon J. Neskvitne tilraunastjóri og Köddal bóndi í Bergsdal. ójvind Ttiomas á brautarstöðinni í Dale. fullkomnasta í Evrópu, baðm- ullarverksmiðja með 500 vef- stólum og ullarverksmiðja, sem framleiðir ullarefni á 85 vefstólum. Hliðarspor gengur frá verksmiðjunni út á Berg- ensbrautina, sem flytur að ull og baðmull og brott fullunn- ar vörur. Fyrirtækið er nú orðið hlutafélag og verksmiðj urnar seldu nýlega opinber- um aðilum rafstöðina, til að tengja hana í allsherjar raf- kerfið.' Þó með þeim fyrir- vara að verksmiðjurnar gangi ætíð fyrir um kaup á þvi raf- magni, sem þær þurfa. Allur bærinn, sem er mjög hreinlegur og snotur, er byggð ur kringum verksmiðjurnar. Unga fólkið byrjar að vinna þar strax og það er vinnu- fært, og nýlega fengu 26 starfs menn viðurkenningu fyrir að hafa unnið í verksmiðjunni í yfir 50 ár. Það gerist þó ekki miklu oftar með lengri skóla- igöngu nútímafólks og styttri starfsæfi. Mér er sagt að fólks flótti frá Dale til borgarinnar Bergen sé miklu minni en al- mennt gerist úr sveitum í nánd við stórborgir. E.t.v. eiga fjöllin með fjallakofa sína sinn þátt í því. En nú er að koma góður vegur til borg- arinnar og það kann að breyta einhverju. Þarna starf ar íslenzkur maður, Skafti eru stórar og kollóttar með langan dindil og ekki eins sperrt eyru og okkar kindur Tilraunastjóri frá Búnaðar- skólanum í Ási, Jon J. Ned- kvitne, er þarna staddur og biður kærlega að heilsa öll- um hjá Búnaðarfélaginu á ís- landi, þar sem hann hefur oft dvalið. Þarna er allt á kafi í snjó og kindurnar að bera inn anhúss. Flestar kindurnar eru tvílembdar, nokkrar meira að segja þrílembdar. Kindin á að meðaltali 1,8 lamb, sem þykir mikil og góð kjötfram- leiðsla. Norska ullin kemur til Dala verksmiðjanna flokkuð af „Norges Kjött og Fleskesentr- al" og sekkirnir merktir með tegund, framleiðslustað og gæðaflokki. Samt taka konur við henni og fara betur yfir flokkunina. Það er eina verk- ið í verksmiðjunum, sem eng- ar vélar geta unnið. Þessar þjálfuðu konur hafa jafn fínar tilfinningar í fingrun- um, þegar þær snerta ullina og vinsmakkararnir í Frakk- landi, er þeir dreypa á mið- inum af silfurdiskum sínum. Frá konunum fer ullin í vél- arnar, þar sem henni er blás- ið á milli eftir rörum. Hún er þvegin í volgu sápu- og soda- vatni, ofur varlega svo hún Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.